Morgunblaðið - 17.02.2005, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.02.2005, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2005 35 UMRÆÐAN PÁLL Sigurðsson, prófessor í lög- fræði við Háskóla Íslands, hefur greinilega tekið þá ákvörðun að senda Morgunblaðinu greina- flokk þar sem hann fjallar um málefni Landsbókasafns Ís- lands – háskóla- bókasafns og málar þar allt dökkum litum. Í þeim greinum sem komnar eru, er að mörgu ýjað en fátt sagt beinum orðum. Tvennt er það þó sem henda má reiður á í síðustu grein Páls, annars vegar að nú eigi að hætta útgáfu á Ritmennt, ársriti Landsbókasafns og hitt að starfs- fólkið í Bókhlöðunni lifi í skelfingu vegna yfirvofandi uppsagna. Ástæður þess að uppsagnir voru nauðsynlegar eru einfaldlega þær, að safnið hefur ekki næg fjárráð til að gera allt sem það vildi geta gert. Miklar launahækkanir komu í ljós í lok síðastliðins árs og giltu aftur í tímann, og bættust ofan á bágan fjárhag safnsins. Launahækk- anirnar byggðust á starfsmati sem samið var um í stofnanasamn- ingi frá 2001. Starfs- matið var unnið fyrir hvert einasta starf í safninu en niðurstöð- urnar og kostnaðurinn sem því fylgdi lá ekki fyrir fyrr en á síðustu mánuðum 2004. Þar sem starfsmatið var hluti af stofnanasamn- ingi en ekki miðlægum kjarasamningi fengust launahækkanirnar ekki bættar af hinu op- inbera. Því varð að bregðast við fjár- hagsvandanum með því að lækka kostnað og var þremur starfs- mönnum sagt upp af um 100 manns sem starfa í Bókhlöðunni. Við vonum að ekki komi til fleiri uppsagna og við teljum að þær aðgerðir sem við höfum nú þegar gripið til muni duga. Auk þeirra þriggja sem fengu uppsagnarbréf var einum starfs- manni, sem m.a. hefur séð um Rit- mennt, boðið að fara í hálft starf þetta árið þar sem safnið hefði ekki efni á að hafa mann í fullu starfi við að koma út ársriti með 100 áskrift- um. Það getur ekki talist neitt undr- unarefni að útgáfumálin skyldu skoðuð þar sem hér er um mjög dýrt verkefni að ræða. Miklu moldviðri hefur verið þyrlað upp vegna Rit- menntar og meðal annars skrifuðu 12 aðilar undir áskorun sem birtist í Morgunblaðinu um að útgáfu ritsins skyldi haldið áfram. Það er sér- staklega merkileg áskorun í ljósi þess að ekki einn einasti þeirra 12 er áskrifandi að Ritmennt. Ríkisstofnanir á að reka innan þeirra marka sem þeim eru settar fjárhagslega – og það á prófessor í lögfræði að vita. Það er aldrei auð- velt fyrir stjórnendur að segja upp starfsmönnum sem hafa unnið lengi við stofnunina, en það eru ekki margar aðrar leiðir færar þegar stofnunin hefur ekki fjárráð til að greiða þeim öllum laun. Ég vísa al- gerlega á bug að starfsfólkið sé kúg- að eða þvingað, en öllum líður illa þegar þeir sjá á bak félögum sínum. Landsbókasafn starfar í síbreyti- legum heimi þar sem krafan um raf- rænt aðgengi að upplýsingum verð- ur sífellt háværari. Starfsfólk Landsbókasafns sinnir hlutverkum sínum af alúð og fagmennsku og ég fullyrði að sú þjónusta sem í boði er í safninu stenst faglegan samanburð við það besta sem þekkist. Hafa skal það sem sannara reynist – um Landsbókasafn Íslands – háskólabókasafn Sigrún Klara Hannesdóttir fjallar um Landsbókasafn – háskólabókasafn og svarar Páli Sigurðssyni ’Landsbókasafn starfarí síbreytilegum heimi þar sem krafan um raf- rænt aðgengi að upplýs- ingum verður sífellt há- værari.‘ Sigrún Klara Hannesdóttir Höfundur er landsbókavörður. ER NEFIÐ STÍFLAÐ? Fæst í apótekum og lyfjaverslunum STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára. VOR 2005 Sölustaðir: sjá www.bergis.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.