Morgunblaðið - 24.03.2005, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 24.03.2005, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 24. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú færð snjallar og hagnýtar hugmyndir í vinnunni í dag. Ekki láta draga þig í þrætur um stjórnmál eða trúmál. Naut (20. apríl - 20. maí)  Notaðu daginn til að gera langtímaáætl- anir tengdar börnum, umönnun þeirra og menntun. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Kláraðu það sem ógert er heima. Sam- ræður við fjölskyldumeðlimi eru árang- ursríkar og leiða til góðrar niðurstöðu. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Þú vilt sjá áþreifanlegan árangur í því sem þú tekur þér fyrir hendur í dag og framkvæma á skilvirkan og hagkvæman hátt. Þú vilt ekki kasta neinu á glæ. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ef þú festir kaup á einhverju, verður það hagnýtt, gagnlegt og endingargott. Það sem þú kaupir mun veita ánægju. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Eldri og reyndari vinur gefur þér góð ráð í dag og þér er hollast að leggja eyr- un við. Forðastu rifrildi við fjölskyldu- meðlimi, þau eru ekki þess virði. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú vinnur jafnt og staðfastlega að ein- hverju bakvið tjöldin og aðrir kunna vel að meta framtak þitt. Vertu samt ekki þvermóðskan uppmáluð. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Sérfræðingar eða einstaklingar sem hafa meiri vitneskju en þú um tiltekið efni hafa sitt til málanna að leggja í dag. Þér er hollast að hlusta. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Notaðu daginn til þess að ræða við for- eldra eða yfirboðara um það hvernig þú nýtir aðstöðu þína sem best. Vertu þolin- móður og hlustaðu. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Nú væri upplagt að ræða ferðaáætlanir eða málefni tengd útgáfu, fjölmiðlun eða æðri menntun við maka eða vin. Spáðu í það hvert þig langar að stefna. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Einhver sér leið til að þú komist af með minna. Hlustaðu á ábendingar um það hvernig þú getur hagrætt í vinnunni. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú tekur skyldur þínar gagnvart börn- um og menntun þeirra ákaflega alvar- lega í dag. Foreldri eða yfirboðari gæti hins vegar orðið þér ósammála síðar. Stjörnuspá Frances Drake Hrútur Afmælisbarn dagsins: Einfaldleikinn er þér að skapi, en það þarf ekki að merkja að þú sért grunn- hyggin manneskja. Reyndar ertu djúpt þenkjandi og málar tilveruna litum. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Tónlist Café Rosenberg | Skapti Ólafsson og kombó í kvöld. Ninni Martikainen píanó- leikari og söngkona frá Finnlandi leikur og syngur á Café Rósenberg á föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld. Grindavíkurkirkja | Dagný Þórunn Jóns- dóttir sópran, Rósalind Gísladóttir mezzó- sópran og Frank Kristinn Herlufsen píanó- leikari flytja Stabat Mater eftir Pergolesi og aríur eftir J.S. Bach í Grindavíkurkirkju á 2. í páskum kl. 14. Aðgangur ókeypis. Keflavíkurkirkja | Dagný Þ. Jónsdóttir sópran, Rósalind Gísladóttir mezzó- sópran og Frank K. Herlufsen píanóleikari flytja Stabat Mater eftir Pergolesi og aríur eftir Bach í Keflavíkurkirkju á skírdag kl. 16. Aðgangur ókeypis. Nordica hótel | Blúshátíð í Reykjavík 2005. Hótel Nordica, skírdag, 24. mars kl. 21. Blússöngkonan Deitra Farr frá Chicago og Vinir Dóra, Blúsmenn Andreu. Forsala miða er á Hótel Borg, veitingasal, en miðapantanir og upplýsingar á blues- fest@blues.is og á www.blues.is. Skemmtanir Café Victor | DJ Jón Gestur spilar dans og R’n’B-tónlist að hætti hússins um páskahelgina. Celtic Cross | Hljómsveitin ÉG leikur og spilar í páskastuði á föstudaginn langa og páskadag. Frítt inn. Gaukurinn | Skírdagur: Skuldaband Gauks- ins stígur á stokk kl. 21 og að þessu sinni eru það Geðstirði trúbadorinn, Hinn rauð- hærði Jesús og stuðmaðurinn Stefán. Föstudagurinn langi: DJ maggi á efri og Hljómsveitin Kung Fu á neðri hæð. Laug- ardagur: Hljómsveitin Buff og Árshátíð Gauksins. Páskadagur: Jet Black Joe. Grand rokk | Opnunarteiti Techno.is á föstudaginn langa kl. 23. Fram koma: To- nik, Frank Murder, Dj Ricardo Cuellar, Dj Aldís, Dj Grétar, Exos, Tómas THX. Hótel Húsavík | Sóldögg verður í rokk- stuði á páskadagskvöld. Klúbburinn við Gullinbrú | Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur 25. og 26. mars. Sjallinn, Akureyri | Föstudagurinn langi: Í svörtum fötum. Laugardagur: Papar og Páll Óskar. Páskadagur: Quarashi og Gísli Galdur. Vagninn, Flateyri | Hljómsveitin Hraun! hitar upp fyrir tónleika laugardagsins með partýi í lok föstudagsins langa. Vélsmiðjan, Akureyri | Hljómsveitin Dans á rósum frá Vestmannaeyjum spilar um páskahelgina. Sixties spila á föstudaginn langa. Myndlist Gallerí Skuggi | Anna Jóa og Ólöf Odd- geirsdóttir – Mæramerking II. Gallerí Sævars Karls | Magnea Ásmunds- dóttir – „Augnablikið mitt!“ Innsetning unninn með blandaðri tækni. Gallerí Tukt | Ljós- og stuttmyndir nem- enda í Fornámsdeild Myndlistaskólans í Reykjavík. Gerðuberg | María Jónsdóttir – Gullþræðir. Klippimyndir, verk úr muldu grjóti, olíu- málverk og fleira í Boganum. Ljósberahóp- urinn – Hratt og hömlulaust. Grafíksafn Íslands | Margrét Birgisdóttir sýnir verk sín. Grensáskirkja | Guðbjörg Hákonardóttir (Gugga) sýnir málverk í forsal. Hafnarborg | Jónína Guðnadóttir – lág- myndir og innsetningar í aðalsal. Barbara Westmann – Adam og Eva og Minn- ismyndir frá Vestmannaeyjum. Hafnarborg | Hallsteinn Sigurðsson er myndhöggvari marsmánaðar í Hafnarborg. Hallgrímskirkja | Vignir Jóhannsson – Sól- stafir. Hrafnista Hafnarfirði | Gerða Kristín Hammer sýnir akrílmyndir og fleiri list- muni í Menningarsal á fyrstu hæð. Kaffi Karólína | Guðrún Jónsdóttir og Þorbjörg Halldórsdóttir – „Hans einkason- ur“ opnar á laugardag kl. 14. Kaffi Sólon | Auður Inga Ingvarsdóttir form, ljós og skuggar. Listasafn ASÍ | Kristín Sigfríður Garð- arsdóttir – Handleikur. Sigrid Valtingojer – Hörund Jarðar. Listasafn Íslands | Íslensk myndlist 1930 1945 og Rúrí – Archive – endangered wat- ers. Opið frá skírdegi til páskadags kl. 11- 17. Lokað á annan í páskum. Listasafn Reykjanesbæjar | Erlingur Jónsson og samtímamenn. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Nían – Myndasögumessa. Brynhildur Þorgeirs- dóttir – Myndheimur/Visual World. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Hörður Ágústsson – Yfirlitssýning í vest- ursal. Helgi Hjaltalín Eyjólfsson og Pétur Örn Friðriksson – Markmið XI Samvinnu- verkefni í miðrými. Yfirlitssýning á verkum Kjarvals í austursal. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Bára ljós- myndari – Heitir reitir. Norræna húsið | Maya Petersen Overgärd – Hinsti staðurinn. Samsýningin Farfugl- arnir. Lokað frá Skírdegi fram á þriðjudag. Safn | Ingólfur Arnarsson – Teikningar. Samsýning listamanna frá Pierogi Gallerí í New York. Thorvaldsen Bar | Ásta Ólafsdóttir – Hug- arheimur Ástu. Söfn Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra- steinn – hús skáldsins er opið frá kl. 10–17. Skemmtileg og fræðandi hljóðleiðsögn um húsið, margmiðlunarsýning um ævi skálds- ins og fallegt umhverfi. Sími 586 8066 netfang: gljufrasteinn@gljufrasteinn.is. Þjóðmenningarhúsið | Handritin, Þjóðminjasafnið – Svona var það, Heima- stjórnin 1904. Hallgrímur Pétursson (1614–1674) er skáld mánaðarins í Þjóðmenningarhúsinu. Hall- grímur er eitt fremsta skáld Íslendinga fyrr og síðar. Sýningin gefur innsýn í verk hans og útgáfur á þeim hér á landi og er- lendis og þann innblástur sem þau veita listamönnum, ekki síst í nútímanum. Drep- ið er á æviatriði Hallgríms og staldrað við atburði sem marka hvörf í hans ferli. Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning Þjóðminjasafnsins, Þjóð verður til – menn- ing og samfélag í 1200 ár. Ómur, Landið og þjóðin í íslenskri hönnun. Ljósmyndasýn- ingarnar Í vesturheimi 1955, ljósmyndir Guðna Þórðarsonar, og Íslendingar í Ricc- ione, ljósmyndir úr fórum Manfroni- bræðra. Opið kl 11–17. Fréttir Aðalþjónustuskrifstofa Al-Anon | Aðal- þjónustuskrifstofa Al-Anon er opin þrið. og fim. kl. 13–16. Al-Anon er félagsskapur karla, kvenna og unglinga sem hafa orðið fyrir áhrifum af drykkju ættingja eða vina. Alateen er félagsskapur unglinga sem hef- ur orðið fyrir áhrifum vegna drykkju ann- arra. Fundir GSA á Íslandi | GSA-fundur kl. 20.30, Tjarnargötu 20. GSA er hópur fólks sem hefur leyst vandamál sín tengd mat. Verið velkomin. www.gsa.is. Fyrirlestrar Þjóðmenningarhúsið | Fyrirlestur um gömlu lögin við Passíusálmana í Þjóð- menningarhúsinu 24. mars kl. 15–16. Smári Ólason tónlistarfræðingur rekur sögu gömlu laganna við Passíusálmana og spilar þau í hljóðritunum sem til eru. Pass- íusálmarnir sem komu út árið 1666 voru lengi sungnir á hverju heimili á föstunni, en í seinni tíð hafa þeir verið lesnir. Kynning Aðalþjónustuskrifstofa Al-Anon | Al- Anon/Alateen verður með bóksölu og upplýsingabás á afmælisfundi AA á föstu- daginn langa frá kl. 19.30. Heilsustofnun NLFÍ | Baðhús Heilsustofn- unar er opið á laugardögum frá kl. 10–18. Þar er sundlaug, blaut- og þurrgufa, heitir pottar og víxlböð. Einnig leirböð, heilsu- böð og sjúkranudd sem þarf að panta fyrirfram. Matstofan er opin alla daga. Upplýsingar í síma 846 0758 virka daga kl. 8–16. Námskeið Gigtarfélag Íslands | Sex kvölda sjálfs- hjálparnámskeið fyrir fólk með gigt og að- standendur þess hefst þriðjudaginn 29. mars. Farið verður í þætti sem tengjast daglegu lífi með gigtarsjúkdóma og hvað hægt er að gera til að bæta líðan sína. Skráning á námskeiðið er á skrifstofu fé- lagsins í síma 530 3600. www.ljosmyndari.is | Fjarnám hentar ágætlega þeim sem búa úti á landi. Nem- endur fá eigin vefsíðu og eru í tengslum við sinn leiðbeinanda í gegnum tölvupóst. Þeir fá ljósmyndverkefni og krossapróf auk mikils fróðleiks um ljósmyndun, allt á íslensku. Skráning á námskeiðið í gangi allt árið á vefsíðunni www.ljosmyndari.is. Útivist Ferðafélagið Útivist | Á fimmtudögum er farið kl. 18 frá bílastæði við austurenda göngubrúarinnar yfir Kringlumýrarbraut í Fossvogi og gengið vestur með Öskjuhlíð, um Nauthólsvík og út í Skerjafjörð. Páska- ferð í Bása 26.–29. mars. Brottför kl. 9. Ferð til Ólafsfjarðar 24.–28. mars. Farið verður á Reykjaheiði, Burstarbrekkudal, upp á Lágheiði og Skeggjabrekkudal. Farið verður á Esjufjöll í Vatnajökli 24.–28. mars. Sjálfboðaliðasamtök um náttúruvernd | SJÁ efna til léttrar gönguferðar laug- ardaginn fyrir páska þ. 26. mars. Farið verður frá Strætisvagnaskýlinu í Mjódd kl. 11. Kirkjubæjarstofa | Um páskana er dag- skráin Sigur lífsins á Kirkjubæjarklaustri Um er að ræða sögufræðslu, tónlist, úti- vist og helgihald. Dagskráin hefst á skír- dagskvöld með messu í Kapellunni á Klaustri og lýkur með göngu á páskadags- morgun frá Kirkjubæjarklaustri að hátíð- armessu á Prestsbakka. Laugardalurinn | Stafgöngunámskeið í Laugardal kl. 17.30. Skráning og nánari upplýsingar á www.stafganga.is og gsm: 616 8595 og 694 3471. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 glymja, 4 veita ráðningu, 7 tíu, 8 óbeit, 9 hamingjusöm, 11 keipur, 13 fræull, 14 tæla, 15 þekking, 17 málmur, 20 bókstafur, 22 talaði um, 23 íshúð, 24 veslast upp, 25 sjúga. Lóðrétt | 1 stúfur, 2 slátr- að, 3 forar, 4 mas, 5 dóna, 6 ágóði, 10 óskar eftir, 12 reið, 13 hryggur, 15 dreng, 16 súrefnið, 18 byggt, 19 malda í móinn, 20 gufusjóða, 21 auðugt. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 fjandmenn, 8 fátíð, 9 liðið, 10 ill, 11 skips, 13 aumur, 15 lafði, 18 alger, 21 lof, 23 skell, 23 tíndi, 24 kinn- ungur. Lóðrétt | 2 jötni, 3 næðis, 4 molla, 5 náðum, 6 ofns, 7 æður, 12 peð, 14 ull, 15 last, 16 freri, 17 illan, 18 aftan, 19 gengu, 20 reit.  Hin ólíku sjónarhorn. Norður ♠Á965 ♥4 ♦KD9632 ♣75 Vestur Austur ♠KDG8 ♠10432 ♥865 ♥Á9 ♦G4 ♦10875 ♣D962 ♣K103 Suður ♠7 ♥KDG10732 ♦Á ♣ÁG84 Sjónarhornin í brids eru fjögur – eitt úr hverri höfuðátt. Viðfangsefnið er vissulega hið sama, en enginn einn spil- ari sér alla heildarmyndina. Þessi aug- ljósa staðreynd liggur að baki allri blekkispilamennsku. Setjum okkur í spor suðurs, sem verður sagnhafi í fjórum hjörtum og fær út spaðakóng. Hvernig á hann að spila? Níu slagir fást á kröftum, en útspilið tekur strax innkomu blinds á spaðaás, sem þýðir að tígulhjónin nýtast ekki sem skyldi. Er eitthvað til ráða? Fræðilega þenkjandi spilarar sjá að eina „ekta“ vinningsvonin er sú að lauf- hjónin komi niður önnur eða þriðju. Hagsýnir spilarar hugsa á annan veg. Þeir þekkja leyndardóminn um sjón- arhornin fjögur og dúkka fyrsta slaginn! Vestur fær sem sagt fyrsta slaginn á spaðakóng. Ef hann spilar einhverju öðru en spaða í öðrum slag fer samning- urinn tvo niður. En því skyldi hann ekki halda áfram með spaðann – sagnhafi færi varla að dúkka með einspil? Við sjáum hvað gerist ef vestur spilar spaða áfram. Sagnhafi tekur með spaða- ás og hendir tígulás heima. Tekur svo KD í tígli og tryggir sér tíu slagi. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Staður og stund á mbl.is. Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að finna á Staður ogstund undir Fólkið á mbl.is Meira á mbl.is LISTVINAFÉLAG Hallgrímskirkju hefur tekið höndum saman við aðstandendur Stóru upplestrarkeppninnar um flutning á Passíusálmum Hallgríms Péturssonar í Hallgrímskirkju á morgun, föstudaginn langa. Flytjendur verða 25 fyrrverandi verðlaunahafar úr keppninni, á aldrinum 13-18 ára. Flutningurinn hefst klukkan 13.30 og stendur fram eftir degi með fjór- um hléum. Í hléunum leikur Björn Steinar Sólbergsson á Klais-orgel kirkjunnar. Öll- um er heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Stóra upplestrarkeppnin í 7. bekk fór af stað í Hafnarfirði veturinn 1996-1997 og er nú orðin stærsta skólaþróunarverkefni á Íslandi með þátttöku nánast allra skóla á landinu. Verkefnið hefst ár hvert á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember, og lýkur með upplestrarhátíðum í hverju héraði í mars eða apríl. Hin síðari ár hafa hátíð- irnar verið þrjátíu eða fleiri. Á hverju ári koma um 400 nemendur fram fyrir hönd síns skóla og milli 90 og 100 nemendur fá sérstök verðlaun. Kennarar sem þátt taka í verkefninu leiðbeina nemendum um vandaðan upplestur og framsögn og gefa hverjum og einum tækifæri til að koma fram og þroskast í að flytja texta. Ungir upplesarar fara með Passíusálmana í Hallgrímskirkju TILFINNINGATORGIÐ verður á Hressó á laugardag kl. 14 -16, en þar býðst gestum og gangandi að tjá tilfinningar sínar. Elísabet Jök- ulsdóttir, stofnandi og hugmynda- smiður Tilfinningatorgsins segir að komið hafi í ljós að fólk tjái tilfinn- ingar sínar á misjafnan hátt þótt það sé á sjálfu Tilfinningatorginu. Sumir tali opinskátt en hjá öðrum kraumi tilfinningarnar undir. „Tilfinningar veita okkur innsæi í sálarlíf okkar, og gera okkur greindari, við verðum betur í stakk búin að meta hugmyndir okkar og umhverfi,“ segir Elísabet. „Stjórn eða bæling tilfinninga er tvennt ólíkt. Við verðum að stjórna tilfinningum okkar, það er vont að bæla þær. Stjórn og bæling er tvennt ólíkt.“ Tilfinningatorgið á Hressó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.