Morgunblaðið - 24.03.2005, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARS 2005 59
MENNING
ÞESSI skúlptúr ber nafnið „Söngur“ og er eftir kanadíska listamann-
inn Paul De Monchaux. Hann getur nú að líta í húsakynnum breska
þingsins í Westminster Hall í Lundúnum en verkið er gert Winston
Churchill, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, til heiðurs. Þó verkið,
sem er 2,1 m hár turn úr timbri, hafi vakið eftirtekt eru ekki allir jafn-
hrifnir af því. Þannig hefur barnabarn Churchills heitins kallað það
„fáránlegt, heimskulegt og niðurlægjandi“.
Reuters
Skúlptúr í minningu
Winstons Churchills
EFTIR því sem tíminn leið urðu
leikrit Tsékhovs smágerðari, tíð-
indalausari, meðan áherslan jókst á
að gefa djúpa og sannferðuga mynd
af raunverulegum samskiptum eða
samskiptaleysi og tilfinningunum
sem bjuggu þar að baki en flestir
reyna með góðum árangri að leyna.
Þessi þróun nær hámarki í Kirsu-
berjagarðinum, þar sem ekkert
gerist annað en heimur persónanna
ferst án þess að þær megni að
hreyfa legg eða
lið.
Hingað til hef-
ur það að ég held
eingöngu verið
fyrsta stórvirkið,
Máfurinn, sem
hefur ratað á
fjalir hjá íslensk-
um áhugaleik-
félögum, en þar
gengur öllu
meira á. Kannski ekki skrítið að
það verk verði frekast fyrir valinu,
því til að skila fullnægjandi mynd af
lífinu í Kirsuberjagarðinum þarf að
varpa ljósi á það sem er dulið, sýna
það sem ekki sést og segja það sem
persónurnar þegja um af hvað
mestu kappi. Það er meira en að
segja það að skila þessu og Hala-
leikhópnum heppnast ekki að kom-
ast alla leið að þessu marki. Á leið-
inni opinberast samt sem áður að
hópnum er ýmislegt til lista lagt.
Það er fágað yfirbragð á sýning-
unni. Lítið ber á kunnuglegum stíl-
brögðum leikstjórans, sem gjarnan
hefur lagt upp með ærslafullan,
glannalegan leikstíl sem síst hefði
hentað verkefninu. Guðjón nálgast
sem betur fer Kirsuberjagarðinn
með nærfærni og hófstillingu og
nær fyrir vikið skýrleika út úr leik-
hópnum, afstaða persónanna hvor
til annarrar er alltaf ljós.
Fágunina er líka að finna í prýði-
lega hugsaðri leikmyndinni, þeirri
snjöllustu sem ég hef séð í Hal-
anum, og smekklega völdum bún-
ingum og leikmunum. Staðsetn-
ingar og umferð í rýminu
áreynslulaus og lipur.
Leikhópurinn er stór, og allir
hafa úr gulli að moða þó að ekki
séu öll hlutverkin lotulöng í hand-
riti. Góður slatti hópsins er þaul-
vanir leikarar, en aðra man ég ekki
eftir að hafa séð áður. Samt sem
áður er þetta sennilega jafnbest
flutta sýning sem ég man eftir hjá
hópnum. Þessa má vel njóta þó að
ekki takist að komast til botns í
verkinu.
Sóley Björk Axelsdóttir fer með
hófstilltri innlifun með hið mikla
hlutverk Ranévsskaju óðalseiganda.
Dætur hennar eru prýðilega teikn-
aðar af þeim Hönnu Margréti
Kristleifsdóttur og Maríu Jóns-
dóttur. Árni Salomonsson nær
kæruleysislegum skoptöktum út úr
bróður hennar og Örn Sigurðsson
er trúverðugur sem athafnaskáldið
Lopahin. Þá fer Gunnar Gunn-
arsson á kostum í hlutverki Firs,
líkamstjáning og innlifun eins og
best verður á kosið.
Það er heilsteyptur vandvirkn-
issvipur yfir Kirsuberjagarði Hala-
leikhópsins. Þau nálgast verkefni
sitt af alvöru, leikgleði og einbeitt-
um vilja til að gera eins vel og kost-
ur er. Þessi afstaða skín út úr öllu
sem fyrir augu og eyru ber og er
þegar upp er staðið það dýrmæt-
asta sem hægt er að bjóða áhorf-
andanum upp á. Halaleikhópurinn
ræktar svo sannarlega garðinn sinn
þessi árin.
LEIKLIST
Halaleikhópurinn
Höfundur: Anton Tsékhov, þýðandi
Eyvindur Erlendsson, leikstjóri: Guðjón
Sigvaldason. Sýnt í Halanum, Hátúni 12.
Kirsuberjagarðurinn
Anton Tsékhov
Þorgeir Tryggvason
Að rækta
garðinn
sinn
MARGRÉT Birgisdóttir út-
skrifaðist úr grafíkdeild
Myndlista- og handíðaskólans
fyrir tuttugu árum. Hún hefur
tekið þátt í þónokkrum sam-
sýningum hér heima og á
Norðurlöndunum. Þetta er
sjötta einkasýning Margrétar
eftir tíu ára hlé, en síðast var
hún með einkasýningu í Gall-
eríi Allra Handa á Akureyri.
Á sýningunni eru 15 verk,
flest þeirra eru einþrykk unn-
in á álplötur þrykkt með olíu-
lit á ætingarpappír. Ein-
þrykkin eru náttúru-
stemningar þar sem á
málmgrafískri áferð bak-
grunnsins eru annars vegar óreglu-
leg form sem minna á steinhleðslur
(blönduð tækni) eða negatíf form
ávalra steina sem er raðað á flötinn í
form eða munstur, oftast spíral. Á
þessa negatífu fleti sumra síð-
arnefndu myndanna hefur verið
komið fyrir mjólkurhvítum slípuðum
steinvölum sem eru ættaðar frá
ströndum Spánar og Portúgals, eða
íslenskum svörtum frá Djúpalóns-
sandi. Einnig eru þarna verk þar
sem steinvölurnar eru límdar form-
rænt beint á vegginn eða eftir lit í
línu á einlit málverk svart eða hvítt.
Spíralformið hefur verið notað í
myndlist og listiðnaði frá upphafi og
er eitt af grunntáknmyndum manns-
ins sem vísar í hringrás lífsins og
óendanleikann. Notkun þeirra í
þessu samhengi er ekkert sér-
staklega áhugaverð, jaðrar við klisju
og minnir á innihaldslitla en tilfinn-
ingalega upphafna skreytilist annars
vegar. En klasturslaus og fagleg efn-
ismeðferð verkanna ber hins vegar
svip hágæða listiðnaðar. Það er akk-
úrat þannig samsetning sem höfðar
hvað síst til mín í myndlist yfirleitt,
en er þó það sem heldur sumum
þessara verka uppi og ljær þeim
þokka sinn. Grafíkmyndirnar eru all-
ar í ljósum viðarramma utan ein,
fallega og faglega frágengnar í
sýrufrítt skáskorið karton og gler.
Glerjaðir rammarnir, kartonið með
rithönd listamannsins, áferð málm-
grafíkurinnar ásamt slípuðum stein-
unum minna á náttúrugripakassa og
gamlar koparstungur í senn og ná að
laða fram tregablandna eftirsjá gam-
allar fagurfræði sem spegla hverf-
ulleika og angurværð. Þannig má
segja að innihald verkanna felist
ekki í „innihaldinu“ einu heldur spili
umgjörð þeirra stórt hlutverk og list-
hluturinn sjálfur sem slíkur sé hér í
aðalhlutverki.Verkin eru í raun lítil
ljóð og eru ætluð til almenningsnota,
myndir sem nýta sér meðul hinnar
góðborgaralegu listhefðar í bland við
móderníska tilraunamennsku. Titl-
arnir eru yfirleitt lágstemmdir svo
sem Spuni á sunnudegi eða Vetr-
arleikur, en ein myndanna ber hinn
tvíræða titil Fundinn í fjöru og er að
mínu mati besta verkið á sýningunni.
Hvort sýningin er fremur í ætt við
„listiðnað“ eða „fagurlistir“ læt ég
liggja milli hluta, báðir flokkar hafa
sitt mikilvægi, kosti og galla, fyrir
utan að skarast iðulega enda af sama
meiði. Sá fyrrnefndi nær þó stundum
að leggja orð í belg á vettvangi þess
síðarnefnda án þess að fara í dul-
argervi.
Fundin í fjöru
MYNDLIST
Grafíksafn Íslands
Hafnarhúsinu
v/Tryggvagötu
Sýningin stendur til 27. mars.
Opið yfir páskahátíðina,
miðvikudag til sunnudags, kl.
14–18.
Margrét Birgisdóttir
Morgunblaðið/Þorkell
„Þannig má segja að innihald verkanna
felist ekki í „innihaldinu“ einu heldur spili
umgjörð þeirra stórt hlutverk og listhlut-
urinn sjálfur sem slíkur sé hér í aðal-
hlutverki,“ segir Þóra Þórisdóttir m.a.
Þóra Þórisdóttir