Morgunblaðið - 24.03.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.03.2005, Blaðsíða 20
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Kálfatjörn Gamla skólahúsið frá Norðurkoti var flutt að Kálfatjörn þar sem það verður gert upp sem safn. Vatnsleysuströnd | Gamla skólahús- ið í Norðurkoti á Vatnsleysuströnd hefur verið flutt að Kálfatjörn þar sem það verður sett á grunn á fyr- irhuguðu minjasvæði hreppsins og gert upp í upprunalegri mynd. Húsið á að verða safn til minningar um skólastarf í byrjun tuttugustu aldar- innar. Norðurkot er hjáleiga úr landi kirkjujarðarinnar Kálfatjarnar. Þar var byggt skólahús á árinu 1903 og notað sem slíkt til 1910 eða 1911. Kennarahjónin bjuggu á efri hæðinni og kenndu börnunum í stofunni á jarðhæðinni. Snæbjörn Reynisson, skólastjóri Stóruvogaskóla, segir að fyrsta árið hafi verið nítján börn í skólanum, á aldrinum átta til fjórtán ára, úr Kálfatjarnarhverfi og ná- grenni. Komið upp safni um skóla Síðasta ári sem kennt var í Norð- urkoti voru þrír skólar í Vatnsleysu- strandarhreppi. Eftir að skólahald lagðist af var búið í Norðurkoti um tíma, fram á fjórða áratuginn. Síðan hefur það staðið autt eða verið notað sem geymsla. Það voru afkomendur Erlendar Magnússonar, bónda á Kálfatjörn, sem gáfu Minjafélagi Vatnsleysustrandarhrepps Norður- kotshúsið á síðasta ári og stóð félagið fyrir flutningi þess að Kálfatjörn með styrk frá Alþingi og stuðningi verk- taka. Talsvert átak var að flytja húsið. Þannig þurfti að leggja veg að því svo dráttarbíll og krani kæmust að. Húsið var sett niður til bráðabirgða við gömlu hlöðuna á Kálfatjörn en það verður sett á grunn á bak við hlöðuna. Birgir Þórarinsson, hjá Minjafélagi Vatnsleysustrandarhrepps, segir að vegna þess hversu langt er síðan búið var í húsinu hafi því lítið verið breytt að innan. Ætlunin sé að koma þar upp safni þar sem saga hússins verði sögð. Þangað verði til dæmis hægt að fara með börn úr grunnskólum og sýna þeim hvernig skólahald fór fram í upphafi síðustu aldar. Ingibjörg Er- lendsdóttir frá Kálfatjörn gaf félag- inu ýmsa muni sem tengjast skóla- haldi og verða þeir notaðir við uppsetningu sýningar í húsinu. Endurbyggja hlöðuna Fyrir hefur Minjafélagið umráða- rétt yfir gamalli hlöðu á Kálfatjörn. Hefur hún verið talin elsta hús hreppsins. Húsið er friðað. Á vegum félagsins var húsinu lokað svo það lægi ekki undir skemmdum. Nú er í undirbúningi að endurbyggja gömlu hlöðuna í upprunalegri mynd og hefur fengist styrkur frá Alþingi til að hefja það verk. Gamla skólahúsið í Norðurkoti flutt á minjasvæði Minjafélag Vatnsleysustrandar stendur í stórræðum þessa dagana 20 FIMMTUDAGUR 24. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR SMS heimasími Panasonic KX-TCD300 Tilboð í vefverslun: 8.980 kr. 25% afsláttur úr heimasíma í 6 númer Skráðu þig á siminn.is Nú getur þú sent SMS E N N E M M / S ÍA / N M 15 5 0 1 siminn.is/vefverslun 980 Léttkaupsútborgun: og 750 kr. á mán. í 12 mán. kr. Tiboðsverð: 9.980 kr. Hægt er að senda og taka á móti SMS. Númerabirting fyrir allt að 30 númer. Símaskrá fyrir 200 símanúmer og nöfn. Innbyggður hátalari fyrir handfrjálsa notkun. Dagsetning og tími og raddstýring á 20 númerum. Keflavík | Æfingar standa nú yfir á barnaleikritinu Hans og Grétu hjá Leikfélagi Keflavíkur. Steinn Ár- mann Magnússon leikstýrir. Tónlistarmennirnir Halli Valli, Smári og Ingi Þór sjá um tónlistina og semja hana sérstaklega fyrir sýn- inguna. Þetta er annað verkið sem Leik- félag Keflavíkur setur upp á þessum vetri, en í fyrsta skiptið sem Hans og Gréta er æft hjá félaginu, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Verkið verður sýnt í Frumleikhús- inu við Vesturbraut í Keflavík. Hans og Gréta á svið SUÐURNES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.