Morgunblaðið - 17.02.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 17.02.2005, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR AUSTURLAND Bæti umhverfisþætti | Á bæj- arráðsfundi, sem haldinn var í Fjarðabyggð á þriðjudag, lagði Andrés Elísson fram tillögu um að fyrirtækinu BM Vallá, sem rekur steypustöð á Reyðarfirði, yrði gert að bæta úr umhverfismálum sínum á staðnum. Fyrirtækinu verði gert að setja upp vegg til að halda utan um steypuefni sem er austan við steypustöð til að hefta fok á svæð- inu og bæta ásýnd fyrirtækisins gagnvart íbúum og öðrum fyr- irtækjum sem eru á svæðinu, eins og segir í tillögunni. Jafnframt verði fyrirtækinu gert að undirbúa sig gagnvart því að hjáleið verði opnuð á árinu, en það hafi að hluta til verið með starfsemi á götunni. Þá verði fyrirtækinu bent á að flytja lager sinn af hafnarsvæðinu og flytja hann inn á lóð sína sem það hafi fengið úthlutað á Nesi. BM Vallá verði ekki heimilað að auka starf- semi sína við Ægisgötu nema fyr- irtækið geti sýnt fram á að það geti gert það á núverandi athafnasvæði sínu án þess að það valdi meiri truflun á hafnarsvæðinu. Bæjarráð Fjarðabyggðar sam- þykkti að vísa erindi til umhverf- isnefndar sveitarfélagsins.    Beint flug | Flugfélögin Iceland Express og Transatlantic skoða nú forsendur fyrir reglubundnu beinu flugi milli Egilsstaða og Kaup- mannahafnar. Viðræður hafa staðið yfir milli forsvarsmanna fyrirtækj- anna og verktakafyrirtækjanna Bechtel og Impregilo um áhuga þeirra á að nýta slíka þjónustu. Hug- myndin er að ef af verður, hefjist beint flug í sumar eða haust og er verkefnið hugsað til tveggja ára til að byrja með. Jökuldalur | Í þjóðlendukröfum ríkisins á Fljótsdalshéraði er með- al annars gerð krafa í Jökuldals- heiði og byggt á þeim forsendum að heiðin hafi ekki verið numin og þannig aldrei verið eignarland. Hinn kunni fræðimaður Páll Pálsson frá Aðalbóli hefur dregið upp á korti forn landamerki jarða á Jökuldalsheiði og kynnti þau á fundi um þjóðlendumálin í Brúar- ási á dögunum. „Hér er gert grein fyrir þúsund ára skipulagi,“ sagði Páll á fund- inum. „Það er svo sérkennilegt að í þessu heimaumhverfi mínu hefur þetta þúsund ára skipulag varð- veist nánast til dagsins í dag. Ég er hér með landnám Hákonar eins og einu landnámi hefur verið skipt niður að fornu og þá koma upp þessar stóru landeiningar, stóru jarðir. Brú náttúrulega sem er allra stærst, Eiríksstaðir, Há- konarstaðir, Arnarstaðir, Skjöld- ólfsstaðir og svo Möðrudalur hin- um megin. Rannsóknir sem hafa farið fram í Skagafirði á frumein- ingum í sambandi við landnám, vísa nákvæmlega á þetta skipu- lag.“ Sjónhendingar og lýrittar Páll segir landi í öndverðu hafa verið skipt niður í stórar einingar og skiptingin byggst á að deila niður gæðum. „Á Jökuldal erum við með þess- ar stóru einingar eins og þær voru skipulagðar fyrir þúsund árum síð- an. Menn skiptu landinu upp eftir gæðum, í sjálfstæðar einingar, sjálfstæðar bújarðir og fram- leiðslueiningar á þeim tíma og þau mörk hafa ekki breyst. Þetta er þungamiðjan í þeirri sýn sem fólk- ið kemur með inn í landið í upp- hafi. Við eigum misgamlar heim- ildir fyrir þessu, en þetta fyrirkomulag og umhverfi er eitt- hvert merkasta fyrirbæri sem við eigum hér óbreytt frá því að það var sett niður í umhverfið á sínum tíma. Það laut ekki sömu lög- málum eins og í meginhéruðum þar sem stóreiningarnar voru að breytast og smækka jafnt og þétt.“ Páll segist hafa kannað þessi landamerki rækilega og teiknað upp eftir gömlum lýsingum og at- hugunum. Hann talar í því sam- bandi um sjónhendingar og svo- kallaða lýritta, sem má útskýra sem n.k. lýðeiningar. „Gömlu merkjalýsingarnar gera skýran greinarmun á hvort um er að ræða sjónhendingu eða ekki. Þegar ver- ið er að þinglýsa landamerkjum eftir landamerkjalögum frá 1882 er enginn greinarmunur gerður á hvort sjónhendingarlínan er holt og bolt yfir holt og hæðir, en í gömlu lýsingunum þarf alltaf að sjá á milli kennileita því annars er það ekki sjónhending. Til þess að leita landamerkja þarf því að fara í landið sjálft og gaumgæfa það. Þeir segja fyrir sunnan að Jök- uldalsheiðin hafi ekki verið numin og eignarhald gufi upp við ein- hverja vissa hæðarlínu. Núna guf- ar þetta sögufals endanlega upp þegar kolbíturinn úr Hrafnkelsdal fer af stað. Vegna þess að innan marka hverrar jarðar er allt og eignarhaldið er þar ekki undan- skilið.“ Páll Pálsson telur landamerki á Jökuldalsheiði hafa staðið óbreytt í þúsund ár Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Páll Pálsson skýrir landamerki Kann þeim litlar þakkir sem úrskurða vilja Jökuldalsheiði eigendalausa. Að sjá milli kennileita Ögmundarhraun | Göngumenn í Ferli, ferðaklúbbi rannsóknar- deildar Lögreglunnar í Reykja- vík, fundu helli í Núpshlíð á dög- unum. Hellirinn liggur undir gosgíg og getur þar að líta mikla litadýrð. Þegar félagar í Ferli gengu götur á gömlu þjóðleiðinni frá Grindavík til Krísuvíkur sáu þeir ofan í þröngt gat við götuna þar sem hún liggur um Núpshlíð við upptök Ögmundarhrauns. Ómar Smári Ármannsson segir að þarna sé gígaröð og hafi þeir vonast til að rás væri niður hlíð- ina. Ekki hafi verið tök á að kanna það þá en hellinum gáfu þeir vinnuheitið S-ið. Um helgina fóru þeir síðan með Birni Hróars- syni hellafræðingi og hlotnaðist honum sá heiður að fara niður í hellinn, líklega fyrstur manna. Þegar niður var komið blasti við litardýrð og mikil klakalista- verk niður úr veggjum. Þarna var greinilega hvelfing undir gos- gíg, vel rúmgóð. Kannað var um hugsanlegar rásir út úr henni, en engar fundust að þessu sinni en Ómar Smári segir að hvelfingin hafi verið hálffull af snjó og því ekki unnt að ganga endanlega úr skugga um það. Gígurinn er dæmigerður gjall- gígur á sprungurein. Reinin ligg- ur samhliða landrekssprungunni og er hluti af u.þ.b. 25 km langri spungurein er nær alla leið að Gvendarselsgígum í norðri. Hið sérstæða við hellinn er það að hægt er að komast undir gíginn sjálfan og skoða það sem öðrum er hulið þegar þeir berja gíginn sjálfan augum. Félagar í Ferli hafa fundið og skráð alls 400 hella og fjárskjól á Reykjanesskaganum. Ómar Smári segir að Hella- skoðunarfélagið sé látið vita um alla nýja hella. Ljósmynd/Ómar Smári Hellakönnun Gengið ofan í hellinn sem kallaður er S-ið í Núpshlíð þar sem hægt er að skoða undir gíginn. Geta skoðað undir gíginn SUÐURNES Keflavíkurflugvöllur | Einar Ró- bert Árnason, deildarstjóri tækni- deildar flugrekstrarsviðs varn- arliðsins á Keflavíkurflugvelli, hlaut nýlega eina æðstu viðurkenn- ingu sem borgaralegum starfs- manni Bandaríkjaflota hlotnast fyrir störf sín, „Navy Meritorious Civilian Service Award“. Einar og starfsmenn hans ann- ast viðhald tækjabúnaðar flug- umferðarstjórnarinnar og veður- stofunnar á Keflavíkurflugvelli ásamt flestum flugleiðsögutækjum Keflavíkurflugvallar. Hlýtur Einar viðurkenningu fyr- ir frábæra frammistöðu við stjórn deildar undanfarin fjögur ár, en eftirlitsaðilar Bandaríkjaflota hafa hvað eftir annað útnefnt deildina þá skilvirkustu og best reknu sinn- ar tegundar á vegum flotans. Einar tók við stjórn deildarinnar árið 1985. Í henni starfa 20 ís- lenskir rafeindavirkjar og tækni- menn. Bandaríkjafloti heiðrar Einar Róbert Árnason Viðurkenning Einar Róbert Árnason deildarstjóri tók við viðurkenningu úr hendi Mark S. Laughton, kafteins, yfirmanns flotastöðvar varnarliðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.