Morgunblaðið - 24.03.2005, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 24.03.2005, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARS 2005 55 DAGBÓK Fasteignasala óskast Af sérstökum ástæðum óskar traustur aðili eftir að kaupa eða gerast aðili að rekstri á góði fasteignasölu á höfuðborgarsvæðinu. Fyrirspurnir berist á auglýsingadeild Mbl. merktar: „Fasteignasala-2005“ fyrir 30. apríl. SUMARHÚS SVÍNADAL (HRÍSABREKKA) Nýkomið fallegt fullbúið 62 fm sumarhús á þessum vinsæla stað í Eyraskógi, örstutt frá höf- uðborgarsvæðinu. Ýmiss skipti koma til greina. Verð 7,5 millj. 108340 SUMARHÚS - LÆKJARHÁLS 2 Bústaðurinn er 50 fm með góðu svefnlofti. Það er 25 fm og með góðri lofthæð (2,75 m ca þar sem er hæst). Þakhalli er hátt í 40°. Húsið er staðsett í landi Litlubrekku í kjarrivöxnu landi, stutt frá Langá. Næsta þéttbýli er Borgarnes í ca 5 km. fjarlægð. Verð 6,2 millj. 108582 SUMARHÚS - LÓUBRAUT 5 - FLÚÐUM Bústaðurinn er 77 fm að stærð sem skiptist þannig: Aðalrými 54 fm sem er með 2 rúmgóðum svefnherbergjum, baði, sam- liggjandi stofu og eldhúsi, manngengt 20 fm svefnloft og 3 fm geymsla. Inntak fyrir heitt og kalt vatn verður í geymslu og einnig verður komið fyrir rotþró. Bústaðurinn stendur á 6 steypt- um veggjum á púða. Hann er tilbúinn til innréttinga og gólfefna, en hægt er að skila honum lengra komnum. Hann stendur á leigulóð með 50 ára samn- ing, leigan er ca 30.000 á ári. Verð 10,0 millj. 109036 SUMARHÚS - ÞRASTARSKÓGI Um er að ræða nýlegt vandað fullbúið sumarhús, byggt á staðnum fyrir ca 10 árum, hús 50 fm auk 8 fm gestahús. Rúm- góð verönd í kringum bústaðinn Parket á gólfum. 2 góð herbergi. Stofa, eldhús, forstofa, baðher- bergi o.fl. Sérlega góð staðsetn- ing í Þrastarskógi (Öndverðarnesi II). Kjarrivaxið eignarland tæpur 1 hektari. Hitaveita. Frábær staðsetning ca 40 mínútur frá Reykjavík. Hægt er að fá upplýsingar um hátíðirnar hjá Erlu í síma 868 8420. SUMARHÚS Um lestur blaða almennt ÉG hef oft velt því fyrir mér hvernig Fréttablaðið fær réttar niðurstöður um lestur dagblaða almennt. Daglega eru birtar súlur, sem eiga að gefa til kynna lestur Morgunblaðsins og Fréttablaðsins, stundum er DV tekið með. Vikulega fer ég með fullan poka af blöðum, auglýsingabæklingum eða öðrum ruslpósti í blaðagám sem er stutt frá. Sl. 2–3 skipti hef ég tekið eftir því að þar liggja nokkrir pakkar með Fréttablaðinu óopnaðir í plasti, um 50 blöð í hverjum. Nú sl. sunnu- dagsmorgun lágu þar 6 pakkar, um 300 blöð. Í sömu ferð kom ég við á bens- ínstöð og hafði þetta á orði við af- greiðslumann og kom þetta honum ekki á óvart. Hann sagði mér að ástæðan fyrir því að ruslakörfur væru ekki skildar lengur eftir á plan- inu yfir nætur væri að á hverjum morgni hefðu þær verið yfirfullar af blöðum, og þá helst Fréttablaðinu, jafnvel í heilum pökkum. Varla geta þessi blöð talist til lestr- ar. Ég hef oft séð mörg aukablöð liggja inni í forstofu fjölbýlishúsa sem ekki hafa verið tekin til lestrar, varla eru þau blöð reiknuð til lestrar held- ur. Ég tel því að þessar súlukannanir standist ekki á nokkurn hátt. Ég vil þó við þetta bæta að blað- burður Fréttablaðsins er til sóma, það kemur snemma morguns eins og Morgunblaðið hefur alltaf gert. Svanur Jóhannsson. Myndavél týndist í leigubíl MEDION Md 6126 silfurgrá digital myndavél í svartri og blárri Samson- ite-tösku týndist aðfaranótt sunnu- dags í leigubíl frá BSR. Skilvís finn- andi hafi samband í síma 692 3625. Húslyklar týndust í bíl HÚSLYKLAR í svörtu smelltu hulstri týndust sl. sunnudag líklega í bíl sem ég fékk far með frá Vífils- staðavegi. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 565 9510. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Gleðilega páska! 60 ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudag-inn 24. mars, verður sextugur Tómas Bergmann, stuðningsfulltrúi, Vallargerði 4C, Akureyri. 90 ÁRA afmæli. Í dag, 24. mars, er90 ára Ingólfur Lárusson, fv. bóndi Gröf, Eyjafjarðarsveit, til heim- ilis að Víðilundi 24a, Akureyri. Ing- ólfur verður að heiman á afmælisdag- inn. 85 ÁRA afmæli. Í dag, 24. mars, er85 ára Stefán Scheving Krist- jánsson bóndi, Götu, Hrunamanna- hreppi. Eiginkona Stefáns er Ágústa Sigurdórsdóttir. Þau verða að heiman. Passíusálmarnir; tónlistin, myndlistin ogskáldið,“ er yfirskrift dagskrár semhefst í Þjóðmenningarhúsinu í dag kl.15, en þar mun m.a. Smári Ólason, tónlistarfræðingur, organisti og fræðimaður á sviði kirkjutónlistar, rekja sögu gömlu söngv- anna við Passíusálmana og leika þá af hljóðrit- unum frá árunum 1903 til 1974. Þá er gestum boðið að skoða nýopnaða sýningu um Hallgrím Pétursson, sem er skáld mánaðarins, í bókasal ásamt kirkjulist miðalda á sýningu Þjóðminja- safnsins í risinu. Passíusálmarnir eru einhver dýrmætasta eign þjóðarinnar og frá því þeir komu út árið 1666 voru þeir lengi sungnir á hverju heimili á föstunni, en í seinni tíð hafa þeir verið lesnir. Hallgrímur gefur upp fjölda tilvísana um hvaða lög eigi að syngja við sálmana, og eru þau flest upprunnin í Þýskalandi á 16. öld. „Ég mun fjalla sérstaklega um það sem nefnt er „gömlu lögin“ við Passíusálma Hall- gríms Péturssonar, uppruna þeirra, þróun og hnignun sem söngmenningar á 19. og 20. öld,“ segir Smári, sem nú vinnur að saman- burðarrannsóknum á lögum við Passíusálma sr. Hallgríms Péturssonar. „Ég mun einnig spila hljóðritanir frá tímabilinu 1903 til 1974 af söng fólks sem alið var upp við þessa gömlu söng- hefð. Hvað einkennir þessi gömlu lög? „Það sem einkennir gömlu lögin við Passíusálmana er að þetta er tónmál sem er eldra en dúr/moll tónakerfið sem við hrærumst í á hverjum degi. Lögin koma úr söngarfi mótmælendakirkjunnar á 16. öld og eru skráð hér á landi í Sálmabókum 1589 og 1619 svo og í Grallara, messusöngsbók árið 1594. Í meðferð alþýðunnar þróuðust lögin og breyttust. Á 19. öld, en þó sérstaklega eftir miðja öldina, bárust hingað harmóníum-hljóðfæri og með þeim hin nýja tónlist sem tekin var upp bæði í kirkjum og í heimahúsum. Ein höfuðástæða þess, að gömlu lögin lifðu ekki við hliðina á sönghefð nýju laganna er sú, að ekki var hægt að setja þau út í því tónmálskerfi sem allir hrærðust í á þeim tíma. Auk þess að skrá lögin niður eftir munn- legri geymd hef ég útsett þau fyrir einsöng með orgelundirleik svo og fyrir kóra. Það tón- mál sem ég nota er kallað „modal-tónkerfi.“ Það er mjög skylt tónmáli gamla íslenska tví- söngsins.“ Þess má geta að Kór Bústaðakirkju mun flytja þessi gömlu lög við Passíusálmana við messu í Bústaðakirkju á morgun, föstudaginn langa, undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar. Allir eru velkomnir á dagskrána og er að- gangseyrir enginn. Bókmenntir | Dagskrá um Passíusálma Hallgríms Péturssonar í Þjóðmenningarhúsinu Lög við sálmana í fornu tónmáli  Smári Ólason er fæddur í Reykjavík árið 1946. Hann nam við Tónlistarskólann í Reykjavík, en lauk MA- prófi í kirkjutónlist, tónvísindum, tón- smíðum og hljómsveit- arstjórn frá Hochschule für musik und dar- stellend Kunst í Vín- arborg árið 1977. Þá stundaði hann fram- haldsnám í tónvísindum við Háskólann í Lundi. Smári hefur kennt við Tónlistarskóla Garða- bæjar og Tónskóla þjóðkirkjunnar, en einnig starfað sem organisti, kórstjóri og sjálfstætt starfandi tónvísindamaður. Smári er kvæntur Ingibjörgu Styrgerði Har- aldsdóttur myndlistarmanni og eiga þau þrjú börn. MYNDLISTARFÉLAG Árnesinga opnar árlega sýningu í Menning- arverstöðinni Hólmaröst á Stokks- eyri í dag kl. 14. Í Myndlistarfélagi Árnesinga eru um 60 félagar, en 15 þeirra eiga verk á sýningunni. Sýningin er í stóra salnum í Menningarverstöð- inni, á sömu hæð og Draugasetrið. Sýningin verður opin frá kl. 14–18 alla daga frá 24. mars til 3. apríl. Aðgangur er ókeypis. Þá er ljós- myndasýning Jóhanns Óla Hilm- arssonar í kaffistofu Menning- arverstöðvarinnar opin á sama tíma. Myndlist á Stokkseyri Lista- og menningarverstöðin Hólmaröst á Stokkseyri. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 70 ÁRA afmæli. Laugardaginn 26.mars verður sjötugur Garðar Jökulsson, Löngumýri 57, Garðabæ. KVIKMYNDASAFN Íslands sýnir á laugardag kl. 16 eina af þekktari myndum ástralska leikstjórans Pet- er Weir og jafnfram þá fyrstu sem hann gerði í Ameríku, The Witness eða Vitnið. Í þessari spennumynd, sem skartar stjörnum eins og Harri- son Ford og Kelly McGillis segir frá lögreglumanninum John Book, sem rannsakar morðmál þar sem Amish- drengurinn Samuel er eina vitnið. Þegar spjótin beinast að yfirmönn- um í lögreglunni verða Book og Samuel að flýja borgina. Fyrir at- beina Rachel, móður Samuels, fær Book skjól hjá Amish-fólkinu. Vitnið í Bæjarbíói
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.