Morgunblaðið - 17.02.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.02.2005, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ásnum, Hraunbæ 119, sími 567 7776 Opið virka daga 11-18, laugard. 11-14 Útsala Frábært úrval mikil verðlækkun RAGNHILDUR Geirsdóttir, nýráðinn for- stjóri Flugleiða, segist taka við góðu búi sem Sigurður Helgason hafi byggt upp sl. tuttugu ár. Síðasta ár hafi verið það besta í sögu fé- lagsins. Mikið af verkefnum sé framundan sem hún hlakki til að takast á við með öllu því góða fólki sem vinni hjá Flugleiðum. Það sé rík krafa að félagið skili árangri og honum nái þau í sameiningu. „Ég hlakka til að vinna með ykkur,“ sagði hún á fundinum með starfsmönnum í gær. Aðspurð segir hún að starfið leggist mjög vel í sig. Nú sé verið að gera skilin á milli Ice- landair og Flugleiða skarpari. „Áður en ég hóf störf hjá Icelandair var ég í stefnumótun hjá Flugleiðum. Þá kynntist ég þeim rekstri mjög vel.“ Ragnhildi var boðið forstjórastarfið í fyrra- dag og segist rétt vera að átta sig á þessu. Því sé ekki tímabært að úttala sig um það sem hún ætli sér að gera. Lagst verði yfir verk- efnin á næstunni. Verið sé að breyta starfi forstjóra Flugleiða sem eigi að fylgjast betur með starfi allra dótturfélaganna. Vélaverkfræðingur frá HÍ Ragnhildur hóf störf hjá Flugleiðum árið 1999. Árið 2002 var hún skipuð forstöðumað- ur rekstrarstýringardeildar og fram- kvæmdastjóri rekstrarstýringarsviðs Ice- landair í janúar 2003. Hún útskrifaðist sem vélaverkfræðingur frá Háskóla Íslands árið 1995. Hún útskrifaðist með MS í iðnaðarverk- fræði frá University of Wisconsin-Madison 1996 og með MS í framleiðslustjórnun frá sama skóla árið 1998. Ragnhildur er 33 ára og í sambúð með Ágústi Þorbjörnssyni, hag- verkfræðingi og rekstrarráðgjafa. Samkvæmt upplýsingum frá Flugleiðum hefur Ragnhildur unnið náið með forstjóra fé- lagsins á undanförnum árum og borið ábyrgð á mikilvægum þáttum rekstrarins; leiðakerfi Icelandair og starfsmannamálum. Hennar hlutverk hafi meðal annars verið að leiða þær breytingar sem gerðar hafi verið á leiðarkerfi flugfélagsins á undanförnum árum og hafi gjörbreytt afkomu félagsins. Í viðtali við Tímarit Morgunblaðsins í lok nóvember 2003 kemur fram að Ragnhildur fæddist í Bandaríkjunum ásamt tvíburabróð- ur sínum. Foreldrar hennar eru Geir Gunn- laugsson, fyrrverandi prófessor og forstjóri Marels, og Kristín Ragnarsdóttir. Þegar Ragnhildur var tveggja ára fluttist fjöl- skyldan til Íslands og gekk hún í Hlíðaskóla og Menntaskólann við Hamrahlíð áður en hún fór í Háskólann. Á menntaskólaárunum eyddi hún frístundum sínum í útivist og var í hjálparsveit skáta í Kópavogi. Ragnhildur kom heim úr námi frá Banda- ríkjunum 27 ára og hóf störf hjá Fjárfesting- arbanka atvinnulífsins, FBA. Hún sagði að bankastarfsemi hefði ekki höfðað til sín og langaði að starfa við rekstur. Þegar hún sagði upp hefði yfirmaður sinn sagt sér frá áhuga- verðu starfi hjá Flugleiðum. Fyrsta starf hennar var að vinna að stefnumótun innan fyrirtækisins. Ragnhildur Geirsdóttir Fyrst kvenna í forstjórastól Flugleiða Rík krafa um árangur „ÞETTA er tækifæri lífs míns og mjög spennandi og skemmtilegt verkefni,“ segir Jón Karl Ólafsson, nýráðinn forstjóri Ice- landair. Frá árinu 1999 hefur hann sinnt starfi framkvæmdastjóra Flugfélags Íslands. „Flugrekstur í eðli sínu snýst um að fljúga flugvélum og selja sæti og það er í sjálfu sér ekkert annað í þessum rekstri. Þetta er bara miklu stærra, markaðirnir eru víðari og er- lendis. Þetta er fjölbreyttara en ég er vanur. Vonandi get ég notað reynsluna eftir starfið hjá Flugfélaginu til að gera góða hluti fyrir Icelandair.“ Jón Karl segir það hafa borið brátt að að honum bauðst þetta starf. Sóknarfæri Ice- landair séu víða og fjölbreytt starf hafi verið unnið á vettvangi félagsins. Árangur þess undanfarin ár sé góður og jafnvel miklu betri en hjá öðrum flugfélögum. Það hafi verið erf- iðleikar víða sem Icelandair hafi náð að sigla farsællega í gegnum. „Það er frábær árangur og mjög gott að geta tekið við svoleiðis búi í stað þess að þurfa að fást við vandamál. En það er alltaf hægt að breyta; hlutirnir eru að einfaldast, dreifileiðir að breytast, farþegum fjölgar og ný tækifæri opnast,“ segir nýr forstjóri Ice- landair. Hjá Flugleiðum í tuttugu ár Jón Karl hóf störf hjá Flugleiðum árið 1984. Hann starfaði á fjármálasviði félagsins og var m.a. yfirmaður hagdeildar og fjár- reiðudeildar og svo yfirmaður leiðastjórn- unar. Hann var síðan svæðisstjóri Flugleiða á meginlandi Evrópu um fimm ára skeið, með aðsetur í Frankfurt í Þýskalandi. Jón Karl hefur verið framkvæmdastjóri Flugfélags Ís- lands síðan í byrjun árs 1999. Hann hefur verið formaður Samtaka ferðaþjónustunnar í tvö ár og er einnig formaður stjórnar Versl- unarráðs Íslands. Jón Karl lauk prófi frá við- skiptafræðideild Háskóla Íslands árið 1984. Hann er 46 ára, kvæntur Valfríði Möller hjúkrunarfræðingi og eiga þau fjögur börn. Samkvæmt upplýsingum frá Flugleiðum hefur Jón Karl sinnt fjölbreyttum stjórn- unarstöfrum innan félagsins, bæði í fjár- málum og markaðsmálum. Hann hafi náð mjög góðum árangri með Flugfélag Íslands á undanförnu ári, sé góður leiðtogi og því rétti maðurinn til að leiða Icelandair til frekari landvinninga. Jón Karl fæddist í Reykjavík þar sem for- eldrar hans, Ólafur Guðjón Karlsson og Guð- rún Anna Árnadóttir, bjuggu. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykja- vík og fór síðan í viðskiptafræði í Háskóla Ís- lands. Þegar hann útskrifaðist hafði hann þegar ráðið sig hjá Flugleiðum í hagdeild. „Ég mun sakna Flugfélagsins,“ sagði Jón Karl á starfsmannafundinum, en mörg verk- efni væru framundan hjá Icelandair. Nú væri að horfa fram á veginn. Það væri mikið af frá- bærum stjórnendum hjá félaginu og hann hlakkaði til að starfa með starfsfólkinu. „Við ætlum að taka á og við ætlum að vera lang- best,“ sagði hann og hlaut klapp fyrir. Jón Karl Ólafsson Hóf störf hjá Flugleiðum strax eftir útskrift Ný tækifæri að opnast HAGNAÐUR Orkuveitu Reykjavík- ur var 3,7 milljarðar króna á árinu 2004 og nær þrefaldaðist frá árinu 2003 þegar hann var 1,3 milljarðar króna. Þetta er besta afkoma í sögu fyrirtækisins frá upphafi. Velta Orkuveitunnar í fyrra var 13,2 milljarðar króna og jókst um 1,2 milljarða króna frá árinu 2003. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnsliði, EBITDA, var 5,1 millj- arður króna og jókst um 800 millj- ónir kr. milli ára. Mikill gengishagnaður var á árinu og voru fjármagnsliðir jákvæðir um 1,8 millj- arða kr. Þá jukust eignir fyrirtækisins um um 5,1 milljarða króna á árinu og námu 71,1 milljarði króna í árslok. Eigið fé var 41,9 milljarðar króna og jókst um rúma tvo milljarða króna á árinu og var eiginfjárhlutfall fyrir- tækisins í árslok 56%. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að það sé ánægulegt að samfara betri afkomu hafi tekist að lækka verð á afurðum fyrirtækisins á föstu verðlagi. Þannig sé verð fyrir raf- orku 9% lægra í dag en það var við stofnun Orkuveitunnar. Hagnaður OR 3,7 milljarðar í fyrra og aldrei verið meiri Nær þrefalt meiri hagnaður „SÚ sem hefur verið valin í forstjórastólinn fyrir Flug- leiði hf. er mér hér á hægri hönd og heitir Ragnhildur Geirsdóttir,“ tilkynnti Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða, á fundi með starfs- mönnum á Hótel Loftleiðum í gærdag. „Að sama skapi er það okkur jafnmikil ánægja að kynna til sögunnar Jón Karl [Ólafsson], sem þið þekkið úr Flugfélagi Íslands, sem forstjóra Icelandair.“ Stjórn Flugleiða hafði kom- ið saman fyrr um daginn og gengið frá ráðningu Ragn- hildar og Jóns Karls. Sjálf fengu þau að vita, að þeim stæðu þessi störf til boða, í fyrradag. Sögðust þau nánast vera orðlaus en hlökkuðu mikið til að takast á við þessi krefjandi störf. Ragnhildur er fyrsta konan til að gegna for- stjórastöðu Flugleiða. Hannes Smárason sagði ánægjulegt að nýju forstjór- arnir hefðu báðir starfað inn- an fyrirtækisins. Það bæri vott um mikið og gott upp- byggingarstarf sem hefði átt sér stað í tíð fráfarandi for- stjóra Sigurðar Helgasonar. Honum hefði tekist að ala upp mjög gott starfsfólk. Í samtali við Morgunblaðið sagði hann að vissulega hefðu aðrir ein- staklingar utan fyrirtækisins komið til greina en stjórnin hefði talið að markmiðum yrði betur náð með þessum ráðn- ingum. Ekki hefði enn verið ráðið í stöðu Jóns Karls, sem hefur verið framkvæmda- stjóri Flugfélags Íslands, og Ragnhildar, sem var fram- kvæmdastjóri rekstrarstýr- ingarsviðs. Frekari breytingar boðaðar Flugleiðir hf. er eignar- haldsfélag 13 dótturfélaga í flug-, ferða- og fjármálaþjón- þá 20 ár síðan hann réð sig í starf forstjóra Flugleiða. Hann hefur einnig verið for- stjóri Icelandair eftir að dótt- urfélagið var stofnað. Á fundinum óskaði Sigurð- ur Ragnhildi og Jóni Karli til hamingju með ráðninguna og sagðist auðvitað mjög ánægð- ur með að það þyrfti tvo til að taka við af sér. Uppskar hann hlátur samstarfsmanna. Hann sagðist vita að þetta hefði verið mjög erfið ákvörðun fyrir stjórnina því það væri mikið af hæfu starfsfólki inn- an Flugleiðasamsteypunnar. Sem betur fer væri gott úrval af stjórnendum og starfsfólki hjá fyrirtækinu. „Við erum með alþjóðalandsliðið í flug- rekstri í heiminum og ég treysti því að við munum halda áfram að vera besta flugfélagið eins og við erum í dag.“ Jón Karl Ólafsson og Ragn- hildur Geirsdóttir munu stafa með Sigurði þangað til hann lætur af störfum og taka þá formlega við rekstri félag- anna. Hannes Smárason mun áfram vera starfandi stjórn- arformaður Flugleiða hf. ustu. Icelandair er langstærst þessara fyrirtækja með um helming veltu samstæðunnar. Hannes sagði að unnið væri að skipulagsbreytingum hjá Flugleiðum sem yrðu kynntar á aðalfundi félagsins 10. mars 2005. Hlutverk þess við heild- arstefnumótun allra 13 fyr- irtækjanna innan samstæð- unnar yrði betur skilgreint. Stefnt væri að því að móð- urfélagið tæki í auknum mæli við því hlutverki að samhæfa aðgerðir einstakra fyrirtækja og veita þeim aukna þjónustu og stuðning. Með því að skilja að forstjóra Flugleiða og Ice- landair væri verið að skerpa á þessum skilum. Flugleiðir yrðu alvöru móðurfélag. Að- spurður sagði hann ekki tíma- bært að útskýra nánar ná- kvæmlega hvað í þessum breytingum fælist. Það yrðu þó einhverjar hrókeringar innan fyrirtækisins í kjölfar þessara breytinga sem kynnt- ar voru á fundinum með starfsmönnum. Erfið ákvörðun stjórnar Sigurður Helgason lætur af störfum 1. júní í sumar og eru Forstjórastólar Flugleiða og Icelandair aðskildir Flugleiðir verði alvöru móðurfélag Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hannes Smárason, Jón Karl Ólafsson, Ragnhildur Geirsdóttir og Sigurður Helgason tókust í hendur eftir að tilkynnt var hverjir myndu gegna forstjórastöðum hjá Icelandair og Flugleiðum hf. Starfsfólk Flugleiða fjölmennti á starfsmannafund í gær þar sem Hannes Smárason, stjórnar- formaður félagsins, kynnti skipulagsbreytingar. Viðbrögð starfsfólksins voru góð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.