Morgunblaðið - 17.02.2005, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 17.02.2005, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er merkilegt hvað lítið hefur verið fjallað um ástandsárin í leik- list og bókmenntum. Um þau und- arlegu ár í lífi þjóðarinnar þegar ís- lenskar konur féllu fyrir útlendum hermönnum sem streymdu inn og út úr landinu. Sumar þessara kvenna tengdust hermönnunum ævilöngum böndum, hvort sem þær fluttu með þeim til útlanda eða syrgðu alla tíð þá sem féllu suður í Evrópu. Aðrar voru sviknar og enn aðrar sættu sig við stundarkynni. Leikfélag eldri borgara setur nú upp hið áhugaverða leikrit Ástandið í annað sinn. Árið 1997 leikstýrði Sigrún Valbergsdóttir verkinu en hún samdi verkið þá ásamt Bryn- hildi Olgeirsdóttur sem er einn leik- félaga. Samvinnu þeirra var á þann veg háttað að Brynhildur skráði niður sannar sögur fjögurra kvenna en Sigrún færði sögurnar í leik- rænan búning. Eitthvað komu þær að undirbúningi nú við að umskrifa og skera niður. Form verksins er skýrt, fjórar konur koma saman á nýju veitinga- húsi gamals kunningja til þess að rifja upp reynslu sína af ástand- sárunum. Verkið er ágætlega byggt upp með því að segja fyrst sögu sveitastúlku sem flytur ung til borg- arinnar og fellur fyrir hermanni, þá sögu saklausrar og trúaðrar stúlku sem verður líka ástfangin þvert á allan ásetning, svo er það sú lífs- glaða sem kynnist mörgum mönn- um og verður stundum illa svikin og að lokum saga þeirrar fjórðu sem hefur búið í Ameríku í fimmtíu ár. Verkið er byggt á frásagnarforminu og heldur sig ágætlega innan þess, leikarar bregða sér í ýmis hlutverk þegar sýnd eru dæmi um samskipti kvennanna við fjöldskyldur og for- dómafullt samfélag en um það er fjallað tæpitungulaust. Það gefst ágætlega að sýna ekki hina útlendu ástmenn heldur láta konurnar um að gefa þeim líf með upprifjun sinni. Þar kemur einkar vel í ljós hvað texti verksins er lipur og fallega skrifaður auk þess sem lýsingarnar verða enn áhrifameiri vegna þess að áhorfendur vita að sögurnar gerð- ust í raun og veru. Flestar leik- kvennanna fjögurra sem leika þær Bettý, Lilju, Lóló og Sísí fara prýði- lega með hlutverkin. Þær segja sög- ur líflega og ljá þeim auk þess blæ eftirsjár og sorgar þeirra sem rifja upp löngu liðna tíð. Vilhelmína K. Magnúsdóttir var skemmtilega stelpuleg sem Bettý og vakti aug- ljósa samúð salarins þegar hún rifj- aði upp það erfiða hlutskipti að þurfa að gefa barnið sitt. Guðlaug Hróbjartsdóttir var einlæg í hlut- verki hinnar trúuðu Lilju. Aðal- heiður Sigurjónsdóttir var mjög fyndin og kraftmikil sem hin lífs- glaða Lóló en tókst líka vel að vekja samúð þegar við átti. Helga Guð- brandsdóttir var eins og kjörin í hlutverk Sísíar sem talar með hreim eftir veruna í Ameríku en hún átti nokkuð í land með að líða vel í hlut- verki sínu þegar á leið en það var sérstaklega áberandi í einræðu hennar sem er hápunktur verksins og einkar vel skrifuð. Svo langar einræður þurfa sterka leikara, sem nóg er af í Snúði og Snældu, og mikla æfingu. Bjarni Ingvarsson hefði þurft meiri tíma með hópnum svo komast mætti hjá textaklúðri og vandræðagangi undir lokin. Einnig var eins og það ætti eftir að stað- setja leikara í sumum atriðum. Leikmyndin var einföld í sjálfu sér, einn bar og borð og stólar en spurn- ingin er af hverju dýptin á sviðinu var ekki meira nýtt en raun bar vitni og barinn var óþarflega fyr- irferðarmikill. Lýsingin var ljóm- andi falleg og tónlistin skemmtileg en einnig þar vantaði meiri æfingu og átti það einnig við um tækni- stjórnun. Það er óþarfi að láta leik- ara bíða eftir að tónlistin hefjist. Vafalaust slípast þó sýningin þegar á líður og óskandi að sem flestir leggi leið sína í Iðnó til þess að sjá þetta prýðilega skrifaða verk sem byggist á sönnum og áhrifamiklum sögum úr lífi okkar litlu þjóðar. Hrund Ólafsdóttir LEIKLIST Snúður og Snælda Sögur fjögurra kvenna frá hernáms- árunum. Höfundar: Brynhildur Olgeirsdóttir og Sig- rún Valbergsdóttir. Leikstjóri: Bjarni Ingv- arsson. Leikmynd Gunnar Helgason og Bjarni Ingvarsson. Lýsing: Ingi Einar Jó- hannesson, Stefán Örn Arnarsson, Bjarni Ingvarsson. Leikhljóð og tæknistjórnun: Stefán Örn Arnarson. Frumsýning í Iðnó, 13. febrúar 2005. Ástandið Brynhildur Olgeirsdóttir Sigrún Valbergsdóttir Stóra svið HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar Í kvöld kl 20 - UPPSELT Fö 18/2 kl 20 - UPPSELT Lau 19/2 kl 20 - UPPSELT Fö 25/2 kl 20, Lau 26/2 kl 20, Fö 4/3 kl 20 Lau 5/3 kl 20, Su 13/3 kl 20, Fi 17/3 kl 20 Fi 7/4 kl 20, Fö 8/4 kl 20 Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 20/2 kl 14 Su 27/2 kl 14 Su 6/3 kl 14 - AUKASÝNING SÍÐUSTU SÝNINGAR HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau SÝNINGAR HALDA ÁFRAM EFTIR PÁSKA AUSA eftir Lee Hall - Í samstarfi við LA Lau 19/2 kl 20, Lau 26/2 kl 20, Su 6/3 kl 20 Ath: Miðaverð kr 1.500 AUSA - Einstök leikhúsperla BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Gríman fyrir besta leik í aðalhlutverki Í kvöld kl 20, Su 20/2 kl 20 - UPPSELT Fi 24/2 kl 20, Fö 25/2 kl 20 - UPPSELT Fi 3/3 kl 20, Fö 4/3 kl 20, Lau 5/3 kl 20 Fi 10/3 kl 20, Fö 11/3 kl 20, Lau 12/3 kl 20 Allra, allra síðustu sýningar AMERICAN DIPLOMACY eftir Þorleif Örn Arnarsson Í samstarfi við Hið lifandi leikhús Aðalæfing mi 23/2 kl 20 - 1.000 Frumsýning fi 24/2 kl 20 - UPPSELT Fö 4/3 kl 20, Lau 5/3 kl 20 SAUMASTOFAN 30 ÁRUM SÍÐAR eftir Agnar Jón Egilsson, Í samstarfi við TÓBÍAS Fö 18/2 kl 20 - UPPSELT Fö 25/2 kl 20, Mi 2/3 kl 20SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Su 20/2 kl 20. Su 27/2 kl 20, Fi 3/3 kl 20 HOUDINI SNÝR AFTUR Fjölskyldusýning um páskana Forsala aðgöngumiða hafin SEGÐU MÉR ALLT e. Kristínu Ómarsdóttur Aðalæfing í dag kl 13 - kr. 1.000 Frumsýning fö 18/2 kl 20 - UPPSELT Lau 19/2 kl 20, Lau 26/2 kl 20, Su 27/2 kl 20 VESTURFARARNIR - NÁMSKEIÐ Í samstarfi við Mími-símenntun Mi 23/2 - Böðvar Guðmundsson Innifalið: Boð á Híbýli vindanna 15:15 TÓNLEIKAR - HILDIGUNNUR HALLDÓRSDÓTTIR SÓLÓ - KYNSLÓÐABIL FIÐLUNNAR Lau 19/2 kl 15:15 LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingasalan opin Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins Kl 19:00 Matseðill kvöldsins Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA - gildir ekki á barnasýningar!Nýja svið, Litla svið og Þriðja hæðin ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur Frumsýning fö 4/3 kl 20 Su 6/3 kl 20, Fö 11/3 kl 20, Su 12/3 kl 20 Fö 18/3 kl 20, Lau 19/3 kl 20 geggjað grínleikrit eftir DANIEL GUYTON ☎ 552 3000 www.loftkastalinn.is “SNILLDARLEIKUR” • Föstudag 18/2 kl 20 LAUS SÆTI • Föstudag 4/3 kl 23 XFM SÝNING Loftkastalinn ✦ Seljavegi 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 VS Fréttablaðið 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími „Áfram LA!“ S.A. Viðskiptablaðið Óliver! Eftir Lionel Bart Fös. 18.2 kl 20 Örfá sæti Lau. 19.2 kl 20 Örfá sæti Sun. 20.2 kl 14 aukasýn. Örfá sæti Fös. 25.2 kl 20 Nokkur sæti Lau. 26.2 kl 20 Örfá sæti Fös. 04.3 kl 20 Nokkur sæti Lau. 05.3 kl 20 Nokkur sæti Ath: Ósóttar pantanir seldar daglega! Frumsýning 19.feb uppselt Mið. 23.2 nokkur sæti laus Fös 25.2 Lau 26.2 Sun 27.2 Upplýsingar og miðapantanir í síma 555 2222 www.hhh.is Brotið sýnir eftir þórdísi Elvu ÞorvaldsdótturBachmann Það sem getur komið fyrir ástina 3. sýn. 18. feb. kl 20 – Uppselt • 4. sýn. 20. feb. kl. 19 – Uppselt 5. sýn. 25. feb. kl. 20 – Örfá sæti laus • 6. sýn. 27. febrúar kl. 19 – Örfá sæti laus 7. sýn. 4. mars kl. 20 – Örfá sæti laus • 8. sýn. 6. mars kl. 19 – Örfá sæti 9. sýn.12. mars kl. 19 – Örfá sæti laus. Ekki er hleypt inn í salin eftir að sýningin hefst Tosca – Vetrarkvöld með Puccini og Verdi, í Laugarborg mið. 23. febrúar kl. 20.30 Elín Ósk Óskarsdóttir, sópran, Jóhann Friðgeir Valdimarsson, tenór og Kurt Kopecky, píanó flytja aríur og dúetta úr Toscu og úr öðrum óperum eftir Puccini og úr óperum eftir Verdi. Miðasala á netinu: www. opera.is Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala frá kl. 10 virka daga. Rauð tónleikaröð #4 Anton Bruckner ::: Sinfónía nr. 8 Hljómsveitarstjóri ::: Petri Sakari Sími 545 2500 I www.sinfonia.is Bruckner og Sakari Petri Sakari stýrir frumflutningi á 8. sinfóníu Bruckners hér á landi. Bruckn- er kallaði verkið „leyndardóm- inn“ sinn enda verkið töfrandi og stórfenglegt. HÁSKÓLABÍÓI, FIMMTUDAGINN 17. FEBRÚAR KL. 19.30 Samverustund Vinafélagsins hefst kl. 18.00 í Sunnusal Hótel Sögu. Árni Heimir Ingólfsson tónlistarfræðingur kynnir efnisskrá kvöldsins. Verð 1000 kr. Súpa og brauð innifalið. VINAFÉLAG Íslensku óperunnar efnir til hópferðar á óperusýningu í Vínaróperunni í byrjun júní nk. þar sem Kristinn Sig- mundsson syngjur hlutverk Mustafà í Ítölsku stúlkunni í Alsír eftir Rossini. „Það verður sérstaklega gam- an að sjá og heyra Kristin syngja hlutverk Mustafà sem er eitt af stærri hlutverkum óperunnar og býður upp á mikið glens og gaman. Aðrir einsöngvarar sem taka þátt í sýningunni eru meðal annars, Daniela Barcellona og Juan Diego Flórez sem er ein af skærustu tenórstjörnunum í óperuheiminum um þessar mundir. Fyrir utan Ítölsku stúlkuna í Alsír eru í boði miðar á sýninguna Don Carlos, óperu Verdi í upprunalegri útgáfu þar sem sungið er á frönsku. Þetta er ný uppfærsla sem var frumsýnd í Vínaróperunni í október síðastliðnum. Í aðaleinsöngv- ara hlutverkum eru Alastair Miles, Ramón Vargas, Bo Skovhus og Iano Tamar,“ segir Freyja Dögg Frí- mannsdóttir, yfirmaður markaðs- sviðs Íslensku óperunnar. Allar nánari upplýsingar og skrán- ing eru hjá Eddu Jónasdóttur, mark- aðssviði Íslensku óperunnar í síma 562 1077 eða hjá Helgu Láru Guð- mundsdóttur, Vinafélagi Íslensku óperunnar í síma 585 4371. Hópferð í Vínar- óperuna Kristinn Sigmundsson DANSKA dansleikhúsið Kassandra Production er væntanlegt hingað til lands síðar í mánuðinum. Hinn 25. og 26. þessa mánaðar mun stofnandi þess, Annika B. Lewis, flytja einleik í Klink og Bank sem kallast Blænd- værk, sem þýðir sjónhverfing á ís- lensku. Verkið var frumflutt á Junge Hunde-hátíðinni í Kaupmannahöfn árið 2003 og er þar blandað saman textabrotum úr ólíkum áttum, þar á meðal úr Myndinni af Dorian Gray eftir Oscar Wilde og Macbeth eftir Shakespeare, leik og dansi. Höfund- urinn lýsir verkinu sjálfur sem „sögu um hina tragikómísku þrá nútíma- mannsins eftir eilífri æsku og ytri fegurð, hræðsluna við hrörnun lík- amans og forgengileika lífsins“. Koma Kassandra Production hingað til lands er tilkomin vegna samvinnu Lab Loka og fyrirtækisins á undanförnum árum. Danskt dansleikhús sýnir í Klink og Bank ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.