Morgunblaðið - 17.02.2005, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.02.2005, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 2005 33 REYKJAVÍKURBRÉF Morg- unblaðsins um síðustu helgi fjallar um samkeppnismál og þörf á strang- ari samkeppnislöggjöf en við búum nú við. Í þessum skrifum má kenna meiri velvilja af hálfu Morgunblaðs- ins í garð stórfyrirtækisins Baugs en gætt hefur fram til þessa í skrifum blaðs- ins: „Félagið starfar nú af miklum myndarskap á matvörumarkaðnum í tveimur löndum, þ.e. á Íslandi og í Bretlandi.“ Og Morgunblaðið fyll- ist aðdáun yfir fyr- irhuguðum landvinn- ingum Baugs í Bretlandi og eru bresk stórblöð kölluð til vitn- is: „Verði af þessari yf- irtöku telur Financial Times, að Baugur muni ráða yfir 7,6% af mat- vælamarkaðnum í Bretlandi. Hér er auðvitað um að ræða glæsilegan ár- angur á skömmum tíma. Ef tekið er mið af orðum, sem Jón Ásgeir Jó- hannesson, stjórnarformaður Baugs Group, hefur látið falla er ljóst að innkaupaafl fyrirtækisins verður langtum meira en áður, sem er lík- legt til að leiða til verðlækkana í verzlunum fyrirtækisins bæði í Bret- landi og á Íslandi.“ Þróttmikill ráðherra og heimóttarskapur? En þrátt fyrir þennan nýtilkomna hlýhug í garð Baugs eru enn efa- semdir á ritstjórnarskrifstofunni gagnvart hringamyndun og horfa menn þar á bæ vonaraugum til fram- sóknarkonunnar, „hins þróttmikla viðskiptaráðherra, Valgerðar Sverr- isdóttur …“ Blaðinu virðist reyndar svo annt um að styggja ekki stórka- pítalistana að forstjórinn úr Samson- hópnum er kallaður til vitnis um að Moggalínan sé í lagi. Í Reykjavík- urbréfi segir: „Í athyglisverðri ræðu á Viðskiptaþingi sl. þriðjudag talaði Björgólfur Thor Björgólfsson, einn helzti forystumaður Samsonar- samsteypunnar um ákveðinn „heim- óttarskap“, sem einkenndi afstöðu Íslendinga til umsvifa íslenzkra fyr- irtækja í öðrum löndum. Þetta er vafalaust rétt hjá Björgólfi Thor. Hér ríkir heimótt- arskapur af marg- víslegu tagi. M.a. af því tagi, að ekki megi setja neinar reglur, sem máli skipta um viðskipta- lífið, þótt það þyki sjálf- sagt í öðrum löndum.“ Og Reykjavíkurbréf hefur ekki sagt sitt síð- asta orð gegn fákeppni og einokun. Helstu bar- áttuöflin gegn slíkri til- hneigingu eru að mati blaðsins í núverandi ríkisstjórn! Og Reykja- víkurbréf vill stappa stálinu í stjórnarflokkana í meintri baráttu þeirra fyrir almannahag: „Sjálfstæðisflokkur og Framsókn- arflokkur eiga heldur ekki að láta að því er virðist fullkomið áhugaleysi og skoðanaleysi Samfylkingar og Vinstri grænna hafa áhrif á sig. Þetta mál snýst um almannahags- muni og hagsmuni neytenda sér- staklega.“ Tillögur VG Við þessi skrif vakna spurningar. Hvernig skyldi til dæmis hafa verið tekið á öllum þeim tillögum sem Vinstrihreyfingin – grænt framboð hefur borið fram um skorður á sam- keppnismarkaði í starfsemi fjár- málafyrirtæka, í lyfjaiðnaði, á sviði trygginga og víðar? Aldrei kom fram stuðningur við þessi þingmál nema veiklundaður og aðeins í orði kveðnu. Fjölmiðlamálið var hins vegar flókn- ara og strandaði á óvönduðum vinnu- brögðum og tregðu stjórnvalda að upplýsa um framtíðaráform sín gagnvart Ríkisútvarpinu. En af til- efni þessara skrifa í Reykjavík- urbréfi um meinta staðfestu rík- isstjórnarinnar í baráttu við einokunarauðvaldið, leyfi ég mér að spyrja hvort ekki eigi enn við hið fornkveðna að á skuli að ósi stemma, eða með öðrum orðum að reynt skuli að komast fyrir rót vandans. Gæti nú ekki verið að ýmis sú þjónusta, sem hefur verið einkavædd, hefði betur verið komin í höndum þjóðarinnar? Ástæðan fyrir því að við, sem skipum raðir Vinstrihreyfingarinnar –græns framboðs, vorum andvíg einkavæð- ingu bankanna var ekki sú að við teldum sáluhjálparatriði að bankar væru alltaf og ævinlega í þjóðareign, heldur hitt að óheppilegt væri fyrir samkeppnismarkaðinn að eign- arhaldið á bönkum kæmist í hendur þeirra aðila sem jafnframt væru um- svifamestir á öðrum sviðum efna- hagslífsins. Við óttuðumst að einka- væðing beggja ríkisviðskiptabankanna samtímis yrði til þess að auka enn á sam- þjöppun og hringamyndun í okkar litla hagkerfi og ætli sá ótti hafi nú verið alveg ástæðulaus? Þegar þetta náði ekki fram að ganga bar VG fram tillögu um dreifða eignaraðild og síð- ar frumvarp þar sem kveðið var á um að fjárfestingarbankar gætu ekki jafnframt verið almennir viðskipta- bankar. Hvorki reyndist rík- isstjórnin né hinn „þróttmikli við- skiptaráðherra“ fáanleg til að taka þátt í rökræðu um þetta efni þegar til kastanna kom. Þrótturinn og kraft- urinn fólst fyrst og fremst í ákafa til að selja meira og einkavæða fleira. Dómgreindarleysi Þessi ákafi þykir mér ekki vera aðdáunarverður heldur til marks um undravert dómgreindarleysi. Því miður verð ég að bera svipaðar sakir á höfund síðasta Reykjavíkurbréfs. Hann skrifar sitt bréf á sama tíma og fjölmiðlar segja okkur frá því að Baugur, Samson og framsóknarvin- irnir sem spila með VÍS milljarðana, allir styrkþegar ríkisstjórnarinnar frá einkavæðingu síðustu missera og ára, hafi nú raðað sér upp og bíði þess að fá Landssímann afhentan. Ég beini þeirri spurningu til höf- undar síðasta Reykjavíkurbréfs hvort besta ráðið til að koma í veg fyrir að dýrmætustu eignir þjóð- arinnar streymi eftir færibandi einkavæðingarinnar sífellt í hendur sömu fáu aðilanna kunni ekki að vera það að tryggja áframhaldandi þjóð- areign. Hvort það geti ekki hugsast að ríkisstjórnarflokkarnir með sína „þróttmiklu“ ráðherra séu sjálfir mestu skaðvaldarnir í einok- unarþróuninni þegar allt kemur til alls? Þjóðfélagið stefnir inn á hálar brautir. Undir það get ég tekið með Morgunblaðinu. Ég væri meira að segja reiðubúinn að kveða sterkar að orði og tala um þjóðfélag sem logi orðið stafna í milli. Eigum við að byrja á því að setja reglur um bruna- varnir eða einfaldlega taka eldspýt- urnar af brennuvörgunum – og þá byrja á hinum afkastamestu eða þróttmestu eins og Morgunblaðið orðar það? Ég hallast helst að hinu síðarnefnda: Að fjarlægja eldfærin. Fjarlægjum eldfærin Ögmundur Jónasson svarar Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins ’Þessi ákafi þykir mér ekki vera aðdáunarverður heldur til marks um undravert dómgreindarleysi. Því miður verð ég að bera svipaðar sakir á höfund síðasta Reykjavíkurbréfs.‘ Ögmundur Jónasson Höfundur er formaður þingflokks VG. SÍÐUSTU vikur hefur dagskrá ljósvakamiðla og efni fjölmiðla á Vesturlöndum einkennst af umfjöll- un um Helförina. Nýjar rannsóknir á þeim voðaverkum sem fórnarlömb nasista urðu fyrir í kringum síðustu heimsstyrjöld hafa litið dagsins ljós. Varla hefur verið unnt að opna fyrir sjónvarpsstöð í Evr- ópu eða lesa alþjóðlegt fréttatímarit án þess að þar væri að finna umfangsmikla umfjöll- un um þetta efni. Ástæðan er sú að 27. janúar voru sextíu ár liðin frá því að her- menn Rauða hersins frelsuðu þá fanga sem eftir lifðu í útrýming- arbúðunum í Ausch- witz. Í fréttum ís- lenskra fjölmiðla hefur hins vegar farið minna fyrir þessari umfjöllun, þótt Morgunblaðið og Ríkisútvarpið hafi fjallað nokkuð um þessi tímamót og eigi hrós skilið fyr- ir það. Að kvöldi 27. janúar ein- kenndist dagskrá ljósvakamiðlanna af hefðbundnum froðukokkteil á ís- lenska vísu og allt var með líku lagi og venjulega. Fréttastofu Stöðvar 2 tókst meira að segja – einni frétta- stofa í hinum vestræna heimi – að koma frétt um 60 ára afmælið í ell- efta sæti í fréttatímanum, á eftir ýmsum ekkifréttum svo sem af skýrslu um jarðgöng til Vest- mannaeyja, sem enginn kannaðist við að hafa gert, og formannsslag í Samfylkingunni, sem ekki virtist vera hafinn. Það fer ekki hjá því að maður velti því fyrir sér hvort mikið hafi breyst í hugmyndaheimi ís- lensku þjóðarinnar frá því að Ólafur á Ystafelli, Einar í Undirhlíð, Þórir í Gilteigi, Bjartur í Sumarhúsum og aðrar íslenskar hversdagshetjur ræddu heimsmálin áður en þeir héldu í göngur og höfðu meiri áhuga á afleiðingum heimsstyrjaldarinnar fyrri á afurðaverð dilkakjöts en á mannskepnurnar. Það virðist bæði rétt og eðlilegt að spyrja hvaða tilgangi það þjóni að fjalla ítarlega um að sextíu ár séu liðin frá frelsun fanganna í Ausch- witz. Það viðhorf virðist algengt meðal Íslendinga að óþarfi sé að velta sér upp úr hörmungum lið- inna tíma, ógnarstjórn Hitlers heyri fortíðinni til og áhyggjur af henni og afleiðingum hennar séu óþarfar og jafnvel úreltar. Slíkt viðhorf er skiljanlegt, en það er stórhættulegt. Sú um- fjöllun sem nú fer fram um þessa atburði snýst einmitt um að reyna að skýra hvernig þessir hlutir gátu gerst. Hvernig gat ein víðsýn- asta og skólaðasta þjóð Evrópu alið með sér slíka stjórnarhætti? Hvern- ig var hægt að búa til vélræna að- ferð til útrýmingar á venjulegu fólki, án samlíðunar og umhyggju fyrir náunganum? Hvernig gat venjulegt fólk eins og við – með sama hörunds- lit og við og trú á sama Guð og við – mokað börnum og konum í gasklefa? Hvernig gátu menn lagt sig niður við að reikna nákvæmlega hvort hagkvæmara væri að halda vinnu- færum karlmönnum á lífi í 18 eða 24 mánuði í þrælkunarvinnu og skammta þeim síðan með stolti þann agnarskammt af mat sem tryggði þeim líf í nákvæmlega 18 mánuði? Svörin eru ekki einföld en það er mikilvægt að muna að stjórn- arhættir nasista áttu uppruna sinn hjá iðnvæddri og upplýstri lýðræð- isþjóð. Af því leiðir að þeir hljóta að hafa verið svar við þörf kjósenda – hvernig svo sem sú þörf varð til. Það er líka mikilvægt að muna að valda- taka nasista varð að formi til með lögmætum hætti. Þeir fengu þriðj- ungs fylgi í kosningum og síðar til- skilinn meiri hluta atkvæða Rík- isþingsins til að fara með alræðisvald. Eftir seinni heimsstyrjöld varð al- menn sátt og samstaða meðal helstu stjórnmálaafla á Vesturlöndum að tryggja efnahagslegt og félagslegt öryggi fólks. Ástæðan var sú að al- mennt var litið svo á að ótti fátæks fjöldans hafi verið sá jarðvegur sem skapaði vaxtarskilyrði fyrir öfga- stefnurnar. Það er hins vegar ekki sjálfgefið að sú samstaða haldi og margt bendir til að þeim öflum vaxi nú fiskur um hrygg sem telji rétt að afla sér fylgis með því að gera út á óöryggi, ótta og fordóma fólks, í stað þess að leggja áherslu á þau gildi sem sameina þjóðir, kynþætti og samfélagshópa. Það er áhyggjuefni, því leiðin frá umburðarlyndi og mannúð til fordóma og mannhaturs er stutt. Um það vitna mörg dæmi. Aðeins sextíu árum áður en Auschwitz tók til starfa tíðkaðist enn í sveitum á Íslandi að bjóða nið- ur umönnun niðursetninga. Rökin fyrir því voru þau að halda útsvars- greiðslum í hófi í harðbýlu landi. Einu sinni á ári var á sveitarfundi farið yfir hvar fátæk börn væru haldin og á hvaða kjörum. Ef nið- ursetningur var á einum stað fyrir 60 krónur var kallað eftir hver tæki hann fyrir 50 krónur og þannig koll af kolli. Afraksturinn varð lágmörk- un útgjalda útsvarsgreiðenda og barnadauði af vannæringu og þræl- dómi. Því varð á Íslandi til kerfi sem tryggði með jafn skilvirkum og hag- kvæmum hætti lágmarksfæð- iskostnað fyrir hverja vinnustund ánauðugs vinnuafls og tíðkaðist í Auschwitz. Hið íslenska kerfi byggðist ekki á jafn ítarlegum rann- sóknum og vönduðum útreikningum og í tilviki nasista en var jafn skil- virkt og hagkvæmt þótt það væri byggt á brjóstvitinu einu saman. Og um það var full samfélagsleg sam- staða, þótt einstaka prestur maldaði í móinn. Í þessari dæmisögu felast kannski bestu rökin fyrir því að minnast at- burðanna í útrýmingarbúðum nas- ista. Sú hætta er alltaf fyrir hendi að við skilgreinum Hitler sem einstakt skrímsli í veraldarsögunni og stjórn- arhætti nasista sem eitthvert furðu- verk sem aldrei verði endurtekið. Hættan á því að mannhatur og illska hafi betur í baráttunni við kærleika og manngæsku er hins vegar stöðug og eilíf. Og dæmisaga Þýskalands sýnir okkur að upplýsing, tækni og formleg lagaleg umgjörð verja okk- ur ekki frá mannhatrinu. Þvert á móti geta upplýsingin, tæknin og hin formlega lagalega umgjörð skapað forsendur fyrir áður óþekktri iðnvæðingu mannhaturs og útrýmingar. Við vitum hvernig unnt var að vélvæða og tæknivæða mann- hatur fyrir sextíu árum og misbeita lögum og rétti til að útrýma þjóð- félagshópum. Við vitum líka að tæknilegri getu mannsins til að hafa áhrif á alla kima mannlegs sam- félags hefur fleygt mjög fram síðan þá. Hættan er því kannski enn meiri í dag en hún var fyrir sextíu árum síðan – nú eða uppi á Íslandi sextíu árum þar á undan. Fyrir sextíu árum? Eftir Árna Pál Árnason ’Hættan á því að mannhatur og illska hafi betur í baráttunni við kærleika og manngæsku er hins vegar stöðug og eilíf.‘ Árni Páll Árnason Höfundur er héraðsdómslögmaður. Morgunblaðið/Ómar nd til eta Íslands n fjögur verkefni eru mar Friðriksson ræddu mið- ing- Björns- i í iðn- kfræði óla Ís- Gunn- rlings- i í erk- Uni- f Wash- Seattle í kjunum, vanda- frá rni ðinnar. arkmið sins var umbóta- yrir ör- g rým- l í öng í Reykja- gætu nfagn- fðar til r rým- . ð hermi- - miðbæ örygg- ð könn- meðal 7. júní ug- arnótt élagar rlausn æki, hefur bygg- rðu á ti þann- sýning- skoðum endur num út- klega sem 7. júní í spurt stræt- að kom- ókeypis i er á reynd- best í og sér- því og ns en hins a full- singum sem ýming- inu eða Gunn- sor við m- g- kani VALGERÐUR Ólafsdóttir og Sig- rún Sif Jóelsdóttir, sálfræðinemar við Háskóla Íslands, sömdu íslenskt lestrarpróf að fyrirmynd bandaríska orða- og orð- leysulestr- arprófsins TOWRE. Ekk- ert staðlað próf af því tagi er til hér á landi en rannsóknir hafa sýnt fram á að lestur stakra orða og orðleysa er afar góður mælikvarði á grunnfærni í lestri. Að sögn Val- gerðar er orð- leysa það sem kalla má „bull- orð“, orð sem líkjast raun- verulegum orðum en hafa enga merkingu. Við lestur orðleysa reyn- ir á hljóðalestur, þar eð lesandinn þekkir ekki orðin, ólíkt því þegar fólk les texta þar sem þekkt orð koma fyrir. „Þekktar erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að orð- leysulestur er mjög næmur mæli- kvarði á lestrarörugleika af ákveð- inni tegund, sem er einn sá algengasti, þ.e. skortur á hljóðkerf- isvitund eða erfiðleikar við að tengja saman staf og hljóð,“ segir hún. Að skilja samband milli bók- stafs og hljóðs sé grundvallar- forsenda þess að geta lesið. Lestrarvandi býsna algengur Býsna algengt er að börn eigi við lestrarvanda að stríða. Valgerður segir að hægt sé að þjálfa hljóðkerf- isvitund barna áður en þau byrja að lesa, þannig að þau átti sig á að orð eru samsett úr hljóðum. Mikilvægt sé að greina börn sem eigi við vandamál af þessum toga að stríða, snemma á lífsleiðinni. Tvær gerðir voru af hvoru undir- prófi í verkefni Valgerðar og Sig- rúnar. Orðtíðni og atkvæði voru höfð til marks um þyngd orðanna í lestri en atkvæðafjöldi og íslenskar hljóðasamsetningar um þyngd orð- leysanna. Listarnir voru prófaðir á 398 börnum í 1.–4. bekk í grunn- skólum á Reykjavíkursvæðinu. Niðurstöður voru að mestu í sam- ræmi við tilgátur. Þar á meðal að eldri börn lásu meira en yngri og að meiri munur er á orða- og orðleysu- lestri hjá eldri börnum en yngri, sem er eðlilegt þar sem eldri börnin þekkja orðin sem þau lesa mun betur. Að sögn Valgerðar er ekkert því til fyrirstöðu að end- urbæta prófið og þróa áfram í átt að fullgerðu lestrarprófi. Leiðbeindandi Valgerðar og Sig- rúnar við gerð verkefnisins var dr. Jörgen Pind, prófessor við Háskóla Íslands. Sömdu orða- og orðleysu- lestrarpróf Valgerður Ólafsdóttir Sigrún Sif Jóelsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.