Morgunblaðið - 24.03.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 24.03.2005, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 24. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Dagskrá fundarins er 1. Sk‡rsla stjórnar. 2. Ger› grein fyrir ársreikningi. 3. Tryggingafræ›ileg úttekt. 4. Fjárfestingarstefna sjó›sins kynnt. 5. Önnur mál. Ársfundur 2005 Allir sjó›félagar, jafnt grei›andi sem lífeyrisflegar, eiga rétt til fundarsetu á ársfundinum. Sjó›félagar eru hvattir til a› mæta á fundinn. Stjórn Söfnunarsjó›s l ífeyrisréttinda Ársfundur Söfnunarsjó›s lífeyrisréttinda ver›ur haldinn a› Skúlagötu 17, Reykjavík á 2. hæ›, 14. apríl 2005 og hefst kl. 16.00. h u n an g Reykjavík 21. mars 2005 „ÞAÐ var auðheyrt á þeim sem voru á þessum fundi og ræddu um málið að það er fjarri því að lognast út af,“ sagði Ómar Ragnarsson fréttamaður um fund fréttamanna og annarra starfsmanna Ríkisútvarpsins, sem haldinn var í gær, vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í stöðu fréttastjóra Útvarpsins. Birtar verða auglýsingar í blöðum frá Fé- lagi fréttamanna sem ætlað er að vekja athygli á því að standa verði faglega að málum. „Þvert á móti bera félagsmenn í Félagi fréttamanna vaxandi ugg í brjósti um það ástand, sem að óbreyttu mun skapast 1. apríl,“ bætti hann við. Ómar sagði að mönnum hefði frek- ar hitnað í hamsi en hitt og upplýsti að menn hefðu á fundinum í gær velt upp möguleikum á mismunandi að- gerðum sem grípa ætti til hinn 1. apríl, en þá er miðað við að frétta- stjórinn taki til starfa. Ómar segir að á 36 ára starfsferli sínum sem fréttamaður hjá Ríkisút- varpinu, muni hann ekki eftir öðru eins ástandi og því sem nú ríkir vegna fréttastjóramálsins. „Bogi Ágústsson yfirfréttastjóri sagði í blaðaviðtali nýlega að hann myndi ekki eftir hliðstæðu. Mér sýnist að okkur, sem lengst höfum starfað í fréttunum á RÚV, sé hreint ekki rótt við þessar aðstæður og lái okkur hver það sem vill.“ Treysta ekki fréttastjóra með takmarkaða reynslu Í kjölfar fundarins gekk stjórn Fé- lags fréttamanna frá blaðaauglýs- ingu, sem birtist á heilsíðu í Morg- unblaðinu í dag og á heilsíðu í Fréttablaðinu um helgina, að sögn Jóns Gunnars Grjetarssonar, for- manns Félags fréttamanna. Hann segir að auglýsingunni sé m.a. ætlað að vekja athygli á mikilvægi þess að faglega sé staðið að málum. Í henni segir m.a. að fréttamenn á fréttastofum Ríkisútvarpsins geti ekki treyst fréttastjóra með afar takmarkaða reynslu af frétta- mennsku og sem ráðinn hafi verið á pólitískum forsendum. „Við getum ekki unnið þar sem fagleg sjónarmið eru að engu höfð. Getur þú treyst þannig fréttastofu?“ segir í lok aug- lýsingarinnar. Jón Gunnar ítrekar að með um- ræddri ráðningu sé verið að vega að starfsheiðri fólks, sem sé búið að mennta sig og skapa sér starfsvett- vang og ævistarf í fjölmiðlum. „Það er verið að gera lítið úr faginu. Við sættum okkur ekki við það.“ Óska eftir rökstuðningi Þrír umsækjendanna um frétta- stjórastarfið hafa afhent útvarps- stjóra, Markúsi Erni Antonssyni, er- indi, þar sem óskað er eftir skriflegum og rökstuddum skýring- um á ákvörðun hans um að ráða Auð- un Georg en ekki þá í starfið. Hjördís Finnbogadóttir fréttamaður fór með slíkt erindi til útvarpsstjóra á mánu- dagsmorgun og fréttamennirnir Friðrik Páll Jónsson og Arnar Páll Hauksson fóru með sams konar er- indi til útvarpsstjóra í gær. Fréttamennirnir þrír vísa í sam- tali við Morgunblaðið í stjórnsýslu- lög, en í 21. gr. þeirra laga er m.a. kveðið á um að aðili máls geti krafist þess að stjórnvald rökstyðji ákvörð- un sína skriflega. Fréttamenn og aðrir starfsmenn RÚV funduðu í gær vegna fréttastjóramálsins Staðið verði faglega að málum Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá fundi starfsmanna Útvarpsins í hádeginu í gær. HÚSNÆÐI þarf að vera með í mæl- ingu sem liggur til grundvallar vísi- tölu neysluverðs og mælt er sérstak- lega með að önnur ríki taki upp íslensku aðferðina við vísitölumæl- ingu á húsnæðisliðnum í nýútkominni alþjóðlegri handbók um neysluverðs- vísitölur. Þar er íslenska aðferðin sögð vera grundvallaraðferð. Þá hefur verið samþykkt að hlið- stæð aðferð og notuð er hér á landi verði tekin upp árið 2007 við útreikn- inga á samræmdri neysluverðsvísi- tölu Evrópulanda. Þetta segir Rós- mundur Guðnason, deildarstjóri vísitöludeildar Hagstofu Íslands. Meiri verðbólga hér þó húsnæðisliðnum væri sleppt Í Morgunblaðinu í gær var haft eft- ir Halldóri Ásgrímssyni forsætisráð- herra að ástæða væri til að skoða nán- ar hvernig húsnæðisliðurinn er mældur í neysluverðsvísitölunni og af hverju hann er frábrugðinn því sem gengur og gerist í öðrum löndum. Rósmundur segir það ekki rétt, sem stundum sé haldið fram, að ef húsnæðisliðurinn yrði tekinn frá, mælist verðbólgan hér á landi svipuð og í nágrannalöndunum. „Ef við tök- um samræmdu vísitöluna sem dæmi, þá erum við í síðustu mælingunni með 2,9% 12 mánaða verðbólgu en á sama tíma er meðaltalið í löndum ESB 2,1% og meðal nágrannaþjóða á borð við Norðurlöndin er hún um 1% nema Finnland þar sem hún er núll,“ segir Rósmundur. Hann segir ekki margar aðferðir tiltækar við mælingu á kostnaðinum við að búa í eigin húsnæði. Ein þeirra sé sú að miða við leigumarkaðinn, þ.e. gera ráð fyrir að sama verðþróun eigi sér stað hjá þeim sem búa í eigin hús- næði og hjá þeim sem eru á leigu- markaði. „Oft tala menn um að þetta séu ekki sömu aðferðir og annars staðar eru notaðar og er þá gjarnan vísað til þess að í samræmdu neyslu- verðsvísitölunni, sem er reiknuð fyrir öll Evrópulöndin [ESB- og EES-rík- in], er eigið húsnæði ekki með enn þá. Ástæðan fyrir því er þó ekki sú að það eigi ekki að vera með. Það er búið að samþykkja að það verði tekið með og að notuð verði hliðstæð aðferð þeirri sem við notum. Þessi aðferð verður því tekin inn í samræmdu vísitöluna á árinu 2007,“ segir hann. Hlaupum ekki upp til handa og fóta og breytum aðferðinni Spurður hvort miklar hækkanir á húsnæðisverði hafi óeðlilega mikil áhrif á vísitöluna segir Rósmundur það rétt að þegar miklar hækkanir á íbúðaverði eigi sér stað hafi þær mikil áhrif. „En þannig er bara raunveru- leikinn,“ segir hann. Enginn viti hve- nær þessi holskefla hækkana er yf- irstaðin og margir telji hugsanlegt að þær muni ganga til baka, sérstaklega á sérbýli. „Við erum með mælinguna svona og við getum ekki hlaupið upp til handa og fóta og breytt aðferðinni vegna þess að staðreyndin er þessi.“ Rósmundur sér ekki möguleika á að notast við aðrar aðferðir hér á landi, einkum vegna sérstöðu leigumarkað- arins. „Þó hún sé sérstök fyrir Ísland að einhverju leyti, þá er hún samt komin inn í handbók sem ein af grundvallaraðferðunum.“ Evrópulönd taka upp hliðstæða aðferð og hér er notuð við útreikning á húsnæðislið í samræmdri vísitölu neysluverðs Mælt með að önnur lönd noti íslensku aðferðina ÞAU voru snör handtökin hjá blómaframleiðandanum Dalsgarði í Mosfellsbæ þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti þar leið um. Þær Helga Jónsdóttir og Anna Jóna Ragnarsdóttir unnu við að búnta síðustu páskaliljurnar sem detta ofan í vasa velflestra heimila nú um hátíðirnar, en Dalsgarður framleiddi um 25 þúsund liljur sem fóru á markaðinn að sögn Gísla Jóhannssonar fram- kvæmdastjóra. „Fólk er að kaupa þetta alla dymbilvikuna og þeir síðustu eru yfirleitt að kaupa á laugardag,“ segir Gísli og bendir á að blóm séu alltaf að verða ódýrari. Páska- liljurnar búntaðar Morgunblaðið/Sverrir ALMENN prestskosning verður í Hofsprestakalli í Múlaprófasts- dæmi sem auglýst var laust nýlega. Sóknarbörn í Hofsprestakalli hafa farið fram á almenna prestskosn- ingu í prestakallinu í stað þess að valnefnd velji sóknarprestinn. Slíkt er leyfilegt ef þriðjungur atkvæð- isbærra sóknarbarna fer fram á það. Sóknir þær sem mynda presta- kallið eru Hofssókn og Vopnafjarð- arsókn og eru atkvæðisbær sókn- arbörn 534. Rúmur þriðjungur þeirra óskaði eftir almennri kosn- ingu. Prestakallið var auglýst laust til umsóknar 2. mars síðastliðinn og rennur umsóknarfrestur út 4. apríl næstkomandi. Samkvæmt 23. gr. starfsreglnanna skal kjörskrá lögð fram eigi síðar en 4 vikum fyrir kjördag. Með tilliti til þess er stefnt að því að kosningar fari fram fyrir maílok 2005. Vilja prests- kosningu í Hofsprestakalli NÝGERÐUR kjarasamningur Raf- iðnaðarsambandsins og RARIK var felldur í póstatkvæðagreiðslu. Að sögn Ísleifs Tómassonar, hjá Raf- iðnaðarsambandinu, var mjög mjótt á munum og var samning- urinn felldur með aðeins eins at- kvæðis mun. Samningurinn nær til 116 félagsmanna. Alls kusu 70,2 %, já sögðu 48,2 %, nei sögðu 49,4 % og 2,4% skiluðu auðu. Þar sem samn- ingurinn hefur nú verið felldur verða viðræður hafnar á ný og hef- ur verið boðað fundar 31. mars. RARIK-samn- ingur féll á einu atkvæði TUTTUGU og fimm ára gamall maður var sviptur ökuréttindum í gærmorgun eftir að hann var tekinn á 170 kílómetra hraða við Hvassa- hraun á Reykjanesbrautinni. Lögreglan á Keflavíkurflugvelli stoppaði manninn og flutti á sýslu- mannsskrifstofuna þar sem hann var sviptur réttindunum. Maðurinn var ekki ölvaður og ekki er vitað hvað honum gekk til með akstrinum. Tekinn á 170 km hraða á Reykja- nesbrautinni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.