Morgunblaðið - 24.03.2005, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 24. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
mbl.is Föstudagur 7. janúar 2005
Forsíða Viðskipti Íþróttir Afþreying Fólkið AtvinnaFasteignir Gagnasafn Myndasafn MorgunblaðiðSmáauglýsingar
Panta auglýsingu Upplýsingar um pantanir Spurt og svaraðBreyta netfangi Breyta lykilorði
...ódýrasta
300 kr.
birtist í 7 daga
mbl.is
smáauglýsingin
Frábært verð ódýrasta auglýsingin kostar 300 kr.
Auðvelt að bóka þú getur pantað auglýsingu þegar þér hentar
Auðvelt að leita tekur örskot að finna það sem leitað er að
Vöktun þú færð tölvupóst eða SMS þegar rétti hluturinn finnst
Vaktmappan geymir auglýsingar til frekari skoðunar
mbl.isá
STEFNA Álftaneshreyfing-
arinnar byggist á varðveislu nátt-
úru á Álftanesi og stuðningi við
mannlíf og menningu. Fjölda íbúa
viljum við takmarka við eitt skóla-
hverfi.
Álftaneshreyfingin vill verndun
strandsvæða, tjarna
og votlendis, með frið-
un og með því að
draga úr fyrirhugaðri
byggð þar. Á Álfta-
nesi eru fjörur víða
ósnortnar og vistkerf-
ið einstakt, t.d. er þar
fjölbreytt fuglalíf.
Útivistargildi svæð-
isins fyrir höfuðborg-
arbúa er mikið, líkt
og Heiðmörkin ofan
byggðarinnar. Friðun
Skerjafjarðar, strand-
svæða og votlendis á
Álftarnesi ásamt eyj-
unum í Kollafirði er
eitt stærsta umhverf-
ismál í þéttbýlinu.
Vönduð byggð
innan hringvegar
Álftaneshreyfingin
vill þétta byggð innan
hringvegar, sem
markar kjarna byggð-
arinnar, þar sem skól-
inn er eins konar
miðja. Byggð utan hringvegar
verði hins vegar dreifð. Á mið-
svæðinu verði vönduð lágreist hús,
góð stígakerfi og bílageymslur í
kjöllurum ef kostur er.
Stæði núverandi hringvegar
haldist, enda er hann skilvirkt um-
ferðarkerfi. Til að tryggja öryggi
barna í nágrenni skólanna verði
Breiðumýrin lokuð gata. Ný að-
koma að skóla verði frá Suð-
urnesvegi. Börnum og unglingum
verði búið besta skólaumhverfi þar
sem góð aðstaða verði til fé-
lagslífs, íþrótta og frístundanáms,
s.s. tónlistarnáms.
Þjónustu fyrir eldri borgara
Þjónustuver fyrir aldraða, ör-
yggisíbúðir, hjúkrunaríbúðir og
hjúkrunarheimili verði byggð upp
á miðsvæðinu. Eitt verkefni þjón-
ustuversins verði að efla heima-
þjónustu svo aldraðir geti sem
lengst dvalið heima.
Byggðar verði íbúðir og hús
sem henta eldri borgurum og
þannig stuðlað að búsetu þeirra á
Álftanesi. Stefnumótun á þessu
sviði verði unnin með Félagi eldri
borgara.
Atvinnurekstur og þjónusta
Laða þarf að vistvænan atvinnu-
rekstur. Auglýst verði eftir fyr-
irtækjum til að setja sig niður á
Álftanesi. Opinberum stofnunum
eins og t.d.
Náttúrufræðistofnun boðið að-
setur hér. Þjónustusvæði sem í
núverandi skipulagi er á Grand-
anum (við innkeyrslu í sveitarfé-
lagið) verði flutt nær skólasvæð-
inu, þar sem skipulagt verði lítið
miðsvæði. Þar verði þjónusta sem
taki mið af þörfum íbúanna en
forðast að byggja stóran miðbæ
sem á sér ekki rekstrargrundvöll,
eins og dæmi eru um víða á höf-
uðborgarsvæðinu.
Útivist og menning
Útivist verði auðvelduð með
stígagerð, fyrir gangandi, hjólandi
og ríðandi sem tengi saman úti-
vistarsvæðin. Fuglaskoðunarskýli
verði byggð á helstu búsvæðum
fugla. Aðstöðu fyrir smábáta verði
komið upp við Seilu ásamt hest-
húsahverfi. Aðstaða verði sköpuð
til sjóbaða.
Velja þarf stað fyrir golfvöll á
Bessastaðanesi í samráði við land-
eiganda og Náttúrverndarráð.
Þá styðjum við tillögu samtaka
um byggingu menningar- og nátt-
úrufræðaseturs í nágrenni Bessa-
staða, í samræmi við viðskipta-
áætlun þeirra.
Úrtölur D-listans
Meirihlutinn tók
tillögum okkar fálega
í upphafi. Tillögum
um friðun strand-
svæða hafnaði hann
og taldi nóg að gert í
þeim efnum.
Fulltrúar D-listans
töldu að málefnum
eldri borgara væri vel
fyrir komið með sam-
starfi við Garðbæinga
um Holtsbúð og ekki
þörf á uppbyggingu
fyrir aldraða.
Þeir töldu það
einnig til óþarfa að
gera ráð fyrir félags-
heimili fyrir unglinga.
Eldra skipulag mið-
svæðisins á Grand-
anum mátti ekki
hreyfa né breyta fyr-
irhugaðri vegagerð
við aðkomu í sveitar-
félagið, þrátt fyrir
ókosti þess og fyrirsjáanleg land-
spjöll. Menningarhúsið átti að
vera á miðsvæðinu, þrátt fyrir að
áætlun um það miðaði við stað-
setningu í nágrenni Bessastaða,
enda fjárhagsgrunnur þess tengd-
ur ferðamönnum sem þangað
sækja. Engar undirtektir voru við
tillögur okkar um atvinnuupp-
byggingu á Álftanesi. Golfvöll átti
að setja í mýrina við Kasthúsa-
tjörn gegn vilja náttfræðinga.
Stórhýsi á miðsvæði
Nú styttist í kosningar og
meirihlutinn hefur gefið eftir í
ýmsum þeim málum sem hér voru
nefnd, m.a. vegna þess að á tveim-
ur íbúaþingum hafa tillögur okkar
vakið áhuga. Mikilvæg mál liggja
þó enn óafgreidd og ekki hefur
tekist að ná fram nema að hluta til
friðun strandsvæðanna. Þannig
ætla þeir enn að byggja opnu
svæðin við Haukshús og Þórukot,
og byggja meira við Skógtjörnina
og á norðurnesinu en við teljum
rétt.
Þeir hafa hörfað með golfvöllinn
frá Kasthúsatjörn en ætla að
byggja hann við Bessastaðatjörn.
Fulltrúar D- listans hafa samsinnt
þéttingu byggðar innan hring-
vegar en ekki tamið sér vönduð
vinnubrögð og heildarsýn. Af
þessum ástæðum stefnir nú í
vandamál, t.d. í Sviðholti og við
Asparholt þar sem umferðarkerfi
og göngustígar eru í uppnámi.
Síðast en ekki síst eru áform
meirihlutans um uppbygginu mið-
svæðisins ávísun á skipulagsslys.
Þar var nýlega kynnt þemaskipu-
lag og er þar gert ráð fyrir bygg-
ingu þjónustusvæðis og háhýsum
fyrir miklu stærra samfélag en
fyrri áætlanir eru um. Það virðist
eiga að keyra þetta áfram án þess
að kalla eftir vilja íbúanna.
Vonandi tekst D-listanum ekki
að eyðileggja ásýnd okkar litla
bæjarfélags hér með slæmu skipu-
lagi sem einkennist af þröngum
hagsmunum verktaka.
Álftanes –
Skipulagsmál
og tvískinnungur
D-listans
Sigurður Magnússon skrifar
um skipulag og þróun byggðar
á Álftanesi
Sigurður
Magnússon
’Vonandi tekstD-listanum ekki
að eyðileggja
ásýnd okkar
litla bæjarfélags
hér með slæmu
skipulagi …‘
Höfundur er bæjarfulltrúi Álftanes-
hreyfingarinnar.
ÞESSA dagana
stendur yfir lokaund-
irbúningur upplestr-
arkeppni nemenda í 7.
bekk í grunnskólum
landsins. Hún hefst á
hverju ári á degi ís-
lenskrar tungu, 16.
nóvember, og lýkur í
hverju héraði við hátíð-
lega athöfn í apríl. Í ár
verða haldnar 32 slíkar
lokahátíðir.
Þessi keppni hófst í
nokkrum skólum í
Hafnarfirði og á Álfta-
nesi árið 1996 en hefur
nú vaxið svo að umfangi að hún
nær til alls landsins og í ár taka
þátt 4.516 nemendur í 243 bekkj-
ardeildum frá 143 skólum. Aðstand-
endur keppninnar hafa fylgt keppn-
inni úr hlaði með því að gefa út
handbók og halda utan um ýmsa
faglega þætti eins og að velja texta
til upplestrar en að sjálfsögðu eru
það kennarar sem sjá um und-
irbúning í hverjum skóla fyrir sig.
Einhver gæti spurt hvort hægt sé
að keppa í upplestri og hvort slík
keppni dragi ekki úr nemendum
sem erfitt eiga með lestur. En þótt
talað sé um keppni sem lýkur með
sigri er áherslan ekki
einungis á þá loka-
stund heldur er und-
irbúningurinn í skól-
anum meginatriðið og
litið er á þá vinnu
sem þróunarverkefni
með nemendum. Til-
gangurinn er að
leggja rækt við þenn-
an þátt íslenskunáms-
ins og fá alla nem-
endur til að lesa upp,
sjálfum sér og öðrum
til ánægju, efla fram-
sögn og bæta fram-
burð. Slíkt fellur vel
að markmiðum aðalnámskrár í
grunnskólum. Þótt meginmarkið sé
að efla upplestur er hægt að ná
fleiri markmiðum með þessari
vinnu, eins og öðru starfi sem unn-
ið er í skólum landsins. Aðstand-
endur keppninnar benda t.d. á það
á heimasíðu sinni að reynslan hafi
sýnt að verkefnið þjóni fleiri mark-
miðum en þeim formlegu; það efli
sjálfsvirðingu nemenda og virðingu
fyrir öðrum og sé jafnframt hvetj-
andi fyrir nemendur með lestr-
arörðugleika. Í þessu starfi sé því
hvers kyns lífsleikni þjálfuð og efld.
Eins og kemur fram í áður
nefndri handbók skiptist keppnin í
tvo hluta, ræktunarhluta og keppn-
ishluta. Ræktunarhlutinn nær frá
upphafsdegi og fram í febrúar og
lýsir því starfi sem fram fer í
hverjum bekk með áherslu á vand-
aðan upplestur. Keppnishlutinn
felst í upplestrarhátíð í hverjum
skóla fyrir sig í lok febrúar að öllu
óbreyttu en þá eru valdir 2–3
fulltrúar til að taka þátt í hér-
aðshátíð. Hún er hin eiginlega
lokahátíð, haldin í apríl að þessu
sinni, og þá koma saman fulltrúar
skólanna úr byggðarlaginu og lesa
ljóð og laust mál. Menntaskólinn á
Akureyri hefur undanfarin ár hýst
hátíðina í Eyjafirði og er óhætt að
segja að þar birtist afar jákvæð
mynd af nemendum grunnskólans
og mikill hátíðarblær er jafnan yfir
samkomunni.
Upplestrarkeppnin er haldin að
frumkvæði áhugafólks um eflingu
tungunnar. Hún er ekki greidd af
yfirvöldum og þarf því að reiða sig
á stuðning fyrirtækja og opinberra
aðila. Það er vonandi að þetta fag-
lega starf njóti áfram slíks velvilja
og áhuga. Þeir sem vilja hlusta á
ungmenni sem hafa tekið þátt í
upplestrarverkefninu geta til dæm-
is hlýtt á þau lesa upp Passíusálma
Hallgríms Péturssonar í Hallgríms-
kirkju á föstudaginn langa.
Upplestrarkeppni
grunnskólanna
Sigurlaug A. Gunnarsdóttir
segir frá upplestrarkeppni
grunnskólanema, en þau munu
m.a. lesa Passíusálma Hall-
gríms Péturssonar í Hallgríms-
kirkju á föstudaginn langa
’Upplestrarkeppnin erhaldin að frumkvæði
áhugafólks um eflingu
tungunnar.‘
Sigurlaug A.
Gunnarsdóttir
Höfundur er aðstoðarskólameistari
og íslenskukennari við Mennta-
skólann á Akureyri.
Fréttasíminn 904 1100