Morgunblaðið - 24.03.2005, Blaðsíða 45
Páskar í Fella-
og Hólakirkju
Á FÖSTUDAGINN langa, 25. mars,
verður föstumessa kl. 17. Prestur er
sr. Svavar Stefánsson. Píslarsagan
lesin. Kór Fella- og Hólakirkju
syngur passíusálma og aðra föstu-
tónlist. Einsöngvari er Sólveig Sam-
úelsdóttir og einleikari á óbó er Pet-
er Tompkins.
Á páskadag, 27. mars, er hátíð-
armessa kl. 8. Sr. Guðmundur Karl
Ágústsson prédikar og sr. Svavar
Stefánsson þjónar fyrir altari. Kór
Fella- og Hólakirkju leiðir söng, ein-
söngvarar eru Margrét Einars-
dóttir, Sólveig Samúelsdóttir og
Stefán Sigurjónsson. Boðið er upp á
heitt súkkulaði og brauð að messu
lokinni.
Tónlistarflutningur
í Hafnarfjarðarkirkju
VIÐ kvöldmessu á skírdag kl. 20
mun unglingakór Hafnarfjarð-
arkirkju syngja undir stjórn Helgu
Loftsdóttur.
Við guðsþjónustu kl. 14 föstudag-
inn langa munu þær Gréta Jóns-
dóttir og Hrönn Hafliðadóttir
mezzosópranar syngja tvísöng.
Við árdegis- og hátíðarguðsþjón-
ustu kl. 08 á páskadag leiðir kór
Hafnarfjarðarkirkju safnaðarsöng
og syngur ásamt Óperukór Hafn-
arfjarðar, Páskakór, úr óperunni
Cavaliera rusticana eftir Mascagni,
undir stjórn Elínar Óskar Ósk-
arsdóttur við undirleik Antoníu He-
vesi.
Eftir guðsþjónustuna er boðið til
morgunverðar í Hásölum.
Páskavaka
í Landakoti
LAUGARDAGINN 26. mars kl.
22.00: Aðfaranótt páska er helgasta
nótt í kirkjuári. Það er fyrst um sinn
dimmt í kirkjunni. Þá verður
kveiktur páskaeldur og af honum er
kveikt á páskakerti sem tákn fyrir
upprisu Jesú Krists.
Allt frá fornu fari voru fullorðnir
trúnemar teknir upp í kirkju með
skírn og fermingu í páskanótt.
Að þessu sinni megum við gleðj-
ast yfir því að 7 fullorðnir eru teknir
upp í móðurkirkju að trúfræðslu
lokinni auk eins fermingardrengs
sem getur ekki tekið þátt í ferming-
armessu unglinga 10. apríl næst-
komandi.
Ásamt öllum söfnuði munu trú-
nemarnir endurnýja skírnarheit sín
sem þeir eða skírnarvottar þeirra
ásamt foreldrum þeirra unnu fyrst í
lúterskum sið.
Að því búnu mun biskupinn sjálf-
ur veita þeim fermingarsakramenti
með yfirlagningu handa og smurn-
ingu með krismuolíu.
Passíusálmar
síra Hallgríms
lesnir í Selfosskirkju
Á FÖSTUDAGINN langa verða
Passíusálmar síra Hallgríms Pét-
urssonar lesnir í heild sinni í Sel-
fosskirkju. Lesturinn hefst kl. 13 og
er áætlað að honum ljúki fyrir mið-
aftan.
Margir flytjendur taka þátt í
lestrinum. Stjórnandi verður sem
fyrr Eyvindur Erlendsson leikstjóri.
Hinn góðkunni leikari, Karl Guð-
mundsson, sem flutt hefur sálmana í
Ríkisútvarpinu nú á föstunni, er
meðal lesara. Þá leikur Haukur
Guðlaugsson, söngmálastjóri þjóð-
kirkjunnar, á orgel. Kirkjugestir
koma og fara að vild. Hittumst heil!
Gunnar Björnsson sóknarprestur.
Páskar
í Ástjarnarsókn
MESSA á páskadagsmorgni og
„Pálínuboð“ verður kl. 8. Árrisult
sóknarfólk er hvatt til að hafa með
sér uppáhaldsmorgunverðinn til
kirkju og snæða með okkur að
messu lokinni. Kaffi og nokkurt
meðlæti verður í boði sókn-
arnefndar. Sóknarprestur er sr.
Carlos Ferrer og tónlistarstjóri er
Aðalheiður Þorsteinsdóttir.
Ástjarnarsókn nær yfir Ásland og
Velli í Hafnarfirði. Safnaðarstarf er
m.a. vikulegt barnastarf á sunnu-
dögum kl. 11, mánaðarlegar guðs-
þjónustur kl. 20 og kóræfingar á
miðvikudögum kl. 19.30 í Ásvöllum,
íþróttaheimili Hauka.
Auk þess fer fram barna og æsku-
lýðsstarf í samvinnu við tómstunda-
heimilið Ásinn í Áslandsskóla, og
nær það til barna á aldrinum 7–15
ára.
Bænadagar og páskar
í Hallgrímskirkju
Á SKÍRDAGSKVÖLD verður kvöld-
messa í Hallgrímskirkju kl. 20. Sr.
Sigurður Pálsson prédikar og þjón-
ar fyrir altari ásamt sr. Jóni Dalbú
Hróbjartssyni. Í lok athafnarinnar
verður Getsemanestund, en þá er
altarið afskrýtt um leið og 22. sálm-
ur Davíðs er lesinn, en söfnuðurinn
gengur út úr kirkjunni í myrkri til
að undirstrika boðskap bænadag-
anna.
Á föstudaginn langa verður guðs-
þjónusta kl. 11 í umsjá sr. Jóns D.
Hróbjartssonar, en kl. 13.30–19
verða Passíusálmar Hallgríms Pét-
urssonar lesnir. Að þessu sinni
munu unglingar lesa sálmana, en
þeir eiga það sameiginlegt að hafa
sigrað í lestrarkeppni grunnskól-
anna á undanförnum árum. Milli
lestra mun Björn Steinar Sólbergs-
son leika á orgel kirkjunnar.
Árdegismessa verður kl. 08 á
páskadag. Sr. Jón Dalbú Hróbjarts-
son prédikar og þjónar fyrir altari,
og kl. 11 verður hátíðarmessa, þar
prédikar sr. Sigurður Pálsson og
þjónar fyrir altari ásamt sr. Jóni D.
Hróbjartssyni.
Mótettukór Hallgrímskirkju
syngur í öllum messum bænadaga
og páska. Björn Steinar Sólbergs-
son leikur á orgelið og stjórnar
kórnum.
Á páskadag kl. 14 verður ensk
messa í umsjá sr. Bjarna Þórs
Bjarnasonar.
Annan dag páska verður hátíð-
armessa kl. 11 með fermingu, báðir
prestarnir þjóna og Mótettukórinn
syngur undir stjórn Björns Steinars
Sólbergssonar.
Ensk páskamesssa
í Hallgrímskirkju
Á PÁSKADAG, 27. október, nk. kl.
14 verður haldin ensk messa í Hall-
grímskirkju. Prestur verður sr.
Bjarni Þór Bjarnason. Organisti
verður Björn Steinar Sólbergsson.
Guðrún Finnbjarnardóttir mun
leiða almennan safnaðarsöng.
Fjórða árið í röð er boðið upp á
enska messu í Hallgrímskirkju síð-
asta sunnudag hvers mánaðar.
Service
in English
SERVICE in English at the Church
of Hallgrímur (Hallgrímskirkja).
Easter Sunday, 27th of March, at 2
pm. Holy Communion. Celebrant
and Preacher: The Revd Bjarni
Thor Bjarnason. Organist: Björn
Steinar Sólbergsson. Leading sin-
ger: Guðrún Finnbjarnardóttir.
Páskar
í Akraneskirkju
HÁTÍÐARGUÐSÞJÓNUSTA verð-
ur í Akraneskirkju á páskadag kl. 8
árdegis. Allur kirkjukórinn syngur.
Einsöngur: Elfa M. Ingvadóttir.
Heitt súkkulaði eftir guðsþjón-
ustuna í boði kirkjunefndar. Hátíð-
arguðsþjónusta verður kl. 14. Ein-
söngur: Laufey Geirsdóttir.
Á annan páskadag er hátíðar-
guðsþjónusta í Sjúkrahúsi Akraness
kl. 10.30 og á Dvalarheimilinu
Höfða er hátíðarguðsþjónusta kl.
12.45.
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARS 2005 45
KIRKJUSTARF