Morgunblaðið - 17.02.2005, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 17.02.2005, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elskuleg móður- systir mín hún Imba er látin eftir erfið veik- indi. Hún var ein af stórum systkinahópi sem ólst upp í Gunnars- sundinu í Hafnarfirði. Systurnar sex: Steina, Imba, Rúna, Hulda, Hera og Elsa, ásamt bræðrunum Ásgrími, Hauki og Óskari, ólust upp við gott atlæti afa Guðjóns og ömmu Elín- borgar. Imba frænka var falleg kona, kát og skemmtileg, sem gaman var að koma til í Bröttukinnina, þar sem Bjössi og hún bjuggu allan sinn bú- skap eða þar til hann féll frá. Þær systur voru samrýndar og héldu vel utan um allan þennan stóra hóp afkomenda. Enda er Gunnars- sundshláturinn þeirra systra frægur og var mikið hlegið þegar þær hittust. Við frænkurnar, þ.e.a.s. hluti af systradætrunum, hittumst reglulega til að halda saman þessum böndum, sem þeim var svo annt um að héldust á milli fjölskyldunnar. Í síðustu viku sá ég Imbu síðast, sitjandi í stólnum sínum á Hrafnistu í Hafnarfirði, hún var orðin mjög veik, en samt brosti hún og talaði við okk- ur, ekki farin að gleyma neinu. Imba frænka mín skilur eftir sig stóran hóp afkomenda og var hún afar stolt af þeim öllum. Eftirlifandi móðursystkinum mín- um, börnum hennar, Elmu, Önnu Björgu, Ella og fjölskyldum þeirra, sendi ég samúðarkveðju og kveð móðursystur mína með þökk fyrir samfylgdina. Sigrún Böðvarsdóttir. INGIBJÖRG JÓNA GUÐJÓNSDÓTTIR ✝ Ingibjörg JónaGuðjónsdóttir fæddist í Hafnarfirði 30. júlí 1918. Hún lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 1. febr- úar síðastliðinn og var jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju 7. febrúar. Mig langar að skrifa nokkur orð um Imbu frænku mína, Imbu ömmu, eins og ég kall- aði hana jafnan sem barn. Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi að vera tíður gestur á heimili Imbu og Bjössa, þegar ég var að alast upp. Það eru margar minningar sem tengj- ast þeim stundum – sól- ríkur sumardagur á túninu í Bröttukinn- inni, snúrustaurarnir freistandi fyrir unga hnátu með klif- urþörf, Imba með áhyggjufullri röddu hrópandi út um gluggann að ég ætti að fara varlega. Brauð með malakoffi og mjólkurglas í notalegu eldhúsinu og öll spilamennskan sem þar fór fram. Húsið hjá Imbu og Bjössa var allt- af fullt af lífi og gleði, ég held varla að sá dagur hafi liðið að ekki bæri gesti að og allir voru hjartanlega velkomn- ir og alltaf til tár á könnunni fyrir fullorðna fólkið og að sjálfsögðu mjólkursopi og matarkex fyrir okkur börnin. Imba var mikil fjölskyldumann- eskja og hlúði vel að sínum, barna- börnin voru tíðir gestir hjá henni, hún mismunaði ekki neinum, allir voru jafnir í hennar augum. Eftir að ég eignaðist fjölskyldu sjálf tóku mín börn upp á að kalla Imbu ömmu og held ég að henni hafi síður en svo verið það á móti skapi. Seinustu ár bjó Imba á Hrafnistu í Hafnarfirði, þá var samband okkar mest gegnum bréfaskriftir. Þó svo að hún væri komin á elliheimili var hún síður en svo aðgerðarlaus, var iðin við handavinnu og spilaði boccia með meðborgurum. Hún fylgdist vel með því sem gerðist í kringum hana, og var andfrísk fram að síðustu stundu. Imba frænka mun lifa áfram í minningunni – ég og mín fjölskylda erum þakklát fyrir allar þær sam- verustundir sem við áttum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Með þessum fátæklegu orðum kveð ég Imbu frænku. Fjölskylda mín og ég sendum Elmu, Ella, Önnu Björgu og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðarkveðjur. Halldóra Óskarsdóttir og fjölskylda, Danmörku. Ég sá hann síðast um síðustu áramót, hann kom heim daginn fyrir gamlársdag, hann gekk við staf þegar hann kom útúr flugvélinni. Þessi maður, sem var eitt sinn allra manna vaskastur. Ég er nú farinn að ganga við stafinn hans föður míns sagði hann og hló við. Ég leit inn til hans á gamlársdag, hann var glaðlegur og hafði gaman af heimsókninni, en honum var brugðið. Þegar hann fór aftur nokkrum dögum eftir áramót gekk hann ennþá við staf föður síns. Við kvöddumst og ég hafði það á tilfinningunni, að við mundum ekki sjást aftur. Sú varð raunin. Ég er að tala um hann Hjalta Guð- mundsson bónda í Bæ. Allt ævistarf Hjalta var bundið heimili hans í Bæ og lífi og starfi í þágu Árneshrepps. Þar dró hann hvergi af sér. Hann tók við búi af for- eldrum sínum ásamt konu sinni Guð- björgu Þorsteinsdóttur. Foreldrar hans nutu þeirra forréttinda að eiga heimili í Bæ þar til yfir lauk. Hjalti og Guðbjörg bjuggu sér gott heimili, gestrisni var þar mikil og búskapur- inn rekinn af myndarbrag. Hjalti var sérlega hjálpsamur mað- ur, allsstaðar þar sem hjálpar var þörf var hann reiðubúinn, og skipti þá ekki máli hvaða verk þurfti að vinna. Þess nutu sveitungar hans í ríkum mæli. Ekkert verk var svo erfitt, að ekki væri reynandi að ljúka því. Ekki spurt um daglaun að kvöldi, launin fólgin í því að hafa lokið tilteknu verki. Hjalti fylgdist vel með því, sem var að gerast á líðandi stund. Hann var í eðli sínu mjög félagslyndur maður og kom víða við í félagsmálastörfum fyr- ir sveit sína. Ekki verður þátttaka hans öll tíunduð hér, nefni ég þó, að hann var um áratugi formaður skóla- nefndar grunnskólans í sveitinni, og lét sér mjög annt um velferð skólans, sveitarstjórnarmaður alllengi, að ógleymdu því að vera arftaki föður síns með formennsku í Búnaðarfélagi sveitarinnar. Hjalti var ákaflega glaðlyndur maður, ávallt með hnyttiyrði á vörum og hrókur alls fagnaðar þar sem hann kom. Hann skynjaði vel hvenær það átti við, og tók af alvöru á málum, þegar þess var þörf. Í nærri ár glímdi hann við illvígan sjúkdóm, var þá ekki lengur þátttakandi í starfi dagsins, en fylgdist með af sjúkrabeði meðan hægt var. Fjallkóngur var hann í ára- tugi, en nú ekki lengur þátttakandi í haustgöngum með sveitungum sín- um. Ekki mælti hann samt æðruorð. Baráttunni er lokið, þrátt fyrir hetju- lega baráttu varð hann að lúta sínum örlögum. Með Hjalta missum við góðan liðs- mann. Persónulega þakka ég þér vináttu og tryggð gegnum árin, hún var mér mikils virði. Við kveðjum þig nú Hjalti minn með sorg í sinni, ég veit, að þú varst ekki tilbúinn að fara, samt veit ég, að þú kveður okkur með bros á vör, það er sú mynd, sem þú skilur okkur eftir með og við viljum muna. Kannske brosum við líka þegar við minnumst þín. Það var ávallt glaðværð þar sem þú fórst. Við hjónin og börnin okkar sendum fjölskyldu hans innilegar samúðar- kveðjur, hann var drengur góður og það er það sem uppúr stendur í minn- ingunni. Í dag drúpir sveitin höfði. Gunnsteinn Gíslason. Það eru mörg ár síðan ég kom á Bæ í fyrsta sinn, örugglega með pabba. Í HJALTI GUÐMUNDSSON ✝ Hjalti Guð-mundsson fædd- ist í Bæ í Árnes- hreppi 17. janúar 1938. Hann lést á Landspítala – há- skólasjúkrahúsi 26. janúar síðastliðinn og var hann jarð- sunginn frá Árnes- kirkju 5. febrúar. dag eru ekki ófá skiptin sem ég hef lagt leið mína þangað og alltaf hafa Hjalti og Gugga tekið á móti mér með hlýju og boðið mig vel- komna. Í fyrsta sinn sem Haukur litli kom til ykkar varstu ekki lengi að vinna hug hans og hjarta. Hann fór strax að kalla þig Hjalta afa og gerir það enn í dag. Þegar ég sagði honum að þú værir dáinn var hann snöggur til og spurði hvort þú værir engill hjá Guði og á hverju kvöldi bið- ur hann englana að passa Hjalta afa sinn. Þetta lýsir því best hvernig mað- ur þú varst og hvað þú skilur eftir þig. Að koma í Trékyllisvíkina í sumar verður mjög skrítið, enginn Hjalti. Víkin verður aldrei söm eftir fráfall þitt. En hugsanirnar leita þá fljótt að því hversu hlýr og traustur þú varst og gleðinni sem var í kringum þig. Eða eins og Kahlil Gibran segir: Sorgin er gríma gleðinnar. Og lindin, sem er uppspretta gleðinnar, var oft full af tár- um. Og hvernig ætti það öðruvísi að vera? Þeim mun dýpra sem sorgin grefur sig í hjarta manns, þeim mun meiri gleði getur það rúmað. Kæra fjölskylda, við vottum ykkur samúð okkar á erfiðum tímum. Þórdís, Eiríkur Ronald og Haukur. Í dag er til moldar borinn góður vinur og frændi Hjalti Guðmundsson, bóndi í Bæ í Trékyllisvík. Við hjónin og fjölskyldan öll áttum því láni að fagna að kynnast Hjalta, Guðbjörgu og fjölskyldunni í Bæ og njóta gestrisni þeirra og hlýju. En í mörgum ferðum okkar norður var svo sjálfsagt að gista í Bæ hjá Guðbjörgu og Hjalta. Ógleymanleg er ferðin á pallbílnum norður í Ófeigsfjörð. Full- orðna fólkið þjappaði sér inn í bílinn, en krakkarnir okkar og þeirra sátu og hristust á pallinum og sungu alla leið- ina. Í hugskoti mínu stendur mynd greypt eftir af Guðbjörgu og Hjalta ásamt fjölskyldunni á hlaðinu í Bæ að kveðja gesti sína. Stundin er þrungin svo óumræðilegri hlýju og vináttu sem einskis krefst, bara veitir. Um leið og haldið er úr hlaði erum við þegar farin að hlakka til að koma aft- ur. Mörgum finnst hrjóstrugt að aka norður Strandir, sérstaklega þegar kemur norður fyrir Bjarnarfjörð. Vissulega geta Balarnir, Kaldbaks- hornið, skriður og brattar hlíðar inn Veiðileysufjörðinn og út Kjörvogs- hlíðina komið kuldalega fyrir. En þegar kemur í Norðurfjörðinn skiptir landið um yfirbragð og þá birtast grösugar flatir með ávöl fjöll og grón- ar hlíðar. Við blasir Trékyllisvíkin með miklu undirlendi sem teygir sig frá fjöru til fjalla. Hún birtist eins og vin í ægifögru landslagi. Stutt er á milli bæja og grundirnar og fjaran ið- ar af lífi. Þessi vin er nú útvörður byggðar á Íslandi. Ég veit að fleirum en mér finnst eins og að koma heim þegar Norðurfjörðurinn og Trékyll- isvíkin blasir við. Ung frænka Hjalta og nágranni, Rakel í Árnesi, komst svo að orði í stuttri grein um byggðina sína. „Af- skekkt, einangrað, fallegt. Það er erf- itt að finna lýsingarorð yfir þennan stað því fyrir mér er hann einfaldlega „heima“. Það er þessi staður, þetta umhverfi og samfélag sem hefur gert mig að þeirri manneskju sem ég er í dag. Ég á þessum stað allt að þakka og vildi svo gjarnan geta endurgoldið það.“ Fram til þessa hefur byggðin norð- ur þar getið staðið af sér strauma tím- ans og búferlaflutninga suður. Það hefur heldur ekki gerst átakalaust. Upp úr 1970 var ráðist í mikið átak í hreppnum, með sk. Árneshrepp- sáætlun. Með samstilltu átaki íbú- anna var ræktun aukin og húsakostur bættur, byggð fjárhús og hlöður nán- ast á hverjum bæ. Þá var undanhaldi snúið í vörn og sókn og sigur vannst. Er ekki hallað á aðra þó fullyrt sé að þar áttu feðgarnir í Bæ, Guðmundur Valgeirsson, Hjalti og bræður hans, einna drýgstan hlut að máli. Og Hjalti ekki hvað síst, en hann hafði þá ákveðið að heimabyggðin og búið í Bæ skyldi vera framtíðar starfsvett- vangur hans og fjölskyldunnar. Byggðin í Árneshreppi berst áfram fyrir tilveru sinni. Tillögur að nýrri Árneshreppsáætlun liggja enn á borðum stjórnvalda. Heldur hafa hendur stjórnvalda reynst slappar og armar þeirra mjóir í að fylgja þeim eftir. Ég hitti Hjalta síðast í lok desem- ber á Landspítalanum. Þá var hann að leggja af stað norður til að líta aug- um byggðina sína, fjölskyldu og vini á heimaslóð í hinsta sinni. Hann vissi þá að hverju dró. Hjalti hló og gerði að gamni sínu. Einlægt brosið og hin hlýja glaðværð smitaði. Það leið öllum svo vel í návist hans. Til hinstu stund- ar var það hann sem gaf og við þáð- um. Við spjölluðum um byggðina hans og okkar, um stefnuna í landsmálum. Áhuginn var brennandi en mælt var af hógværð en festu sem Hjalta var svo lagið. Það var honum gleðiefni að Gunnar og Pálína dóttir hans hafa nú sest að til búskapar í Bæ. „Það verður nú handleggur að tak- ast á við,“ sagði hann með hægð. Hjalti hafði svo sannarlega lagt sitt af mörkum. Ekki aðeins við heldur þjóð- in öll eigum honum mikið að þakka. Það umhverfi og samfélag sem Hjalti var í senn tákn og í forystu fyrir hefur gert okkur að þeim manneskjum sem við erum í dag. Vildum við svo gjarn- an geta endurgoldið það. Við hjónin og fjölskyldan þökkum Hjalta samfylgdina. Við geymum hlýjar minningar um góðan vin og frænda. Blessuð sé minning Hjalta Guðmundssonar, bónda í Bæ. Ingibjörg Kolka og Jón Bjarnason. Hjalti frændi er allur, aðeins 67 ára gamall. Hann var ungur í okkar huga, léttur í spori og lund. Hann var það hraustur og jákvæður að eðlisfari að við vonuðum alltaf að hann hefði bet- ur í baráttuni við þennan illvíga sjúk- dóm sem krabbameinið er. Hjalti hafði einna mest áhrif á okk- ur á uppvaxtarárunum, ásamt Guggu. Þeim tveim eigum við margt að þakka. Hugur okkar er hjá Guggu sem sér á eftir góðum eiginmanni og vini. Hefur hún sýnt og sannað eina ferðina enn hversu mikil kjarnakona hún er. Hún stóð við hlið mannsins síns í þessum miklu veikindum, sterk og æðrulaus. Megi góður Guð styrkja hana á þessum erfiða tíma. Við systkinin fjögur, bræðrabörn Hjalta, vorum öll í sveit í Bæ. Tóku þau okkur alltaf vel og komum við fyrst að einhverri vinnu þar. Það var gott að vinna með Hjalta, hann leið- beindi okkur vel og hvatti áfram, sýndi aldrei annað en góðvild og jafn- aðargeð. Bundumst við Hjalta, Guggu og sveitinni sterkum böndum. Okkur þótti einstaklega vænt um Hjalta og var alltaf gott að heimsækja hann og Guggu í sveitina. Hjalti hafði þægilega og góða nærveru. Hann var lífsglaður og léttur í lund og sá skop- lega hlið á öllu. Hláturinn hans setti sterkan svip á persónu hans og minn- umst við hans varla án brossins eða hlátursins. Eftir að við urðum fullorðin kom- um við oft í sveitina. Alltaf vorum við velkomin og allt var gert til að gera okkar stundir ánægjulegar. Hjalti og Gugga voru alltaf boðin og búin til að aðstoða okkur á allan þann hátt sem þau gátu. Bær var besti staðurinn til að koma á og hlaða batteríin og fórum við alltaf endurnærð heim. Við viljum þakka fyrir að hafa feng- ið að kynnast þeim hjónum og hversu vel þau hafa tekið á móti okkur og fjölskyldum okkar í gegnum tíðina. Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við elskulegan frænda okk- ar, en minningin um hann lifir í hjört- um okkar. Elsku Gugga, Steina, Jensína, Pál- ína, Birna, Steini og fjölskyldur, okk- ar innilegustu samúðarkveðjur. Vignir, Heimir, Fríða og Hörður Jónsbörn. Kæra vina, elsku Elínborg mín. Þetta er allt svo óraunverulegt. Þú bauðst mér til þín í mat, eins og svo oft áður. Við átt- um yndislegan dag saman. Þú varst að fara í smá vesen eins og mig minnir, að þú orðaðir það. Svo ætlaðir þú sko að koma og skoða nýja heimili mitt, þegar þú værir komin heim og búin að jafna þig. Allt hafði skeð svo fljótt og án fyr- irvara hjá mér. Ég hlakkaði til að horfa með þér á fallega útsýnið hér uppi í Sölum. Í fyrsta skipti treystir þú þér ELÍNBORG SIGURÐARDÓTTIR ✝ Elínborg Sigurð-ardóttir fæddist á Ísafirði 19. júní 1923. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi föstudag- inn 7. janúar síðast- liðinn 81 árs að aldri og var útför hennar gerð frá Fossvogs- kirkju 19. janúar. ekki í stórfjölskyldu- boðið heima hjá þér á Unnarbrautinni, eins og þú varst vön í ára- tugi að ég held. Svo snögglega er allt breytt. Ég sit og horfi út í sortann, há- nótt, úti er rok og moldbylur, og ég trúi ekki, að við hittumst ekki í bráð. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Ég þakka þér ára- tuga gott samband og allar frábæru stund- irnar. En ég verð að vera óeig- ingjörn og samgleðjast þér að vera loks í faðmi fjölskyldunnar. Frissi og Hjörný hafa tekið þér fagnandi í faðm sinn. Guð geymi þig, vina mín. Við Svavar vottum eftirlifandi fjölskyldu þinni dýpstu samúð. Hvíl þú í friði, kæra vina, og þús- und þakkir fyrir allt og allt. Þín Marta. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram. Minningar- greinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.