Morgunblaðið - 24.03.2005, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 24.03.2005, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR 24. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ JÓHANNESARPASSÍAN eftir J.S. Bach verður flutt í Langholtskirkju á morgun, föstudaginn langa, kl. 16, af kór og kammersveit kirkjunnar undir stjórn Jóns Stefánssonar. Ein- söngvarar í verkinu eru Ólöf Kol- brún Harðardóttir sópran, Dóra Steinunn Ármannsdóttir alt, Þor- björn Rúnarsson tenór, Bergþór Pálsson bassi og Ágúst Ólafsson bassi, en konsertmeistari er Júlíana Elín Kjartansdóttir. „Þetta er eitt magnaðasta verk sem hægt er að flytja á þessum tíma árs. Píslarsagan, sem maður hefur heyrt fyrr um daginn í messunni samkvæmt Jóhannesarguðspjalli, er þarna sögð frá upphafi til enda í tón- um,“ segir Jón Stefánsson kórstjóri. „Síðan er staldrað við annað slagið í frásögninni og efni hennar hugleitt í kórum og aríum, en í þessu verki eru auðvitað einnig margar stórkostlega fallegar útsetningar á sálmum sem falla alveg að sögunni og margir kannast við, t.d. lagið við íslenska sálminn Ó, höfuð dreyra drifið.“ Kór Langholtskirkju hefur flutt Jóhannesarpassíu margsinnis áður. „Þetta er verk sem margir í kórnum kunna, en margir eru líka að syngja þetta í fyrsta sinn. En það er alltaf jafngaman að takast á við þetta stór- brotna verk.“ Tónleikarnir verða endurteknir laugardaginn 2. apríl kl. 18. Morgunblaðið/Þorkell Píslarsagan í tónum „ÉG ER sita, sita sita (sí-ta), hrópaði yngri dóttir mín hástöfum eld- snemma að morgni sex ára afmæl- isdags síns og lét sig engu skipta þótt aðrir í fjölskyldunni hefðu kosið að sofa lengur þennan fallega laug- ardagsmorgun. Við foreldrarnir nudduðum orðlaust stírurnar úr augunum þar til annað okkar áttaði sig og upplýsti hitt um að fram- andlegt orðfæri afmælisbarnsins mætti líklega rekja til kvöldlesning- arinnar kvöldið áður. Þó að telpan væri löngu búin að læra að telja upp á 10 hafði hún nefnilega uppástaðið að heyra nýjustu bókina í bókahill- unni Við fórum öll saman í safaríferð eina ferðina enn. Flestir foreldrar þekkja hvernig ung börn drekka í sig fróðleik um bók- og tölustafi. Gallinn er bara sá að oft verða slíkar bækur einhæf og jafnvel þreytandi lesning fyrir hina fullorðnu – einkum þegar sama bók- in er lesin fyrir hvert barnið á fætur öðru í stórum systkinahópi. Aukin fjölbreytni er þó ekki eina ástæðan fyrir því að fagna ber út- komu bókarinnar Við fórum öll sam- an í safaríferð. Sérstaða sögunnar felst í því að í henni fléttast saman fróðleikur um tölur (talnaskilning) og fræðsla um fjarlægt samfélag – nefnilega Masaja í Austur-Afríku. Jafnhliða því að læra fyrstu tölustaf- ina á því ylhýra læra börnin sömu tölustafi á svahíli og kynnast þar að auki nokkrum algengum frumskóg- ardýrum. Aftast fylgja áhugaverðir fróðleiksmolar um menningarheim og staðhætti og nafnavenjur Masaja. Við fórum öll saman í safaríferð er vönduð og fróðleg bók fyrir yngstu bókaormana. Með því að færa sögu- svið á framandi slóðir stuðlar höf- undurinn að aukinni virðingu og áhuga barnanna á framandi sam- félagi. Hann nýtir sér svo þennan jarðveg til að miðla til barnanna upplýsingum á breiðari grunni. Bækur eins og Við fórum öll saman í safaríferð verða fróðleiksfúsum börnum gjarnan hvatning til að leita sér frekari fróðleiks upp á eigin spýtur. Ekki má gleyma því að sagan er römmuð inn með einstaklega fal- legum vatnslitamyndum eftir Juliu Crains. Heitir litir í mjúkum strok- um lokka lesandann á vit framandi menningarheims. Óhætt er að mæla með því að foreldrar og börn skelli sér saman í safaríferð. BÆKUR Barnabók Eftir Laurie Krebs. Julia Cairns mynd- skreytti. Hjörleifur Hjartarson þýddi. Mál og menning, Reykjavík, 2005. Við fórum öll saman í safaríferð Anna G. Ólafsdóttir Fréttasíminn 904 1100 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Stóra svið Miðasalan er opin: Mánud. og þriðjud.:10:00-18:00, mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Lau 2/4 kl 14 – AUKASÝNING Su 3/4 kl 14 – AUKASÝNING Lokasýningar HÉRI HÉRASON e. Coline Serreau Lau 23/4 kl 20, Fö 29/4 kl 20 AUSA eftir Lee Hall - Í samstarfi við LA Fi 31/3 kl 20, Su 3/4 kl 20 Ath: Miðaverð kr 1.500 SEGÐU MÉR ALLT - Taumlausir draumórar? AMERICAN DIPLOMACY eftir Þorleif Örn Arnarsson Í samstarfi við Hið lifandi leikhús Fö 1/4 kl 20 Síðasta sýning SVIK eftir Harold Pinter Samstarf: Á SENUNNI, Sögn ehf og LA. Lau 2/4 kl 20, Lau 9/4 kl 20 Síðustu sýningar HOUDINI SNÝR AFTUR Fjölskyldusýning um páskana Í dag kl 15, Í kvöld kl 20, Lau 26/3 kl 15 - UPPSELT, Lau 26/3 kl 20 SEGÐU MÉR ALLT e. Kristínu Ómarsdóttur Fö 1/4 kl 20, Lau 9/4 kl 20 LEIKHÚSVEISLA FYRIR HÓPA - UPPSKRIFT AÐ SKEMMTILEGU KVÖLDI NÆRING FYRIR SÁL OG LÍKAMA - BÓKIÐ Í TÍMA Kl 18:00 Gleðistund í forsal - veitingasalan opin Kl 18:30 Kynnisferð um leikhúsið - kynning á verki kvöldsins Kl 19:00 Matseðill kvöldsins Kl 20:00 Leiksýning kvöldsins BÖRN 12 ÁRA OG YNGRI FÁ FRÍTT Í BORGARLEIKHÚSIÐ Í FYLGD FULLORÐINNA - gildir ekki á barnasýningar! Nýja svið, Litla svið og Þriðja hæðin ALVEG BRILLJANT SKILNAÐUR Einleikur Eddu Björgvinsdóttur Í kvöld kl 20 - UPPSELT, Fö 1/4 kl 20 - UPPSELT, Lau 2/4 kl 20 - UPPSELT, Su 3/4 kl 20 - AUKASÝNING, Fi 14/4 kl 20 - UPPSELT, Fö 15/4 kl 20 - UPPSELT, Lau 16/4 kl 20, Su 17/4 kl 20 HÍBÝLI VINDANNA leikgerð Bjarna Jónssonar eftir vesturfarasögu Böðvars Guðmundssonar Fi 7/4 kl 20, Fö 8/4 kl 20, Lau 16/4 kl 20, Su 17/4 kl 20, Fi 21/4 kl 20, Fö 22/4 kl 20, Lau 30/4 kl 20 DRAUMLEIKUR eftir Strindberg Samstarf: Leiklistardeild LHÍ Lau 9/4 kl 20, Su 10/4 kl 20, Fi 14/4 kl 20 Síðustu sýningar 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími „Hrein og klár snilld “ H.Ö.B. RÚV Óliver! Eftir Lionel Bart Lau. 26.3 kl 14 Uppselt Lau. 26.3 kl 20 Uppselt Ath: Ósóttar pantanir seldar daglega! Pakkið á móti Eftir Henry Adams Fös.15.4 kl 20 Frums. UPPSELT Lau.16.4 kl 20 kortas. Örfá sæti laus Fim.21.4 kl 20 kortas. UPPSELT Fös.22.4 kl 20 kortas. UPPSELT fim. 24. mars kl. 15fim. 24. mars kl. 20lau. 26. mars kl. 15lau. 26. mars kl. 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.