Morgunblaðið - 24.03.2005, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 24.03.2005, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR 24. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. SAMKEPPNISRÁÐ hefur sett ítarleg skilyrði fyrir samruna annars vegar Landssímans og Íslenska sjónvarps- félagsins, sem rekur Skjá einn, og hins vegar Og Vodafone og 365 ljósvaka- miðla, sem reka m.a. Stöð 2 og Sýn. Sam- kvæmt upplýsingum frá Samkeppnis- stofnun hafa fyrirtækin sæst á að una skilyrðunum. Samkeppnisráð telur ljóst að ofan- greindur samruni muni leiða til mikillar samþjöppunar á þeim mörkuðum sem hann hefur áhrif á. Samþjöppunin geti, ef ekkert sé að gert, útilokað aðra keppi- nauta frá viðkomandi mörkuðum og skaðað hag neytenda, sér í lagi til lengri tíma litið, með því að fyrirtækin sam- tvinni ólíka þjónustu fjarskipta og fjöl- miðlunar og með því að þau mismuni öðrum á markaðnum. Bendir samkeppn- isráð á að önnur fjarskiptafyrirtæki þurfi óhjákvæmilega að eiga viðskipti við Landssímann vegna grunnkerfis fyrir- tækisins. Hér til hliðar eru helstu skilyrði sam- keppnisráðs birt en þau eru sett til að eyða þeim neikvæðu áhrifum sem gætu að mati ráðsins hlotist af samruna Landssímans og Skjás eins annars vegar og Og Vodafone og 365 ljósvakamiðla hins vegar og til að tryggja jafnræði með keppinautum sem starfa og munu starfa á þeim mörkuðum sem samþjöppunin hefur áhrif á. Tekur gildi á næsta ári Sértæk skilyrði eru þau m.a. að Ís- lenska sjónvarpsfélagið verði rekið sem sjálfstæður lögaðili frá og með 1. júlí á næsta ári. Í síðasta lagi frá sama tíma skal núverandi sjónvarpsrekstur Símans á Breiðbandinu vera sameinaður Ís- lenska sjónvarpsfélaginu. Frá sama tíma á bókhald vegna rekstrar Skjás eins að hafa verið aðskilið frá bókhaldi Símans. Áhrif ákvörðunar samkeppnisráðs koma fyrr fram vegna samruna Og Vodafone og 365 ljósvakamiðla, áður Norðurljósa. Er þar miðað við næstu áramót. Frá þeim tíma skal starfsemi 365 ljósvakamiðla vera rekin sem sér- stakur lögaðili og vera aðskilin frá rekstri Og Vodafone. Fyrir áramót á endurskoðandi 365 ljósvakamiðla að hafa staðfest við Samkeppnisstofnun að fjár- Landssímans og ar, þar sem ön muni ekki geta t til dreifingar ef Telur samkeppn rökum sé hægt a unin muni takm keppinauta á a markaði. Þannig irtæki ekki haf dreifa um dreifil varpsstöðvar mu víðtækum dreifi Og Vodafone. H hagslegur aðskilnaður hafi verið fram- kvæmdur á milli fyrirtækisins og Og Vodafone. Einnig skal fyrir næstu ára- mót hafa verið stofnað sérstakt móður- félag 365 ljósvakamiðla ehf. og Og fjar- skipta hf. Skal skipa sérstaka stjórn yfir hvert hinna þriggja félaga; móðurfélag- ið, 365 ljósvakamiðla og Og fjarskipti. Gæti takmarkað möguleika nýrra keppinauta Samkeppnisráð telur að ef ekkert sé að gert af hálfu samkeppnisyfirvalda sé hætta á að samþjöppunin styrki stöðu Samkeppnisráð setur ítarleg skilyrði f Hagur neytend ef ekkert er Síminn, Skjár einn, Og Vodafone og 365 ljósvakamiðlar hafa sæst á að una skilyrðunum MAGNÚS Ragnarsson, sjónvarps- stjóri Skjás eins, segir það hafa ver- ið greinilegt markmið samkeppn- isráðs að neytendur komi vel út úr samrun- anum. Tekist hafi að gæta vel hagsmuna þeirra. Spurður hvernig Skjár einn komi út úr þessu segir Magnús að sjónvarpsstöðin hafi ætíð verið frímiðill, þar sem mark- miðið hafi verið að hámarka áhorfið. Það eigi að takast áfram og Skjár einn muni uppfylla sett skilyrði. „Fyrirsjáanlegt er að stíga næsta skref í þróun sjónvarps. Sú tækni sem notast er við í dag er að úreld- ast hratt og umhverfið er marg- breytilegt. Við höfum unnið með Símanum í því að undirbúa næstu leið, sem er gagnvirkt sjónvarp. Þegar neytendur hafa kynnst þeirri tækni munu þeir ekki sætta sig við eldri framleiðslu á efninu,“ segir Magnús og bendir á að niðurstaða samkeppnisráðs útiloki ekki sam- starf um svona tækni milli Skjás eins og 365 ljósvakamiðla, alveg eins og á milli Skjás eins og Símans. Ef t.d. 365 ljósvakamiðlar þrói nýja leið til dreifingar efnis geti Skjár einn jafnvel nýtt sér hana. Hagsmuna neytenda gætt ÁKVARÐANIR samkeppnisráðs eru til komnar vegna þess að seint á síð- asta ári keypti Landssíminn meiri- hluta hlutabréfa í Íslenska sjónvarps- félaginu, Skjá einum. Nokkru síðar var tilkynnt um viðskipti sem fólu m.a. í sér samruna Og Vodafone og 365 ljósvakamiðla, sem reka nokkrar sjónvarps- og útvarpsstöðvar. Í tilkynningu samkeppnisráðs segir að með umræddum fyrirtækja- kaupum hafi fjarskiptafyrirtækin freistað þess m.a. að tryggja sér efni til sjónvarpsdreifingar um fjar- skiptakerfi fyrirtækjanna til lengri tíma litið. Ljóst þyki að sjónvarpsefni verði í auknum dreift um Netið tengingum. Með þessum hafa orðið til tv sem hvor um si bæði fjarskipta tæki. Samkepp óbreyttu hefðu blokkir yfir að hluta af öllu eft lendu sjónvarps um stöðvum sta skipti fjarskipt Og Vodafone m skiptamarkaðn Tilefni íhlutunar samkep EVA Magnúsdóttir, upplýsinga- fulltrúi Símans, segir að innan fyr- irtækisins ríki ánægja með að kaup- in á Skjá einum hafi náð fram að ganga. Síminn hafi fallist á skil- yrði samkeppn- isráðs en eftir eigi að koma í ljós hvernig framkvæmdin á því verður. Nið- urstaða ráðsins sé það nýtilkomin að forsvarsmenn Símans eigi eftir að setjast betur yf- ir hana. Að öðru leyti vísar Eva í yfirlýs- ingu sem Síminn sendi frá sér síð- degis í gær og er eftirfarandi: „Samkeppnisráð fellst með ákveðnum skilyrðum á kaup Símans í Skjá einum og samruna 36 Vodafone. Meginniðurstað skurðarins er að eftirsótt sj efni skuli til lengri tíma litið gengilegt öllum dreifingara Símanum eru jafnframt set skilyrði fyrir kaupunum se arleg og ströng. Markmið Símans er að b upp stafrænt sjónvarpsdre landsvísu. Síminn átti í viðr við aðila á sjónvarpsmarka asta ári, þar með talið 365 ( urljós). Þegar slitnaði upp ú viðræðum festi Síminn kau andi hlut í Skjá einum og tr rétt á enska boltanum. Efti arvert efni er enda forsend viðskiptavinir nýti sér þjón sjónvarpsmarkaði en Símin í auknum mæli áherslu á af í sinni þjónustu. Nái markm skurðarins fram að ganga e gengi neytenda að eftirsótt stafrænu formi orðið greiða Síminn segir skilyrðin ströng SIGURÐUR G. Guðjónsso fv. forstjóri Norðurljósa, se ákvarðanir samkeppnisráð Samkeppnisstofnun sé fullf Fjölmiðlalög eru óþörf GEGN SAMÞJÖPPUN Á SJÓN- VARPS- OG SÍMAMARKAÐI Samkeppnisráð setti í gær ýtarlegskilyrði fyrir samruna fjarskipta-fyrirtækja og sjónvarpsfyrir- tækja; annars vegar Símans og Skjás eins, hins vegar Og Vodafone og 365 ljós- vakamiðla, sem reka m.a. Stöð 2 og Sýn. Niðurstaða samkeppnisráðs er að með þessum tveimur sameiningum hafi orðið til tvær fyrirtækjablokkir, hvor um sig samsett af fjarskiptafyrirtæki og sjón- varpsfyrirtæki. Í sameiningu ráði þær nær öllum einkareknum sjónvarps- og útvarpsstöðvum á landinu. Að óbreyttu muni þær líka ráða yfir nær öllu eftir- sóknarverðu erlendu sjónvarpsefni, sem einkareknum stöðvum standi til boða. Að auki skipti Síminn og Og Vodafone fjar- skiptamarkaðnum með sér í grundvall- aratriðum. Ráðið metur það svo að verði ekkert að gert, geti sú samþjöppun, sem sam- runarnir leiða af sér, útilokað aðra keppinauta frá sjónvarps- og fjarskipta- markaði og skaðað hag neytenda með því að fyrirtækin samtvinni ólíka fjarskipta- og fjölmiðlunarþjónustu og mismuni keppinautum sínum. Samkeppnisráð nefnir m.a. þann möguleika – sem hefði hreint ekki verið fjarlægur, hefðu samkeppnisyfirvöld ekki gripið inn í – að neytandi, sem vildi horfa á tiltekna sjónvarpsdagskrá neyddist til að vera jafnframt í við- skiptum við fjarskiptafyrirtækið, sem á viðkomandi sjónvarpsstöð og kaupa af því t.d. netþjónustu og ADSL-tengingu. Eins gæti neytandi, sem vildi kaupa fjar- skiptaþjónustu af tilteknu fyrirtæki, lent í því að eiga þess eingöngu kost að horfa á sjónvarpsdagskrá, sem sú samsteypa hefði upp á að bjóða. Staða af þessu tagi væri að sjálfsögðu algerlega óþolandi fyrir neytendur. Því ber þess vegna að fagna að sam- keppnisyfirvöld grípa inn í og setja fyrirtækjablokkunum skilyrði, sem meina þeim m.a. að tvinna saman fjar- skipta- og sjónvarpsþjónustu. Þá eru sett ýmis skilyrði, sem eiga að auðvelda aðgang hugsanlegra keppinauta að markaðnum. Bæði Síminn og Og Vodafone hyggj- ast hlíta þessum skilyrðum samkeppn- isráðs, þótt sennilega dragi þau eitthvað úr því hagræði, sem fyrirtækin upphaf- lega sáu sér í að ná yfirráðum yfir sjón- varpsstöðvum og tryggja sér aðgang að sjónvarpsefni til að dreifa um kerfi sitt. Segja má að Síminn sé ýmsu vanur í þessum efnum; hann hefur vegna mark- aðsráðandi stöðu sinnar starfað eftir margs konar skilyrðum samkeppnisyfir- valda varðandi m.a. samtvinnun þjón- ustu, rekstrar- og stjórnunarlegan að- skilnað ólíkra hluta fyrirtækisins, trúnaðarskyldu starfsmanna, aðgang keppinauta að fjarskiptakerfinu o.s.frv. Oft hefur Síminn ekki viljað hlíta slíkum skilyrðum, en nú kyngja forráðamenn hans þeim umyrðalaust. Hugsanlega skiptir sú einkavæðing, sem stendur fyr- ir dyrum, máli í því efni; það væri varla skynsamlegt að skapa óvissu um rekstr- arumhverfi fyrirtækisins að þessu leyti á þessum tíma. Fyrir eigendur Og Vodafone, sem eru þó víða umsvifamiklir í viðskiptum og jafnvel markaðsráðandi, eru skilyrði eins og þau, sem samkeppnisráð hefur sett, hins vegar meira nýnæmi. Það lofar væntanlega góðu að þeir skuli reiðubún- ir að starfa eftir slíkum skilyrðum. TEKIST Á UM LÍF OG DAUÐA Mál Terri Schiavo hefur vakið deilurum hversu lengi beri að halda sjúklingum á lífi og hver hafi forræði yfir þeim. Schiavo varð fyrir alvarleg- um heilaskaða 1990 og hefur verið gefin næring í gegnum slöngu. Eiginmaður hennar segir að hún hefði ekki viljað láta halda í sér lífi með þessum hætti, en foreldrarnir segja hið gagnstæða. Vilji Terri Schiavo liggur ekki fyrir. Hinn 18. mars úrskurðaði ríkisdóm- stóll í Flórída að taka ætti næringar- slöngu Schiavo úr sambandi. Þegar það gerðist var Bandaríkjaþing kallað sam- an og repúblikanar samþykktu lög, sem sérstaklega eiga við um mál Schiavos. Þar segir að foreldrar hennar eigi rétt á að áfrýja til alríkisdómstóls. Áfrýjunar- dómstóll hafnaði hins vegar að henni yrði gefin næring á ný og án næringar mun hún í mesta lagi lifa í tíu daga. Það er ekki geðfellt að sjá hvernig stjórnmálamenn hafa nota þennan fjöl- skylduharmleik í pólitískum hráskinna- leik. Því er hins vegar ekki að neita að mikil umræða um rétt sjúklinga til lífs og líknardráp hefur átt sér stað í Bandaríkjunum og þar er í gildi þróuð löggjöf um mál sjúklinga, sem ekki geta sjálfir tekið ákvarðanir. Hafi sjúklingur ekki kveðið skýrt á um vilja sinn kemur það í hlut aðstandenda. Hefur makinn þar mestan rétt, þá börn, síðan for- eldrar og því næst systkin sjúklingsins. Séra Kristján Björnsson, sóknar- prestur í Vestmannaeyjum, lauk á liðnu ári námi í sálgæslu í Flórída. Hann sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að ljóst væri að margir Evrópumenn ættu erfitt með að skilja um hvað málið sner- ist. Bandaríkjamenn bæru geysilega mikla virðingu fyrir rétti einstaklings- ins til að ákveða sjálfur örlög sín. Evr- ópumenn myndu hins vegar margir segja að eðlilegt væri að læknar eða aðrir sérfræðingar ákveddu að aftengja tækin, sem haldið hefðu lífi í Schiavo. Hér á landi skortir almennar reglur, sem almenningur getur kynnt sér, og gilda þess í stað vinnureglur á hverjum spítala fyrir sig. Verður að teljast und- arlegt að ekki skuli hafa verið tekið á þessum málum fyrr í heilbrigðiskerfinu því að vafamál hljóta að hafa komið upp þótt ekki hafi þau orðið fjölmiðlamatur líkt og mál Schiavo í Flórída. Pálmi Jónsson, læknir á Landspítala – háskólasjúkrahúsi, situr í nefnd með landlækni um gerð tillagna um reglur í tilfellum sem þessum. Hann sagði í Morgunblaðinu í gær að þar ætti m.a. að leggja áherslu á hvort beita megi að- ferðum, sem lengi lífið, geti sjúklingur ekki tjáð vilja sinn sjálfur og að ein- staklingur tilnefni umboðsmann, sem geti verið maki en þurfi ekki að vera það og hafi leyfi til að taka ákvörðun um atriði, sem sjúklingurinn hafi ekki náð að tjá sig um. Nauðsynlegt er að setja reglur um þessi atriði hér á landi og þær þurfa að kveða skýrt á um það hver hafi úr- slitaorðið og með hvaða hætti eigi að virða óskir sjúklings liggi þær fyrir eða nánasta aðstandanda þegar svo ber undir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.