Morgunblaðið - 24.03.2005, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 24. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
Háaleitishverfi | „Kúnnarnir spyrja
mig allir hvað þeir eigi að gera þeg-
ar ég hætti að vinna. Ég segi þeim
að þeir verði að ákveða það sjálfir,
og bendi þeim á aðra góða rakara
sem þeir geta farið til,“ segir Úlfar
Jensson, sem er að hætta störfum
eftir að hafa rekið rakarastofu við
Starmýri í 32 ár.
Úlfar hefur ákveðið að nú sé rétti
tíminn til þess að hætta störfum og
njóta lífsins eftir að hafa verið rak-
ari frá árinu 1954 þegar hann tók
sveinsprófið í Hamborg í Þýska-
landi, þar sem hann er fæddur og
upp alinn.
Eftir að hafa komist í kynni við ís-
lenska menn þar sem hann starfaði
á rakarastofu á hóteli í Hamborg
frétti Úlfar af því að lítið væri um
rakara hér á landi og gott tækifæri
til þess að koma undir sig fótunum á
nýjum slóðum. Úr varð að hann kom
hingað til lands í desember 1954 og
hóf störf á rakarastofu á Laugaveg-
inum. Hann hefur starfað sem rak-
ari síðan, með fimm ára hléi þó þeg-
ar hann starfaði hjá Álafossi. Það
var á miðju bítlatímabilinu þegar
allir söfnuðu hári, með tilheyrandi
erfiðleikum og atvinnuleysi meðal
rakara.
Flutti 18 ára til Íslands
Úlfar segir hvorki flóknar né
raunalegar ástæður fyrir því að
hann ákvað 18 ára gamall að flytja
frá Þýskalandi og setjast að hér á
landi. „Ég vildi bara fara og sjá eitt-
hvað nýtt. Losa mig frá mömmu og
pabba í Hamborg og komast í
burtu.“ Eftir að hafa búið hér á
landi í rúmlega ár kynntist hann
konu sinni, Guðmundu Matthías-
dóttur, og hafa þau verið gift síðan.
„Þetta hefur gengið svona upp og
niður í gegnum tíðina eins og geng-
ur,“ segir Úlfar þar sem hann bíður
eftir viðskiptavini á síðasta starfs-
degi sínum á miðvikudag. Næstum
allir viðskiptavinir Úlfars eru fasta-
kúnnar sem hafa margir hverjir
komið á stofuna í áraraðir. Mikið til
eru þetta eldri menn sem eru fast-
heldnir á sinn rakara og vilja helst
bara rakara sem er karlmaður,
kominn yfir miðjan aldur, segir Úlf-
ar og hlær.
Margt hefur breyst á þeim árum
sem Úlfar hefur klippt menn og
rakað á stofunni sinni í Starmýri,
menn eru yfirleitt með styttra hár,
sem kemur sér ágætlega fyrir rak-
arana. Úlfar segir þó að nú séu
krakkar með meiri lubba en hefur
verið, og fari því sjaldnar til rak-
arans. Hans viðskiptavinir hafi helst
verið eldri menn og yngri börn svo
það hafi ekki skipt miklu fyrir sig.
Úlfar þarf ekki að hugsa sig lengi
um þegar hann er spurður hvað
hann ætli að taka sér fyrir hendur
eftir að hann hættir að vinna. Hann
reiknar með því að ganga meira og
koma sér í betra form, auk þess sem
hann eigi fjölskyldu, þrjú börn og
ellefu barnabörn, sem hann ætli að
eyða meiri tíma með.
Hættur að klippa menn og raka eftir 32 ár í Starmýrinni
Bítlatímabilið var
erfitt fyrir rakara
Morgunblaðið/Sverrir
Síðasti starfsdagurinn Úlfar notaði síðasta daginn sinn í starfi m.a. til að
klippa Þór Vilhjálmsson, fyrrverandi hæstaréttardómara.
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
AKUREYRI
Vesturbær | Krakkarnir af leik-
skólanum Ægisborg komu í heim-
sókn í Neskirkju í vikunni og af-
hentu kirkjunni listaverk sem þau
höfðu gert, og tengdust verkin öll
á einhvern hátt páskunum eða
kirkjunni. Meðal annars var um að
ræða kross, gröf Jesú og fag-
urbleikt líkan af Neskirkju.
Krakkarnir notuðu að sjálfsögðu
tækifærið og sungu fyrir við-
stadda, og ræddu við sr. Örn Bárð
Jónsson, sóknarprest Neskirkju,
segir Guðmunda Inga Gunn-
arsdóttir, æskulýðsfulltrúi Nes-
kirkju. Að því loknu fóru þau í nýja
safnaðarheimilið og þáðu veitingar
áður en haldið var aftur á leikskól-
ann. Listaverk barnanna verða til
sýnis í forkirkjunni út apríl.
Morgunblaðið/Eyþór
Gröf Jesú og bleik kirkja
Tónleikar | Alexandra Cherny-
shova, sópran og Zbigniew Zucho-
wicz, píanóleikara halda klassíska
tónleika í Glerárkirkju laugardag-
inn 26. mars kl. 17.00. Tónleikarnir
eru til styrktar Rauða krossi Íslands,
miðaverð er 1.500 krónur en frítt er
fyrir eldri borgara og 16 ára og
yngri. Þetta eru fjórðu tónleikarnir
hjá þeim í mars. Hinir þrír tónleik-
arnir voru á Vopnafirði, Bakkafirði
og Egilsstöðum. Á efnisskrá verða
m.a. aríur úr óperum/óperettum/
kantöttum og rómantísk lög.
Alexandra er fædd í Kiev í Úkra-
ínu árið 1979. Hún lauk píanónámi í
tónlistaskóla árið 1993 en þaðan fór
hún í söngnám í tónlistarháskól-
anum Glier í Kíev, því námi lauk ár-
ið 1998. Í lok október 2003 fluttist
Alexandra til Íslands. Zbigniew er
skólastjóri tónlistarskólans á Vopna-
firði. Hann er ættaður frá Póllandi
en hefur verið búsettur hér á landi
undanfarin ár ásamt fjölskyldu
sinni. Zbigniew er mjög fjölhæfur
og hámenntaður tónlistarmaður en
auk þess að spila á fjölmörg hljóð-
færi fæst hann einnig við tónsmíðar.
Sorphirðugjald | Á síðasta fundi
náttúruverndarnefndar var kynnt
skýrsla Línuhönnunar ehf. sem gerð
var fyrir framkvæmdaráð að frum-
kvæði náttúruverndarnefndar.
Nefndin telur að ekkert sé því til
fyrirstöðu að hefjast handa við und-
irbúning þess að koma í verk þeim
tillögum sem lagðar eru fram í
skýrslu Línuhönnunar um stefnu og
lausnir í sorphirðumálum. Nefndin
telur sérstaklega mikilvægt að sem
fyrst verði tekið upp breytilegt sorp-
hirðugjald eftir magni úrgangs. Þá
bendir nefndin á þá almennu kröfu
bæjarbúa að meðhöndlun úrgangs á
urðunarstað og annars staðar eigi að
vera til fyrirmyndar og telur að sam-
staða sé um eðlilega gjaldtöku til að
mæta þeirri kröfu.
Líkamsrækt | Kraftalegt fólk
verður fyrirferðarmikið á Akureyri
um páskana en þá fram fara fram
Íslandsmótin í vaxtarrækt annars
vegar og hreysti (fitness) hins veg-
ar. Á föstudaginn langa, 25. mars,
verður dagskrá í Sjallanum en kl.
15 verður forkeppni í vaxtarrækt
og kl. 16 forkeppni karla í hreysti.
Um kvöldið, eða kl. 20.30 hefjast
úrslit í vaxtarræktarkeppninni og
þá fer einnig fram forkeppni
kvenna í hreysti. Daginn eftir, laug-
ardaginn 26. mars, verður keppni í
hreysti fram haldið í Íþróttahöllinni
kl. 13.15 en úrslitakeppnin hefst kl.
19. Þá verður vöru- og þjónustusýn-
ing í Höllinni frá kl. 13–17 á laug-
ardag.
Kennslustundir | Á fundi skóla-
nefndar var lögð fram tillaga um
úthlutun almennra kennslustunda
til grunnskólanna á Akureyri
skólaárið 2005–2006. Tillaga vegna
grunnskólans í Hrísey verður lögð
fyrir síðar. Skólanefnd samþykkti
eftirfarandi úthlutun almennra
kennslustunda til grunnskólanna á
Akureyri: Brekkuskóli 1.030
kennslustundir, Oddeyrarskóli 445
kennslustundir, Glerárskóli 826
kennslustundir, Lundarskóli 964
kennslustundir, Síðuskóli 848
kennslustundir, Giljaskóli 785
kennslustundir. Þetta eru alls
4.898 kennslustundir sem er fjölg-
un um 50 kennslustundir frá fyrra
ári, en nemendum fjölgar um 22.
NÝTT stöðvarhús Glerárvirkjunar
hefur risið á bakka árinnar og í
byrjun vikunnar voru túrbína og
rafall hífð ofan í stöðvarhúsið. Nú
er m.a. verið að ganga frá þakinu og
þá er lagning aðveituæðarinnar frá
stíflunni langt kominn. Fram-
kvæmdir ganga samkvæmt áætlun
og er stefnt að því að hefja raf-
orkuframleiðslu í Glerárvirkjun í
lok næsta mánaðar. Framleiðslu-
geta virkjunarinnar verður um 1,5
GWst.
Tilgangurinn með endurreisn
virkjunarinnar er þríþættur, verið
er að minnast þess að á síðasta ári
voru 100 ár liðin frá rafvæðingu á
Íslandi, um leið fær Norðurorka
rafmagn inn á dreifikerfi sitt og þá
mun virkjunin hafa fræðslugildi og
nýtast við kennslu allt frá grunn-
skóla og upp í háskóla.
Nýtt stöðvarhús Glerárvirkjunar risið á árbakkanum
Rafmagnsframleiðsla
hefst eftir mánuð
Morgunblaðið/Kristján
Virkjun Stefnt er að raforkuframleiðslu í Glerárvirkjun í lok næsta mánaðar.
HÁTÍÐ ungs fólks í listum undir
yfirskriftinni „Gaman í gilinu“ fer
fram í Listagilinu á Akureyri laug-
ardaginn 26. mars nk. og stendur frá
kl. 14–24. Þarna verða í boði fjöl-
breyttir kostir lista fyrir augu og
eyru, munn og maga. Klukkan 14 fer
fram formleg opnun Menningar-
smiðju Populus Tremula. Þar verður
Aðalheiður Eysteinsdóttir með sýn-
ingu í galleríi Boxi, einnig verður
Gallerí Jónasar Viðar opnað form-
lega og sýning Frúarinnar í Ham-
borg hefst á Café Karolínu samtímis.
Rafstúdíur og nýtt orgelverk eftir
Gunnlaug Lárusson hljóma á Lista-
safninu á Akureyri kl. 15 og saxófó-
nakvartettinn Saxófrón verður með
tónleika í Ketilhúsinu kl. 16. Hið al-
þjóðlega djasstríó Tread leikur einn-
ig í Ketilhúsinu kl. 17.30. Hátíðinni
lýkur svo á vænum skammti af besta
poppi en kl. 23 leika hljómsveitirnar
Tenderfoot og Leaves í Ketilhúsinu.
Ókeypis aðgangur er inn á sýn-
ingar og miðar á tónleika á hóflegu
verði. Gaman í gilinu er hátíð sem
allir einstaklingar, félög og fyrir-
tæki, sem eiga bólstað í Listagilinu,
standa að.
Fjölbreytt dagskrá á hátíð ungs fólks í listum
Gaman í gilinu á laugardag
Fréttasíminn
904 1100