Morgunblaðið - 17.02.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 17.02.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2005 37 UMRÆÐAN Hjördís Ásgeirsdóttir: „Ég er ein af þeim sem heyrði ekki bankið þeg- ar vágesturinn kom í heimsókn.“ Vilhjálmur Eyþórsson: „For- ystumennirnir eru undantekning- arlítið menntamenn og af góðu fólki komnir eins og allir þeir, sem gerast fjöldamorðingjar af hugsjón. Afleið- ingar þessarar auglýsingar gætu því komið á óvart.“ Ólafur F. Magnússon: „Ljóst er að án þeirrar hörðu rimmu og víðtæku umræðu í þjóðfélaginu sem varð kringum undirskriftasöfnun Um- hverfisvina hefði Eyjabökkum verið sökkt.“ Jakob Björnsson: „Mannkynið þarf fremur á leiðsögn að halda í þeirri list að þola góða daga en á helvítisprédikunum á valdi óttans eins og á galdrabrennuöldinni.“ Jakob Björnsson: „Það á að fella niður með öllu aðkomu forsetans að löggjafarstarfi.“ Ásthildur Lóa Þórsdóttir: „Viljum við að áherslan sé á „gömlu og góðu“ kennsluaðferðirnar? Eða vilj- um við að námið reyni á og þjálfi sjálfstæð vinnubrögð og sjálfstæða hugsun?“ Bergþór Gunnlaugsson: „Ég hvet alla sjómenn og útgerðarmenn til að lesa sjómannalögin, vinnulöggjöfina og kjarasamningana.“ Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar GEGN fölskum vinum standa menn höllum fæti. Í samanburði við þá eru heiðarlegir óvinir gulli betri. Við stofn- un R-listans, hét foristan því að ef hún næði borginni yrðu kjör eldri borgara, láglauna- fólks, sjúkra og lamaðara, stór- bætt. Loforðin urðu einskis virði. Vinurinn reyndist ekki allur þar sem hann var séður. R-listinn hikar ekki við að brjóta jafn- réttislög stjórnarskrárinnar þegar honum hentar og hefur það komið lömuðum og öldruðum verst. Sam- kvæmt R-lista boðorðunum, hættir lömuð manneskja að vera lömuð eftir 67 ára aldur. Þá verður hún bara gam- almenni. Fólk á ekki að að horfa að- gerðalaust á R-listann brjóta jafnrétt- islögin, svo hann eigi hægar með að kúga lamað fólk. Borgarstjórnin hækkaði nýlega gjöld ferðaþjónustu fatlaðra um tæpan helming. Það var hennar aðferð við að hefta frelsi fatl- aðra. Eins hefur hún stórhækkað gjöld fyrir heimaþjónustu, í stað þess að leggja þau niður eða lækka. Skattar, fæði og húsnæði hækkar. Allt hefur hækkað nema launin. Þetta fólk hefur ekki milljón á mánuði fyrir að spóka mig á erlendri grund, eða 3 til 4 hundr- uð þúsund aukalega við að eldast. Staðreynd er, að fatlaður maður þurfti ekki að borga fyrir heimaþjónustu fyrr en hann varð 67 ára. R-listinn hefur þvælst ótrúlega mikið fyrir hags- munum fólksins sem hann hét vináttu sinni. R-listabikarinn er fjórblandaður og gerir ein þeirra hann göróttan. R-listinn má aldrei ná kjöri aftur, óbreyttur. Eldri borgarar eiga að var- ast að láta emmbættismenn, stjórn- málamenn og verkalýðsforingja, sem komnir eru á eftirlaun, villa sér sýn. Nokkrum úr þeirra hópi, hefur tekist að sundra eldri borgurum í stað þess að sameina þá. Þeim er mikilvægt að viðra sig í sviðsljósi fjölmiðlanna og virðast trúri flokki sínum en fólkinu sem þeir eru í forsvari fyrir. Eldri borgarar eiga síst af öllum að láta flokksbönd njörfa sig niður. Þeir eiga að berjast sem ein heild fyrir hags- munum sínum og gegn þeim sem eru að nýta sér þá. Fólk verður að gera greinarmun á trú og pólitík. Til eru þjóðir sem skaða sig og aðra, með því að blanda saman trú og stjórnmálum. Fólk vill manneskjulegann flokk, sem tekur það frammyfir peninga. Það veit að menn battna ekki við að verða millj- arðamæringar. Þeir vilja alltaf meira. Stjórnmál þurfa ekki að vera óheið- arleg. ALBERT JENSEN, Sléttuvegi 3, 103 Reykjavík. Óvinur þegar á reynir Frá Alberti Jensen trésmiðameistara Albert Jensen BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is RÉTT eins og aðrir þjóðlegir Ís- lendingar þykir mér vænt um Morgunblaðið. Blaðið gerir skil öll- um þáttum þjóð- og mannlífsins frá vöggu til grafar. Blaðið hefur ákveðnar pólitískar skoðanir sem það set- ur fram í ritstjórn- arpistlum en kapp- kostar að virða skoðanir annarra og kemur þeim á fram- færi sé þess óskað. Vonandi er það skoð- un blaðsins að með þessu þjóni það ekki aðeins lesendum sín- um betur heldur hafi þessi stefna mikilvægu hlutverki að gegna fyrir lýðræðið og frjálsa skoðanamyndun. Lesendum blaðsins hefur ekki dulist að Morgunblaðið hefur und- anfarin tvö ár haft gríðarlegan áhuga á uppbyggingunni í Írak enda styður það hernað Banda- ríkjamanna í landinu og veru Ís- lands á lista hinna staðföstu og vilj- ugu þjóða. Sannfæringarkraftur blaðsins er slíkur að það virðist ekki láta það trufla sig að vera okk- ar á lista hinna viljugu er í fullkom- inni óþökk meginþorra þjóðarinnar. Auðvitað hefur Morgunblaðið rangt fyrir sér en það á samt hrós skilið fyrir þá staðfestu og einurð sem það hefur sýnt fram til þessa að verja málstað sem það trúir á, jafnframt því sem það virðir skoðanir annarra. Þess vegna brá mér í brún þegar ég las leiðarann í dag, 12. febrúar, en þar stend- ur: Sá skotgrafahern- aður, sem stjórnarand- staðan og sumir fjölmiðlar hafa haldið uppi gegn Halldóri Ásgrímssyni, forsætisráð- herra, vegna Íraksstríðsins skiptir engu máli og þjónar engum til- gangi. Síst hefði ég átt von á að Morg- unblaðið brygðist við með þessum hætti. Marga Íslendinga hryllir við að nafn þeirra sé notað enn í dag til réttlætingar á þessum skelfilega hernaði. Þess utan eru margir ósáttir við að forsætisráðherra landsins skuli vera margsaga og ítrekað vera uppvís að ósannindum. Ef Morgunblað er skyndilega bú- ið að fá leið á Írak eða finnst þetta engu skipta getur það sleppt því að fjalla um málið og leitt umræðuna hjá sér. Sóma síns vegna ætti blaðið samt ekki að slást í hóp með rökþrota stjórnmálamönnum sem sjá þann eina kost að leyna gögnum og púa á umræðuna. Athugasemd við leiðara Sigurjón Þórðarson gerir athugasemd við leiðara Morgunblaðsins ’Sóma síns vegna ættiblaðið samt ekki að slást í hóp með rökþrota stjórnmálamönnum sem sjá þann eina kost að leyna gögnum og púa á umræðuna.‘ Sigurjón Þórðarson Höfundur er alþingismaður Frjálslynda flokksins. Á MÁNUDAGSMORGNUM snýst kaffistofuspjallið á vinnustöðum að mestu leyti um Idol. Flestir virðast hafa skoðun á þessu fyrirbæri, hvort sem menn fylgjast með eður ei. Ég er einn af þeim fjölmörgu sem fylgjast með þessum þætti. Þættirnir eru vel uppbyggðir og spennandi, stjórnendurnir komast vel frá sínu og eru gott mótvægi við keppendur sem gera sitt besta og vonast eftir okkar atkvæði. Þjóðin fylgist með og margir kjósa í síma- kosningunni eftir þáttinn. Þeir sem kjósa þurfa að greiða fyrir það og sumir kjósa oftar en einu sinni og því geta símreikningarnir orðið háir á sumum heimilum. En það skiptir engu máli, því við erum jú að kjósa okkar mann. Það er því afskaplega grátlegt þegar dómararnir ákveða að það sé dómgreindarleysi og nátt- úruhamfarir þegar þjóðin kýs ekki eins og þeir vilja. Ég tel mig hafa ágæta dómgreind og kýs þann sem mér þykir standa sig best í það og það skiptið. Mér líkar því ekki svona um- mæli. Það er afskaplega skrýtið, í keppni sem snýst um það að gera sitt besta og vona að þjóðin gefi manni sitt atkvæði, að einhverjir þrír ein- staklingar séu að setja sig á háan hest og setja út á það. Svo virðist sem þessi svokölluðu dómarar séu löngu búnir að ákveða hver á að vinna þessa keppni og verða fúlir ef þjóðin fylgir þeim ekki í einu og öllu. Þetta er eins og ef dómari sem væri að dæma fót- boltaleik tæki upp á því að halda með öðru liðinu og dæma því í hag. Dóm- arar eiga að vera hlutlausir og segja sína skoðun í það og það skiptið, en ekki alhæfa og ákveða hvernig þetta á að vera. Þeir þurfa að vera sam- kvæmir sjálfum sér en því miður virð- ast hinir svokölluðu dómarar í Idol ekki vera það. Eins og áður sagði er- um það við sem kjósum og þurfum að borga fyrir það. Flestir sem kjósa gera sér það því ekki að leik að kjósa mörgum sinnum út í bláinn. Hver og einn kýs eftir eigin sannfæringu sinn mann. Þessi afstaða hinna svokölluðu dómara er því afskaplega hvimleið og þreytandi, allt að því móðgandi fyrir áhorfanda sem greiðir fyrir að koma sínu atkvæði á framfæri. Dómararnir í sjónvarpssal eiga að vera sam- kvæmir sjálfum sér og segja sína skoðun varðandi frammistöðu kvölds- ins. Við sem erum heima í stofu kjós- um svo þann sem við viljum helst að haldi áfram en ekki þann sem þessir svokölluðu dómarar halda með. VALDIMAR VÍÐISSON, Miðgörðum 6, 610 Grenivík. Dómgreindarleysi í Idol? Frá Valdimar Víðissyni skólastjóra Mikið úrval af fallegum rúmfatnaði Skólavörðustíg 21, Reykjavík, sími 551 4050 Fyrir flottar konur Bankastræti 11 • sími 551 3930
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.