Morgunblaðið - 24.03.2005, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 24.03.2005, Blaðsíða 21
Morgunblaðið/Atli Vigfússon Á hestbaki Baldvin Kristinn Baldvinsson, bóndi í Torfunesi, Karen Sigurðardóttir og knapinn Hafrún Kolbeinsdóttir. Bárðardalur | „Ekkert mál“ eru einkunnarorð skólabúðanna í Kiðagili, en þær hófu starfsemi sína haustið 2003 í kjölfar þess að Barnaskóli Bárðdæla var lagður niður. Skólahópunum er gefinn kostur á að velja úr ýms- um verkefnum, meðal annars því að kynnast bústörfum. Verkefnisstjóri er Guðrún Tryggvadóttir kennari en hún hefur á hendi faglega umsjón og kennslu ásamt því að veita starf- seminni forstöðu. Magnús Skarp- héðinsson „skólabúðingur“ eins og hann er nefndur, starfar einn- ig í búðunum og sér meðal ann- ars um daglegan rekstur, áætl- anagerð og markaðssetningu. Á vorönn 2005 hefur nem- endum sem heimsótt hafa búð- irnar verið boðið upp á mismun- andi pakka sem fela m.a. í sér að veita þeim færi á að læra um sveitina og upplifa hana. Þar gefst þeim möguleiki á að heim- sækja bændur og taka þátt í því sem þeir eru að gera og öðlast þannig skilning á bústörfum og öðru því sem fram fer á bænda- býlum. Koma þar við sögu geit- ur, hestar, hænsni, kindur, kýr og svín. Þá gefst einnig möguleiki að kynnast handverki og hverfandi starfsháttum og er þar um að ræða flókavinnu þar sem ull er þvegin og þurrkuð, hún þæfð og síðan unnið úr henni. Þá er boðið upp á jurtalitun þar sem bandið er hespað upp, það álúnsoðið og litað með völdum litum. Horna- vinna er vinsæl og fær sköp- unargleði barnanna þar lausan tauminn með aðstoð Magnúsar og gera þau m.a. skartgripi og lyklakippur. Stuttmyndagerð kemur mjög við sögu í búðunum og eru þar upptökuvélar sem börnin fá að læra á og þeim veittar leiðbein- ingar um undirstöðuatriði í klippingu. Nemendur vinna í litlum hópum og gera handrit, skipa í hlutverk og fara með leikstjórn. Myndin er síðan sett á spólu og frumsýnd og er þá oft gaman að sjá árangurinn. Skólar sem heimsækja búð- irnar geta að nokkru ráðið dval- artíma sínum og hægt er að vera frá rúmlega einum sólarhring og allt upp í fimm daga og velja mismunandi verkefni, allt eftir óskum hvers skóla. Kemur þar fleira til eins og t.d. að kynnast gerð rafstöðva og dvelja í fjalla- kofa til þess að fræðast um úti- vist í óbyggðum. Á sumrin er rekið gistiheimili í Kiðagili og er svefnaðstaða fyrir krakkana mjög góð auk þess sem þeim er séð fyrir fullu fæði undir stjórn Sigrúnar Hrings- dóttur sem sér einnig um hús- vörslu. Guðrún Herbertsdóttir leiðbeinir nemendum við mjólk- urvinnslu þar sem þau vinna með skilvindu og gera m.a. rjóma, smjör og skyr. Að sögn Guðrúnar Tryggva- dóttur hefur verið mjög gaman að fást við þetta verkefni enda hafa viðtökur verið mjög góðar hjá þeim skólum sem hafa komið í heimsókn. Í fjósinu Hilmar Birgisson reynir sig við handmjaltir. Ekkert mál í Kiðagili LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARS 2005 21 MINNSTAÐUR 800 7000 - siminn.is Stundum er betra að senda SMS! úr heimasíma Ekki þarf að greiða fyrir SMS sendingar úr heimasíma til 1. apríl 2005 „Rosalega gaman“ HAFRÚN Kolbeinsdóttir og Karen Sigurð- ardóttir, nemendur í 6. bekk Borgarhóls- skóla á Húsavík, luku dvöl sinni í skólabúð- unum í síðustu viku með því að fara að bænum Torfunesi í Kinn til þess að kynnast öllu því sem við kemur hestum. Þær voru í 17 barna hópi ásamt kennara sínum, Pálma Birni Jakobssyni, og kunnu virkilega vel að meta skemmtilega dvöl sem þær muna sjálf- sagt lengi eftir. Þær sögðu báðar „rosalega gaman“, en hvað var það sem var þannig? Jú, þær sögð- ust hafa farið í fjósið og fjárhúsin á Halldórs- stöðum í Bárðardal og fengið að gefa hey, en auk þess fengið að handmjólka sem hefði ver- ið upplifun út af fyrir sig. Svolítið erfitt að ná mjólkinni þannig, en að þeirra sögn voru kýrnar rólegar enda orðnar vanar gesta- gangi. Hafrún sagði að mjaltirnar hefðu ver- ið erfiðar í fyrstu og hún hefði haldið að það væri bara loft í spenunum á einni kúnni. „En svo kom mjólkin og kýrin sparkaði ekkert.“ Þá var rosalega gaman, að þeirra sögn, að gera stuttmynd og voru þær báðar í hópi sem gerði mynd um þjóðsögu þar sem fjallað er um þrælana Kálf og Skammbein sem struku frá Lundarbrekku í eldgamladaga og voru drepnir uppi við Kálfborg. Markmið skóla- búðanna er einmitt það að nemendur kynnist sögu þess svæðis þar sem þau eru stödd sem í þessu tilviki er Bárðardalur. Þá var maturinn mjög góður, „venjulegur heimilismatur“, og haldin var kvöldvaka þar sem spilað var og sungið og settir upp leik- þættir. Svo var farið að sofa. „Nei, nei, enginn fór að gráta úr heimþrá þegar komið var í háttinn,“ sagði Karen. „Þetta var alltof gaman til þess. Svo vöktu strákarnir okkur klukkan sjö um morguninn með því að banka á hurðina. Dálítið snemmt.“ Og svo var tíminn eftir morgunmat notaður til þess að klára stuttmyndirnar áður en farið var á stað í hesthúsið í Torfunesi. Þar tók á móti þeim Baldvin Kristinn Bald- vinsson bóndi og Benedikt Arnbjörnsson frá Bergsstöðum. Fyrst var fræðslustund um hesta og reiðtygi frá a–ö og síðan var farið á bak. „Rosalega gaman.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.