Morgunblaðið - 17.02.2005, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.02.2005, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR „HEILDSALA á lyfinu Celebra hef- ur minnkað stórlega að undan- förnu,“ segir Matthías Halldórsson aðstoðarlandlæknir, en lyfið er bólgueyðandi og sambærilegt gigt- arlyfinu Vioxx sem tekið var af markaði í haust. Hann segir að flestir læknar reyni að forðast að ávísa svokölluðum Coxib-gigt- arlyfjum (í lyfjaflokki COX 2) sem varað hefur verið við. Hann telur það ósanngjarnt sem haft var eftir deild- arstjóra lyfjadeildar hjá Tryggingastofnun í Morgunblaðinu í gær að læknar séu ekki nógu var- kárir. Samkvæmt tölum sem Landlækn- isembættið hefur frá Vistor, sem flytur inn Celebra, sem er mest selda Coxib-lyfið nú, var heildsalan á lyfinu mest í október sl., eða að andvirði níu milljóna króna, en í jan- úar á þessu ári var salan komin niður í 1,7 milljónir. Þetta skýrist m.a. af því að 30. september var helsta sam- keppnislyfið, Vioxx, tekið af markaði vegna aukaverkana. Salan á Celebra jókst í kjölfarið að sögn Matthíasar, en eftir að vísbendingar komu fram um að lyfið gæti verið varasamt, dróst salan verulega saman. Í októ- ber 2004 voru seldir rúmlega 111 þúsund dagskammtar af Celebra en í janúar sl. var salan dottin niður í 22.220 (sjá meðfylgjandi graf). „Þetta sýnir að læknar eru að jafnaði vel meðvitaðir um þessi mál,“ segir Matthías. „Í samtölum mínum við lækna hefur komið fram að þeir reyna flestir að forðast þessi lyf ef hægt er og taka að jafnaði ákvarð- anir eftir samtöl við sjúklingana um kosti og galla lyfjanna og það getur átt sinn aðdraganda.“ Tvö önnur Coxib-lyf eru á mark- aði og heita Bextra og Arcoxia. Markaðshlutdeild þeirra er að sögn Matthíasar óveruleg miðað við Cel- ebra. Samkvæmt upplýsingum frá Merck Sharp & Dohme Ísland ehf. sem flytur inn Arcoxia, jókst salan á lyfinu nokkuð eftir að Vioxx var tek- ið af markaði en er nú minni en hún var þegar Vioxx var á markaði. Nota önnur bólgueyðandi lyf eða verkjalyf í staðinn Heimilislæknar á Heilsugæslunni í Efstaleiti ávísa ekki lengur Coxib- lyfjum nema í undantekning- artilvikum. Reynt er að gefa önnur bólgueyðandi lyf í staðinn eða önnur verkjalyf, t.d. parkódín eða panódíl. Alma Eir Svavarsdóttir, yfirlæknir kennslumála Heilsugæslunnar í Reykjavík, segir það sína tilfinningu að heimilislæknar almennt forðist að ávísa á Coxib-lyfin eftir að lyfið Vioxx var tekið af markaði vegna aukaverkana í haust. Telur hún lækna meira farna að snúa sér að gömlu lyfjunum á nýjan leik eða öðr- um sem gagnast þeim sjúklingum sem þau þurfa. Á heilsugæslu- stöðvum eru bólgueyðandi lyf m.a. gefin við slitgigt, liðagigt, bakverkj- um, tognunum eða beinverkjum. „Coxib-lyfin voru markaðssett þann- ig að það væri óhætt að gefa þau sjúklingum sem væru viðkvæmir í maga,“ segir Alma. „En við erum farin að nota gömlu bólgueyðandi lyfin, aðrar tegundir lyfja sem eru ekki bólgueyðandi en verkjastill- andi. Svo veltum við því meira fyrir okkur hvort önnur úrræði, t.d. heiti potturinn, sjúkraþjálfun og iðju- þjálfun komi að gagni.“ Sala á Coxib-lyfjum hefur minnkað stórlega Heimilislæknar í Efstaleiti ávísa ekki lengur Coxib-lyfjum Alma Eir Svavarsdóttir Matthías Halldórsson Eftir að ljóst var að verulegar aukaverkanir fylgdu gigtarlyfinu                        !   " # $ %  Bílar á föstudögum  20 síðna bílablað fylgir Morgunblaðinu á morgun … ÁSTA Möller vara- þingmaður er meðal gesta í sjónvarpsþætt- inum Capital Ideas sem frumsýndur verð- ur um alla Evrópu í kvöld. Umræðuefnið er heilsa þjóðanna og talar Ásta þar sem varaformaður alþjóða- sambands hjúkr- unarfræðinga. Í viðtal- inu fjallar hún meðal annars um hvernig niðurskurður á mannafla í heilbrigð- iskerfinu getur haft áhrif á gæði þjónust- unnar og öryggi sjúklinga. Komið er inn á hvernig niður- skurður í heilbrigðisþjónustu getur þýtt auknar endurinnlagnir sjúk- linga sem og lengri dvöl þeirra á sjúkrahúsum en annars hefði þurft, sem þýðir í raun að sparnaður nú getur einfaldlega þýtt aukinn kostn- að síðar. Þá eru ótaldar ýmsir fylgi- kvillar sem og kostnaður þjóðfélags- ins við vinnutap þessara sjúklinga. Alþjóðasamtök hjúkrunarfræðinga eru fagsamtök stétt- arinnar sem sam- anstanda af hjúkr- unarfélögum í 124 löndum sem stendur jöfnum höndum fyrir umræðu um faglega sem lagalega þætti og það umhverfi sem hjúkrunarfræðingar vinna í, koma að rann- sóknum í greininni og eru gjarna fulltrúar hjúkrunarfræðinga þegar álitsgjafa vantar úr þeirra röðum. Ásta hefur setið í stjórn sam- takanna í sex ár og verið varafor- maður í fjögur. Meðal annarra gesta í þættinum er dr. Timothy G. Evans, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar. Þátturinn er sá fyrsti í seríunni Capital Ideas sem sýndur er á sjón- varpsstöðinni CNBC Europe. Ásta Möller í þætti um heilsu þjóðanna Ásta Möller LYF gegna lykilhlutverki í lækn- isfræði samtímans. Þau lækna, draga úr framgangi sjúkdóma, fylgi- kvillum þeirra og þjáningum. En þau eru ekki fullkomin og hafa ýmsa galla. T.d. geta þau haft aukaverk- anir og eru dýr fyrir samfélagið. Þetta kom m.a. fram í erindi Ax- els Finns Sigurðssonar hjartalæknis á ráðstefnu SÍBS, Líf með lyfjum sem haldin var í Norræna húsinu á þriðjudag. Hann sagði að þær kröf- ur væru gerðar til lyfja að þau bættu líðan sjúklinga og lífshorfur. Nauðsynjavara eða lúxus? Axel nefndi að afstaða fólks til lyfja breyttist eftir alvarleika sjúk- dómsins sem það hefur. Tók hann sem dæmi að fólk með háþrýsting, sem er hættulegt að ganga með ár- um saman en draga má úr þeirri áhættu með lyfjum, væri oft í vafa um hvort að lyf væru rétta lausnin. „Þessu fólki líður vel,“ sagði Axel. „Þetta er kannski ungt fólk í vinnu og því finnst mjög óeðlilegt að fara að taka lyf.“ En þegar um lífshættulegan sjúk- dóm er að ræða breytist afstaða sjúklinganna til lyfja. Axel sagði að framfarir í lyflækningum hjarta- sjúkdóma hefðu verið miklar síðustu ár. Það hefur m.a. leitt til þess að horfur til að ná bata hafa aukist. Er lyfjameðferðin því orðin umfangs- meiri en hún var? Notuð eru fleiri lyf og dýrari. „Og hverjar eru afleið- ingar þessa? Við fáum betri lífslíkur fyrir sjúklingana en lyfjakostnaður fer að sama skapi vaxandi.“ Yfirskrift erindis Axels var eru lyf nauðsynjavara eða lúxusvara? Þegar skoðaður er aldur þeirra sem eru að nota lyf kemur í ljós að lyf eru langmest notuð af elstu Íslend- ingunum. „Ef maður horfir á þessar tölur getur maður dregið stórlega í efa að lyf séu einhver lúxusvara,“ sagði Axel. Hann sagði að með breyttri samsetningu mannfjöldans, þegar fjöldi aldraðra eykst ár frá ári, væri ljóst að lyfjanotkun mundi halda áfram að aukast ef fram héldi sem horfði. Til að draga sem mest úr samfélagslegum kostnaði væri t.d. hægt að beita aðhaldi í lyfjaávís- unum, ávísa ódýrari samheitalyfjum og líta til annarra lækningaaðferða. „Síðan má ekki gleyma því að heil- brigt líferni, hollur matur, regluleg hreyfing og reykleysi dregur úr lyfjanotkun. Eftir því sem ég starfa lengur sem læknir þeim mun meira sé ég hversu mikilvægt þetta er.“ Lyfin gegna lykilhlutverki Afstaða fólks til lyfja breytist eftir alvarleika sjúkdómsins SAMNINGAR milli ríkisins, sam- taka kaupmanna og lyfjafyrirtækja um lækkun lyfjaverðs virðast hafa skilað sér til ríkisins en ekki í sama mæli til neytenda. Heildsöluverð lyfja hefur lækkað en svo virðist sem lyfjaverslanir hirði mismuninn sem átti að gagnast neytendum, sagði Sigmar B. Hauksson, formað- ur kynninga- og markaðsnefndar SÍBS, við upphaf ráðstefnu samtak- anna í Norræna húsinu á þriðjudag þar sem var fjallað um lyf, notkun þeirra, kosti og galla, bæði af sér- fræðingum og sjúklingum. Sagði Sigmar áhyggjuefni að lækkun lyfja- verðs, sem samið var um sl. sumar, hafi ekki skilað sér í sama mæli til neytenda og til ríkisins og sjúkrastofnana. Sagði hann vísitölu fyrir lyf, sem samanstendur af lyfjum, lýsi, vítamínum og bætiefnum, hafa hækkað um 6% árið 2002 og 2,6% frá desember 2003 til desember 2004. „Þetta er athyglisvert ef það er haft í huga að verð á heild- sölustigi lyfja hefur lækkað töluvert frá febrúar 2004 til febrúar 2005 eða um 11,6%. Ekki verður annað séð en lyfjaverslanir hirði þennan mismun sem af hálfu ríkisins átti að gagnast sjúklingum,“ sagði Sigmar og bætti við: „Það hlýtur því að vera krafa okkar sjúklingasamtak- anna til lyfjaverslunarinnar að hún skýri út hvers vegna lækkun heild- söluverðs á lyfjum skili sér ekki til neytenda.“ Sigmar B. Hauksson á ráðstefnu SÍBS um lyfjamál Verðlækkun á lyfjum ekki skilað sér alla leið til neytenda Sigmar B. Hauksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.