Morgunblaðið - 24.03.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.03.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 81. TBL. 93. ÁRG. FIMMTUDAGUR 24. MARS 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Hiti, sviti og harmonikka Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ dansar í frístundum | Daglegt líf Fjögur sérblöð í dag Viðskipti | Svipmynd af athafnakonunni Katrínu Óladóttur Úr verinu | Enginn barlómur í Sandgerði Börn | Hinn eini sanni páskaungi Íþróttir | Örn setti Íslandsmet í sundi Opið í dag 13-17 Opið á laugardag 10-18 ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL í Atlanta í Bandaríkjunum hafnaði í gærkvöldi í annað sinn á einum sólarhring beiðni foreldra Terri Schiavo um að dóttur þeirra yrði áfram haldið á lífi með næringarslöngu. Foreldrar Schiavo, sem er heila- sködduð og í dái í Flórída, fóru fram á að dómstóllinn endurskoðaði af- stöðu sína frá því fyrr um daginn, en þá hafnaði þriggja manna dómur beiðni þeirra. En tólf manna dómstóll komst seint í gær að sömu niðurstöðu og hinn fyrri. Segir fréttaskýrandi BBC að líklega verði senn fokið í flest skjól fyrir Schindler-hjónin, for- eldra Schiavo. Þau hyggjast skjóta máli sínu til hæsta- réttar í Washington, hann hefur hins vegar tvívegis neitað að taka málið til umfjöllunar. Jeb Bush, ríkisstjóri í Flórída, lét hafa eftir sér í gær- kvöldi að ekki væri víst að ástand Schiavo væri óaft- urkræft og kvaðst vera að leita leiða til að grípa inn í málið. Talsmaður George W. Bush Bandaríkjaforseta – en hann hefur eins og bróðir hans, Jeb, viljað liðsinna Schindler-hjónunum – sagði hins vegar á fréttamanna- fundi að „öll lagaleg úrræði væru þrotin“ í málinu./14 „Öll lagaleg úrræði þrotin“ Atlanta. AP. Terri Schiavo AUKIN harka er hlaupin í deilu stjórnvalda í Mið-Asíuríkinu Kirgistan og stuðningsmanna stjórnarandstöðunnar, sem staðið hafa fyrir mót- mælum gegn forsetanum, Askar Akajev, eftir að nýr innanríkisráðherra, Keneshbek Dushebajev, varaði við því að yfirvöld myndu ekki hika við að beita valdi til að tryggja pólitískan stöðugleika í landinu. Það þykir til marks um harðari afstöðu stjórn- valda að óeirðalögregla var send á vettvang í höf- uðborginni Bishkek í gær til að leysa upp mót- mæli um 200 stjórnarandstæðinga. Þetta eru fyrstu mótmælin í Bishkek, frá því að undir tók að krauma í landinu, en stjórnarandstæðingar hafa hins vegar tekið völdin í stjórnarbyggingum á nokkrum stöðum í suðurhluta Kirgistans. ÖSE hafnar gagnrýni Rússa Stjórnarandstaðan sakar stjórnvöld um að hafa staðið fyrir víðtæku kosningasvindli í þing- kosningum sem fram fóru 13. mars sl. og hefur afsagnar Akajevs verið krafist. Rússneskir embættismenn gagnrýndu í gær fulltrúa Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) en þeir fylgdust með framkvæmd þing- kosninganna í Kirgistan og hafa lýst því yfir að ýmislegt hafi verið við þær að athuga. Urður Gunnarsdóttir, talsmaður ODIHR, Lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE, hafnar hins vegar þeim ásökunum Rússa að skýrsla ÖSE um kosn- ingarnar í Kirgistan hefði stuðlað að ólgu í land- inu. Benti hún á í samtali við Morgunblaðið að mótmæli hefðu verið hafin áður en ÖSE gerði sína gagnrýni opinbera. „Fólkið er ekki að bregð- ast við okkar skýrslu heldur því sem það sá með eigin augum,“ sagði Urður. Valdbeitingu hótað í Kirgistan Bishkek. AFP, AP. AP Til átaka kom þegar óeirðalögreglan í Bishkek réðist til atlögu við hóp stjórnarandstæðinga í borginni í gær. MEÐAL þeirra skilyrða sem samkeppnisráð hef- ur sett fyrir samruna ljósvaka- og fjarskipta- fyrirtækja er að stjórn- armenn og stjórnendur fjarskiptafyrirtækja mega ekki sitja í stjórn- um ljósvakamiðla, og öf- ugt. Þetta hefur þau áhrif að nokkrir þurfa að afsala sér stjórnarsetu fyrir næstu áramót og mitt næsta ár. Skilyrðið á t.d. við um Skarphéðin Berg Stein- arsson, stjórnarformann 365 ljósvakamiðla og Og fjarskipta, sem verður að gera upp við sig í hvorri stjórninni hann ætlar að sitja. Einnig á þetta við um Eirík S. Jó- hannsson, forstjóra Og Vodafone, sem verður að segja sig úr stjórn 365 ljósvakamiðla. Eftir 1. júlí árið 2006 mega fjórir starfsmenn Símans ekki sitja lengur sem aðal- eða varamenn í stjórn Íslenska sjón- varpsfélagsins. Þetta eru þeir Orri Hauksson, framkvæmdastjóri þró- unarsviðs, Páll Ásgríms- son, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs, Örn Guðmundsson, forstöðumaður fjárstýring- ar, og Sveinn Tryggvason, forstöðumaður eignahluta, sem er varamaður. Samkeppnisráð sendi í gær frá sér nið- urstöðu um samruna annars vegar Lands- símans og Skjás eins og hins vegar Og Vodafone og 365 ljósvakamiðla, áður Norð- urljósa, sem reka m.a. Stöð 2 og Sýn. Sam- keppnisstofnun segir fyrirtækin hafa sæst á að una skilyrðunum en Skarphéðinn Berg segir að á samþykki Og Vodafone hafi verið þeir fyrirvarar að skilyrðin yrðu þau sömu og Símanum og Skjá einum voru sett. Hann segir að með niðurstöðu samkeppnisráðs séu stjórnvöld að setja fyrirtækjum í at- vinnulífinu ákveðnar skorður. Þurfa að afsala sér stjórnar- sætum  Hagur/34–35 Eiríkur S. Jóhannsson Orri Hauksson Skarphéðinn Berg Steinarsson BOBBY Fischer er á leið til Íslands ásamt unnustu sinni, Miyoko Watai. Honum var sleppt úr haldi í útlendingabúðum í Japan um klukkan eitt í nótt að íslenskum tíma. Benedikt Höskuldsson, sendiráðunautur, fór í búðirnar í morgun, fékk undirskrift Fischers í íslenskt vegabréf hans og gekk frá því. „Hann var ágætlega stemmdur og hress,“ sagði Benedikt. „Ég benti honum á muninn á þessu vegabréfi og því sem hann fékk um daginn, að nú væri hann íslenskur ríkisborgari.“ Suzuki, lögfræðingur Fischers, fór einnig í búðirnar til að fá undir- skrift Fischers á yfirlýsingu um að hann félli frá málshöfðun á hendur japönskum stjórnvöldum. Þurfti síðan að bíða staðfest- ingar dómstóls í Tókýó á mót- töku yfirlýsing- arinnar, áður en Fischer var sleppt. Nokkur bið varð á lausn Fischers meðan verið var að hnýta lausa enda á milli skrifstofu í út- lendingabúðunum og inni í Tókýó. Íslenska sendiráðið bauð Fischer að aka honum til flugvallarins í bíl sendiráðsins. Stóð tæpt að Fischer næði flugvél SAS sem flytja átti hann til Kaupmannahafnar. Sæmundur Pálsson, vinur og stuðningsmaður Fischers, gerði ráð fyrir því að fara til Kaupmanna- hafnar í morgun og taka þar á móti Fischer. Spurt var um málefni Fischers á blaðamannafundi í bandaríska ut- anríkisráðuneytinu í Washington í gær. Adam Ereli, aðstoðartalsmað- ur ráðuneytisins sagðist ekki vilja spá neinu um hvort eða til hvaða aðgerða kynni að verða gripið vegna Íslandsfarar Fischers. Davíð Oddsson utanríkisráð- herra segist ánægður með að Fischer losni úr prísundinni í Jap- an fyrir atbeina Íslendinga. Fischer laus úr haldi  Fögnum ekki/10 Bobby Fischer KLOFNINGUR virðist kom- inn upp í biskupakirkjunni, sem á uppruna sinn í Eng- landi, eftir að forsvarsmenn skosku biskupakirkjunnar lýstu því yfir að þeir teldu ekkert athugavert við það að hommar sem væru kynferð- islega virkir væru vígðir prestar. Yfirlýsing skosku kirkju- deildarinnar gengur þvert gegn stefnu ensku kirkjunnar og kirkjudeilda í Afríku en þær hafa nýverið brugðist harkalega við þeim tíðindum að búið væri að vígja í Banda- ríkjunum mann sem prest sem ekki hefur farið leynt með samkynhneigð sína. Stundi skírlífi Segir í yfirlýsingu skosku biskupakirkjunnar að þar á bæ „hafi menn aldrei talið þá staðreynd, að einhver kynni að vera í nánu sambandi við aðila af sama kyni, geta eina og sér staðið í vegi þess að maður væri vígður prestur“. Samtök samkynhneigðra í Bretlandi hafa fagnað afstöðu skosku biskupakirkjunnar og hvatt aðrar deildir kirkjunnar til að taka upp sömu stefnu. Talsmaður ensku kirkjunnar benti hins vegar á að þar á bæ hefðu menn ekki neitt á móti því að hommar væru vígðir prestar, að því gefnu að þeir hétu því að stunda skírlífi. Biskupa- kirkjan klofin London. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.