Morgunblaðið - 24.03.2005, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 24. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÍSLENDINGAR eru meðal minnst
menntuðu þjóða Evrópu ef borið er
saman formlegt menntunarstig fólks
á vinnumarkaði Evrópulanda.
Samkvæmt upplýsingum Gylfa
Arnbjörnssonar, framkvæmdastjóra
ASÍ, eru yfir 40% íslensks vinnuafls
eingöngu með grunnmenntun, sem er
hærra hlutfall en í flestum saman-
burðarlöndum í Evrópu.
Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir,
framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðv-
ar atvinnulífsins, tekur undir að Ís-
lendingar standi illa að vígi hvað þetta
varðar í fjölþjóðlegum samanburði.
Samkvæmt samanburði frá árinu
2000, sem náði til 28 Evrópulanda, á
því hversu stórt hlutfall fólks sem náð
hefur 22 ára aldri, hefur lokið fram-
haldsskólaprófi, kemur í ljós að Ís-
land lendir í næstneðsta sæti. Hér á
landi höfðu 45% ekki lokið framhalds-
skólanámi, eða sem samsvarar ná-
lægt 60 þúsund manns. Aðeins Portú-
gal stóð verr að vígi en þar höfðu 55%
ekki lokið framhaldsnámi.
Til samanburðar var hlutfall þeirra
sem höfðu útskrifast úr framhalds-
námi á Spáni 70% og hlutfallið var
mun hærra á öðrum Norðurlöndum
eða 97% í Noregi, 84% í Finnlandi og
75% í Danmörku.
Verk að vinna
Hafa verður þann fyrirvara á þegar
menntunarstig þjóða eru borin saman
að hér er sjónum eingöngu beint að
formlegu skólanámi. „Við stöndum að
mörgu leyti mjög vel að vígi í sam-
bandi við símenntun,“ segir Ingi-
björg. „Hún fer stöðugt vaxandi. Að
nokkru leyti er fólk að fara aðrar leið-
ir við að afla sér menntunar. Vandinn
er hins vegar sá að það nám er yf-
irleitt ekki formlega viðurkennt,“ seg-
ir hún. Er það meðal brýnustu verk-
efna að fá nám og þá þekkingu sem
fólk hefur aflað sér utan formlega
skólakerfisins metið til eininga á
framhaldsskólastigi, að mati hennar.
Það er verk að vinna fyrir Fræðslu-
miðstöð atvinnulífsins, sem tók til
starfa um mitt ár 2003. Gylfi Arn-
björnsson segir þar um að ræða mjög
þýðingarmikið sameiginlegt átak í að
auka framboð á námsmöguleikum
fólks á vinnumarkaði, sem skipti ekki
síst sköpum um að nýsköpun geti átt
sér stað í atvinnulífinu.
Nokkur stöðnun í skólakerfinu
Meginmarkmið Fræðslumiðstöðv-
ar atvinnulífsins er að veita starfsfólki
með litla grunnmenntun tækifæri til
að afla sér viðbótarmenntunar eða
bæta stöðu sína á vinnumarkaði. Ingi-
björg segir að með auknu framboði og
starfsemi símenntunarmiðstöðva úti
um allt land, hafi sá möguleiki eflst
mjög á undanförnum árum. „Það
virðist þó vera að það hafi orðið ein-
hver stöðnun í formlega skólakerfinu,
aukningin þaðan sé ekki sú sama og
hjá nágrannaþjóðum okkar.“
Skv. samanburði Félagsvísinda-
stofnunar Háskóla Íslands fyrir árið
2001, sem beindist að fólki á aldrinum
25 til 31 árs, kom í ljós að hlutfall
þeirra sem útskrifast höfðu úr fram-
haldsnámi var komið í 61% í þessum
aldurshópi. Ingibjörg bendir á að það
sé því ekki fyrr en við 30 ára aldurinn
sem hlutfall fólks á vinnumarkaði,
sem lokið hafa framhaldsskólanámi,
sé að nálgast það sem þekkist meðal
nágrannaþjóða.
Í nýlegri skýrslu nefndar félags-
málaráðherra um stöðu miðaldra og
eldra fólks á vinnumarkaði kom fram
að upp úr fimmtugu dregur úr þátt-
töku fólks í sí- og endurmenntun sam-
kvæmt gögnum starfsmenntasjóða.
Endurgreiðslur sjóðanna standa ein-
ungis undir styttri námskeiðum. Ein-
hverra hluta vegna dregur mjög úr
þátttöku fólks eldra en 50 ára í endur-
og starfsmenntun.
Yfir 40% fólks sem er á vinnumarkaði hér á landi hafa ekki lokið framhaldsskólanámi
Morgunblaðið/Þorkell
Símenntun fer vaxandi en það nám er yfirleitt ekki formlega viðurkennt.
Í næstneðsta sæti á
lista 28 Evrópuþjóða
Í NÝAFSTAÐINNI kynningar-
heimsókn forstjóra Landhelgisgæsl-
unnar til bandarísku strandgæslunn-
ar (USCG) ræddi Georg Kr.
Lárusson forstjóri og Ásgrímur L.
Ásgrímsson, deildarstjóri Gæslunn-
ar, við fulltrúa bandaríska varnar-
málaráðuneytisins um fyrirsjáan-
lega þátttöku Bandaríkjamanna í
eftirliti á hafsvæðinu umhverfis Ís-
land. Georg segir hafa verið rætt um
að efla fjareftirlit sem og venjulegt
skipaeftirlit með því að hægt verði að
greina þau ásamt farmi og ákvörð-
unarstað o.fl. áður en þau koma inn í
íslenska eða bandaríska lögsögu.
Getum hugsanlega
fyrirbyggt mengunarslys
„Við erum mjög áhugasöm um
samstarf við aðrar þjóðir um aukið
og bætt eftirlit á hafsvæðinu í kring-
um Ísland, bæði vegna flutninga til
og frá landinu auk flutninga framhjá
landinu,“ segir Georg. „Samstarfið
kemur til með að geta þjónað örygg-
ishagsmunum Íslendinga á þann
hátt að við getum hugsanlega fyrir-
byggt mengunarslys með því að
fylgjast með skipum og kannað hvort
ekki sé allt með felldu og hvort þau
séu hæfilega langt frá landi o.s.frv.
Með þessu gætum við fengið meiri
vitneskju um skipaferðir sem í dag
er frekar brotakennd því við höfum
ekki nákvæmar upplýsingar um skip
sem fara nálægt íslenskri efnahags-
lögsögu. Við lítum fyrst og fremst til
hinnar viðkvæmu auðlindar okkar
sem gæti orðið fyrir miklu tjóni ef
stór skip lenda í slysum í kringum
landið að ekki sé talað um orðsporið
sem kynni að skapast ef mengunar-
slys af einhverjum toga henda.“
Kynningarheimsóknin fór fram
7.–16. mars og hafði bandaríska
sendiráðið á Íslandi milligöngu um
heimsóknina. Landhelgisgæslu-
mönnum var m.a. boðið að sitja á að-
gerðarfundi hjá strandgæslunni.
Ýmsar deildir strandgæslunnar voru
heimsóttar og þær kynntar, þ.á m.
deildir sem fara með leitar- og björg-
unarmálefni, löggæsluverkefni og
öryggismál. Einnig var stjórnstöð
umdæmisins skoðuð. Þá var flota-
stöð strandgæslunnar í Boston skoð-
uð en þaðan eru gerð út nokkur stór
varðskip, varðbátar, vitaþjónustu-
skip og hafnareftirlitsbátar. Þá var
ferðast niður til Cape Cod þar sem
ein af björgunarstöðvum strand-
gæslunnar var skoðuð. Þessi stöð
þjónar sunnanverðum Cape Cod flóa
og státar af nokkrum smærri björg-
unar- og eftirlitsbátum sem voru
skoðaðir við þetta tækifæri. Þá var
flotastöð strandgæslunnar í Wood
Hole skoðuð, þ.á m. stjórnstöð og
skipaviðgerðarþjónusta.
Frá Woods Hole var haldið að
flugbjörgunarstöð strandgæslunnar
á Cape Cod og farið í H-60 Jayhawk
björgunarþyrlu sem flutti gestina
um borð í varðskipið Campell sem
var við eftirlitsstörf undan Nýja-
Englandi. Einnig var fræðst um
starfsemi flugbjörgunarstöðvarinn-
ar en þaðan eru gerðar út 4 þyrlur og
4 Falcon eftirlitsflugvélar. Auk þess
var björgunarstöðin í New London
skoðuð en þaðan er einn af 47 feta
björgunarbátum strandgæslunnar
gerður út en þessir bátar eru meðal
nýjustu og fullkomnustu tækjum
stofnunarinnar.
Þá heimsóttu Landhelgisgæslu-
menn höfuðstöðvar bandarísku
strandgæslunnar og við það tæki-
færi var heilsað upp á Tomas Collins
aðmírál, yfirmann strandgæslunnar.
Eftirlit með flutningum
á hafsvæðinu umhverfis
Ísland verði aukið og eflt
Georg Kr. Lárusson og Tomas Coll-
ins aðmíráll, yfirmaður bandarísku
strandgæslunnar í höfuðstöðvum
hennar í Washington DC.
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi yfirlýsing frá stjórn og
trúnaðarmanni Kennarafélags
Menntaskólans á Ísafirði:
Ísafirði 23. mars 2005
„Stjórn og trúnaðarmaður Kenn-
arafélags Menntskólans á Ísafirði
harma þá fjölmiðlaumfjöllun sem
verið hefur um skólann að und-
anförnu. Í yfirlýsingu Ólínu Þor-
varðardóttur skólameistara frá 22.
mars 2005 kemur fram, að stjórn
og trúnaðarmaður Kennarafélags-
ins hafi fullyrt við hana að engar
þær ávirðingar væru uppi sem rétt-
lætt gætu þau gífuryrði sem hún
taldi felast í bréfi Félags fram-
haldsskólakennara til Menntamála-
ráðuneytisins frá 15. febrúar 2005.
Af þessu tilefni verða stjórn og
trúnaðarmaður að árétta að þeim er
kunnugt um nokkur mál frá síðasta
skólaári og yfirstandandi skólaári
þar sem aðstoðar lögfræðings KÍ
hefur verið leitað vegna samskipta
kennara og skólameistara. Stjórn
og trúnaðarmaður treysta Félagi
framhaldsskólakennara og lög-
manni félagsins fyllilega til þess að
halda rétt á þeim málum sem hér
um ræðir og snerta kjör og réttindi
einstakra félagsmanna KÍ í
Menntaskólanum á Ísafirði sem og
störf og hagsmuni kennarahópsins í
heild.
Agnes Karlsdóttir
Friðgerður G. Ómarsdóttir
Hildur Halldórsdóttir
Rúnar Helgi Haraldsson“
Yfirlýsing frá stjórn og trúnaðarmanni
Kennarafélags Menntaskólans á Ísafirði
Eigin
herra
á sunnudag
„Lífshamingjan
felst ekki í
sjálfsblekkingu.
Hún felst í innri ró.“