Morgunblaðið - 17.02.2005, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Dauðinn er eitthvað
sem heimsækir okkur
öll einhvern daginn, en
kemur öllum í opna
skjöldu. Okkur í Iðju-
bergi langar til að
kveðja góðan vin og vinnufélaga sem
nú er fallinn frá. Óli var mjög glaðleg-
ur og litríkur persónuleiki með ein-
dæmum iðinn og listrænn. Hér átti Óli
marga vini og hans er nú sárt saknað.
Með þessari stuttu kveðju sendum við
foreldrum og öðrum aðstandendum
innilegar samúðarkveðjur og styrk í
sorginni.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni.
Sitji guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Prestshólum.)
Minningin um Óla lifir í hjörtum
okkar.
Vinnufélagar og
starfsfólk Iðjubergs.
Þegar ég frétti lát vinar míns Óla
Björgvins komu allar góðu minning-
arnar um samskipti okkar fram í hug-
ann. Leiðir okkar Óla lágu fyrst sam-
an í Lyngási þegar hann var barn,
síðan í Bjarkarási og að lokum í Lækj-
arási þegar hann kom í dagvistun
þangað.
Óli var sterkur persónuleiki sem
setti sín spor hvar sem hann var. Ég
sé hann fyrir mér koma gangandi
hröðum og markvissum skrefum.
Ætíð klæddur fötum af vönduðustu
gerð, tilbúinn að takast á við verkefni
dagsins. Þrátt fyrir fötlun sína hafði
hann sínar skoðanir um hvernig hlut-
irnir áttu að vera og viljinn og ákafinn
var oft meiri en líkamleg geta hans
leyfði. Það er ekki erfitt að ímynda sér
að það hefur oft verið erfitt fyrir hann
að upplifa líkamlegan vanmátt sinn
þegar athafnagleðin var jafnmikil og
ÓLAFUR
BJÖRGVINSSON
✝ Ólafur Björg-vinsson fæddist í
Reykjavík 10. nóv-
ember 1961. Hann
lést á Landspítala –
háskólasjúkrahúsi
hinn 3. febrúar síð-
astliðinn og var hann
jarðsunginn frá Ás-
kirkju 10. febrúar.
hún var hjá honum.
Óli var mjög fé-
lagslyndur og elskaði að
taka á móti gestum í
húsinu sínu í garðinum
hjá pabba og mömmu
eða á eigin heimili, fyrst
í Víðihlíðinni og síðan í
Barðavoginum. Þá var
ætíð boðið upp á kaffi
sem hann bjó til sjálfur.
Hann átti líka stórt safn
af kassettum og geisla-
diskum og hafði mikla
gleði af tónlist og söng.
Ferðalögin með pabba
og mömmu og seinna
vinunum voru honum líka mikils virði.
Það er ekki hægt að tala um Óla án
þess að tala um foreldra hans, Björg-
vin og Ragnheiði. Þau voru mikilvæg-
ustu manneskjurnar í lífi hans. Sér-
staklega voru feðgarnir nánir og það
voru ófáar ferðirnar sem Björgvin fór
til Óla að gera við eitthvað sem hafði
farið úr skorðum. Ef eitthvað fór úr
skorðum hjá einhverjum var viðkvæð-
ið: ,, Hringdu í pabba, hann gerir við
þetta.“
Mér finnst ég ótrúlega heppin að
geta ennþá talið þau hjón sem góða
vini mína þrátt fyrir að ég hef verið
búsett erlendis í næstum 12 ár.
Óli var tryggur vinum sínum. Sam-
starfsmenn mínir í Noregi gleyma
ekki móttökunum sem ég fékk hjá Óla
þegar ég kom ásamt þeim í Lækjarás
nokkrum árum eftir að ég hætti þar.
Hann hljóp upp um hálsinn á mér og
hrópaði: ,,Ertu komin aftur allra besti
vinurinn minn sem ég ekki er búinn að
fá?“ Hvorki ég né Björg gleymum
heldur gleði hans þegar við heimsótt-
um ,,gullmolann hans“ (Björgu) í sum-
arbústaðinn hennar á Þingvöllum.
Ég hitti Óla síðast árið sem hann
varð fertugur.
Þá heimsóttum við Björg og Valla
hann og foreldra hans í Sæviðarsund-
ið. Óli sýndi okkur svo með stolti íbúð-
ina sína í Barðavoginum. Yndislegur
dagur sem við allar höfum talað um
með gleði síðan.
Elsku Björgvin og Ragna. Við
Björg og Valla ásamt fjölskyldum
okkar sendum ykkur okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur. Minningin un
góðan dreng mun lifa áfram í hugum
okkar allra.
Arnheiður Andrésdóttir ( Arý).
✝ Alda Kristjáns-dóttir fæddist á
Auðbrekku í Hörg-
árdal 27. september
1924. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Hlíð á Akureyri 10.
febrúar síðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru Sigrún Ólafs-
dóttir, f. í Staðar-
tungu í Hörgárdal
1894, d. 1989, og
Kristján Magnússon,
f. á Ólafsfirði 1904,
d. á Akureyri 1931.
Alda giftist árið
1947 Guðlaugi Halldórssyni
bónda í Hvammi í Hrafnagils-
hreppi, f. 1923, d. 2001. Foreldr-
ar hans voru Halldór Guðlaugs-
son bóndi í Hvammi, f. 1889, og
kona hans Guðný Pálsdóttir frá
Möðrufelli, f. 1892. Börn Guð-
laugs og Öldu eru: 1) Halldór, f.
1949, 2) Guðný, f.
1950, 3) Magnús, f.
1953, 4) Sigrún, f.
1955, og 5) Björk, f.
1957. Fyrir átti
Alda soninn Viktor
Albert, f. 1943, sem
Guðlaugur ætt-
leiddi. Barnabörnin
eru 28 og lang-
ömmubörnin eru
27.
Guðlaugur og
Alda bjuggu í
Hvammi í Hrafna-
gilshreppi til ársins
1964, en þá keyptu
þau jörðina Merkigil í sömu sveit
og bjuggu þar til áramóta 1978–
79, þá fluttu þau til Akureyrar,
þar sem þau áttu lengst af heima
í Ægisgötu 4.
Útför Öldu verður gerð frá
Akureyrarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 13.30.
Amma mín Alda hefur nú kvatt
þennan heim og sameinast afa hinum
megin, eða það var hún a.m.k. fullviss
um sjálf.
Ég minnist ömmu minnar fyrst og
fremst sem fallegrar, brosmildrar
konu sem spjallaði mikið og hló dátt.
Ég minnist hennar í eldhúsi á
Merkigili að kenna mér að baka, mik-
ill var hamagangurinn og mikið bak-
að.
Vínarbrauð með sultu, jólakaka,
marmarakaka, kleinur, soðið brauð,
ástarpungar og tertur. Forðabúrið
hennar ömmu var stórt og ekki
skyldi vanta brauð á heimilinu.
Ég minnist hennar í svefnherberg-
inu að sauma kjól fyrir þorrablót,
gott ef hún átti ekki að leika aðal-
hlutverkið á blótinu. Ég horfi á þessa
konu við saumavélina og afa lúinn af
vinnu hvíla sig með bók og mér verð-
ur litið á brúðkaupsmyndina af þeim,
stórglæsileg, ung og ástfangin. Ég
sannfærð um að prinsar og prins-
essur séu ekki glæsilegri.
Ég minnist ömmu minnar senda
mig út með þvottinn, kenna mér að
hengja upp svo fallega að ekki væri
skömm að í sveitinni.
Ég minnist ömmu sitjandi við eld-
húsborðið að skrifa, vísu eða ljóð.
Ég minnist ömmu að ráða kross-
gátur, verðandi sér úti um öll kross-
gátublöð sem hugsast gátu, sígarett-
an ekki langt undan.
Ég minnist ömmu og afa á bingói,
staðurinn er gömlu Verksmiðjuhúsin
á Akureyri, – skemmtilegri og ákaf-
ari bingóspilurum hef ég ekki
kynnst, enda komu þau aldrei tóm-
hent heim.
Ég minnist ömmu á Fjólugötunni,
bjóðandi í mat og kaffi, – mikil um-
ferð ættingja, vina og vandamanna
sem leið áttu hjá.
Ég minnist ömmu á Ægisgötunni í
litla fallega húsinu sínu, huga að
blómum og jurtum í garðinum, – enn
boðna og búna til að hjálpa ungu fólki
sem nýbyrjað er að búa, gefandi
kökuuppskriftir og góð ráð.
Ég minnist ömmu á ferðalögum
með afa, til Reykjavíkur, Hvera-
gerðis og jafnvel austur á firði. Fiðr-
ingur í henni.
Ég minnist ömmu á spítala, ekki
að gefast upp þó annar fóturinn sé
farinn.
Ég minnist ömmu á spítala, hinn
farinn líka – lúin.
Ég minnist þín, amma mín, eins og
þú varst, – hvíldu í friði.
Sigrún Viktorsdóttir.
Mig langar til að kveðja hana Öldu
svilkonu. Ég kynnist henni og Guð-
laugi manni hennar fyrir rúmum 50
árum. Mér fannst þau einstaklega
hlýlegar og skemmtilegar persónur.
Ég átti eftir að kynnast þeim betur
þegar ég giftist Aðalsteini bróður
Guðlaugs. Á milli þessara fjölskyldna
var mikil vinátta og alltaf voru hjónin
tilbúin að sýna þá vináttu í verki.
Þegar ég gekk með yngsta barn okk-
ar hjóna var heilsan ekki góð hjá mér
og börnin fimm, það elsta sjö ára. Þá
var bankað og voru þau komin og
sögðust ætla að taka tvö börn og hafa
þau þangað til ég væri búin að eiga.
Börnunum skiluðu þau ekki fyrr en
fimm vikum síðar. Þetta var á há-
annatíma í sveitinni og þau sjálf með
sex börn. Þessu vinarbragði mun ég
aldrei gleyma. Sigrún dóttir mín var
fjögurra ára og tók hún miklu ást-
fóstri við þau. Jóni þótti líka mjög
vænt um þau. Við vorum ekki þau
einu sem nutum greiðvikni þeirra.
Alda var glæsileg kona, óvenju
fjölhæf. Hún var skáld, leikkona og
naut tónlistar og söngs. Allt þetta gat
Alda leyst af hendi ásamt því að vera
húsmóðir á stóru heimili þar sem var
mikill gestagangur og veisluborð
töfrað fram á skömmum tíma. Manni
fannst stundum að heimilið á Merki-
gili væri hálfgerð félagsmiðstöð, þar
virtust allir njóta sín, ungir sem aldn-
ir.
Eftir að Guðlaugur lést var eins og
Alda missti lífsviljann og biði þess að
fá að fylgja honum. Heilsu hennar
hrakaði ört og hún missti báða fætur
sökum veikinda, en hún tók þessum
raunum með einstöku æðruleysi.
Sólarhring eftir að Alda lést
dreymdi mig hana hlaupa brosandi
framhjá mér unga og hrausta og
segjast vera orðin of sein í brúðkaup
sitt. Hún hljóp berfætt út á fallegt
grasi vaxið tún, það var ekkert óeðli-
legt að hún væri berfætt því fæturnir
voru svo fallegir. Þarna vaknaði ég
ogvissi að hún var að fara að giftast
Guðlaugi sínum. Mér þótti vænt um
þennan draum, mér fannst að nú
væri hún sæl, frísk og glöð. Með þá
trú bið ég Guð að blessa minningu
þeirra hjóna með þökk fyrir allt og
allt.
Þóra Björnsdóttir.
Upp úr miðri síðustu öld er ég á
leið til Öldu frænku og Gilla. Ég fæ
far með Benna bílstjóra á mjólkur-
bílnum sem stöðvar bílinn við af-
leggjarann heim að Hvammi á leið
sinni inn Eyjafjarðarsveitina, hleypir
mér úr, ég er fimm ára.
Mér sýnist brekkan ógnvænlega
há, kjarkurinn dvín, ég græt. Niður
brekkuna kemur gömul kona, þurrk-
ar framan úr mér, tekur í hönd mína
og leiðir mig upp brekkuna löngu.
Hún gefur mér kaffi við eldhúsborð-
ið, strýkur hönd mína, í augum henn-
ar býr viska reynslunnar. Sigrún,
amman í sveitinni, er mér góð, þakk-
lætið býr enn í hjarta mínu.
Það er sumar og sólskin, ég sit í
tómum heyvagninum sem er tengdur
við traktorinn, Gilli er við stýrið, ég
kalla: Gilli, förum við á fulla ferð?
Hann svarar játandi; við hlæjum og
hlæjum, það er óskaplega gaman.
Hjá Gilla býr gleðin, hlýjan í brúnum
augum hans fylgir mér alla tíð.
Ég er í kjallaranum hjá Öldu
frænku sem stendur við skilvinduna
og masar við mig, ég er örugg, mér
líður vel. Uppi í herbergi Sigrúnar og
Viktors sit ég og horfi á frænda minn
spila á harmonikkuna, ég elska tón-
listina og dáist að hæfileikum Vikt-
ors, sé líka stoltið og gleðina sem
skín af Sigrúnu þegar hún horfir á
drenginn sinn, elsta dótturbarnið
sitt.
Ég leik mér við barnahópinn, glað-
væran og skemmtilegan, brosin
þeirra opin og björt.
Ég er í leikhúsinu á Laugarborg
og horfi með hrifningu á Öldu
frænku á sviðinu, allt getur hún, leik-
ið, sungið, talað hærra, meira og
skýrar en annað fólk. Einstaklega
hæfileikarík kona, fróðleiksfús, list-
hneigð, greind, hörkudugleg, stál-
minnug og alltaf skemmtileg. Það er
aldrei komið að tómum kofunum hjá
Öldu frænku þegar rekja þarf ættir,
hún getur þulið endalaust.
Ég er í helgarheimsókn, ellefu eða
tólf ára. Börnin gengin til náða, Alda
hefur búið um mig í stofunni. Vind-
urinn hvín úti fyrir og trjágreinarnar
slást við gluggann. Ég er myrkfælin,
hrædd. Fer aftur fram þar sem Alda
og Gilli sitja og spjalla, sest hjá þeim
við borðið. Fljótlega stendur frænka
upp, kemur aftur innan stundar og
segir: Jóna mín, ég er búin að búa um
þig í herberginu hjá okkur. Hún skil-
ur allt, orðin sem er erfitt að segja
óþörf. Ég sofna örugg í hlýrri nær-
veru fjölskyldunnar í Hvammi, vænt-
umþykjan og þakklætið til minnar
góðu frænku býr enn innra með mér.
Vertu Guði falin, elsku Alda, þökk
fyrir allt.
Börnum Öldu og fjölskyldum
þeirra sendi ég einlægar samúðar-
kveðjur.
Jóna Þrúður
Jónatansdóttir.
Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins blóm
er verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann allsherjardóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla stund
sem aldrei mér hverfur úr minni.
Og nú ertu genginn á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson.)
Nú er hún Alda mín komin til Gilla,
það flaug um huga minn þegar ég
frétti látið hennar. Í mínum huga eru
það einhvern veginn alltaf Alda og
Gilli, ekki af því að Gilli væri föður-
bróðir minn, þau voru bara ein heild.
Faðmlögin hans Gilla, bjarta brosið,
sindrandi augun og smitandi hlátur-
inn hennar Öldu og öll lífsgleðin sem
einkenni hana.
Þar sem er nóg hjartarými þar er
nóg húsrými. Það sannaðist hjá Öldu,
hana munaði aldrei um eitt eða tvö
börn til viðbótar við sín eigin.
Hugurinn flýgur í Merkigil: Nei,
nei, það er engin fyrirhöfn, hvað
heldurðu að það muni um hana, þið
getið sótt hana næst þegar þið komið
í heimsókn. Mamma að reyna að
malda í móinn og segja að ég sé ekki
með nein föt.
Hvað er þetta, segir Alda, heldur
þú ekki að það sé til nóg af krökk-
unum. Þegar pabbi og mamma óku í
bæinn voru þau einu barninu fátæk-
ari, þar til þau komu næst, ef mér
tókst þá ekki að verða aftur eftir þá.
Í minningunni er alltaf sól, alltaf
gleði, alltaf hlátur.
Sigrún Aðalsteinsdóttir.
ALDA
KRISTJÁNSDÓTTIR
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is
(smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda
inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum).
Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyr-
ir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna
skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak-
markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn-
ur út.
Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum -
mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein.
Minningargreinar
Kistur - Krossar
Prestur - Kirkja
Kistulagning
Blóm - Fáni
Val á sálmum
Tónlistarfólk
Sálmaskrá
Tilk. í fjölmiðla
Erfisdrykkja
Gestabók
Legstaður
Flutningur kistu á
milli landa og
landshluta
Landsbyggðar-
þjónusta
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Símar 581 3300 - 896 8242
Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla
Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is
Sverrir
Einarsson
Sverrir
Olsen
Bryndís
Valbjarnardóttir
Oddur
Bragason
Guðmundur
Þór Gíslason
Komum heim til aðstandenda ef óskað er