Morgunblaðið - 24.03.2005, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.03.2005, Blaðsíða 45
Páskar í Fella- og Hólakirkju Á FÖSTUDAGINN langa, 25. mars, verður föstumessa kl. 17. Prestur er sr. Svavar Stefánsson. Píslarsagan lesin. Kór Fella- og Hólakirkju syngur passíusálma og aðra föstu- tónlist. Einsöngvari er Sólveig Sam- úelsdóttir og einleikari á óbó er Pet- er Tompkins. Á páskadag, 27. mars, er hátíð- armessa kl. 8. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson prédikar og sr. Svavar Stefánsson þjónar fyrir altari. Kór Fella- og Hólakirkju leiðir söng, ein- söngvarar eru Margrét Einars- dóttir, Sólveig Samúelsdóttir og Stefán Sigurjónsson. Boðið er upp á heitt súkkulaði og brauð að messu lokinni. Tónlistarflutningur í Hafnarfjarðarkirkju VIÐ kvöldmessu á skírdag kl. 20 mun unglingakór Hafnarfjarð- arkirkju syngja undir stjórn Helgu Loftsdóttur. Við guðsþjónustu kl. 14 föstudag- inn langa munu þær Gréta Jóns- dóttir og Hrönn Hafliðadóttir mezzosópranar syngja tvísöng. Við árdegis- og hátíðarguðsþjón- ustu kl. 08 á páskadag leiðir kór Hafnarfjarðarkirkju safnaðarsöng og syngur ásamt Óperukór Hafn- arfjarðar, Páskakór, úr óperunni Cavaliera rusticana eftir Mascagni, undir stjórn Elínar Óskar Ósk- arsdóttur við undirleik Antoníu He- vesi. Eftir guðsþjónustuna er boðið til morgunverðar í Hásölum. Páskavaka í Landakoti LAUGARDAGINN 26. mars kl. 22.00: Aðfaranótt páska er helgasta nótt í kirkjuári. Það er fyrst um sinn dimmt í kirkjunni. Þá verður kveiktur páskaeldur og af honum er kveikt á páskakerti sem tákn fyrir upprisu Jesú Krists. Allt frá fornu fari voru fullorðnir trúnemar teknir upp í kirkju með skírn og fermingu í páskanótt. Að þessu sinni megum við gleðj- ast yfir því að 7 fullorðnir eru teknir upp í móðurkirkju að trúfræðslu lokinni auk eins fermingardrengs sem getur ekki tekið þátt í ferming- armessu unglinga 10. apríl næst- komandi. Ásamt öllum söfnuði munu trú- nemarnir endurnýja skírnarheit sín sem þeir eða skírnarvottar þeirra ásamt foreldrum þeirra unnu fyrst í lúterskum sið. Að því búnu mun biskupinn sjálf- ur veita þeim fermingarsakramenti með yfirlagningu handa og smurn- ingu með krismuolíu. Passíusálmar síra Hallgríms lesnir í Selfosskirkju Á FÖSTUDAGINN langa verða Passíusálmar síra Hallgríms Pét- urssonar lesnir í heild sinni í Sel- fosskirkju. Lesturinn hefst kl. 13 og er áætlað að honum ljúki fyrir mið- aftan. Margir flytjendur taka þátt í lestrinum. Stjórnandi verður sem fyrr Eyvindur Erlendsson leikstjóri. Hinn góðkunni leikari, Karl Guð- mundsson, sem flutt hefur sálmana í Ríkisútvarpinu nú á föstunni, er meðal lesara. Þá leikur Haukur Guðlaugsson, söngmálastjóri þjóð- kirkjunnar, á orgel. Kirkjugestir koma og fara að vild. Hittumst heil! Gunnar Björnsson sóknarprestur. Páskar í Ástjarnarsókn MESSA á páskadagsmorgni og „Pálínuboð“ verður kl. 8. Árrisult sóknarfólk er hvatt til að hafa með sér uppáhaldsmorgunverðinn til kirkju og snæða með okkur að messu lokinni. Kaffi og nokkurt meðlæti verður í boði sókn- arnefndar. Sóknarprestur er sr. Carlos Ferrer og tónlistarstjóri er Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Ástjarnarsókn nær yfir Ásland og Velli í Hafnarfirði. Safnaðarstarf er m.a. vikulegt barnastarf á sunnu- dögum kl. 11, mánaðarlegar guðs- þjónustur kl. 20 og kóræfingar á miðvikudögum kl. 19.30 í Ásvöllum, íþróttaheimili Hauka. Auk þess fer fram barna og æsku- lýðsstarf í samvinnu við tómstunda- heimilið Ásinn í Áslandsskóla, og nær það til barna á aldrinum 7–15 ára. Bænadagar og páskar í Hallgrímskirkju Á SKÍRDAGSKVÖLD verður kvöld- messa í Hallgrímskirkju kl. 20. Sr. Sigurður Pálsson prédikar og þjón- ar fyrir altari ásamt sr. Jóni Dalbú Hróbjartssyni. Í lok athafnarinnar verður Getsemanestund, en þá er altarið afskrýtt um leið og 22. sálm- ur Davíðs er lesinn, en söfnuðurinn gengur út úr kirkjunni í myrkri til að undirstrika boðskap bænadag- anna. Á föstudaginn langa verður guðs- þjónusta kl. 11 í umsjá sr. Jóns D. Hróbjartssonar, en kl. 13.30–19 verða Passíusálmar Hallgríms Pét- urssonar lesnir. Að þessu sinni munu unglingar lesa sálmana, en þeir eiga það sameiginlegt að hafa sigrað í lestrarkeppni grunnskól- anna á undanförnum árum. Milli lestra mun Björn Steinar Sólbergs- son leika á orgel kirkjunnar. Árdegismessa verður kl. 08 á páskadag. Sr. Jón Dalbú Hróbjarts- son prédikar og þjónar fyrir altari, og kl. 11 verður hátíðarmessa, þar prédikar sr. Sigurður Pálsson og þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni D. Hróbjartssyni. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur í öllum messum bænadaga og páska. Björn Steinar Sólbergs- son leikur á orgelið og stjórnar kórnum. Á páskadag kl. 14 verður ensk messa í umsjá sr. Bjarna Þórs Bjarnasonar. Annan dag páska verður hátíð- armessa kl. 11 með fermingu, báðir prestarnir þjóna og Mótettukórinn syngur undir stjórn Björns Steinars Sólbergssonar. Ensk páskamesssa í Hallgrímskirkju Á PÁSKADAG, 27. október, nk. kl. 14 verður haldin ensk messa í Hall- grímskirkju. Prestur verður sr. Bjarni Þór Bjarnason. Organisti verður Björn Steinar Sólbergsson. Guðrún Finnbjarnardóttir mun leiða almennan safnaðarsöng. Fjórða árið í röð er boðið upp á enska messu í Hallgrímskirkju síð- asta sunnudag hvers mánaðar. Service in English SERVICE in English at the Church of Hallgrímur (Hallgrímskirkja). Easter Sunday, 27th of March, at 2 pm. Holy Communion. Celebrant and Preacher: The Revd Bjarni Thor Bjarnason. Organist: Björn Steinar Sólbergsson. Leading sin- ger: Guðrún Finnbjarnardóttir. Páskar í Akraneskirkju HÁTÍÐARGUÐSÞJÓNUSTA verð- ur í Akraneskirkju á páskadag kl. 8 árdegis. Allur kirkjukórinn syngur. Einsöngur: Elfa M. Ingvadóttir. Heitt súkkulaði eftir guðsþjón- ustuna í boði kirkjunefndar. Hátíð- arguðsþjónusta verður kl. 14. Ein- söngur: Laufey Geirsdóttir. Á annan páskadag er hátíðar- guðsþjónusta í Sjúkrahúsi Akraness kl. 10.30 og á Dvalarheimilinu Höfða er hátíðarguðsþjónusta kl. 12.45. MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARS 2005 45 KIRKJUSTARF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.