Morgunblaðið - 17.02.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.02.2005, Blaðsíða 1
Mjúkt og ferskt Sumarlínan frá Intercoiffure kynnt | Hártíska Morgunblaðið/RAX HRJÓSTRUGT veðurfar undanfarinn sólarhring getur reynt á þolinmæði okkar mannanna. Engu er líkara en að bílaleigubíl- arnir á myndinni bíði eftir að sól hækki á lofti og ferðamönnum fjölgi sem fara um Keflavíkurflugvöll svo þeir komist aftur út á þjóðvegina. Þótt þeir séu með smá grátt í vöngum eru þeir reiðubúnir til fararinnar og reyna að lokka til sín þá fáu sem sniglast í kring. Það lengdi biðina í gærmorgun að ekki var hægt að hleypa farþegum frá Boston í Bandaríkjunum úr flug- vélinni á Keflavíkurflugvelli í þrjá tíma sökum vinds. STOFNAÐ 1913 46. TBL. 93. ÁRG. FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Viðskipti | Átta vilja í sjö sæti  Athyglisverðustu auglýsingarnar  Svipmynd af Sif Konráðsdóttur Úr verinu | Landið og miðin  Á hval- veiðislóðum Íþróttir | Vignir semur við Skjern HK í toppsætið Nýtt kortatímabil Opið til 21 í kvöld HIN þrítuga Pernille Vigsø Bagge er í Sósíalíska þjóðarflokknum (SF) í Danmörku og var hún í framboði fyrir hann í Løgstør á Jótlandi í kosningunum nýverið. Hún náði kjöri, sér til mikillar undrunar, segir í Jyllandsposten. Danskir flokkar setja helsta fram- bjóðanda sinn efst á kjörseðilinn í hverju kjördæmi en síðan koma aðr- ir á flokkslistanum í stafrófsröð og fara úrslitin eftir persónulegum at- kvæðum þeirra. Blaðið Nordjyske Stiftstidende hvatti þá kjósendur SF í Løgstør sem kusu Bagge til að út- skýra valið. Langflestir sögðust hafa kosið hana vegna þess að hún var efsta konan á listanum. Í kosningunum árið 2001 fékk Bagge um 700 persónuleg atkvæði en Lene Garsdal, efsta konan á list- anum, fékk rúmlega þúsund atkvæði og hreppti sætið. Í millitíðinni giftist Bagge, sem áður bar eftirnafnið Nielsen, manni sem heitir Michael Bagge, tók upp nafn hans og færðist því upp fyrir Garsdal á listanum. Garsdal fékk nú tæp 700 atkvæði. Gaf eftirnafnið þingsæti? ÍRÖNSK og sýrlensk stjórnvöld ætla að mæta sameiginlega „hótunum og ögrunum“ frá öðrum ríkjum en Sýr- land og Íran eru í hópi ríkja sem George W. Bush Bandaríkjaforseti hefur nefnt „öxulveldi hins illa“. Sýr- lendingar eru grunaðir um aðild að morðinu á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, á mánu- dag. Hann var andvígur hersetu Sýr- lendinga í Líbanon. „Við erum reiðubúnir að hjálpa Sýrlendingum með öllum ráðum að takast á við hótanir,“ sagði Mohamm- ad Reza Aref, varaforseti Írans, eftir að hafa rætt við Naji al-Otair, for- sætisráðherra Sýrlands, í gær. Íran og Sýrland hafa bæði verið undir miklum þrýstingi frá Banda- ríkjunum og saka stjórnvöld í Wash- ington Írana um að vinna að því að verða sér úti um kjarnorkuvopn. Interfax-fréttastofan rússneska fullyrðir að Moskvustjórnin ætli að selja Sýrlendingum nýja gerð loft- varnaflugskeyta af Strelets-gerð. Ónafngreindur embættismaður í Bandaríkjunum sagðist í gær telja rangt að selja ríkjum, sem styddu við bakið á hryðjuverkamönnum, vopn. Snúa bökum saman Íran og Sýrland bregð- ast við „hótunum“ Washington, Teheran. AFP, AP. Reuters Mohammad Reza Aref (t.h.) ásamt Naji al-Otari í Teheran í gær. Viðskipti, Úr verinu, Íþróttir RAGNHILDUR Geirsdóttir hefur verið ráðin forstjóri Flugleiða hf. og Jón Karl Ólafsson for- stjóri Icelandair. Munu þau vinna með Sigurði Helgasyni, sem hefur verið forstjóri beggja þessara félaga, þangað til hann lætur af störf- um 1. júní nk. Hannes Smárason verður áfram starfandi stjórnarformaður Flugleiða. Jón Karl var áður framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands og Ragnhildur framkvæmdastjóri rekstrarstýr- ingarsviðs Icelandair. Flugleiðir hf. er móðurfélag þrettán dótt- urfélaga og er Icelandair langstærst með um helming af veltu samstæðunnar. Frekari breytingar Haldinn var fundur með starfsfólki Flugleiða á Hótel Loftleiðum í gærdag eftir að stjórn fé- lagsins hafði formlega samþykkt þessar ráðn- ingar. Hannes Smárason sagði unnið að frekari breytingum á skipulagi Flugleiða. Hlutverk fé- lagsins við heildarstefnumótun dótturfélaganna þrettán yrði aukið. Móðurfélagið myndi í aukn- um mæli taka við því hlutverki að samhæfa að- gerðir einstakra fyrirtækja. Með því að ráða sinn forstjórann fyrir hvort félagið væri verið að skerpa skilin þarna á milli. Búast mætti við ár. Hún sagði mörg verkefni framundan sem hún hlakkaði til að takast á við með öllu því góða fólki sem ynni hjá Flugleiðum. Það væri rík krafa að félagið skilaði árangri. „Áður en ég hóf störf hjá Icelandair var ég í stefnumótun hjá Flugleiðum. Þá kynntist ég þeim rekstri mjög vel,“ segir hún og jafnframt að mörg spennandi verkefni séu framundan. Jón Karl hefur starfað hjá flugfélaginu í yfir tuttugu ár. Hann segir ný tækifæri að opnast og Icelandair hafi náð frábærum árangri und- anfarin ár. „Við ætlum að taka á og við ætlum að vera langbest,“ sagði hann á fundinum með starfsfólki. Tveir fyrir Sigurð Sigurður Helgason sló á létta strengi í sinni ræðu og sagðist auðvitað mjög ánægður með að það þyrfti tvo til að taka við af sér. Hann sagð- ist vita að þetta hefði verið mjög erfið ákvörðun fyrir stjórnina því mikið væri af hæfu starfs- fólki innan Flugleiðasamsteypunnar. Hann treysti því að Icelandair yrði áfram besta flug- félagið. frekari hrókeringum fyrir aðalfund 10. mars nk. þar sem gerð yrði grein fyrir skipulags- breytingunum. Það mætti segja að verið væri að gera Flugleiðir að alvörumóðurfélagi. Fyrst kvenna forstjóri Ragnhildur er fyrsta konan sem sest í for- stjórastól Flugleiða, en hún varð einnig fyrst kvenna til að gegna framkvæmdastjórastöðu hjá félaginu. Hún sagðist taka við góðu búi af Sigurði Helgasyni sem var forstjóri í tuttugu Unnið að skipulagsbreytingum hjá Flugleiðum fyrir aðalfund Ragnhildur Geirsdóttir ráðin forstjóri Flugleiða  Flugleiðir/4 Jón Karl ÓlafssonRagnhildur Geirsdóttir Jón Karl Ólafsson verður forstjóri Icelandair
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.