Morgunblaðið - 17.02.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.02.2005, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR FORELDRAR STYRKTIR Ríkisstjórnin hefur samþykkt að leggja til við Alþingi að foreldrar langveikra eða fatlaðra barna eigi rétt á greiðslum í allt að þrjá mánuði þegar börnin veikjast alvarlega eða greinast með alvarlega fötlun. Saman gegn hótunum Sýrlendingar og Íranar sögðust í gær ætla að standa saman gegn ut- anaðkomandi hótunum en Banda- ríkjamenn hafa beitt bæði löndin viðskiptalegum refsingum. Útför líb- anska stjórnmálaleiðtogans Rafiks Hariris var gerð í gær en Sýrlend- ingar eru grunaðir um aðild að morðinu á honum. Forstjórar ráðnir Ragnhildur Geirsdóttir hefur ver- ið ráðin forstjóri Flugleiða hf. og Jón Karl Ólafsson forstjóri Icelandair. Munu þau starfa með Sigurði Helga- syni þangað til hann lætur af störf- um 1. júní nk. Kyoto-sáttmáli tekur gildi Kyoto-sáttmálinn um samdrátt í losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið tók gildi í gær en 141 ríki hefur nú staðfest hann, þ.á m. Ísland. Banda- ríkin standa ekki að sáttmálanum. Samþykktu bætur Þing Ísraels samþykkti í gær að greiða landtökumönnum gyðinga bætur fyrir að yfirgefa Gaza. Er nú talið víst að áætlun um brotthvarf Ísraela frá Gaza í sumar verði að veruleika ef ríkisstjórn Ariels Shar- ons fær fjárlög samþykkt í mars. Ríkir lífeyrissjóðir Heildareignir lífeyrissjóðanna stefna í eitt þúsund milljarða í næsta mánuði. Sjóðirnir eiga nú 974 millj- arða, þar af 216 milljarða í erlendum eignum. Eignir lífeyrissjóðanna juk- ust um 150 milljarða í fyrra. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarp- héðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Í dag Sigmund 8 Forystugrein 33 Erlent 16/18 Viðhorf 34 Höfuðborgin 21 Umræðan 34/37 Akureyri 22 Minningar 38/48 Landið 22 Brids 51 Austurland 24/25 Dagbók 52/54 Suðurnes 24/25 Fólk 56/61 Daglegt líf 26/27 Bíó 58/61 Neytendur 28/29 Ljósvakamiðlar 62 Listir 30 Veður 53 * * *                                  ! " #         $         %&' ( )***                        BRÁÐNUN íss og jökla á norður- hveli var til umfjöllunar í frétt breska ríkissjónvarpsins BBC í fyrradag. Þar var m.a. vitnað í setn- ingarræðu Ólafs Ragnars Grímsson- ar, forseta Íslands, sem hann hélt 5. febrúar sl. á ráðstefnu í Delhí á Ind- landi um sjálfbæra þróun. Forsetinn nefndi hörmulegar afleiðingar flóð- bylgjunnar annan dag jóla en sagði einnig að viðvörunarbjöllur hringdu á norðurslóðum. Þar væru víðtæk og uggvekjandi merki um yfirvofandi hættu vegna verðurfarsbreytinga. Síðan sagði Ólafur Ragnar: „Það er, engu að síður, margt fólk í áberandi stöðum sem dregur í efa sívaxandi vísbendingar um veðurfarsbreyting- ar, fólk sem tekur áhyggjulausa af- stöðu til framtíðar okkar, sem trúir því að engin ástæða sé til að óttast, sem jafnvel flokkar vaxandi vísinda- gögn sem úthugsaðan hræðsluáróð- ur dulbúinn sem visku og vísdóm. Ég geri þeim tilboð. Sameinist mér í ferð til norðursins, til heim- skautasvæðanna. Við skulum ferðast saman um rússnesku túndr- una, yfir Síberíu til Alaska og norðursvæða Kanada, yfir til Grænlands og Ís- lands og heim- skautahéraða Skandinavíu- landa.“ Í viðtali BBC við Ólaf Ragnar var nefndur sá möguleiki að leiðtogar heimsins færu til norðurhjarans svo þeir gætu séð með eigin augum áhrif hlýnunar andrúmsloftsins, þ.e. bráðnun jökla og íss. Fréttina er að finna á vefsetri stöðvarinnar. Ekki formlegt boð Örnólfur Thorsson, skrifstofu- stjóri hjá forsetaembættinu, sagði ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar um að þjóðarleiðtogar væru vel- komnir til Íslands til að skoða afleið- ingar loftslagsbreytinga hvorki hafa verið formlegt heimboð né áskorun. Örnólfur sagði ummælin hafa fall- ið í viðtali forsetans við BBC-sjón- varpsstöðina eftir að hann flutti setningarræðu á alþjóðlegu þingi í Delhí á Indlandi en eitt af meginvið- fangsefnum þingsins hefði verið af- leiðingar af hlýnun loftslags. „Í framhaldi af þessu tók BBC viðtal við forsetann þar sem hann fjallaði m.a. um nauðsyn þess að al- þjóðasamfélagið gerði sér skýra grein fyrir því hvaða breytingar væru að eiga sér stað á norðurslóð- um og að það væri fróðlegt að sjá þessi ummerki bæði á jöklum á Ís- landi, í Alaska og annars staðar á norðurslóðum. Síðan var forsetinn spurður að því hvort hann myndi bjóða þjóðarleiðtogum að koma til Íslands og sjá þessar breytingar og hann sagði í framhaldi af því að þeim væri það velkomið enda væri fróð- legt fyrir alla leiðtoga heims að kynna sér hvað væri að gerast í hlýnun loftslags á norðurslóðum en því hefðu verið gerð góð skil í ný- legri skýrslu Norðurskautsráðsins.“ BBC ræddi við forseta Íslands um hlýnun jarðar Þjóðarleiðtogar þurfa að kynna sér áhrif hlýnunar Ólafur Ragnar Grímsson  Meira á www.mbl.is/ítarefni FORLÁTA íslenskt drykkjarhorn frá lokum 15. aldar hefur verið keypt til Íslands af einkaaðila í Noregi og er það væntanlegt til landsins síðar í mánuðinum. Það er Þjóðminjasafnið sem kaup- ir hornið með stuðningi mennta- málaráðherra og Ölgerðarinnar Eg- ils Skallagrímssonar ehf. Hornið gengur undir nafninu Maríuhornið og er með elstu drykkjarhornum sem varðveist hafa. „Hornið hefur mikið listrænt og sögulegt gildi, er skorið stílfærðu jurtaskrauti sem skipt er niður í belti og á því er útskorin áletrun, AUE MARIA (Ave Maria). Mikill fengur er fyrir Þjóðminjasafnið að fá þetta horn heim eftir aldalanga fjar- veru en því verður komið fyrir meðal annarra miðaldahorna á grunnsýn- ingu Þjóðminjasafnsins,“ segir í til- kynningu af þessu tilefni. Fram kemur að alls hafi varðveist um tæplega fjörutíu íslensk útskorin drykkjarhorn frá miðöldum, en ein- ungis átta þeirra séu varðveitt hér á landi, öll á Þjóðminjasafninu. Drykkjarhorn frá 15. öld til Íslands Íslenska drykkjarhornið frá miðöld- um, sem gengur undir heitinu Mar- íuhornið, endurheimt frá Noregi. Með elstu drykkjarhorn- um sem varðveist hafa EKKERT var flogið innanlands í gær fyrr en í gærkvöldi er tvær vélar flugu til Akureyrar og miklar truflanir urðu á milli- landaflugi vegna fárviðris á Keflavíkurflugvelli í gærmorgun. Þá var ferð Herjólfs frá Vest- mannaeyjum til lands felld niður og Hellisheiði var ófær í rúmlega tvær klukkustundir. Þegar veðrið var sem verst á Keflavíkurflugvelli var vindhraði um 30–35 m/s og blés stíft úr vestri, að sögn Trausta Tóm- assonar, deildarstjóra flugmála- stjórnar á Keflavíkurflugvelli. Vegna vindsins varð flugvél sem kom frá Boston að bíða í um þrjár klukkustundir úti á flug- braut þar sem ekki var hægt að leggja henni upp við flugstöðv- arbygginguna. Um 150 farþegar voru um borð. Samspil mikillar ofankomu og sterks vinds varð til þess að erfiðlega gekk að afísa þær flugvélar sem áttu að fljúga utan. Alls töfðust brottfarir á sex vélum um morguninn, flestar töfðust um 3–4 klukkustundir en sumar lengur. Ljósmynd/Jóhannes Kr. Kristjánsson Mikið var að gera hjá flugvallarþjónustudeild slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli í gær. Mikil röskun á samgöngum vegna veðurs SAMKEPPNISSTOFNUN hefur í bréfi til Passport kvikmynda fallist á þau sjónarmið fyrirtækisins að út- hlutanir Kvikmyndamiðstöðvar Ís- lands (KMÍ) í formi ríkisstyrkja til kvikmyndafyrirtækja heyri undir samkeppnislög. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Passport kvik- myndum. „Í andmælum KMÍ til Samkeppn- isstofnunar frá 28. október sl. kemur fram að KMÍ telur starfsemi sína ekki falla undir samkeppnislög, og að sérlög um kvikmyndagerð gangi samkeppnislögum framar. Passport kvikmyndir benda m.a. á í framhaldi af því að samkeppnislög hafi strang- ari málsmeðferðarreglu og haldi því gildi sínu ef þau skarast. Samkeppnisstofnun fjallar ekki um eða tekur afstöðu til einstakra úthlutana KMÍ til kvikmyndafyrir- tækja, og telur að með breytingu á reglugerð í desember sl. sé reglu- verk KMÍ viðunandi. Samkeppnis- stofnun sér því ekki ástæðu til að íhlutast frekar í málinu,“ segir í til- kynningunni. Úthlutanir KMÍ heyra undir sam- keppnislög
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.