Morgunblaðið - 24.03.2005, Blaðsíða 10
10 FIMMTUDAGUR 24. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
ÞAÐ var létt yfir stuðnings-
mönnum Bobbys Fischers skák-
meistara, þegar þeir hittust í Þjóð-
menningarhúsinu í hádeginu í gær
til að bera saman bækur sínar og
meta stöðuna. Þeir voru bjartsýnir
á að Fischer yrði kominn til Ís-
lands seint í kvöld.
„Ég er ánægður með það sem
þegar hefur náðst en þetta er ekki
búið fyrr en hann er kominn hing-
að til lands,“ sagði Sæmundur
Pálsson, vinur og stuðningsmaður
Fischers.
Fram kom í spjalli blaðamanns
við stuðningsmennina í gær að
Sæmundur hefði átt sérstaklega
annríkt síðustu daga. Mál Fischers
hefði vakið athygli víða um heim
og segist Sæmundur m.a. hafa tal-
að við fréttamann Reuters. Aðrir í
hópnum segja að Sæmundur sé sí-
fellt í símanum. Þeir gantast með
það að hann sé ekki lengur kall-
aður „Sæmi“ heldur „Sími.“ Þeir
bæta því við að hann sé heldur
ekki lengur kallaður „Sæmi rokk“
heldur „Sæmi sendiherra“.
Ætlar að hitta Fischer
í Kaupmannahöfn
Stuðningsmenn Fischers hér á
landi telja að honum verði sleppt
úr innflytjendabúðunum í Japan í
nótt, þ.e. um miðnætti að íslensk-
um tíma. Hann yrði í kjölfarið
fluttur út á Narita-flugvöll í Tók-
ýó, þaðan sem hann tæki vél til
Kaupmannahafnar og yrði þá
kominn þangað síðdegis í dag. Sæ-
mundur gerði ráð fyrir því að
halda til Kaupmannahafnar í
morgun til að hitta Fischer þar
svo þeir geti tekið saman kvöldvél-
ina heim til Íslands. Sæmundur
býst við því að Miyoko Watai, unn-
usta Fischers, komi með honum
hingað til lands. Fischer mun
ferðast á bráðabirgðavegabréfi
sem sendiherra Íslands í Japan
hefur látið útbúa.
„Fögnum ekki endanlega
fyrr en hann er kominn“
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stuðningsmenn Fischers voru kátir þegar þeir hittust í Þjóðmenningarhúsinu í gær til að ræða stöðuna. F.v. Ingv-
ar Ásmundsson, Einar S. Einarsson, Sæmundur Pálsson, Magnús Skúlason og Guðmundur G. Þórarinsson.
ÞÓRÐUR Ægir Óskarsson,
sendiherra Íslands í Japan, seg-
ir að japanskir fjölmiðlar hafi
sýnt málefnum Bobby Fischers
skákmeistara mikinn áhuga,
eftir að hann fékk íslenskan rík-
isborgararétt. Allir helstu fjöl-
miðlar Japans hafi fjallað um
málið síðustu daga. Mikið sé
hringt í íslenska sendiráðið til
að fá nánari upplýsingar.
Aðspurður kveðst Þórður
meta það svo að umfjöllunin sé
tiltölulega jákvæð fyrir Ísland.
„Ísland hefur ekki fengið neina
neikvæða umfjöllun út á þetta,“
segir hann.
Verði ykkur
Fischer að góðu
Fjölmiðlar víðar um heim
hafa einnig fjallað um nýfeng-
inn ríkisborgararétt Fischers
hér á landi. Mátti m.a. sjá fréttir
um málið á forsíðum norrænna
fréttavefja í gær.
Þá var fjallað um málið í leið-
ara bandaríska blaðsins Rocky
Mountain News, sem gefið er út
í Denver. Fyrirsögn leiðarans
var: „Takk, Íslendingar, verði
ykkur Fischer að góðu.“ Í
blaðinu segir að með því að taka
Fischer séu Íslendingar að
leysa vandamál bæði fyrir Jap-
ana og Bandaríkjamenn. Þar er
honum lýst sem „óknytta-
skákstrák og gyðingahatara“.
Síðan segir: „Fischer hatar
Bandaríkin og vildi greinilega
ekki snúa hingað aftur. Nú get-
ur hann alltaf farið til Reykja-
víkur. Þakka ykkur fyrir, Ís-
lendingar, verði ykkur hann að
góðu.“
Helstu fjöl-
miðlar Japans
hafa fjallað
um Fischer
DAVÍÐ Oddsson utanríkisráðherra
kveðst vera ánægður með að Bobby
Fischer losni úr prísundinni í Japan
fyrir atbeina Íslendinga. Í samtali við
Morgunblaðið í gær minnti Davíð á að
frumkvæðið að afskiptum Íslendinga
af málinu hafi komið frá Fischer sjálf-
um. „Hann leitaði til okkar upphaf-
lega og hefur bersýnilega talið að
kannski væri ríkari velvilji í hans garð
hér heldur en annars staðar af sögu-
legum ástæðum,“ sagði Davíð.
Í fyrstu hafi Fischer óskað eftir
dvalarleyfi, sem var veitt eftir nokkra
umhugsun. Það hafi verið auðveldara
skref en að veita honum ríkisborgara-
rétt. Fara verði mjög varlega með
ríkisborgararétt, því hann sé heilagur
réttur hvers ríkis og vandmeðfarinn.
Sérstaða máls Fischers hafi verið
metin svo mikil að það hafi verið talið
verjandi að veita honum íslenskan
ríkisborgararétt. „Þá er rétt að hafa í
huga að það var enginn raunveruleg-
ur ágreiningur um það í Alþingi að
gera þetta með þessum hætti. Engin
atkvæði á móti, aðeins tveir sátu hjá,“
sagði Davíð.
Engar sérstakar ráðstafanir
Íslenska ríkið mun ekki grípa til
neinna sérstakra ráðstafana vegna
Fischers þegar hann kemur hingað til
lands. Davíð segir stjórnvöld líta svo á
að nú hafi Fischer fengið íslenskt rík-
isfang og eigi að bjarga sér eins og
aðrir Íslendingar og hegða sér sem
slíkur. „Hvort hann kýs að dvelja hér
eða ekki er önnur saga,“ sagði Davíð.
„Við þekkjum handboltamann af kúb-
önskum uppruna og þann góða mann
Ashkenazy sem dvelja annars staðar
og hafa íslenskt ríkisfang.“ Aðspurð-
ur sagðist Davíð ekki hafa heyrt neitt
um hvar Fischer hyggst setjast að, en
sagði að ef til vill kunni hann betur við
sig í meira fjölmenni en hér er.
Stjórnvöld munu ekki heldur efna
til sérstakrar móttöku vegna komu
Fischers. Sagðist Davíð gera ráð fyrir
að skákmenn og aðrir áhugamenn
geri það. „Við munum sjá um að
sendiráðsstarfsmenn okkar í Tókýó
og Kaupmannahöfn sjái til þess að allt
sé í fínasta lagi.“
Orðið er frjálst
Fischer hefur verið mjög yfirlýs-
ingaglaður á stundum. Skyldi utan-
ríkisráðherra óttast að það eigi eftir
að koma okkur í koll?
„Hér er það svo að orðið er frjálst,“
sagði Davíð. „En við óskum eftir því
að hann, eins og aðrir Íslendingar,
fari gætilega með þann rétt og særi
ekki menn að óþörfu. Að því leyti gild-
ir sama regla um hann og alla aðra.“
Davíð sagði ekkert hafa heyrst frá
Bandaríkjamönnum varðandi mál
Fischers frá því þeir lýstu vonbrigð-
um sínum með ákvörðun íslenskra
stjórnvalda. Davíð kvaðst vona að
Bandaríkjamenn skilji hvað vakir fyr-
ir Íslendingum með því að liðsinna
Fischer.
„Það vakir svo sannarlega ekki fyr-
ir okkur að styggja eða áfellast vini
okkar Bandaríkjamenn á nokkurn
hátt. Hann [Fischer] bar sig upp við
okkur og við litum á málið. Þau mál
sem uppi eru [gagnvart Fischer] eru
ekki refsiverð samkvæmt íslenskum
lögum. Ef svo hefði verið hefðum við
ekki brugðist svona við,“ sagði Davíð.
Davíð Oddsson utanríkisráðherra
Ánægður með að
Fischer losnar
úr prísundinni
DAVÍÐ Oddsson utanríkisráðherra
las í gær 50. Passíusálm í Graf-
arvogskirkju, en sálmurinn ber yf-
irskriftina Um varðhaldsmennina.
Lesturinn var liður í helgistund
undir yfirskriftinni „Á leiðinni
heim“. Hafa stundirnar verið
haldnar í kirkjunni kl. 18 alla virka
daga föstunnar, allt frá öskudegi 9.
febrúar sl. þar til í gær að komið
var að síðasta sálminum.
Séra Vigfús Þór Árnason sókn-
arprestur sagði að alls hafi 30 þing-
menn, og þar af margir ráðherrar,
komið og lesið upp úr Passíusálm-
unum á helgistundunum í Grafar-
vogskirkju.
Morgunblaðið/Þorkell
Davíð las um
varðhalds-
mennina
RÍKISKAUP verða að sníða kröf-
ur í útboðum að almennum reglum
og mega aldrei gerast sértæk með
því t.d. að taka eitt ákveðið útboð
og sníða það að ákveðnum bjóð-
anda að sögn Guðmundar Hann-
essonar, forstöðumanns ráðsgjafa-
sviðs Ríkiskaupa, um ISO staðal
sem Ríkiskaup nota í útboði á end-
urbótum og breytingum á varð-
skipum Landhelgisgæslunnar.
Guðmundur segir að með því að
gerast sértækir í útboðum væru
starfsmenn Ríkiskaupa að brjóta
eigin reglur.
„Við setjum ákveðnar lágmarks-
kröfur sem við vonumst auðvitað
til að sem flestir uppfylli,“ segir
hann. „Ef við myndum laga kröf-
urnar að ákveðnum bjóðanda vær-
um við um leið að útiloka aðra
bjóðendur sem hugsanlega væru
jafngóðir. Við verðum því alltaf að
gæta jafnræðis milli bjóðenda
þannig að allir sitji við sama borð
og fái sömu upplýsingar.“
Hann segir Landhelgisgæslunni
mjög í mun að fá góðan bjóðanda
og með því eru gerðar almennar
kröfur og sérstakar kröfur til að
sinna vandasömu verki.
Í stuttu máli gengur ISO-stað-
allinn út á kröfur um það hvernig
verklagi skuli háttað að sögn Guð-
mundar. Staðallinn stendur fyrir
ákveðnar lágmarkskröfur sem
hver og einn verður að uppfylla til
að fá vottun á verklagið. Sem
dæmi um kröfur í ISO-staðlinum
nefnir Guðmundur skjalfest vinnu-
brögð, þ.e. hvernig eigi að vinna
ákveðna hluti og að vinnubrögðin
séu rekjanleg. Með því móti er
hægt að sjá hvort hlutirnir hafi
verið unnir samkvæmt því verklagi
sem ákveðið var. „Þetta er gert til
að tryggja að hlutirnir séu alltaf
unnir á sama hátt, annars vegar á
þann hátt sem samræmist stöðl-
unum og hins vegar því verklagi
sem notað er á hverjum stað.“
Verða að sníða útboðskröf-
ur að almennum reglum
SMEKKUR fyrir páskaeggjum
minnkar víst lítið með aldrinum
og var heimilisfólk á Hrafnistu-
heimilunum að vonum ánægt þeg-
ar forráðamenn Eimskips færðu
því glaðning í tilefni páskanna, en
með þeim hætti vildi fyrirtækið
þakka þá frábæru umönnun sem
fjöldi fyrrverandi sjómanna félags-
ins hafi notið á Hrafnistu um ára-
tuga skeið.
Baldur Guðnason, forstjóri Eim-
skips, og Guðmundur Hallvarðs-
son, formaður Sjómannadagsráðs
– sem starfrækir Hrafnistuheim-
ilin, afhentu heimilismönnum á
Hrafnistu í Reykjavík páskaegg,
en aðrir tóku að sér að fara í
Hrafnistu í Hafnarfirði. Auk
þeirra fékk heimilisfólk í Víðinesi
og Vífilsstöðum páskaegg, en þessi
heimili eru starfrækt af Hrafnistu-
heimilunum.
Gáfu páskaegg á Hrafnistu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, afhenti Eyjólfi Valgeirssyni páska-
egg, en Eyjólfur er einmitt jafn gamall Eimskipafélaginu, 91 árs gamall.