Morgunblaðið - 17.02.2005, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 17.02.2005, Blaðsíða 28
Morgunblaðið/Jim Smart BÓNUS Gildir 17. – 20. feb. verð nú verð áður mælie. verð Blandað Bónus hakk ............................ 499 629 499 kr. kg. Ali svínkótilettur, ferskar ....................... 779 1.038 779 kr. kg Móa kjúklingabitar, frosnir .................... 299 399 299 kr. kg Vatn 2 ltr., Bónus ................................. 89 99 45 kr. ltr Floridanasafi, Bónus ............................ 139 149 139 kr. ltr Frosin ýsuflök með roði ......................... 299 359 299 kr. kg Frosnir ýsubitar, roð/beinl. .................... 489 499 489 kr. kg Frosnir ýsubitar, raspaðir, 800 g ............ 479 599 599 kr. kg Bónus skúffukaka, 400 g...................... 159 nýtt 398 kr. kg Ungnautaborgarar, Bónus, 10x115 g..... 999 nýtt 869 kr. kg FJARÐARKAUP Gildir 17. – 19. feb. verð nú verð áður mælie. verð Nauta innralæri ................................... 1.698 2.198 1.698 kr. kg FK reykt folaldakjöt .............................. 431 718 431 kr. kg FK saltað folaldakjöt ............................ 421 718 421 kr. kg FK jurtakryddað lambalæri.................... 863 1.438 863 kr. kg Kjarnafæði, ofnsteik............................. 1.021 1.449 1.021 kr. kg Ömmu pitsur, 400 g............................. 348 499 870 kr. kg Farm frites franskar, 750 g.................... 98 262 131 kr. kg Matfugl kjúklingalæri/leggir magnpakki . 399 599 399 kr. kg Matfugl kjúklingavængir ....................... 199 299 199 kr. kg Fersk jarðarber, 250 g .......................... 149 289 596 kr. kg HAGKAUP Gildir 17.–20. feb. verð nú verð áður mælie.verð Lambaframpartur, SS. sagaður ............. 399 538 399 kr. kg Helgarsteik, VSOP ................................ 1.263 1.579 1.263 kr. kg Kjúklingalundir ferskar, Holta ................ 1.467 2.095 1.467 kr. kg Kjúklingapylsur, Holta ........................... 559 799 559 kr. kg Lambalæri, rauðvínslegið ...................... 998 1.249 998 kr. kg Svínakótilettur m/beini......................... 799 1.295 799 kr. kg Mr. Bagels onion, 5 stk., 850 g .............2 fyrir 1 KRÓNAN Gildir til 16.–22. feb. m. birgðir endast verð nú verð áður mælie.verð Ýsuflök, FS. fersk ................................. 499 769 499 kr. kg Gourmet ofnsteik m/rauðvínsblæ.......... 995 1.579 995 kr. kg Léttreyktur lambahryggur, KEA ............... 989 1.353 989 kr. kg Grísahn. gráðaostafylltur, Krónu ............ 974 1.299 974 kr. kg Epli, rauð ............................................ 79 138 79 kr. kg Myllu samlokubrauð, stór/fín ................ 129 227 129 kr. kg Appelsínu/eplasafi, Náttúra ................. 99 119 99 kr. ltr. Maryland Choc. Chip rauður ................. 69 109 460 kr. kg Kornflex, X-tra ...................................... 99 199 141 kr. kg NETTÓ Gildir 17.–20. feb. verð nú verð áður mælie.verð Súpukjöt, Goða ................................... 279 399 279 kr. kg Kjúklingavængir, Íslandsfugl ................. 150 299 150 kr. kg Ýsubitar, roð og beinlausir, Fjörfisk ........ 399 499 399 kr. kg Bayonneskinka, Borgarness .................. 738 1.230 738 kr. kg Kalkúnanaggar, Ísfugls ......................... 896 1.280 896 kr. kg Cadb. Roses Large 465 g+33% extra .... 399 999 599 kr. kg Ostakaka bláberja, 8–12 manna, 800 g 799 899 1.001 kr. kg Náttúra Basmati, hrísgrjón, 1 kg............ 89 139 89 kr. kg Kaffi, rauður Rúbín, 500 g .................... 289 329 578 kr. kg NÓATÚN Gildir 17.–23. feb. m. birgðir endast verð nú verð áður mælie. verð Kjúklingabringur, Móa .......................... 1.320 2.295 1.320 kr. kg Ungnauta, Entrecode ........................... 2.174 2.898 2.174 kr. kg Lambalundir........................................ 2.490 3.298 2.490 kr. kg Rauðspretta ........................................ 499 699 499 kr. kg Reyktur lax, bitar, Eðalfiskur .................. 1.398 2.668 1.398 kr. kg Samlokubrauð, Nóatúns, gróft .............. 99 198 129 kr. kg Snakk Lay’s, 4 teg................................ 199 269 995 kr. kg Hversdagsís súkkulaði, Emmess ............ 200 399 100 kr. ltr. Kaffi classic BKI ................................... 249 359 498 kr. kg Eldhúsrúllur. 3 stk. ............................... 199 349 67 kr. stk. SAMKAUP/ÚRVAL Gildir 17.–20. feb. verð nú verð áður mælie. verð Svínakótilettur ..................................... 779 1.298 779 kr. kg Svínagúllas ......................................... 779 1.298 779 kr. kg Svínasnitsel ........................................ 779 1.298 779 kr. kg Svínahnakki m/ beini........................... 599 899 599 kr. kg Svínahnakki, úrbeinaður....................... 799 1.398 799 kr. kg Svínabógur, hringskorinn ...................... 389 599 389 kr. kg Svínalundir.......................................... 1.493 1.990 1.493 kr. kg Svínalæri ............................................ 399 598 399 kr. kg Spar, Bæjarlind Gildir til 22. feb. verð nú verð áður mælie. verð Kjúklingur heill, fosin............................ 199 399 199 kr. kg Grísakótilettur nýjar, úr kjötborði ............ 698 998 698 kr. kg Grísakótilettur, léttreyktar...................... 698 998 698 kr. kg Ís ársins 2005 1 ltr, Kjörís .................... 369 499 369 kr. ltr Ískex vanillu 175g, Helwa ..................... 139 168 794 kr. kg 7-up, 2 ltr............................................ 109 197 55 kr. ltr Appelsínusafi 100%, 1 ltr, Jon Juan....... 148 248 148 kr. ltr Spergilkál, Spánn ................................ 259 379 259 kr. kg ÞÍN VERSLUN Gildir 17.–23. feb. verð nú verð áður mælie. verð Kjúklingur, ferskur, Ísfugls ..................... 435 669 435 kr. kg Lambalæri, rauðvínslegið ...................... 1.166 1.458 1.166 kr. kg Hvítlauksbrauð Hatting, 2 stk. 350 g ..... 189 269 529 kr. kg Franskar kartöflur, Farm Frites, 750 g ..... 169 267 219 kr. kg Hrísgrjón Tilda Basmati, 500 g.............. 198 238 396 kr. kg Tilda sósur, 6 teg., 350 g ...................... 269 315 753 kr. kg Merrild kaffi 103, 500 g ....................... 329 369 658 kr. kg Kjúklingur og svínakjöt  HELGARTILBOÐIN | Neytendur@mbl.is 28 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ NEYTENDUR Guðmundur Arnlaugssonheitir ungur, einhleypurVesturbæingur semstarfar sem sögukennari við Menntaskólann við Hamrahlíð. Hafandi búið í Vesturbænum frá blautu barnsbeini, fyrst á Vest- urgötu og nú við Ægisíðuna, er Melabúðin að sjálfsögðu sú verslun sem Guðmundur heldur einna mest tryggð við. „En stundum geri ég stærri innkaup í Bónus,“ segir hann áður en við snörumst inn í Melabúðina úr rigningunni. Við skundum framhjá goskælinum og sælgætishillunni, enda segist Guð- mundur aðallega drekka pilsner og bjór og láta „fríhöfnina um sælgæt- ið“. Við staðnæmumst því við frysti- borðið, þar sem meðal annars er að finna frosnar beyglur. Hann veltir því skamma stund fyrir sér hvort hann eigi að kippa pakka af beygl- um með fræjum utan á með sér, en man síðan að þær á hann til í fryst- inum heima. Dálæti á beyglum er nokkuð sem Guðmundur tileinkaði sér þegar hann var búsettur í Bandaríkjunum, þar sem hann stundaði framhaldsnám í sagnfræði við Minnesota-háskóla. Og með hverju skyldi hann borða beygl- urnar? „Ef ég er hversdagslegur, borða ég þær einfaldlega með smjöri og osti. En ef ég vil gera virkilega góða beyglu, fæ ég mér hana með rjómaosti með svörtum pipar, smátt skornum rauðlauk, ögn af kapers og niðurskornum reykt- um laxi eða silungi. Með þessu fæ ég mér síðan gott kaffi,“ segir Guð- mundur. Við göngum því um versl- unina og tínum í körfuna það sem þarf til að búa til þessa sælkera- beyglu. Í kvöld á hins vegar að elda pasta, sem skipar líka stóran sess á matseðli Guðmundar, því hann bjó um tíma í Bologna á Ítalíu og stundaði þar nám. Pastað skal að þessu sinni vera tagliatelle, en fyrir valinu verður langoftast ýmist það eða spaghetti, hið fyrrnefnda ef ætlunin er að hafa það flott eins og í kvöld. Fyrir utan pastað sjálft er ólífuolían einna mikilvægust til matargerðar af þessu tagi og í körfuna fer því lítil flaska af Fil- ippo Berio-ólífuolíu. Undir venju- legum kringumstæðum segir Guð- mundur þó olíuna vera eitt af því sem venjulega er keypt inn í Bón- us, þar sem hægt er að kaupa stóra flösku á því sem næst saman verði og sú litla kostar í Melabúðinni. En olían verður að vera til staðar, sem og hvítlaukur, þurrkaður chilipipar, eggaldin og niðursoðnir tómatar. Eggaldinið er fundið í grænmet- isborðinu ásamt rucola-salatblöndu. Að mati Guðmundar er grænmeti heldur dýrara hérlendis en þar sem hann var búsettur erlendis, ekki síst salatið. „En mér finnst rucola- salatið bara svo gott að ég kaupi það þrátt fyrir verðið,“ segir hann. Hvað niðursoðnu tómatana varð- ar, segist Guðmundur helst vilja hafa þá heila og ókryddaða vegna verðsins, enda „óþarfa lúxus að hafa þá saxaða“. Pastað er Barilla og það er oftast þannig, ef það er þá ekki ferskt. Aðspurður hvort Barilla sé leiðandi vörumerki í þurrkuðu pasta á Ítalíu segist hann ekki viss. „Ég man eftir stórri aug- lýsingu þess efnis úti í Bologna. En annars er það ferska pastað sem nýtur mestrar virðingar. Tegundin skiptir í raun litlu máli,“ segir hann. Líkt og með beygluna, finnst Guðmundi við hæfi að enda góða máltíð eins og tagliatelle með egg- aldini, „tagliatelle con sugo di mel- anzane“ eins og það gæti kallast á ítölsku, á góðum kaffibolla. Til þess er valið Lavazza-kaffi, hið silfurlita umfram hið gyllta, sem fer beint í forláta espresso-könnuna sem fjár- fest var í á Ítalíu, að máltíð lokinni.  HVAÐ ER Í MATINN? | Guðmundur Arnlaugsson Ítalskt pasta og bandarískar beyglur Morgunblaðið/Golli Pasta með eggaldini, „tagliatelle con sugo di melanzane“, verður í matinn hjá Guðmundi Arnlaugssyni í kvöld. ingamaria@mbl.is Tagliatelle með eggaldini Ólífuolía, rauður chilipipar, heill eða mulinn, salt, basil – helst ferskt, hvítlaukur, eggaldin, heilir tómatar í dós, tagliatelle, parmeggiano-ostur Eggaldinið er skorið í sneið- ar og látið liggja í salti í nokkr- ar mínútur til að ná úr því mestu beiskjunni, að því loknu er það skorið í ögn smærri og meðfærilegri bita. Hvítlauk- urinn er skorinn í þunnar sneiðar. Olía er hituð á pönnu (gott er að hafa ríflegan skammt) ásamt hvítlauknum og chili- piparnum. Þegar olían er orð- in heit er eggaldininu bætt út í og steikt á miðlungshita þar til það er orðið nokkuð mjúkt. Að því búnu er tómötunum bætt út í og þeir kramdir í pönnunni. Hræra þarf vel í blöndunni og leyfa henni að malla þar til mesti safinn úr tómötunum er gufaður upp. Sósan er krydduð með basil og salti eftir smekk. Á meðan á þessu stendur skal sjóða ríflegt magn af vatni fyrir pastað, bæta við það salti og skella svo pastanu út í og sjóða , en ekki of lengi. Afar mikilvægt er að hræra vel í pastanu meðan á suðu stendur. Að þessu loknu skal blanda sósu og tagliatelle saman og bera á borð. Gjarnan má bæta parmeggiano-osti á disk hvers og eins, enda sá ostur ávallt góður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.