Morgunblaðið - 17.02.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 17.02.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2005 43 MINNINGAR Elsku Oddur, nú er komið að kveðjustund, það er erfitt að sætta sig við að kveðja fyrir fullt og allt, samt hugsaði ég; jæja, hann er þá loksins kominn til Svönu sinnar. Þú ert búinn að bíða lengi eftir því að komast á stefnumót með henni og ég veit að hún beið líka eftir þér. Oddur minn, það er svo margt sem rennur í gegnum hug- ann, ótal margar minningar eftir öll þessi ár. Það verða ekki fleiri símtöl þar sem þú hringir og spjallar, spyrð um strákana, alltaf vildir þú vita hvernig gengi hjá þeim og hvað þeir væru að gera. Þú varst svo stoltur af afastrák- unum þínum, þegar fyrsti Oddsson eins og sagt var setti upp hvítan koll fyrir rúmum tveim árum ljóm- aðir þú af stolti og ánægju. Þú og Svana fylgist bara með þeim öðruvísi núna. Það er myrkur í hjörtum okkar núna en við vitum að þú varst hvíldinni feginn og minningarnar eiga eftir að ylja okk- ur og birta aftur þegar fram líða stundir. Nú siglir þú síðustu ferðina á áfangastað og við sem eftir stönd- um vinkum skipinu þínu og kveðj- um. Far þú í friði og takk fyrir sam- fylgdina. Þín Ásta. Elsku afi minn, nú ertu kominn í faðminn hennar ömmu. Það er eitt- hvað sem þú hefur lengi beðið eftir. En amma kvaddi þennan heim þeg- ar ég var nokkurra mánaða gömul. Ég hélt mikið upp á þig því að það var alltaf svo auðvelt að koma til þín, maður var alltaf svo velkom- inn. Þegar ég var lítil fórum við yf- irleitt að spila olsen olsen, rússa eða byggja hús úr spilum, svo þegar ég varð eldri borðuðum við skyndibita- drasl yfir videóspólum. Þú varst ekki þessi venjulegi afi sem borðaði bara gamaldags mat og hlustaðir á gufuna. Nei, þú varst alltaf til í pizzu og videó, ég og vinkonur mín- ar eyddum mörgum föstudags- kvöldum í stofunni heima hjá þér að gera eitthvað sem unglingar gerðu. Ég var skruddan þín. En þú kall- aðir mig skrudduna þína þangað til litla systir mín fæddist en ég var eina stelpubarnið í fjölskyldunni í 11 ár. Þú, afi minn, áttir enga dótt- ur og þess vegna var ég skruddan þín. Svo þegar ég varð ófrísk varst þú svo spenntur. Þú varst fyrsti gesturinn til mín þegar ég kom heim með Aron Leó. Þó að væri ekki í stakk búin að taka á móti gestum komstu samt. Þú lést þig hafa það að klöngrast upp á 3. hæð þótt þú ættir erfitt með það. Það var ekkert sem stoppaði þig. En elsku afi, ég get verið endalaust að skrifa fallegar minningar um þig en þá fengju ekki fleiri færi á að minn- ast þín, því þú varst algjör hetja, þú varst frábær afi en þú kvaddir okk- ur of snemma, ég var ekki tilbúin. Ég og Höddi bróðir komum í heim- sókn til þín rúmlega klukkustund áður en þú fórst yfir móðuna miklu. Þú varst svo veikur að þú gast varla opnað augun en ég vona að þú hafir skynjað að við vorum þarna. Við vorum þau síðustu til að heimsækja þig, að halda í höndina þína og strjúka þig og kyssa. Mig langaði svo að segja þér það svo þú haldir ekki að þú hafir verið einn, við vor- um þarna hjá þér. Elsku afi, ég veit að þér líður vel þarna sem þú ert, með Svönu ODDUR J. HALLDÓRSSON ✝ Oddur J. Hall-dórsson fæddist á Grund í Súðavík 23. október 1931. Hann lést á Land- spítalanum í Foss- vogi að kvöldi 28. janúar síðastliðins og var útför hans gerð frá Hafnar- fjarðarkirkju 7. febr- úar. ömmu, sameinuð á ný. Ég minnist þín þeg- ar ég kenni honum Aroni mínum að spila olsen og rússa alveg eins og þú kenndir mér. Afi minn, ég elska þig að eilífu, þín nafna og afastelpa Oddný Svana. Elsku Oddur afi. Það er bæði þungt og erfitt að þurfa að kveðja þig elsku afi. Þú hefur alltaf verið sérstakur í okkar huga og munt alltaf verða, sérstakur á góðan hátt sem við eig- um erfitt með að útskýra í orðum. Alltaf þegar við hittum þig gastu sagt okkur sögur, sögur sem allar voru jafn skemmtilegar og alltaf hafðirðu jafn gaman af því að segja þær. Yfirleitt tengdust þær Vest- fjörðum á einn eða annan hátt og það brást ekki að alltaf komu skip eða bátar einhverstaðar við sögu og það skipti ekki máli hvaða bátur það var, þú þekktir þá alla. Við eldri strákarnir munum sérstaklega vel eftir því þegar við vorum litlir pollar og þú sagðir okkur frá því að þú hefðir verið á hvalveiðiskipi. Svo þegar við hittum félaga okkar seinna sögðum við öllum að hann Oddur afi okkar hefði sko verið á hvalveiðiskipi og veitt risastóra hvali. Það var ekki hægt að vera montnari en við vorum á þeirri stundu! Við vorum stoltir af þér þá og við erum það enn! Það sem var einna sérstakast við þig var að í hvert einasta skipti þegar við kom- um í heimsókn þá sáum við alltaf þitt hlýja bros og fundum fyrir væntumþykju þinni og þannig minnumst við þín elsku Oddur afi, sem hlýlegs og kærleiksríks afa. Elsku afi, þó að sorgin sé mikil er samt sérstakt bros innst í hjarta okkar, bros yfir því að þú ert kom- inn til hennar Svönu ömmu þar sem þið fylgist með okkur og horfið saman til okkar. Við höfum alltaf verið og munum alltaf verða stoltir yfir að hafa átt þig sem afa. Þínir afastrákar, Atli, Tryggvi og Ísak. Elsku afi, nú ertu komin á betri stað til hennar ömmu. Núna koma allar þær góðu minningar upp í hugann, þær góðu stundir sem við áttum. Fyrsta minningin sem kemur upp er þegar þú og Halldór áttuð heima á Suðurbrautinni. Alltaf þegar ég kom til ykkar í heimsókn þá drukk- um við te með miklum sykri og hunangi eins og þér fannst best. Síðan settumst við í sjónvarpsholið og horfðum á fína mynd. En sú minning sem fær mig alltaf til að brosa er þegar ég og pabbi komum að heimsækja þig á Hrafn- istu og þú spurðir mig hvernig gengi í Iðnskólanum, því þér fannst ég alltaf vera eldri en ég er, en ég var þá bara að byrja í 9. bekk í Hvaleyrarskóla. Elsku afi minn, ég átti mjög erf- itt með að taka því að þú værir far- inn frá okkur og fannst sárt að hugsa til þess, því ég ætlaði að heimsækja þig næsta dag en fékk ekki að kveðja þig áður en þú fórst því að ég var með flensuna eins og þú. En nú veit ég að þér líður betur með ömmu Svönu, og þið bæði að fylgjast með okkur. Ég minnist þín elsku afi sem ljúfs, hlýs og yfirvegaðs manns með stórt hjarta sem þótti vænt um alla. Ég mun alltaf elska þig. Anna Lovísa. Elsku afi minn eða „afi long“ eins og ég kallaði þig. En ég kallaði þig það því ég er svo ríkur að eiga marga afa. Þótt að ég sé ungur þá veit ég að þú ert hjá englunum, og ég veit það að þú ert sá afi sem gafst mér alltaf súkkulaði, þótt þú mættir ekki fá þér súkkulaði, var alltaf í lagi að fá sér einn mola. En elsku afi, ég skal hugsa um mömmu og alla hina því ég er svo kátur og lífsglaður strákur að ég skal koma öllum til þess að brosa á ný. Þinn langafastrákur, Aron Leó. Mig langar að kveðja Odd Hall- dórs vin minn með nokkrum línum. Við kynntumst fyrst þegar við vorum saman á Hafnfirðingi á lúðu- veiðum 200 mílur út frá Garðskaga, þá var ég 16 ára og Oddur 19 ára. Upp frá því vorum við margar ver- tíðar saman á nokkrum bátum. Á sumrin fór Oddur á hvalbátana með Kristjáni uppeldisbróður sínum. Oddur var mjög eftirtektarsamur og þekkti öll skip og báta, sem og fólk. Oft spurði ég Odd um hvaða bátur þetta væri og ekki stóð á svari. Á unglingsárum okkar fórum við oft, í landlegum, á rúntinn sem kall- aður var, það voru vandræði fyrir mig því Oddur þekkti annan hvern mann sem við mættum. Eitt sinn vorum við uppi á vörubíl að keyra bjóð á frysti, sé ég þá stelpu sem ég var orðinn skotinn í. Segi ég þá við Odd: Jæja Oddur, eigum við að fara að festa ráð okk- ar? Jú ætli ekki svarar Oddur. Þá greip félagi okkar inn í og spurði: Hvor ykkar ætlar að vera í eldhús- inu? Við bundum okkur á svipuðum tíma, hann með Svönu sinni og ég með Ingu minni. Þær urðu miklar vinkonur. Fórum við góðar ferðir saman norður á Strandir sem og á Barðaströnd í berjaferðir. Við vor- um mjög samrýndir. Oddur missti Svönu sína unga, en þau voru búin að koma upp þremur drengjum, Þorláki, Rafni og Halldóri, dugn- aðarmönnum. Sonurinn Láki var svo seinna með mér á sjó, glöggur sem pabbi og mamma. Oddur var vinur vina sinna alla tíð og sleit aldrei sambandi við okk- ur. Við Inga samhryggjumst ykkur bræðrum og fjölskyldum ykkar. Blessuð sé minning Odds. Sveinn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, RÓSBJÖRG SIGURÐARDÓTTIR, Nesvegi 67, frá Hellisandi, lést aðfaranótt sunnudagsins 13. febrúar sl. á Grund dvalar- og hjúkrunarheimilinu. Jarðarförin verður gerð frá Neskirkju föstu- daginn 18. febrúar kl. 13.00. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á líknarstofnanir. Erla Eggertsdóttir, Gunnsteinn Karlsson, Stefanía Sigrún Nielson, Einer R. Nielson, Rósa Hallgeirsdóttir, Lárus H. Lárusson, Guðmunda Hallgeirsdóttir, Kjartan Hallgeirsson, Soffía Magnúsdóttir, Halla Hallgeirsdóttir, Gunnar Bergmann, Oddný Hólmbergsdóttir, Jón Guðmundsson, Björg Gunnsteinsdóttir, Magnús Helgason, Guðrún Rósa Gunnsteinsdóttir, Carsten Fausböll, Eggert R. Nielson, Michelle Nielson, Elsa R. Nielson, langömmubörn og langalangömmubörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, LEIFUR KRISTINN GUÐJÓNSSON, Dúfnahólum 2, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut mánudaginn 14. febrúar, verður jarðsunginn frá Fella- og Hólakirkju mánudaginn 21. febrú- ar kl. 13.00. Áslaug Garðarsdóttir, Finnur Leifsson, Hildur Kristín Helgadóttir, Birna Bjarnadóttir, Þorbjörg Rós Bjarnadóttir, Anders Fogelberg, barnabörn og barnabarnabarn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalangafi, FRIÐGEIR GRÍMSSON verkfræðingur, fyrrv. öryggismálastjóri ríkisins, Hrafnistu Hafnarfirði, áður til heimilis á Sundlaugavegi 24, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 15. febrúar. Jarðarförin verður auglýst síðar. Bergþóra B. Friðgeirsdóttir, Baldur M. Stefánsson, Gísli H. Friðgeirsson, Lilja Sigurðardóttir, Grímur R. Friðgeirsson, Halldóra Björnsdóttir, Sigríður S. Friðgeirsdóttir, Leifur Þorsteinsson, afabörn, langafabörn og langalangafabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, GUÐMUNDUR MAGNÚSSON bifvélavirkjameistari, Vogatungu 27A, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð mánu- daginn 14. febrúar. Eva María Jost Magnússon, Helmuth A. Guðmundsson, Guðný Júlíusdóttir, Sigurbjörn R. Guðmundsson, Sigríður Jónsdóttir, Signý B. Guðmundsdóttir, Guttormur Bjarnason, Anna Lísa Guðmundsdóttir, Birgir Pétursson, afabörn og langafabörn. Besti vinur minn og eiginmaður, tengdasonur, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN EIRÍKSSON frá Þrasastöðum í Fljótum, kvaddi þetta jarðlíf á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðjudaginn 15. febrúar. Útförin auglýst síðar. Inger Marie Arnholtz Elín Jóhannesdóttir Arnholtz, Gísli Sigurjón Jónsson, Axel Jónsson, Inga Dóra Hrólfsdóttir, Hilmar Jónsson, María Helga Hróarsdóttir og barnabörn. Amma mín og föðursystir, HERBORG LAUFEY GESTSDÓTTIR fyrrverandi bókavörður, lést á hjúkrunarheimilinu Vífilsstöðum þriðju- daginn 8. febrúar. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Kolbeinn Gauti Árnason, Helga I. Guðmundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.