Morgunblaðið - 17.02.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.02.2005, Blaðsíða 20
DÖNSK HÚSGAGNAHÖNNUN Ef þú hefur áhuga á danskri húsgagnahönnun í hæsta gæðaflokki, skoðaðu þá heimasíðu okkar á www.soeborg-moebler.dk og fáðu nánari upplýsingar eða bæklinga og tilboð frá fyrirtæki okkar. Næst þegar þú ert í Kaupmannahöfn, ertu velkomin/n að heimsækja okkur í sýningarsal okkar (800 m2), sem er í aðeins 6 km fjarlægð frá miðbænum. A/S Søborg Møbelfabrik, Gladsaxevej 400, 2860 Søborg, sími +45 39 69 42 22, www.soeborg-moebler.dk Opnunartímar: mánudag-þriðjudag 8.30-16.30, föstudag 8.30-15 Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, aust- urland@mbl.is, sími 669-1115. Árborgarsvæðið og Landið Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310 og Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Molar úr Djúpi | Súðavíkurhreppur hef- ur hafið á ný útgáfu á fréttabréfi, Djúp- molum. Áætlað er að það komi út fjórum til fimm sinnum á ári og að efni þess verði tengt málefnum alls sveitarfé- lagsins. Allt frá árinu 1995 til ársins 2000 var gefið út fréttabréf í Súðavík sem fjallaði að mestu um flutning byggðarinnar eftir flóðin 1995. End- urvakta fréttabréfið er gefið út undir nafninu Djúpmolar og vísar í fréttamola úr Súðavík og úr Djúpi. Meginefni fyrstu Djúpmola er tengt málefnum Íbúaþingsins sem haldið var 13. mars 2004 ásamt því að litið er yfir árið 2004 og það sem markverðast gerðist í málefnum sveitarfélagsins. Djúpmolum verður dreift inn á öll heimili og lögbýli í Súðavíkurhreppi og einnig er hægt að nálgast fréttabréfið á heimasíðu Súðavík- urhrepps. Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN 365 kúamyndir | Landsvirkjun hefur keypt 365 kúamyndir af Jóni Eiríkssyni, bónda á Búrfelli í Húnaþingi vestra. Jón málaði myndirnar árið 2003, eina mynd á dag. Síðasta sumar hélt Jón sýningu á kúa- myndunum í Blöndustöð við ágætar vin- sældir og væntanlega verður sýningin framlengd um eitt ár. Þetta kemur fram á fréttavefnum www.huni.is. Þar segir ennfremur að í kaupsamningi milli Landsvirkjunar og Jóns segi m.a. að Landsvirkjun stefni að því að myndirnar verði framvegis aðgengilegar Húnvetn- ingum. Viðfangsefni Jóns á þessu ári eru blóm. Framkvæmdastjóri ráðinn | Guðrún Júlía Jónsdóttir hefur verið ráðin fram- kvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suð- austurlands á Höfn í Hornafirði. Hún hef- ur starfað við stofnunina frá 1990 og sem hjúkrunarforstjóri frá 1995. Kemur þetta fram á vef Hornafjarð- arbæjar, hornafjordur.is. Þar segir að bæjarráð vilji á þessum tímamótum end- urskoða skiptingu verkefna og ná fram hagræðingu í rekstri stofnunarinnar. HSSA hefur átt við rekstrarvanda að stríða og verið framkvæmdastjóralaus um tíma. RótaríklúbburRangæinga efnirtil málþings um ferðamál í Rangárþingi í dag, fimmtudag, og hefst kl. 14. Málþingið verður í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli. Alþjóðlega Rótarý- hreyfingin verður aldar- gömul 23. febrúar næst- komandi og til að minnast þessara tímamóta veitir klúbburinn Mosfelli sf. á Hellu og forsvarsmönnum þess viðurkenningu og stendur fyrir þessu mál- þingi, þeim til heiðurs. Mosfell er talið eitt elsta fyrirtækið í Rangár- vallasýslu og hefur það starfað óslitið frá því snemma á sjöunda ára- tugnum. Nánari upplýsingar og dagskrá er hægt að nálg- ast á vefnum www.at- vinnuferda.is. Málþing Grímsey| Björgunar- sveitin Sæþór fékk til sín góðan gest á dögunum, Snorra Dónaldsson lækni. Tilefnið var kaup björg- unarsveitarinnar á sjálf- virku hjartastuðtæki. Boðið var upp á námskeið þar sem Snorri læknir kynnti og kenndi á tækið. Þessi hjartastuðtæki komu á markað fyrir nokkrum árum og hafa þegar sannað ágæti sitt. Ef manneskja verður fyr- ir hjartastoppi, les tækið ástandið og gefur skipun um að gefa viðkomandi stuð eða ekki. Sérdeilis góð mæting var á nám- skeiðið sem sýndi mik- ilvægi heimsóknarinnar. Tilgangur tækisins er að almenningur geti hugs- anlega gert kraftaverk á ögurstundu. Morgunblaðið/Helga Mattína Sjálfvirkt hjartastuðtæki Jón Ingvar Jónssonvar að leika sérmeð limruformið og framdi nýjung, sléttubanda limru sem má lesa ofan frá eða neðan frá eftir því hvernig maður er sinn- aður. Ef til vill fer vel á því að kalla hana Jónru: Góður matur margan nærir, þunga glæpi gunga kærir, óður hundur hræðist tundur, sjóður ýmsum auðlegð færir. Aftur á bak verður limran svona: Færir auðlegð ýmsum sjóður, tundur hræðist hundur óður, kærir gunga glæpi þunga, nærir margan matur góður. Sigrún Haraldsdóttir las Jónruna og orti til Jóns Ingvars: Nú hefurðu leitt í ljós að leikni þín er mögnuð Þú átt skilið skjall og hrós, skáldalaun og fögnuð. Jónra í heiminn pebl@mbl.is Akureyri | Ígulker, krabbar, kuðungar og fleiri misjafnlega kunnugleg sjávardýr vöktu mikla athygli þeirra sem lögðu leið sína á kynningardag Há- skólans á Akureyri. Þessir krakkar voru þar engin und- antekning, bræðurnir Kristján og Guðmundur Björnssynir og Sævör Dagný Erlendsdóttur hlustuðu á Hreiðar Valtýsson, útibússtjóra Hafró á Akureyri, segja frá lífinu í sjónum, sem sýnt var í smækkaðri mynd í þar til gerðu fiskkari. Morgunblaðið/Kristján Ígulker, krabbar og kuðungar Sjávardýrin Suðureyri | Byggingarnefnd um íþrótta- hús á Suðureyri hefur samþykkt að lengja verktíma við byggingu íþróttahússins um fimm vikur og á það nú að afhendast 28. maí í stað þess að það átti að vera tilbúið í apríl, í 16. viku ársins. Verktakinn óskaði eftir lengri tíma til að klára verkið en fékk ekki. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt tillögu byggingarnefndar. Á fundi byggingarnefndarinnar, sem haldinn var í síðustu viku, var lagt fram bréf frá verktaka við bygginguna, Ágústi og Flosa ehf., þar sem óskað var eftir breytingu á af- hendingartíma hússins „vegna margskon- ar ófyrirsjáanlegra tafa sem þeir hafa orðið fyrir“ eins og segir í bókun nefndarinnar og greint er frá á vef Bæjarins besta á Ísa- firði. Í stað þess að skila verkinu í viku 16 á þessu ári óskuðu verktakarnir eftir því að skila verkinu í 26. viku. Á fundinum var lögð fram greinargerð Gísla Gunnlaugs- syni tæknifræðingi sem hefur eftirlit með byggingu hússins. Þar leggur hann til að skilatími verksins verði í 21. viku, þ.e. 28. maí. Samþykkti nefndin að styðjast við til- lögu Gísla. Á fundi bæjarráðs Ísafjarðar- bæjar á mánudaginn var samþykkt að leggja til við bæjarstjórn að tillaga bygg- ingarnefndarinnar um verklok verði sam- þykkt. Lengri verk- tími sam- þykktur Eyjafjarðarsveit | Brýnt er að gera úr- bætur á vegum í Eyjafjarðarsveit. Full- trúar sveitarfélagsins hafa hitt þingmenn kjördæmisins þar sem helsta málið sem til umfjöllunar var voru vegabætur í inn- anverðu sveitarfélaginu. Á fundinum var lögð fram ítarleg skýrsla um ástand vega í Eyjafjarðarsveit og tillögur sveitarstjórnar að fram- kvæmdaáætlun til næstu 10 ára. Í skýrslunni er m.a. bent á að í Eyja- fjarðarsveit eru tengivegir, sem þarfnast verulegrar eða mikillar endurnýjunar, yf- ir 50 km að lengd og byggja þarf a.m.k. þrjár brýr í staðinn fyrir eldri brýr. Elsta brúin er byggð 1913 og hinar tvær 1933. Umræddir tengivegir liggja um þéttbýla sveit þar sem mjólkurframleiðsla er aðal- atvinnugreinin og þungaflutningar þess vegna snar þáttur í þeim atvinnurekstri. Frá þessu er sagt á vef Eyjafjarðarsveit- ar. Brýnt að bæta vegi ♦♦♦      
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.