Morgunblaðið - 17.02.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.02.2005, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR RÍKISSTJÓRNIN hefur sam- þykkt að leggja til við Alþingi að foreldrar langveikra eða fatlaðra barna eigi rétt á greiðslum í allt að þrjá mánuði þegar börnin veikjast alvarlega eða greinast með al- varlega fötlun. Sömuleiðis hefur hún samþykkt að leggja til við Al- þingi að foreldra barna sem veikj- ast mjög alvar- lega eða greinast með mjög alvar- lega fötlun eigi rétt á greiðslum í allt að níu mán- uði. Lagt verður til að greiðslurnar nemi um 90 þúsund krónum á mán- uði. Árni Magnússon félagsmálaráð- herra upplýsti þetta í svari sínu við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardótt- ur, þingmanns Samfylkingarinnar, á Alþingi í gær. Jóhanna og aðrir þingmenn sem til máls tóku fögn- uðu ákvörðuninni. „Ég mun beita mér fyrir því að þessar tillögur komist sem fyrst til framkvæmda enda er það skoðun mín að mikilvægt sé að samfélagið í heild, bæði ríkisvaldið og sam- tryggingakerfi aðila vinnumarkað- arins, komi til móts við þær fjöl- skyldur sem lenda í þeim aðstæðum sem hér eru til um- ræðu,“ sagði ráðherra. Miðað er við að tillögurnar komi til fram- kvæmda í áföngum á þremur ár- um. „Við þekkjum flest dæmi um það að fótunum er nánast kippt undan fólki þegar langvarandi veikindi eða fötlun barna er annars vegar. Okkur ber beinlínis skylda til þess að taka á þessum málum og það er verið að gera nú.“ Ákvörðun ríkisstjórnarinnar er byggð á tillögum nefndar sem fé- lagsmálaráðherra skipaði í janúar 2001. Markmið nefndarinnar var að finna leiðir til að auka rétt foreldra á vinnumarkaði til að sinna lang- veiku barni. Félagsmálaráðherra kynnti niðurstöður nefndarinnar á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag. Nefndin áætlar að foreldrar um 250 til 300 barna kunni að nýta sér þriggja mánaða réttinn að ein- hverju marki á ári hverju. Gerir hún ráð fyrir því að árlegur kostn- aður ríkissjóðs geti orðið á bilinu 75 til 91 milljón króna. Þá ætlar nefndin að foreldrar um 30 til 40 barna kunni að nýta sér níu mánaða réttinn á ári hverju. Gerir hún ráð fyrir því að árlegur kostnaður ríkissjóðs geti orðið um 36 milljónir króna. Breytingar á foreldraorlofi Félagsmálaráðherra sagði á Al- þingi í gær að skilyrðið fyrir greiðslunum yrði að foreldrar legðu tímabundið niður launað starf á sama tíma. „Áhersla er lögð á að ríkissjóður greiði jafnframt launatengd gjöld ofaná greiðslur til foreldra þannig að foreldrar haldi áfram uppsöfnun tiltekinna rétt- inda, s.s. lífeyrisréttinda. Enn fremur er gert ráð fyrir því að for- eldrar eigi þess kost að greiða áfram til stéttarfélaga á þessum tímabilum,“ sagði hann. Ráðherra benti á að greiðslurnar einar og sér tryggðu ekki að for- eldrar langveikra barna fengju leyfi frá störfum sínum. Því hefði ríkisstjórnin einnig samþykkt að leggja til breytingar á lögum um fæðingar- og foreldraorlof, á þann hátt að foreldrar geti tekið for- eldraorlof vegna barna til átján ára aldurs, en í núgildandi lögum eru þau mörk við átta ára aldur. „Með því er veitt aukið svigrúm fyrir for- eldra til þess að vera heima hjá börnum sínum þegar aðstæður gefa tilefni til en foreldrar eiga rétt á foreldraorlofi í 13 vikur til að annast börn sín.“ Þá lagði ráðherra áherslu á að með þessum breytingum væri ekki verið að setja endapunktinn á stuðning við foreldra langveikra barna. „Ég [...] útiloka alls ekki að við munum þegar innleiðingu þessa nýja réttar er lokið halda áfram að efla réttarstöðu foreldra lang- veikra barna á vinnumarkaði hér á landi.“ Stjórnvöld ætla að bæta stuðning við foreldra langveikra og fatlaðra barna Fái greiðslur úr ríkis- sjóði í allt að níu mánuði Árni Magnússon Komi til framkvæmda á þremur árum JÓN Bjarnason þingmaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs hefur lagt fram á Alþingi fyrirspurn til forsætisráðherra og samgöngu- ráðherra vegna sölu Landssímans og grunnets fjarskipta. Jón spyr forsætisráðherra hvort til greina komi að undirbúningur að sölu Landssímans verði stöðvaður til að ráðrúm gefist til að kanna kosti þess að sameina aðila um rekstur á einu grunneti fjarskipta og gagnaflutnings í landinu. Að sögn Jóns er engin áhætta tekin með því að stöðva söluferlið á Lands- símanum enda um eitt ábatasamasta fyrirtæki þjóðarbúsins að ræða. Á meðan söluferlið yrði stöðvað yrði sett af stað vinna við að kanna mögu- leika á einu sterku grunnneti fjar- skipta í eigu sveitarfélaga, ríkis og OR. „Við teljum grunnetið, þ.e. vega- kerfi allra samskipta, eitt brýnasta málið í dag gagnvart þeirri þjónustu sem fjarskiptin eru,“ segir Jón. Til samgönguráðherra er þeirri fyrirspurn beint hver afstaða hans sé til hugmynda um að aðilar sameinist um rekstur eins öflugs grunnets fjar- skipta og gagnaflutnings fyrir landið allt. Vill stöðva sölu Landssímans grímssonar. (Halldór var ekki við- staddur þingfund í gær og því fjarri góðu gamni.) Davíð sat sem fastast í stól for- sætisráðherra og blaðaði þar í skjöl- um þegar Þuríður Backman, þing- maður Vinstri grænna, kom upp og sagði: „Ég þakka hæstvirtum for- sætisráðherra svörin …“ Hún áttaði sig strax, hló og sagði: „Ég vil taka það upp að ég trúi að hin nýja ásýnd hæstvirts utanríkisráðherra, sem birtist hér í dag, hafi ruglað mig að- eins í ríminu.“ Var hún væntanlega að vísa til þess að Davíð væri nýkom- inn til þings eftir rúmlega mán- aðarleyfi. Hæstvirtur forsætisráðherra… Þess má geta að þegar Þuríður hafði áttað sig á mismælginni stóð Davíð upp úr stólnum og færði sig um set; í stól utanríkisráðherra. DAVÍÐ Oddsson utanríkisráðherra og þingmenn Vinstri grænna rugl- uðust heldur betur í ríminu á Alþingi í gær. Davíð fór stólavillt og þing- mennirnir titluðu hann forsætisráð- herra. Reyndar ekki í fyrsta sinn sem Davíð er kallaður forsætisráð- herra, eftir að hann og Halldór Ás- grímsson skiptu á ráðuneytum í september sl. Forsetar þingsins og þingmenn hafa ítrekað titlað Davíð forsætisráðherra á þingfundum síð- ustu fimm mánuðina. Þeir hafa þó áttað sig strax og leiðrétt sig um hæl. En að þingfundinum í gær: Ög- mundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna, kom upp í ræðustól og lagði fram fyrirspurn til Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra. Eftir að Davíð hafði svaraði Ögmundi settist hann síðan, eins og ekkert væri sjálfsagðara, í stól Halldórs Ás- En þar með var ruglingurinn ekki á enda. Ögmundur kom aftur í pontu og sagði: „Ég fagna yfirlýsingu hæstvirts forsætisráðherra … hæst- virts utanríkisráðherra … Hann er ekki einn um það hæstvirtur ráð- herra að ruglast í ríminu.“ Utanríkisráðherra hélt reyndar áfram að ruglast í ríminu, því þing- fréttaritari gat ekki betur séð en að hann settist aftur í stól forsætisráð- herra, seinna um daginn. Hann átt- aði sig þó strax á mistökunum og færði sig yfir í sinn rétta stól. Því má bæta við til útskýringar að Davíð og Halldór skiptust ekki bara á ráðuneytum í september sl., held- ur einnig á stólum. Hefð er nefnilega fyrir því að forsætisráðherra sitji næst forseta þingsins, og utanrík- isráðherra við hliðina á forsætisráð- herra. Þegar stólaskiptin fóru fram hafði Davíð verið forsætisráðherra í rúm þrettán ár og Halldór utanrík- isráðherra í níu ár. Kannski ekki að undra að einhver ruglist í ríminu. Þingmenn og ráðherra ruglast í ríminu Morgunblaðið/ÞÖK Davíð Oddsson sat í þessum stól í 13 ár og í gær settist hann óvart í hann að nýju. Myndin er frá síðasta ári meðan Davíð var enn forsætisráðherra. arna@mbl.is ÞORSTEINN Pálsson sendiherra er skipaður í stjórnarskrárnefnd af for- manni Sjálfstæðisflokksins og allir líta á hann sem einn af fulltrúum Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, sagði Mörður Árnason, þingmaður Sam- fylkingarinnar, á Alþingi í gær. Gagn- rýndi hann skipan Þorsteins í nefnd- ina og spurði utanríkisráðherra, Davíð Oddsson, m.a. að því hvort fleiri núverandi sendiherrar gegndu trúnaðarstörfum fyrir stjórn- málaflokka. Davíð svaraði því til að enginn nú- verandi sendiherra gegndi trún- aðarstörfum fyrir stjórnmálaflokka, „þó með þeirri undantekningu sem háttvirtur þingmaður nefndi ef hann vill líta svo á að seta Þorsteins Páls- sonar, fyrrverandi forsætisráðherra og dómsmálaráðherra, í stjórn- arskrárnefnd sé verkefni, þjónusta, trúnaðarstarf fyrir stjórnmálaflokk“. Davíð sagðist líta svo á að þegar maður á borð við Þorstein Pálsson tæki að sér að sitja í stjórn- arskrárnefnd þá væri hann þar á eig- in forsendum. „Til þeirra verka fær hann engin fyrirmæli frá mér eða öðrum,“ sagði Davíð. Hann sagði Þor- stein hafa augljósa hæfileika til að takast á við þetta verkefni vegna menntunar, faglegrar þekkingar og mikillar reynslu. Gagnrýndi skip- an Þorsteins í nefndina „ÞETTA mun duga sumum fjölskyldum. Stuðningur í þrjá mánuði getur skipt sköpum þegar eitthvað kemur upp á, slys eða greining á alvarlegum veikindum. Það getur tekið tíma fyrir foreldra að átta sig á breyttum aðstæðum og kynna sér meðferðir. Eftir þrjá mánuði fer lífið svo að færast í ákveðnar skorður. Svo er það hinn hópurinn sem á við mikla erfiðleika að etja og er mik- ið inni á sjúkrahúsum, þá duga laun í þrjá mánuði ekki og ekki einu sinni í níu mánuði. Það eru fjöl- skyldur sem munu þurfa á lang- tímaaðstoð að halda,“ sagði Ragna K. Marinósdóttir, formaður Um- hyggju, félags til stuðnings lang- veikum börnum. Með tillögu sem félagsmálaráð- herra kynnti á Alþingi í gær verður í fyrsta skipti tryggður almennur veikindaréttur foreldra á vinnu- markaði sem hingað til hefur að- eins verið 7–10 dagar samkvæmt meginreglu kjarasamninga á al- mennum markaði. „Þú hefur þá þennan rétt að hverfa af vinnu- markaði í þrjá til níu mánuði án þess að tapa öllum laununum þín- um.“ Betur má ef duga skal Umhyggja hefur, ásamt fleirum, barist fyrir umræðum um þessi mál í þjóðfélaginu og auknum rétti for- eldra og frá því nefnd um stefnu- mótun í málefnum langveikra barna var stofnuð árið 2001 hefur náðst mikill árangur. „Margir sjúkrasjóðir hafa tekið sig á og að- stoðað sitt fólk, þannig að mikil breyting er á frá fyrri árum.“ Nefndin, sem skilað hefur til- lögum um þetta mál, leggur enn- fremur til að sjóðirnir haldi áfram stuðningi sínum og bæti jafnvel um betur. Í dag eiga foreldrar lang- veikra barna rétt á umönn- unargreiðslum sem mæta einungis kostnaði við veikindin en eru ekki laun, og er því um mikið tekjutap að ræða fyrir foreldra sem þurfa að hætta tímabundið í vinnu til að hjúkra börnum sínum. Þær bætur eru frá 20 þúsund til 90 þúsund krónur á mánuði en upphæðin fer eftir aðstæðum hverju sinni. „Við teljum þetta vera góðan áfanga og við hérna fögnum þessu ef þetta nær fram að ganga.“ Ragna segir að félagið muni halda áfram að berjast fyrir málefnum foreldra. „Þó að allir vilji gera eitthvað í þessum málum er þetta búið að taka langan tíma og vera erfitt að koma þessum veikindarétti á.“ Ragna K. Marinósdóttir, formaður fé- lags til stuðnings langveikum börnum Góður áfangi sem við fögnum Morgunblaðið/Kristinn JÓN Kristjánsson heilbrigðis- ráðherra sagðist á Alþingi í gær eiga von á því að ekki þyrfti að koma til lokunar skurðdeildar Heilbrigð- isstofnunar Vestmannaeyja í sumar, eins og hugmyndir hafa verið uppi um. Kom það fram í svari hans við fyrirspurn Magnúsar Þórs Haf- steinssonar, þingmanns Frjálslynda flokksins. „Það er verið að fara yfir allar rekstrarforsendur stofnunarinnar í heilbrigðis- og tryggingaráðuneyt- inu með það í huga að koma í veg fyrir að skurðstofunni verði lokað. Ég á von á því að það takist.“ Ekki komi til lokunar skurð- deildarinnar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.