Morgunblaðið - 17.02.2005, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ Auður Kristins-dóttir fæddist í
Reykjavík 2. janúar
1932. Hún lést á
heimili sínu í Braut-
arholti á Kjalarnesi
8. febrúar síðastlið-
inn. Foreldrar henn-
ar voru Emilía Björg
Pétursdóttir hús-
freyja, f. 14. ágúst
1900, d. 19. sept.
1965, og Kristinn
Júlíus Markússon
kaupmaður í Geysi í
Reykjavík, f. í
Reykjavík 5. júlí
1894, d. 16. maí 1973. Bjuggu þau
lengst af á Stýrimannastíg 12 í
Reykjavík. Systkini Auðar eru:
Oddbjörg (Stella), f. 25. mars
1922, d. í júní 2003, gift Richard
Thors, f. 6. desember 1920, Arn-
þrúður (Lilla), f. 29. nóvember
1923, gift Óttari Möller, f. 24.
október 1918, Sjöfn, f. 12. ágúst
1927, d. 26. október 2003, gift
Birni Hallgrímssyni, f. 17. apríl
1921, og Gylfi, f. 7. mars 1935, d.
14. júlí 1955.
ilía Björg leikskólakennari og
skrifstofumaður, f. 26.8. 1970, eig-
inmaður Þorbjörn Valur Jóhanns-
son, þau eiga tvö börn, Jóhann
Gylfa og Auði Jóneyju.
Auður ólst upp á Stýrimanna-
stíg 12 í vesturbæ Reykjavíkur á
traustu og góðu heimili foreldra
sinna. Auður var í tímakennslu hjá
fröken Ragnheiði í Tjarnargöt-
unni fyrstu skólaár sín og gekk
síðan í Landakotsskóla. Þaðan lá
leiðin í Kvennaskólann í Reykja-
vík. Hún fór í kvennaskólann
Edgewood Park í New York-ríki í
eitt ár, kom svo heim og hóf störf
á skrifstofu Eimskips. Árið 1953
fór hún til Kaupmannahafnar í
húsmæðraskóla Mariaforbundet í
eitt ár. Eftir það vann hún hér
heima hjá Eimskip þar til hún fór
til Bandaríkjanna 1955 og var hjá
Stellu systur sinni og fjölskyldu
hennar um tíma. Kom síðan heim
og vann á skrifstofu Eimskips, þar
af eitt ár á skrifstofu fyrirtækisins
í Kaupmannahöfn, þar til hún gifti
sig. Auður og Jón bjuggu alla sína
búskapartíð í Brautarholti.
Útför Auðar verður gerð frá
Dómkirkjunni í Reykjavík í dag
og hefst athöfnin klukkan 13.
Jarðsett verður í Brautarholts-
kirkjugarði á Kjalarnesi að lok-
inni stuttri minningarathöfn í
Brautarholtskirkju.
Hinn 15. apríl 1961
giftist Auður Jóni
Ólafssyni bónda í
Brautarholti á Kjalar-
nesi, f. 26. apríl 1932,
d. 14. júní 2004. For-
eldrar hans voru Ólaf-
ur Bjarnason, bóndi
og hreppstjóri í
Brautarholti, f. í
Steinnesi í Þingi í A-
Húnavatnssýslu 19.9.
1891, d. 13.2. 1970, og
Ásta Ólafsdóttir hús-
freyja, f. á Lundi í
Lundarreykjadal í
Borgarfirði 16.3.
1892, d. 8.4. 1985. Börn Jóns og
Auðar eru: 1) Ólafur bóndi, f. 19.9.
1961. 2) Kristinn Gylfi viðskipta-
fræðingur og bóndi, f. 7.7. 1963,
eiginkona Helga Guðrún Johnson,
þau eiga fjögur börn, Auði, Jón
Bjarna, Ólaf Hauk og Helgu Þóru.
3) Björn bóndi, f. 27.5. 1965, sam-
býliskona Herdís Þórðardóttir,
þau eiga þrjár dætur, Erlu
Björgu, Birnu Dís og Huldu. 4)
Jón Bjarni bóndi, f. 6.10. 1967,
hann á soninn Ísak Bjarna. 5) Em-
Ef vettvangur lífsins væri fjöru-
borð gæti misstöðugt fjörugrjótið
táknað okkur mennina. Í öldurótinu
velkjast léttar steinvölurnar um, en
stærri steinar reyna að halda stöðu
sinni. Svolítið kannski sorfnir til af
endalausum glefsum Ægis. Ein-
staka völu skolar út og skilar sér
ekki upp á sandinn með næstu öldu.
En út í víkina skarar fram klettur
sem býður þeim systrum Unni og
Hrönn birginn. Í stórkarlalegu
briminu lætur hann ekki hagga sér
meðan aðrir berjast við að missa
ekki fótanna. Í mínum augum var
Auður þessi klettur.
Elskuleg tengdamóðir mín hefur
kvatt og það gerði hún með sömu
reisn og hún lifði. Það er með ólík-
indum að andstæðingurinn skyldi
ekki fyrr hafa haft hana undir í
þessu stríði sem nú er orðið nokkur
ár. Baráttuþrek hennar og styrkur
var hreint með eindæmum. Hún
undirgekkst aðgerðir og meðferðir
sem helmingi yngra fólki hefði ekki
verið treyst í og þótt hún þyrfti að
dvelja langdvölum á sjúkrahúsi,
hélt hún alltaf þessu ótrúlega jafn-
aðargeði, ákveðin í að komast aftur
heim. Og þótt endalaust gæfi á og
blési úr öllum áttum, gat hún alltaf
glaðst yfir litlum sigrum þeirra sem
henni stóðu næst, sama hversu
þungar hennar eigin byrðar voru.
Nafnið hennar hefur mér ávallt
fundist ákaflega fallegt og lýsandi.
Það kallar fram mynd af ákveðinni
og duglegri en jafnframt kærleiks-
ríkri konu sem deilir auði sínum af
miklu örlæti með þeim sem henni
eru kærir. Traust og sterk. Sannur
vinur vina sinna. Þannig var líka
tengdamóðir mín.
Mörg þessi einkenni Auðar má
rekja til uppruna hennar og uppeld-
is í faðmi fjölskyldunnar á Stýri-
mannastíg 12. Miklum ævintýra-
ljóma stafar af æskuheimili hennar
og virðast flestir í stórfjölskyldunni
geta lýst heimilislífinu þar í smáat-
riðum með því aðeins að lygna aftur
augunum og hverfa til baka í tíma.
Svo góðar lýsingar hefur maður
fengið, að mér finnst ég hljóti að
rata um húsið, geti sagt til um hvað
sé verið að elda eftir því hvaða dag-
ur er, fundið ilminn af nýþvegnu líni
og rakspíra heimilisföðurins.
Frá þessu heimili hélt Auður út í
heiminn, búin öllum þeim kostum
sem þar voru í mestum metum. Hún
var skörungur og það var ekki
hennar siður að leggjast í volæði og
sjálfsvorkunn þótt dagarnir væru
stundum langir og verkefnin enda-
laus. Mér er til efs að hún hafi nokk-
urn tíma látið það eftir sér að kvarta
upphátt yfir nokkrum hlut. Hún
hafði harðan skráp, sem sjálfsagt
einhverjum hefur fundist helst til
þykkur. En þeim sem hún gaf sig að
var hún óendanlega góð og trygg út
yfir öll endamörk.
Þegar ástvinir glíma lengi við erf-
ið veikindi og falla svo frá, er mik-
ilvægt að draga fram minningar frá
betri tíð. Muna fólkið sitt brosandi,
minnast verka þess, heyra innra
með sér rödd þess og hlátur, sjá
blikið í augunum, finna lífsþróttinn.
Þannig vil ég muna Auði. Ég kalla
fram myndir af henni skellihlæjandi
með systrum sínum eða börnum, á
ferðalagi með Jóni, í berjamó með
vinum við fallega veiðiá, listakokk-
inum að störfum í eldhúsinu í
Brautarholti eða ömmu að hjálpa
barnabarninu að stíga fyrstu skref-
in.
Mitt í þeim harða bardaga sem
Auður háði hin síðari ár við krabba-
mein, missti hún vin sinn og eig-
inmann til 43 ára, Jón Ólafsson
bónda í Brautarholti, sem lést fyrir
aðeins átta mánuðum. Nú eru þau
sameinuð á ný og án efa komin með
ný verkefni til að takast á við, sam-
hent sem fyrr. Ég bið þeim báðum
Guðs blessunar og þakka af alhug
árin öll.
Helga Guðrún.
Það verður ekkert eins aftur, er
það sem kemur upp í huga manns
við fráfall Auðar. Hvorki laugar-
dagssaltfiskurinn, súkkulaðikakan,
hátíðarmaturinn eða bara allt lífið
hérna hjá okkur á bænum.
Auður var þannig að hún vildi
ekki láta aðra hafa fyrir sér. Var
fyrst og fremst húsmóðir fram í
fingurgóma. Með sínum létta húm-
or lét hún allt sýnast svo auðvelt,
þannig að mér sem nútímahúsmóð-
urinni fannst nóg um. Alltaf gat
maður leitað til hennar með hin
ýmsu vandamál, sem hún hafði yf-
irleitt alltaf svör við, en ef ekki þá
hringdi hún seinna þegar hún hafði
kannað málið og var þá með svör á
reiðum höndum. Þannig var hún
alltaf, skipulögð og féll aldrei verk
úr hendi. Kem ég til með að tileinka
mér mörg hennar vinnubrögð á
mínu heimili.
Auður tók því sem að höndum bar
með æðruleysi. Hún var kletturinn.
Lét engan bilbug á sér finna, nema
rétt undir það síðasta, sem skal ekki
undra.
Ég og stelpurnar mínar eigum
eftir að sakna hennar sárt. Ég
þakka Auði samveruna og mun ég
geyma minningar um heilsteypta
persónu með sérstakan húmor.
Samveran var allt of stutt, aðeins
tæp níu ár, sem mér finnst þó vera
lengri tími. Nú líður henni vel og er
sennilega búin að hitta Jón, og
munu þau vaka yfir okkur. Blessuð
sé minning Auðar Kristinsdóttur.
Skoðaðu hug þinn vel, þegar þú ert glaður,
og þú munt sjá, að aðeins það,
sem valdið hefur hryggð þinni,
gerir þig glaðan.
Þegar þú ert sorgmæddur,
skoðaðu þá aftur huga þinn,
og þú munt sjá að þú grætur vegna þess,
sem var gleði þín.
(Kahlil Gibran.)
Herdís Þórðardóttir.
Í dag kveð ég tengdamóður mína,
Auði Kristinsdóttur, Brautarholti.
Það er má með sanni segja að ald-
ur sé afstæður, Auður lést 73 ára að
aldri. Einhverjum kann að finnast
þetta hár aldur en hvað Auði varðar
þá sýndi hún mér að það eru ekki
endilega árin sem segja til um hvort
maður er gamall eða ungur, það er
lífsgleðin og hugtakið að vera ungur
í anda sem skiptir máli. Og þannig
var Auður, lífsglöð og ung í anda.
Ég bar mikla virðingu fyrir Auði
því viðmót hennar bar það með sér
að þar fór einstök kona. Hún rak
fyrirmyndarheimili og sá ég fljótt
að þar var allt í röð og reglu þrátt
fyrir að handtökin þar væru mörg.
Kvöldmatur var borinn á borð kl.
19:00. Á laugardögum var saltfiskur
og skyr í hádeginu síðan nýbökuð
brúnterta með kaffinu. Þetta voru
nánast fastir liðir sem við öll sótt-
umst í. Auður var listamaður í eld-
húsinu og gat töfrað fram ýmislegt
góðgæti, án þess að hafa mikið fyrir
hlutunum.
Við Emilía ferðuðumst mikið með
þeim Auði og Jóni og eru þær
stundir okkur ógleymanlegar,
minningar sem gott er að eiga og
geta hugsað til. Þessar minningar
ylja manni í dag og eiga eftir að
gera um ókomna tíð.
Það er venja hér á bæ að fjöl-
skyldan kemur saman á jólakvöld
og er þá oft spilað. Skipað er í lið,
karlar gegn konum. Auður lét lið-
skiptingar lönd og leið og svaraði
hún öllum spuningum óháð hvort
liðið átti að svara og hló svo og hafði
gaman af öllu, því hún hafði mikinn
húmor. Húmor hennar kom meðal
annars fram í hjátrú, ég reyndi af
og til í þrettán ár að rétta henni salt
við matarborðið, beytti ýmsum ráð-
um en án árangurs.
Auður hafði mjög sterka og góða
nærveru, manni leið vel í návist
hennar og finnst mér mikill tóm-
leikinn á heimilinu nú þegar hún er
farin.
Við Emilía og Jóhann Gylfi flutt-
um að Brautarholti, á heimili Auð-
ar, í október síðastliðnum. Við gát-
um þá notið samvista við Auði
hennar síðustu mánuði. Hún var
mikill vinur okkar og félagi og voru
þær mæðgur Emilía Björg og Auð-
ur miklar vinkonur og bar aldrei
skugga á þeirra samband.
Nú eru kynslóðaskipti gengin í
garð hér í Brautarholti. Barnabörn
Auðar og Jóns eru nú í dag orðin tíu
talsins og heitir það yngsta Auður
Jóney í höfuðið á afa og ömmu í
Brautó. Eitt það síðasta sem Auður
sagði um nöfnu sína var að hún líkt-
ist í móðurættina. Mér þótti vænt
um þessi orð og er yndislegt að hafa
átt þess kost að geta gefið dóttur
minni nafn Auðar.
Ég kveð Auði með söknuði og
þakklæti fyrir góð kynni.
Þorbjörn Valur Jóhannsson.
Láttu nú ljósið þitt
loga við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti,
signaði Jesús mæti.
(Höf. ók.)
Vaktu, minn Jesús, vaktu’ í mér,
vaka láttu mig eins í þér.
Sálin vaki þá sofnar líf,
sé hún ætíð í þinni hlíf.
(Hallgrímur Pétursson.)
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson.)
Elsku amma Auður. Takk fyrir
allar gistinæturnar, hlýja faðminn
þinn, lesturinn, lopapeysurnar, salt-
fiskinn og súkkulaðikökurnar. Takk
fyrir allt.
Þín
Auður, Jón Bjarni, Helga Þóra,
Ólafur Haukur, Jóhann Gylfi,
Auður Jóney og Ísak Bjarni.
Elsku amma Auður, nú ertu farin
frá okkur líka. Það er svo stutt síðan
afi Jón dó. Okkur fannst svo gaman
að fara í göngutúr heim til þín í
heimsókn. Við viljum þakka þér fyr-
ir allar stundirnar sem við upplifð-
um með þér, öll brosin, faðmlögin
og allt sælgætið sem þú gafst okk-
ur.
Við munum sakna þín mjög mikið
og biðjum við góðan guð að geyma
þig vel elsku amma.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum.)
Kristur minn ég kalla á þig,
komdu að rúmi mínu.
Gjörðu svo vel og geymdu mig,
Guð, í skjóli þínu.
(Höf. ók.)
Þínar ömmustelpur
Erla Björg, Birna Dís
og Hulda litla.
Dagur var að kvöldi kominn.
Þökk sé þeim er hjálpuðu henni og
önnuðust hana svo að hún gat verið
heima hjá sér til hinstu stundar.
Auður var dugleg og áræðin enda
tókst henni vel til alla tíð. Þegar ég
frétti af samdrætti Jóns bróður
míns og Auðar gladdist ég því að ég
vissi um ágæti hennar og hennar
fólks. Móður minni reyndist hún
einstaklega vel er faðir minn lést og
verður það aldrei fullþakkað. Auður
tók við starfi móður minnar að sinna
kirkjunni í Brautarholti og gerði
það með sóma. Það var ávallt líf og
fjör í kringum mágkonu mína og
sama hvort bankað var upp á seint
eða snemma. Allir voru velkomnir
og móttökurnar einstakar.
Auður fór til náms í Kvennaskól-
ann í Reykjavík sem þá var undir
stjórn frk. Ragnheiðar, einstakrar
konu er margir minnast. Að lokinni
skólagöngu hóf Auður starf á skrif-
stofu Eimskipafélags Íslands og
vann á skrifstofu félagsins hér og
einnig í Kaupmannahöfn. Var Auð-
ur vel undirbúin til að taka við ævi-
starfinu sem húsmóðir í Brautar-
holti og fórst henni það vel úr hendi.
Þá hafði Auður á æskuárum sínum
verið í Móum hjá því ágæta fólki svo
að Kjalarnesið var ekki alveg
ókunnugt henni er hún fluttist upp-
eftir. Það er því bjart yfir lífsferli
mágkonu minnar sem margir munu
minnast um ókomna tíð. Aldrei
heyrði ég hana kvarta og ávallt vildi
hún færa allt til betri vegar. Slíks
fólks er gott að minnast og gleymist
ekki.
Ég kveð elskulega mágkonu með
ást og virðingu. Megi hún hvíldar
njóta á Guðs vegum. Blessuð sé
hennar minning.
Ingibjörg Ólafsdóttir.
Það er skammt stórra högga á
milli hjá frændsystkinum mínum í
Brautarholti. Nú er komið að
kveðjustund elskulegrar móður-
systur minnar, Auðar Kristinsdótt-
ur, eða Auðar í Brautó, eins og við
gjarnan kölluðum hana. Ég er sann-
færð um að henni líður betur núna
og að vel verður tekið á móti henni.
Auður frænka mín var mér fyr-
irmynd í mörgu. Fyrstu minning-
arnar um hana voru þær að hún
kom heim til okkar og passaði okk-
ur systkinin. Þá þegar var hún orðin
sú „skvísa“ sem hún reyndar ávallt
var. Hávaxin og glæsileg með slæðu
um höfuðið, bundna fyrir aftan háls,
alveg eins og kvikmyndastjarna.
Hún átti sinn eigin bíl og vann úti.
Þetta fannst mér flott og mér fannst
hún vera „töffari“. En umfram allt
var Auður ákaflega skemmtileg,
góð og lífsglöð kona, „kvikk“ í svör-
um og sá alltaf spaugilegu hliðarnar
á hlutunum og var dugleg að rifja
þær upp. Allir nærstaddir smituð-
ust af hlátri hennar og hlógu með af
hjartans lyst.
Auður frænka giftist Jóni Ólafs-
syni, bónda í Brautarholti, en hann
féll frá í sumar. Þau voru svo sam-
rýnd, að maður nefndi þau ósjálf-
rátt ætíð bæði í einu þá annað
þeirra bar á góma. Þau eignuðust
fimm myndarleg börn, tengdabörn
og tíu barnabörn. Fjölskyldan var
stór, glæsileg og samhent. Ég var
svo lánsöm, frá tíu ára aldri, að fá að
fara í sveit til Auðar og Jóns í
Brautarholti, ásamt bestu vinkonu
minni og frænkum mínum. Það voru
skemmtileg sumur og þar var gott
að vera. Það var mjög mannmargt í
Brautarholti á þessum árum, mikið
af vinnufólki, elstu börnin voru
fædd og nóg að gera hjá Auði, en
alltaf hafði hún tíma fyrir spjall og
sprell. Maður fann innilega fyrir
væntumþykjunni og hlýjunni, sem
ríkti á heimilinu. Þarna eignaðist ég
trausta vini í góðri fjölskyldu.
Það var alltaf mikið tilhlökkunar-
efni að fara í Brautarholt í heim-
sókn, hvort sem það var í jólaboðin
með afa á Stýrimannastíg í gamla
daga eða síðar meir á gleðistundum
fjölskyldunnar. Gott var að leita í
smiðju til Auðar frænku, hún hafði
svör á reiðum höndum og hún fylgd-
ist vel með sínu frændfólki og rækt-
aði vináttuna.
Mömmu þótti undurvænt um
Auði, yngstu systur sína, og er mér
minnisstætt þegar Auður kom í bæ-
inn og fékk sér kaffi hjá mömmu.
Hún fór sjaldnast úr kápunni og sat
alltaf fremst í stólnum. Hún var
alltaf að drífa sig og hafði enda um
stórt heimili að sjá. Því var um að
gera að koma sér strax vel fyrir í
stofunni til að missa ekki af neinu
skemmtilegu. Þannig var Auður.
Elsku Auður, takk fyrir sam-
fylgdina, dýrmætar minningar
munu fylgja mér alla tíð. Ég, Krist-
inn Björn, Haraldur Gísli og Stefán
Geir sendum börnum, tengdabörn-
um og barnabörnum Auðar frænku
okkar innilegustu samúðarkveðjur.
Guð geymi þig.
Emilía Björg Björnsdóttir.
Horfin er á braut Auður Krist-
insdóttir í Brautarholti, nær átta
mánuðum á eftir eiginmanni sínum
AUÐUR
KRISTINSDÓTTIR
Skil Minningargreinar skal senda
í gegnum vefsíðu Morgunblaðs-
ins: mbl.is (smellt á reitinn Morg-
unblaðið í fliparöndinni – þá birt-
ist valkosturinn „Senda inn
minningar/afmæli“ ásamt frekari
upplýsingum).
Skilafrestur Ef birta á minning-
argrein á útfarardegi verður hún
að berast fyrir hádegi tveimur
virkum dögum fyrr (á föstudegi
ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi). Ef útför hefur farið
fram eða grein berst ekki innan
hins tiltekna skilafrests er ekki
unnt að lofa ákveðnum birting-
ardegi.
Minningar-
greinar