Morgunblaðið - 24.03.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 24.03.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARS 2005 37 UMRÆÐAN HINN 5. júlí 2001 birtist grein í Morgunblaðinu eftir undirritaðan undir fyrirsögninni Gjábakkavegur til framtíðar. Þar eru nefndar 5 ástæður fyrir því að hraða lagningu vegarins til hagsbóta fyrir fjölda aðila. 1. Lagning veg- arins auðveldar hring- akstur með ferða- menn allt árið um Gullfoss, Geysi og Þingvelli. 2. Styttir leið þús- unda manna af höf- uðborgarsvæðinu sem eiga sumarbústaði í uppsveitum Árnes- sýslu 3. Hefur í för með sér töluverðan orkusparnað. 4. Minnkar álag um Suðurlandsveg. 5. Slysahætta á hringvegi 1 myndi trúlega minnka með tilkomu Gjábakkaveg- ar. Árið eftir, eða hinn 29. ágúst 2002, efndi Bláskógabyggð til op- ins fundar til að und- irstrika mikilvægi þess að hraða fram- kvæmdum við lagn- ingu vegarins. Í tvíblöðungi frá þessum fundi er lögð áhersla á sömu atriði og áður er getið auk þess sem undirstrikað er að Gjá- bakkavegur muni auka möguleika fólks á að ferðast um eitt fegursta svæði landsins á öllum árstímum. Í plagginu skorar sveitarstjórn Bláskógabyggðar á samgöngu- ráðherra að tryggja gerð heils- ársvegar með tilliti til sameiningar sveitarfélaganna, greiðra samgangna vegna skólanna á Laugarvatni og ferða sumarhúsaeigenda. Á árinu 2001 var vegurinn kominn á langtíma vegaáætlun 2003 – 2010 og fljót- lega var vegurinn kom- inn á framkvæmdaáæl- un, trúlega á árinu 2003 eða 2005. Nú virðist engin hreyfing vera á málinu og algjör þögn ríkjandi bæði í herbúðum uppsveit- armanna og hjá Vega- gerðinni og ráðuneyti. Hér er trúlega ekki um stórframkvæmd að ræða á verkefnaskrá Vegagerðarinnar, eina 16 km á einni fjölförn- ustu leið landsins yfir sumartímann. Hér er um fram- kvæmd að ræða sem hefur í för með sér hagræðingu og sparn- að fyrir þúsundir manna og leyfi ég mér að spyrja háttvirta sveitarstjórnarmenn, Alþingismenn, ráðherra og Vega- gerðarmenn hvað sé á döfinni. Gjábakkavegur – hvað er að gerast? Ásgeir Guðmundsson fjallar um vegagerð Ásgeir Guðmundsson ’Hér er trúlegaekki um stór- framkvæmd að ræða á verk- efnaskrá Vega- gerðarinnar, eina 16 km á einni fjölförn- ustu leið lands- ins yfir sumar- tímann.‘ Höfundur er fyrrv. forstjóri og eig- andi sumarbústaðar í Bláskógabyggð. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÆVINTÝRIN gerast enn! Hefur þér dottið í hug að við bæjardyr höfuðborg- arsvæðisins er hægt að komast að einhverjum fal- legustu gönguleiðum lands- ins? Eftir nokkrar mínútur í bíl ertu kominn að göngu- leið þar sem gengið er fram á hella, forn sel, nátt- úruundur, fornminjar og eitthvert fallegasta landslag á Íslandi. Brim og vitar Bílferð um Reykjanesið er góður kostur enda leiðirnar fjölbreyttar og margt að sjá. Ökuferð út á Reykja- nesvita tekur innan við 1 klst. Þar má sjá stórkost- legt landslag og frábært út- sýni þar sem Eldey rís úr sæ eða fylgjast með bjarg- fuglinum eða briminu. Ferð suður á Garðskaga er virki- lega áhugaverð þar sem ferð upp í Garðskagavita opnar nýja sýn og eða skoða fuglana sem eru þús- undum saman í fjörunni. Ferð í Bláa lónið og fá sér leirbað eða skoða allar gömlu fallegu kirkjurnar er mikil upplifun. Það verður heldur enginn svikinn að því að heimsækja okkar góðu veitingastaði sem er að finna í hverju bæjar- félagi á Suðurnesjunum. Gokart og hvalir En það býðst fleira á Reykjanesinu. Þar vil ég nefna söfn eins og Stekkj- arkot og Bátasafnið í Reykjanesbæ, Saltfisksetrið í Grindavík, Fræðasetrið í Sandgerði og Byggðasafnið í Garði. Ég vil einnig minna á Hvalaskoðun með Moby Dick úr Keflavíkurhöfn og Gokart í Njarðvík en þar geta ungir sem aldnir áhugamenn um Formúluna reynt sig í kappakstri. Rostungur Ég hvet ykkur, landsmenn, til að heimsækja Ferða- torgið í Smáralind helgina 1.–3. apríl nk. en þar fáið þið allt að vita um hvernig best er að ferðast um Reykjanesið. Ferðamála- samtök landshlutanna og Ferðamálaráð verða með kynningu á því sem hver landshluti býr yfir. Rostungurinn frá Rosm- hvalanesi verður til sýnis á svæðinu í bás Ferðamála- samtaka Suðurnesja. Hann er á þriðja metra að lengd og tæp 200 kg að þyngd. KRISTJÁN PÁLSSON, formaður FSS. Gönguferðir um Reykjanes Frá Kristjáni Pálssyni (Sbr. greinar 62 og 63) Í veröld er fjölhyggjan vandasamt mál, er varðar hvert þjóðfélag – mannlíf og sál. Þar góðan má ávöxt sem illgresi fá, því uppskeran verður sem niður menn sá. Eins tjáir oss innrætið tungan ei síst, og tegundir athafna hugsanir víst. Hver staðan á jörðu með staðreynd er þá, að stjórn vald sitt byggi það kærleika á. Og siðferðið góða í samfélag þarf, það sett var í stjórnarskrá – fengið í arf og almannareglan þar – algild og mæt, sem umferðarlögin! Á stræti þín gæt. Já – þjóðin má fagna og þakka Krists-sið, í þúsund ár best kom hann menningu við. Ei stjórnarskrár gæðin – hans gildi tak burt. Hans góðvild oss nærir sem lífræn er jurt. PÉTUR SIGURGEIRSSON Stjórnar- skráin var og er grund- völluð og mun …? ... meira fyrir áskrifendur Fyllum Höllina! Laugardaginn 26. mars býðst áskrifendum Morgunblaðsins að fá tvo miða á verði eins á þrjá landsleiki í handknattleik í Laugardalshöllinni: Kl. 11.50 Holland – Austurríki U-21 landsleikur Kl. 14.00 Úkraína – ÍSLAND U-21 landsleikur Kl. 16.10 ÍSLAND – Pólland A-vináttulandsleikur Þú framvísar miðanum sem er framan á Morgun- blaðinu í dag í miðasölu Laugardalshallar og færð tvo miða, sem gilda á leikina þrjá, á verði eins! Strákarnir okkar hlakka til að sjá þig í Höllinni – áfram Ísland! Áfram Ísland Tveir fyrir einn fyrir áskrifendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.