Morgunblaðið - 17.02.2005, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.02.2005, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT BANDARÍSKI flugvélaframleiðand- inn Boeing hefur kynnt nýja þotu, Boeing 777-200LR, og segir að hún verði langfleygasta farþegaþota heims. „Þessi undraverða flugvél mun geta tengt nánast hvaða borgir í heiminum sem er án millilendingar,“ sagði Alan Mulally, aðalframkvæmda- stjóri farþegavéladeildar Boeing, þeg- ar nýja þotan var afhjúpuð í Everett í Washington-ríki í fyrradag. Nýja þotan á að geta flogið 2.787 km lengra en eldri Boeing 777-þot- urnar. Jómfrúrferð „Worldliner“, eins og þotan er kölluð, er ráðgerð í byrjun næsta mánaðar. Þotan verður síðan prófuð í sjö mánuði. Fyrsta þotan af þessari gerð verð- ur afhent flugfélaginu Pakistan Int- ernational Airlines í janúar á næsta ári. Worldliner-þotan mun keppa við nokkrar af A340-þotum evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, eink- um þær sem flugfélagið Singapore Airlines hefur notað á flugleiðinni milli New York og Singapúr. Boeing kynnir langfleygustu þotu heims Reuters                      !" #$% &                     !" #$ $      ! %&'!( #  )# #* + !) # %     #  '"'" (  )   *"  & + & &+ ' & ,, -  . /0 1  2 ),  & 3 2  1 45    6 7"& % //67     &! 7"$6 ! &! $6 % 6 7"3 8'    Myrða átti Spánarkonung í apríl MAÐUR sem handtekinn hefur ver- ið og grunur leikur á að sé félagi í ETA, aðskilnaðarsamtökum Baska, ætlaði að drepa Jóhann Karl Spánarkonung í apríl í fyrra. Spænsku dag- blöðin El Mundo og La Razon greindu frá þessu í gær. Samtökin réðu Javier Perez Aldunate, sem handtekinn var í Baskalandi á föstudag, til að drepa konunginn með riffilskoti úr leyni þegar hann var í heimsókn í Palma, höfuðborg Mallorca. Jóhann Karl var á Mallorca 9. til 11. apríl og fylgdist þar með tenn- ismóti. Aldunate mun hafa haldið til Mallorca en vitorðsmaður sem átti að færa honum riffil skilaði sér af einhverjum ástæðum ekki. Aldunate, sem er 31 árs, var handtekinn ásamt 17 öðrum og fannst riffill með búnaði til að skjóta úr leyni í íbúð hans, auk lista yfir stjórnmálamenn. Gísl í Írak biðst vægðar RÆNINGJAR ítölsku blaðakon- unnar Giuliana Sgrena, sem tekin hefur verið í gíslingu í Írak, birtu í gær myndband sem sýnir hana biðja sér vægðar. Áður höfðu óþekkt samtök lýst yfir því að Sgrena hefði ver- ið tekin af lífi. Ræningjar Sgrena krefjast þess að ítalska herliðið verði flutt frá Írak. Gerist það ekki verði hún tekin af lífi. Í myndbandinu biður Sgrena yf- irvöld og eiginmann sinn um hjálp og hvetur stjórnvöld til að kalla heim ítalska hermenn í Írak. Sgrena, sem er 56 ára, var rænt í Írak 4. febrúar. Hún starfar við dag- blaðið Il Manifesto sem hefur alla tíð verið mjög neikvætt í garð innrás- arinnar í Írak, og var í upphafi talið að það kynni að auka líkurnar á því að Sgrena yrði sleppt. Danskur ráðherra segir af sér HENRIETE Kjær hefur sagt af sér embætti ráðherra fjölskyldu- og neytendamála í Danmörku sökum fjármálaóreiðu. Afsögnin kem- ur í kjölfar frétta um, að í haust hafi þau Kjær og eiginmaður hennar, Erik Skov Pedersen, tvívegis verið dæmd til að greiða tvo úti- standandi reikn- inga vegna húsgagna. Kostuðu þau 57.000 danskar krónur, um 622.000 íslenskum kr. Þrátt fyrir ítrekaðar áminningar, greiddu hjónin aldrei fyrir húsgögnin, en um var að ræða tvo sófa og gluggatjöld. Verslunin fór með málið fyrir dómstóla en greitt var fyrir hlutina með ávísun sem reyndist innstæðulaus. Reikn- ingurinn var loks greiddur rétt fyrir þingkosningarnar 8. febrúar. Erik Skov Pedersen, eiginmaður Kjær, sagði í samtali við fréttastofu TV2 á þriðjudag, að hann „tæki á sig alla sök“ og að eiginkona hans „vissi ekki af fyrirskipunum rétt- arins um að parinu bæri að greiða reikningana“. Kjær, sem er ráð- herra fyrir Íhaldsflokkinn, ákvað að segja af sér embætti eftir að hafa rætt við Bendt Bendtsen, formann flokksins. Sgrena á myndbandinu. Jóhann Karl Henriete Kjær HUNDRUÐ þúsunda Líbana flykktust út á göt- ur Beirút í gær þegar Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanons, var borinn til grafar. Útförin endurspeglaði mikla ólgu í landinu og reiði út í Sýrlendinga vegna morðsins á Hariri á mánudag. Margir hrópuðu vígorð gegn sýr- lenskum ráðamönnum og sökuðu þá um morðið. Glundroði var við mosku í Beirút þegar lík- kista Hariris var borin inn í hana. Mikill troðn- ingur var þegar þúsundir manna þyrptust að moskunni og hermt er að kistan hafi opnast í hamaganginum þegar syrgjendur reyndu að ná taki á henni. Forsætisráðherrann fyrrverandi var borinn til grafar við Mohammad Amin-moskuna, sem hann lét reisa eftir borgarastríðið 1975–90 fyrir eigin peninga. Íbúar borgarinnar grétu hástöfum á götunum þegar þeir fylgdust með því þegar kistan var borin að moskunni. „Beirút grætur píslarvott sinn. Beirút kveður Rafik Hariri,“ stóð á borða, sem einn syrgjend- anna hélt á. Aðrir hrópuðu vígorð gegn sýr- lenskum stjórnvöldum og bandamönnum þeirra í stjórn Líbanons og kröfðust þess að allir sýr- lenskir hermenn færu þaðan. Engir líbanskir ráðherrar voru við útförina. Fjölskylda Hariris hafði hafnað tilboði stjórnarinnar um að útförin færi fram á vegum ríkisins og krafist þess að líb- anskir embættismenn yrðu ekki viðstaddir hana. Nahib Berri, forseti þingsins, sást þó fara inn í moskuna. Krefjast alþjóðlegrar rannsóknar Hariri beið bana í sprengjutilræði sem kostaði fjórtán aðra lífið, þeirra á meðal sjö lífverði hans. Stjórn Bandaríkjanna kallaði sendiherra sinn í Líbanon heim eftir morðið til að ráðfæra sig við hann. William Burns, aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, var viðstaddur útförina og krafð- ist þess að sýrlensku hersveitirnar í Líbanon færu þaðan tafarlaust, að morðið á Hariri yrði rannsakað ofan í kjölinn og Líbanon fengi fullt sjálfstæði. Um 14.000 sýrlenskir hermenn eru í Líbanon og Sýrlendingar stjórna í raun landinu. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Banda- ríkjanna, sakaði ekki Sýrlendinga um morðið en notaði málið til að leggja áherslu á andstöðu Bandaríkjastjórnar við sýrlenska herliðið í Líb- anon og fleiri umkvörtunarefni. „Sýrlenska stjórnin er því miður á braut versnandi fremur en batnandi samskipta,“ sagði Rice. Jacques Chirac, forseti Frakklands og náinn vinur Hariris, fór til Beirút og vottaði fjölskyldu hans samúð sína. Hann krafðist alþjóðlegrar rannsóknar á morðinu og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna óskaði eftir upplýsingum um málið. Líbanska stjórnin hafnaði öllum kröfum um alþjóðlega rannsókn. Stjórn Sýrlands neitaði ásökunum um að hún hefði staðið fyrir morðinu og sagði Ísraela hafa verið að verki. Forsætisráðherra Sýrlands, Mohammad Naji Otri, var í Teheran í gær og hvatti til þess að Sýrlendingar og Íranar, sem sæta einnig harðri gagnrýni Bandaríkjastjórnar, tækju höndum saman gegn hættum sem steðjuðu að þjóðunum. ReutersLíbanar fylgjast með líkkistu Rafiks Hariris þegar hann var borinn til grafar í Beirút í gær. Mikil reiði út í Sýrlend- inga við útför Hariris Beirút. AFP. Hundruð þúsunda Líbana fylgja forsætisráðherran- um fyrrverandi til grafar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.