Morgunblaðið - 17.02.2005, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 17.02.2005, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ BLACK Sabbath, fyrsta plata báru- járnssveitarinnar Black Sabbath, hefur verið valin besta breska rokk- plata allra tíma, af lesendum rokk- tímaritsins Kerrang! Platan kom út árið 1970 og þykir mikið brautryðjendaverk í þunga- rokki en þrjár aðrar plötur sveit- arinnar komust á lista, þ.á m. Paranoid sem náði fimmta sæti. Ozzy Osbourne, söngvari sveit- arinnar, kemur oftar en allir aðrir við sögu á listanum en hann á enn- fremur tvær sólóplötur þar. Athygli vekur að plata með Led Zeppelin, sem gjarnan er talin mest allra sveita sem leikið hafa rokk í harðari kantinum, náði ekki ofar en í fjórða sæti, en það er Led Zeppelin IV. Skýringin kann að liggja í því að lesendur skilgreindu rokkhugtakið eins vítt og hugsast getur, völdu allt í senn þungarokksplötur, pönk- plötur, glysrokkplötur og jafnvel plötur sem fram til þessa hafa frem- ur þótt teljast til danstónlistar. Þannig náði plata pönksveitarinnar Sex Pistols, Never Mind The Bullocks, þriðja sætinu, auk þess sem plötur með Queen, Muse, Manic Street Preachers, The Clash og Prodigy teljast með allra bestu rokkplötum að mati lesenda Kerrang! Athygli vekur að Iron Maiden, sem leikur hér á landi í sumar, á tvær plötur meðal þeirra bestu í bresku rokki; Number of the Beast, sem talin er sú næstbesta og frumburðinn Iron Maiden sem varð í 9. sæti. Ritstjóri Kerrang! Ashley Bird segir listann vera mjög marktækan, sérstaklega vegna þess að ólíkt því sem vant er með könnun sem þessa sé hann ekki uppfullur af nýjum plötum og þeim sem vinsælastar eru á meðan könnunin er gerð. „Þarna eru sem betur fer engin af þessum skelfilegu tískuböndum sem menga tónlistarsenuna nú um mundir, held- ur plötur sem eru virkilega í uppá- haldi hjá alvöru rokkunnendum.“ Osbourne segir niðurstöður könn- unarinnar vera sigur fyrir breska rokktónlist. „Í þá daga heyrði maður sungið um að fara til San Francisco með blóm í hárinu. Við bjuggum í Aston, Birmingham. Einu blómin sem ég sá voru þau sem lögð höfðu verið á leiðin í kirkjugarðinum.“ Black Sabbath féll aldrei neitt sér- staklega í kramið hjá gagnrýn- endum en naut þeim mun meiri vin- sælda meðal almennings og seldust plötur sveitarinnar í milljónum ein- taka. Black Sabbath, með þá for- sprakka Ozzy Osbourne og Tommy Iommi innanborðs, hefur ákveðið að koma saman enn á ný og leika á nokkrum tónleikum í sumar, þ.á m. á Hróarskelduhátíðinni í júní. Tónlist | Skoðun lesenda rokkritsins Kerrang! Black Sabbath besta breska rokkplatan Black Sabbath virðist njóta sívax- andi virðingar meðal rokkunnenda. BESTU BRESKU ROKKPLÖTURNAR 1. Black Sabbath – Black Sabbath 2. Iron Maiden – Number of the Beast 3. Sex Pistols – Never Mind the Bollocks 4. Led Zeppelin – IV 5. Black Sabbath – Paranoid 6. Muse – Absolution 7. The Clash – London Call- ing 8. Queen – Sheer Heart Attack 9. Iron Maiden – Iron Maiden 10. Manic Street Preachers – The Holy Bible ROBERT ALDRICH (1918– 83), var einn af traustustu spennu- mynda- og hrollvekjuleikstjórum á ofanverðri öldinni sem leið, nægir að nefna Too Late the Hero, Emperor of the North, The Dirty Dozen, Whatever Happened to Baby Jane, af nógu er að taka. The Flight of the Phoenix var meðal hans betri verka, sagði af hópi manna sem brotlenda í Sahara-eyðimörkinni miðri og hvernig þeim tekst að sigra fjand- samlegar, að því er virðist von- lausar kringumstæðurnar. Hún var ekki síðri persónuskoðun, hver einstaklingur í hópnum fékk að njóta sín í vel afmörkuðu hlut- verki, túlkaðir af úrvals leikurum á borð við James Stewart, Richard Attenborough, Peter Finch, Ern- est Borgnine, Ian Bannen og Hardy Krüger. Endurgerðin leit því vel út – í fjarlægð. Það má vera að nýja myndin gleðji einhverja, en örugglega engan sem sá myndina hans Ald- rich. Allar breytingar eru til vansa og leikhópurinn er jafnlitlaus og sá fyrri var óaðfinnanlegur. Moore nær ekki að standa undir þeim væntingum sem við hann voru bundnar eftir Behind Enemy Lines, laglega og spennandi B-mynd og þó svo að brellur hafi tekið sannkölluðum stökkbreyt- ingum á síðustu 40 árum, sést það ekki hér. T.d. var gamla myndin tileinkuð einum besta áhættuflug- manni kvikmyndasögunnar, en hann fórst í brotlendingu upphafs- atriðisins. Það er með þeim minn- isstæðustu en umfangsmikið hrap- ið í endurgerðinni er alltof svifaseint, stirðbusalegt og óspennandi. Enga glætu er að finna í leik- hópi, jafnvel Dennis Quaid, sem oftast stendur fyrir sínu, er eins og álfur út úr hól. Meira virðist lagt upp úr að minnihlutahópar og þjóðarbrot eigi sína fulltrúa í hópnum, í of- análag er þar mætt kvenpersóna sem er til mikillar óþurftar – en Aldrich forðaðist þær jafnan líkt og heitan eldinn í sínum spennu- myndum. Handritið er sýnu verst, hrotta- lega óraunsætt, ekki að sjá að nokkur sála líði fyrir vatnsskort, allir tiltölulega hreinir og stroknir, óþyrstir og mettir. Óvinveittir eyðimerkurbúar lúra rétt handan við næstu sandöldu en bíða með árásina þangað til, þið megið geta einu sinni. Vonbrigði. Endurgerðin á Flight of the Phoenix jafnast ekki á við frummynd Roberts Aldrichs að mati gagnrýnanda. Hægfara flugtak í eyðimörkinni KVIKMYNDIR Smárabíó, Regnboginn, Borgarbíó, Akureyri Leikstjóri: John Moore. Aðalleikendur: Dennis Quaid, Tyrese Gibson, Giovanni Ribisi, Miranda Otto, Tony Curran. 115 mín. Bandaríkin. 2004. Fönixinn flýgur (Flight of the Phoenix)  Sæbjörn Valdimarsson HÉR er á ferð ágætis hrollvekja, um margt gamaldags að uppbygg- ingu, því hún gerist á svipuðum nótum og afturgöngumyndir 8. áratugar síðustu aldar, myndir hrollvekjumeistara á borð við John Carpenter og Tobe Hopper. Hafa ber í huga að hér er þó engin viðlíka snilld á ferð heldur einfald- lega ágætlega heppnuð mynd sem gerir ekkert meira en efni standa til. Það er stundum alveg ágætis eiginleiki hjá ungum kvikmyndagerðar- mönnum, á borð við hinn nýsjá- lenska Page, að ætla sér ekki um of, vinna innan þess ramma sem efni og hæfileikar eða skulum við segja þroski bjóða upp á. Tveir fé- lagar leggja saman upp í ferðalag, keyra út úr borginni og eru hress- ir. Þeir eru hins vegar ekki komn- ir langt upp í sveit þegar gamanið kárnar og einhverjar óræðar mannverur fara að ofsækja þá, af að því er virðist ekki nokkurri ástæðu. Eins og fyrr segir gam- aldags framvinda sem vel má gleyma sér yfir hafi maður ná- kvæmlega ekkert betra við tíma sinn að gera. Villtir á víðavangi KVIKMYNDIR Myndbönd Leikstjórn og handrit Greg Page. Aðal- hlutverk John Baker, Dwayne Cameron. Nýja-Sjáland 2003. Myndform VHS/DVD. Bönnuð innan 16 ára. Heimamenn (The Locals)  Skarphéðinn Guðmundsson Hin dularfulla og drungalega kápa bestu bresku rokkplötunnar – að mati lesenda Kerrang! EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS ÍSLANDSBANKI Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. VIÐSKIPTAVINIR ÍSLANDSBANKA FÁ 20% AFSLÁTT AF MIÐAVERÐI I I I I Í L F 20 F L F I I  Óskarsverðlauna Áður en hún finnur frið verður hún að heyja stríð Fædd til að berjast þjálfuð til að drepa Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. B.i. 14 ára. Frá fram leiða nda Tra ining day Miðasala opnar kl. 15.30  Yfir 30.000 mannsfir .   Ó.Ö.H. DV  S.V. Mbl. Sýnd kl. 5.45 og 10.20. B.i. 14 ára. 3000 km að heiman. 10 eftirlifendur Mögnuð spennumynd um baráttu upp á líf og dauða Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 3.40 OG 5.50. B.i. 14 ára 3000km. að heiman. 10 eftirlifendur. Aðeins eitt tækifæri! Mögnuð spennumynd um baráttu upp á líf og dauða Ein vinsælasta grínmynd allra tíma þrjár vikur á toppnum í USA! CLOSER JULIA ROBERTS JUDE LAW CLIVE OWEN NATALIE PORTMAN 2 ÓSKARSVERÐLAUNATILNEFNINGAR A MIKE NICHOLS FILM JULIA ROBERTS JUDE LAW CLIVE OWEN NATALIE PORTMAN A MIKE NICHOLS FILM Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 14 ára. CLOSER Sýnd kl. 8 og 10.30. B.i.16 ára. Sýnd kl. 3.50. KR 400. Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 14 ára. kl. 5.40, 8 og 10.20.    Ef þú trúir á ást við fyrstu sýn, hættir þú aldrei að horfa Opinská og umdeild verðlaunamynd um sambönd,kynlíf, framhjáhald og lygar. Ef þú trúir á ást við fyrstu sýn, hættir þú aldrei að horfa Opinská og umdeild verðlaunamynd um sambönd,kynlíf, framhjáhald og lygar.  Kvikmyndir.is.S.V. Mbl. VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.