Morgunblaðið - 17.02.2005, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ferming 2005
Fermingarblað Morgunblaðsins
kemur út laugardaginn 5. mars.
Fermingarblaðið hefur verið ein af vinsælustu
sérútgáfum Morgunblaðsins í gegnum árin og
verður blaðið í ár sérstaklega glæsilegt.
Fjallað veður um allt sem tengist fermingunni
svo ekki láta þetta blað framhjá þér fara.
Hvað vilja fermingarbörnin?
Maturinn
Tískan
Hárgreiðslan
Skreytingarnar
Myndatakan
Þekktu fermingarbarnið
Myndaleikur með glæsilegum verðlaunum
auglýsingar 569 1111
Umsjón: Hildur Loftsdóttir
Auglýsingar: Katrín Theódórsdóttir sími 568 1139
Panta þarf auglýsingar
fyrir kl. 16 mánudaginn 28. febrúar.
innan um fólk. Eftir vel heppnaða og
fjölmenna veislu á 100 ára afmælis-
daginn sagði hún það kannski ekki
svo galið að hafa orðið 100 ára því
veislan hefði verið svo skemmtileg.
Langamma var lífsleikin og
skemmtileg kona sem heillaði alla í
kringum sig með jákvæðni sinni.
Hún bjó yfir einstakri kímnigáfu og
hafði mikinn húmor fyrir sjálfri sér.
Það var því ekki sjaldan sem við
hlógum mikið í heimsóknum hjá
henni. Fyrir stuttu var verið að ræða
um íslenska konu sem hafði náð 106
ára aldri. Amma spurði þá lang-
ömmu: ,,Hvernig heldurðu nú að þú
verðir ef þú verður 106 ára?“
Langamma glotti þá við og svaraði
svo: ,,Falleg.“
Það er ómetanlegt fyrir okkur
ungu kynslóðina að hafa fengið að
vera með langömmu svona lengi. Að
hafa fengið tækifæri til að umgang-
ast þessa einstöku konu sem hafði
svo mikið fram að færa og gat kennt
okkur svo margt. Hún hafði jákvætt
viðhorf til lífsins og lagði ekki í vana
sinn að hallmæla nokkrum manni.
Langamma var tvímælalaust ein af
þeim manneskjum sem við tökum
okkur helst til fyrirmyndar.
Elsku langamma, við eigum eftir
að sakna þín en minningarnar um
þig munu hlýja okkur um ókomna
tíð. Þú átt stóran stað í hjörtum okk-
ar.
Þínar,
Kristín og Sigrún.
Elsku langamma. Þú varst yndis-
leg manneskja og öllum svo kær. Það
er því ekki að ástæðulausu sem allir
kveðja þig með svo miklum söknuði í
hjarta. Þegar ég lít til baka get ég
ekki fundið eina einustu minningu
um þig sem ekki er gleðileg. Hér
kemur lítil saga um þig.
Einu sinni var fallegur fugl. Hann
bjó í risastóru búri. Það var svo stórt
að það tók hann marga daga að
fljúga þvert yfir það. Fuglinn
blómstraði af lífshamingju og allir
elskuðu hann og dáðu. En með tím-
anum tók búrið að minnka. Brátt var
fuglinum farið að finnast örlítið
þrengra um sig en áður. Hann vissi
hvað var að gerast en hélt samt
áfram að vera jákvæður og glaður.
Hann var góður við alla sem í kring-
um hann voru og þar af leiðandi var
hann allra uppáhald. En búrið
þrengdist og þrengdist og brátt var
það orðið svo þröngt að hann gat
ekki lengur hreyft sig. Þá skyndilega
kom hönd af himnum og opnaði búr-
ið. Fuglinn kvaddi og flaug til him-
ins. Loksins var hann frjáls úr
búrinu sínu! Í hjarta sínu var hann
stoltur því hann hafði skilið eftir sig
falleg spor sem enginn gleymir.
Lilja Björk Runólfsdóttir.
Við kveðjum kæra móðursystur
okkar hundrað og eins árs gamla að
árum. Sveinbjörg varð samt aldrei
gömul í anda, síkát enda var stutt í
hláturinn. Það var ekki að heyra á
mæli hennar annað en að þar talaði
ung kona, minnið óbrigðult og hún
dugleg allt fram á síðustu ár að
hringja í vini og ættingja nær og
fjær til að fylgjast með og leita frétta
af sínu fólki.
Systkinahópurinn frá Flögu var
stór en nú er Gísli yngsti bróðirinn
einn eftir. Það var kært á milli systk-
inanna, þau héldu vel saman og fljót
að koma til hjálpar ef eitthvað bját-
aði á. Þar var Sveinbjörg enginn eft-
irbátur og reyndist hún fjölskyldu
okkar oftar en ekki mikil stoð og
stytta. Hún átti stórt hjarta og var
hlý og góð.
Hún er björt æskuminningin um
fjölskylduboðin í Laugarnesinu.
Húsakynnin voru kannski ekki stór
en í huga okkar var vítt og breitt til
veggja og alltaf var kátt í höllinni.
Sveinbjörg og Runólfur voru höfð-
ingjar heim að sækja, samhent og
einhuga í öllu sem þau tóku sér fyrir
hendur. Væntumþykja og hlýja ein-
kenndi öll þeirra samskipti. Einka-
dóttirin Sigrún ólst upp í þessu um-
hverfi og hefur hún ríkulega
endurgoldið uppeldið. Ástúð sú og
umhyggja sem hún og Leifur maður
hennar sýndu Sveinbjörgu var ein-
stök.
Við minnumst Sveinbjargar með
virðingu og þakklæti og vottum ást-
vinum hennar okkar innilegustu
samúð.
Ágústubörn.
Upp úr miðri síðustu öld, er fólk
snýtti enn annarra manna börnum,
átti Sveinbjörg leið um Miklatorg.
Þar stóð barnaheimilið Grænaborg.
Út um gluggann á strætó sá hún
hvar stelpuhnáta, í nýrri kápu með
kjusu, rölti um leiksvæðið heldur
brúnaþung. Sveinbjörg beið ekki
boðanna, stökk út, sótti stelpuna og
tók hana með sér heim. Þar átti
hnátan eftir að una hag sínum vel.
Frá þessum tíma af Laugarnesveg-
inum eru fyrstu minningar mínar af
Sveinbjörgu og Runólfi. Ekki var
verra að fá athygli þáverandi ung-
lings Sigrúnar dóttur þeirra, sem
reyndar er alltaf kölluð Sigga af
stórfjölskyldu þar sem önnur hver
kona ber einnig það nafn. Skemmti-
legastir voru tröllskessuleikirnir í
borðstofunni og hlátur Gilitruttar.
Unaðslegt var bragðið af fyrstu mar-
engskökunni sem bráðnaði á tungu
barnsins, og aldeilis ógleymanlegur
er ónefndur leigjandi sem einlægt
birtist óvænt og æði áralegur upp
um kjallaratröppurnar í eldhúsinu.
Sveinbjörg var ömmusystir mín,
frá Flögu í Skaftártungu. Eins og
títt var um ungar konur utan af landi
á fyrri hluta síðustu aldar, hélt hún
til Reykjavíkur, giftist og var verka-
kona þar. Lífsbarátta og ótrúlegt
réttleysi fólks, sem streymdi að úr
sveitunum til að verða sjálfra sín,
leiddi til samstöðu þess og samtaka
sem beittu sér fyrir þeim félagslegu
umbótum er okkur þykja sjálfsögð í
dag. Lífssýn hennar mótaðist af
þeirri reynslu, réttlætiskennd og
samúð með kjörum alþýðunnar.
Heima í sveitinni hafði Sveinbjörg
verið kosin gjaldkeri í fyrstu stjórn
kvenfélagsins, og um árabil var hún
organisti í Grafarkirkju, ef ekki sá
fyrsti. Við áttum nokkrar eftir að
eiga með henni ómetanlegar stundir
í Nóatúni 28 þar sem hún bjó lengst
af með fjölskyldu sinni. Þegar þetta
var, var hún fyrir löngu orðin ein og
hafði fengið orgel. Og svo var spilað
og sungið. Ekki ósvipað því sem áður
tíðkaðist er fólkið söng saman þegar
það hittist í boðum hjá öðrum í fjöl-
skyldunni. Minnist ég nokkurra
slíkra, líka með tenórum og bössum,
fullt af fínum ættjarðarlögum og
Sveinbjörgu við orgelið. Þá sátu ekki
gestgjafar og gláptu á gemsann sinn.
En Sveinbjörg var ekki aðeins mús-
íkölsk, heldur var hún einnig flink
hannyrðakona. Hún heklaði ótrúlega
fíngerða og fallega dúka, og þegar
hún var komin á tíræðisaldur stytti
hún sér stundir með því að vefa smá-
myndir sem hún hélt síðan sýningu
á.
Ekki þurfti að ganga á eftir Svein-
björgu til að taka í spil. Það var ekki
að undra þótt henni þætti gaman, því
hún vann mann alltaf. Helst vildi hún
leggja eitthvað undir sem hægt væri
að telja þótt ekki væri það annað en
tölugildi spilanna. Við spilamennsk-
una var hún sjálfkjörin bankastjóri,
reiknaði allt og mundi hvað hver var
með, auk spilanna sem mannskap-
urinn hafði lagt út. Það væri fróðlegt
að vita hvað þessar vel gerðu konur
aldamótakynslóðarinnar hefðu tekið
sér fyrir hendur, væru þær uppi og
ungar í dag.
Fram að 17 ára aldri Sveinbjargar
dvaldi á Flögu Ranka langömmu-
systir hennar sem dó þar árið 1921,
þá eitt hundrað ára gömul. Það er
magnað til þess að hugsa að Ragn-
hildur þessi hafði þekkt fólk sem
fætt var fyrir 1783. Sveinbjörg var
sem sagt árum saman í heimili með
konu sem einnig hafði verið samtíma
sýslungum sínum sem fæddir voru
fyrir Skaftárelda og mundu þá!
Í bókinni Vestur-Skaftafellssýsla
og íbúar hennar lýsa heimamenn
hversdagslegum starfa, þ.m.t. fýla-
veiðum. Þótt Reykvíkingar hittist á
haustdögum og úði í sig villibráð,
eiga þeir enn eftir að tileinka sér
hefð í fýlsáti. Um árabil nutum við
Sveinbjörg góðs af frændgarðinum á
Flögu og venslafólki þeirra og feng-
um nýjan fýl í matinn síðustu vikuna
í ágúst. Ekki leist Sveinbjörgu þó
meira en svo á að elda fýlinn innan
um annað heimilisfólk á Dalbraut-
inni þar sem hún bjó þá, og ákvað að
hann yrði soðinn í Þingholtunum.
Skyldi ég síðan „flýta mín“ með heit-
an fýlinn svo við gætum snætt hann
ásamt Siggu frænku systur hennar
og öðrum góðum Siggum. Svein-
björg lagði ríka áherslu á að fýlinn
ætti að sjóða í eina klukkustund og
korter, og lofaði ég að hvika hvergi
frá því. Í fyrstu treysti hún mér þó
tæplega fyrir hinni flóknu elda-
mennsku, því nákvæmlega einum og
hálfum tíma áður en máltíðin skyldi
hefjast hringdi síminn. Hægt og
skýrt var kveðið að: „Sæl, væna mín.
Er suðan komin upp hjá þér?“ Það
var reyndar ekki í síðasta skipti sem
hún hringdi í mig blessunin. Eitt
sinn vildi Sveinbjörg vita hvort rétt
væri að ég hygði á viku göngu um
Hornstrandir með fimm körlum og
allt á bakinu. Fréttin var staðfest og
ekki stóð á viðbrögðunum: „Og veit
hún mamma þín af þessu?“ Eitthvað
varð fátt um svör, enda undirrituð þá
þegar á fimmtugsaldri!
Sveinbjörg var einstaklega skap-
góð, þakklát og jákvæð kona, og hún
hafði húmor sem heillaði mig og
marga aðra. Oft gerði hún grín að
sjálfri sér með lágstemmdum, létt-
háðskum öfugmælum. Hún var fljót
að hugsa og snögg í tilsvörum og hún
gat verið ótrúlega orðheppin. Það
var sannarlega ekki auðhlaupið að
hafa roð við henni, jafnvel eftir að
hún varð háöldruð. Fleipur og bak-
mælgi um annað fólk leið hún ekki,
og var fljót að stöðva slíkt með orð-
unum: „Nú fellum við þetta tal.“
Á aðfangadag jóla kvaddi ég
Sveinbjörgu mína. Þótt hún þekkti
mig ekki til að byrja með, áttaði hún
sig smám saman er ég rifjaði upp
fyrir henni þær svipmyndir minning-
anna sem hér hafa lauslega verið
raktar. Við héldumst í hendur, hún
hló hljóðlaust og glettnissvipur
breiddist um andlit hennar. Svo
hneig mókið yfir hana á ný.
Guðríður Adda Ragnarsdóttir.
SVEINBJÖRG
VIGFÚSDÓTTIR
Svava frænka er dá-
in. Okkur systur langar
að minnast hennar með
nokkrum orðum. Það
eru sennilega ekki
margir eins ríkir og við að verða þess
aðnjótandi að fá að kynnast systur
langömmu sinnar, hún var systir
langömmu okkar Dómhildar. Hún
giftist aldrei og eignaðist engin börn
en átti samt stóra fjölskyldu.
SVAVA
SKÚLADÓTTIR
✝ Svava Skúladótt-ir fæddist á Ísa-
firði 30. nóvember
1909. Hún lést á
Dvalar- og hjúkrun-
arheimilinu Grund í
Reykjavík 23. janúar
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Fossvogskapellu
4. febrúar.
Við munum vel eftir
símhringingunum þeg-
ar Svövu Skúla, eins og
við kölluðum hana, var
farið að lengja eftir því
að verða boðið í heim-
sókn en hún var tíður
gestur á heimili for-
eldra okkar. Þá kom
hún yfirleitt í nokkra
daga svo við fengum að
kynnast þessari smá-
vöxnu konu sem var
mjög létt á fæti og al-
gjör skvetta. Það var
gaman að hlusta á hana
segja sögur. Þá sló hún
oft á lær sér og hló dátt.
Í heimsóknum hennar á heimilið
okkar fannst henni voðalega gaman
þegar mamma leigði vídeospólu
handa henni og þá var eins gott að
það væri mikill hasar og fjör, annars
var nú lítið varið í þá mynd. Morgan
Kane var líka í miklu uppáhaldi hjá
henni og fékk pabbi iðulega eina
slíka bók í jólagjöf sem hún var að-
eins búin að lesa fyrst.
Við höfum velt því fyrir okkur
hvað Svava Skúla hafi gefið margar
jólagjafir á ári hverju því að allir í
fjölskyldunni fengu pakka frá henni.
Það var alltaf mikil spenna þegar við
vorum að taka upp pakkana frá
henni, nú í seinni tíð var það oftast
eitthvað sem hún föndraði. Hún var
mikil „föndurkelling“ þrátt fyrir
dapra sjón, en það gaf henni mikið að
dúlla sér eitthvað í höndunum. Þetta
lýsir henni vel hvernig hún var, þótti
vænt um og hugsaði vel um alla,
ræktaði frændfólk sitt vel.
Það gaman að koma í litlu íbúðina
hennar í Hátúni. Þar lumaði Svava
alltaf á einhverju góðgæti handa öll-
um.
Elsku Svava, það er yndislegt að
hafa fengið að kynnast þér, en nú
hefur þú fengið hvíldina góðu.
Kveðja.
Jóhanna Björk og Helga
Margrét Sigurbjörnsdætur.