Morgunblaðið - 17.02.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.02.2005, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Krummi krunkar ekki lengur úti??? Heildareignir lífeyr-issjóðanna námuum 974 milljörð- um króna um síðustu ára- mót og stefnir í að þær verði komnar í eittþúsund milljarða í næsta mánuði, að sögn Hrafns Magnús- sonar, framkvæmdastjóra Landssambands lífeyris- sjóða. Eignir sjóðanna juk- ust um 150 milljarða á árinu 2004 eða um 18% skv. áætlun tölfræðisviðs Seðlabanka Íslands sem byggð er á úrtaki 25 stærstu lífeyrissjóðanna. Þar af er Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins stærstur með 17% hlutdeild og Lífeyrissjóður verzlunarmanna með 15%. Erlendar eignir sjóð- anna námu um 216 milljörðum kr. um síðustu áramót en þær verða sífellt stærri þáttur í eignasafni þeirra. Hrafn Magnússon segir ávöxtun sjóðanna hafa verið mjög góða ef frá eru talin árin 2000–2002. „Einn þáttur í eignaaukningunni er aukning iðgjaldatekna,“ segir Hrafn „Þessi eignaaukning er auð- vitað sérlega ánægjuleg þegar mið er tekið af því að krónan hefur styrkst gagnvart dollar sem kem- ur niður á ávöxtun erlendra eigna sjóðanna. En aðalatriðið er að á bak við eignamyndun sjóðanna standa lífeyrisskuldbindingar sem hafa aukist verulega, bæði áunnar skuldbindingar en síðan má gera ráð fyrir aukningu framtíðarskuld- bindinga. Þar kemur inn í aukinn lífaldur þjóðarinnar auk þess sem örorkubyrði lífeyrissjóða er meiri en spár gerðu ráð fyrir.“ Hvað áhrærir hina vaxandi er- lendu verðbréfaeign sjóðanna sem nú er orðin 22% af heildareignum bendir Hrafn á stöðu krónunnar gagnvart óvenjulega lágum dollar og við þær aðstæður sé afar skyn- samlegt að kaupa erlend verðbréf til að dreifa áhættunni. Þess skal getið að erlendar eignir sjóðanna jókst um 35% milli 2003 og 2004. Ekki síður var mikill vöxtur í inn- lendum hlutabréfum sjóðanna eða um 51% á árinu 2004 – úr 89 millj- örðum í 134,3 milljarða. Gríðarlegur vöxtur í lífeyriskerfinu Albert Jónsson, forstöðumaður eignastýringar Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, minnir á að hrein eign lífeyrissjóðanna – um 974 milljarðar króna – nemi um 120% af vergri landsframleiðslu 2003 sem hljóti að teljast mjög gott miðað við aðrar þjóðir. „Lífeyris- kerfið hefur vaxið gríðarlega hratt, bæði vegna iðgjaldatekna og góðr- ar ávöxtunar,“ segir hann. „Und- anfarin fimm ár hafa lífeyrissjóðir fært sig yfir í kaup á hlutabréfum, mest erlendis og ég tel að vel hafi verið að því staðið. Raunávöxtunin undanfarinna 10 ára hefur verið mjög góð eða 4–6%. En til fram- tíðar litið má ekki gleyma því að raunvextir á Íslandi hafa lækkað verulega og það hefur haft sín áhrif á starfsemi sjóðanna. Hluta- bréf hafa fengið aukið vægi í eigna- safni sjóðanna, en þau sveiflast meira en aðrar eignir. En engu að síður er mjög skynsamlegt að líf- eyrissjóðir fjárfesti erlendis til að ná áhættudreifingu vegna smæðar íslenska hagkerfisins. Stærsta atriðið sem sjóðirnir þurfa síðan að huga að eru lífeyr- isskuldbindingar, ekki síst vegna vaxtalækkana. Síðan koma til þættir eins og auknar lífslíkur og örorkubyrði sem auka skuldbind- ingar sjóðanna. Til þess að bregð- ast við þessum þáttum þarf mögu- lega að hækka iðgjöldin þannig að ekki þurfi að koma til skerðingar.“ Aldurssamsetning sjóðfélaga hefur þýðingu Hvað annan stærsta lífeyris- sjóðinn áhrærir, þ.e. Lífeyrissjóð verzlunarmanna, sem átti hreinar eignir upp á rúma 150 milljarða króna í árslok 2004, hefur aldurs- samsetning sjóðfélaganna þýðingu fyrir vöxt sjóðsins auk ávöxtunar en þriðjungur iðgjalda sem berast sjóðnum er greiddur út í lífeyri á hverjum tíma að sögn Þorgeirs Eyjólfssonar forstjóra sjóðsins. „Meðalaldur þeirra sem greiða til Lífeyrissjóðs verzlunarmanna er 34 ár og því er ljóst að sjóðurinn kemur til með vaxa á næstu ára- tugum á meðan hlutfall lífeyris af iðgjöldum mun fara vaxandi,“ seg- ir Þorgeir. „Jafnframt hefur mikla þýðingu að sjóðurinn hefur náð góðri ávöxtun á eignir sínar und- anfarin tvö ár sem voru þau bestu í tæplega 50 ára rekstrarsögu sjóðs- ins. Sá eignaflokkur sem skilaði bestri ávöxtun á liðnu ári var inn- lenda hlutabréfaeignin. Þar náðum við góðum árangri eða 79% ávöxt- un á eignirnar sem var verulega umfram hækkun úrvalsvísitölu Kauphallarinnar sem hækkaði um 59% á sama tíma. Þar hafði mesta þýðingu að sjóðurinn var yfirvigt- aður í bönkunum þar sem mestar hækkanir urðu á síðasta ári.“ Auk þessa nefnir Þorgeir aukningu hlutfalls erlendra verðbréfa í eignasafni sjóðsins sem stýrt er með tilliti til áhættudreifingar. „Við eigum því ekki allt undir þró- un hér innanlands á komandi árum heldur erum við þátttakendur í er- lendum hagkerfum og þeim ár- angri sem þar næst.“ Fréttaskýring | Eignir lífeyrissjóðanna 120% af vergri landsframleiðslu Stefna í þús- und milljarða Eignaaukning lífeyrissjóðanna nam 150 milljörðum króna í fyrra Afkoma lífeyrissjóðanna var góð í fyrra. Mikill vöxtur í innlendum hlutabréfum sjóðanna  Þótt lífeyrissjóðir landsins hafi náð að ávaxta eignir sínar líklega um 10% á árinu 2004 verður að huga að framtíð- arskuldbindingum sjóðanna og jafnvel hækka iðgjöldin ef sjóð- irnir eiga að halda sínum hlut. Erlendar eignir sjóðanna eru nú orðnar 22% af heildareignum og eru menn sammála um gildi þess að fjárfesta erlendis. Það borgar sig ekki að geyma öll eggin í sömu körfu. orsi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.