Morgunblaðið - 24.03.2005, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.03.2005, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARS 2005 41 MINNINGAR Elsku hjartans Ágústa mín, eða Gústa eins og ég kallaði þig alltaf. Við erum búnar að vera vinkonur síðan við vorum 9 ára gamlar og alltaf haldið okkar vináttu. Það eru forréttindi að fá að hafa kynnst þér og þekkja þig í öll þessi ár. Góðu minningarnar sem við eigum saman eru óteljandi og mun ég ávallt geyma þær í hjarta mér. Þú varst alltaf svo falleg, glaðlynd og kát, svo skemmtilegt að vera í kringum í þig, þar sem var fjör, þar varst þú. Ég þakka Guði fyrir að við fengum að tala saman stuttu áður en þú kvaddir þennan heim, og var mikið hlegið, því að við höfum alltaf getað talað um allt, alveg sama hvað það var. Þú hafðir fundið góðan mann hann Justin og hamingjusöm varstu með honum, þú talaðir um hvað hann væri þér og börnum þínum góður. Það gladdi mig mjög mikið að ÁGÚSTA ÞÓREY BRYNJÓLFSDÓTTIR ✝ Ágústa ÞóreyBrynjólfsdóttir fæddist í Keflavík 4. nóvember 1972. Hún lést á heimili sínu í Tampa í Flórída eftir stutt veikindi 26. febrúar síðastliðinn og var jarðsungin frá Keflavíkurkirkju 10. mars. heyra, því þú áttir það svo sannarlega skilið, elsku Gústa mín. Ég á svo erfitt með að þurfa að kveðja þig, ég mun sakna þín sárt elsku vinkona, en þér er ætlað miklu stærra hlutverk hinum megin og ég hugga mig við það, að ég veit að litla prinsessan mín mun taka á móti þér og þið munið hlúa að og hugsa vel um hvor aðra. En þangað til við hitt- umst á ný, kveð ég þig, elskan mín, með litlu ljóði sem ég samdi til þín. Sofnuð svefninum væra kallið komið er Þú ljósið sérð hið skæra englaklæðin færir hann þér. Hjartað geymir minningu þína kveð ég þig hér um sinn. Varðveittu hana Gústu mína ég bið þig Drottinn minn. Elsku Apríl Rún, Michael jr. og fjölskylda, ég bið Guð að gefa ykkur styrk að ganga þennan erfiða veg sem framundan er. Ykkar Guðleif (Gurrý). Þegar ég fékk fréttirnar að Ágústa Þórey væri dáin dofnaði ég allur og vissi ekki í raun hvert ég gæti leitað. Ég fór samt aftur í huganum og hugs- aði um það hvernig við kynntumst í raun og veru. Það var á æfingu fyrir jólaball sem halda átti í Holtaskóla ár- ið 1986, já, henni tókst að bræða hjarta mitt, þarna var hún þessi sæta og skemmtilega stelpa sem allt hafði að gefa. Ég hreinlega sjá ekki sólina fyrir henni. Það komst á góð vinátta og það skiptir öllu máli. Það var svo margt sem hana langaði að gera og fór hún yfirleitt sínar leiðir, og var mjög fljótt sjálfstæð stelpa. Hár, og stundum hárkollur, var henni hugleikið, ég man eitt skiptið þá keyrði ég hana til Reykjavíkur á hár- greiðslustofu, mín ætlaði að láta græða í sig hár og flétta það. Þarna var hún frá 8 að morgni langt fram á kvöld. En ekki voru þessar fléttur lengi í henni, bara nokkra daga. Það er oft þannig þegar maður ætlar sér svo marga hluti í einu þá hverfur það oft úr höndum okkar. Einsog fyrr segir lágu leiðir okkar saman þarna fyrst fyrir tæpum 19 ár- um og gekk oft mikið á, en það er svo skrýtið þegar við eldumst þá hverfur tíminn frá okkur og við vanrækjum vinasambönd okkar, því maður hugs- aði oft til þess að taka upp síma og hringja en aldrei vannst tími til þess. En núna er hún horfin á brott og gef- ur öðrum færi á því að kynnast sér, því persónan sem Ágústa hefur að geyma er frábær og gefandi. Ég vona að Guð gefi sér tíma til að huga að börnum hennar Apríl og Michael og varðveiti þau saman. Því það er svo mikilvægt að styðja við þau. Ég vil votta fjölskyldu hennar mína dýpstu samúð og hugsa til þeirra með hlýhug. Þinn vinur, Sigtryggur Steinarsson. Okkar góði nágranni og vinur í Parque del Poo, Kjartan Henrý Finnbogason er geng- inn á vit feðra sinna. Þegar við fyrst komum hér til La Marína seint að kvöldi höfðum við aldrei hitt þau hjónin Kjartan og Gauju, en þó haft spurnir af hve skemmtileg og gestrisin þau væru. Um morguninn, þegar við komum út skein sólin glatt og nágrannarnir biðu úti með dekkað morgunverðar- KJARTAN HENRY FINNBOGASON ✝ Kjartan HenryFinnbogason fæddist á Látrum í Aðalvík 28. maí 1928. Hann lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstu- daginn 25. febrúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Keflavíkurkirkju 4. mars. borð. „Við vissum að þið kæmuð seint og hefðuð ekki haft tíma til að kaupa inn.“ Síðan hafa margar góðar stundir liðið á pallinum í Framnesi hjá þeim hjónum. Sunnudaga- kaffiborðin með rjóma- pönnukökum, Kjartan bankandi létt á dyrnar á kvöldin, „Viljið þið ekki koma og fá ís með okkur Gauju?“ Stund- um opnuð rauðvíns- flaska. „Allt í lagi fyrir okk- ur, Arnar minn, við kunnum með þetta að fara.“ Ferðirnar sem þau hjón fóru með okkur til Torrevieja að kynna okkur auðveldustu leiðina. Matsölustaður- inn sem við borðuðum alltaf á. Þar höfðu þeir bræðurnir Kjartan og Grétar og konur þeirra sótt með- an Grétar lifði. Þegar Arnar og Gauja tóku makana, stundum svolít- ið trega í taumi, á tónleika og allir skemmtu sér konunglega. Samband þeirra hjóna var ein- staklega hlýtt og seinasta árið þegar Kjartan kenndi heilsubrests sýndi hún honum þá ást og umönnun sem fáum er gefið að sýna. Ein minningin um það ástríka samband er fersk í huga. Síðasta ferðin okkar saman til Benidorm. Við hjónin fórum að sinna okkar er- indum, en þau leiddust hönd í hönd eftir Strandgötunni til að rifja upp staðina sem þau höfðu dvalið á. Þau voru okkur einstakir vinir og félagar að ógleymdu því að Framnes stóð okkur alltaf til boða að þeim hjónum fjarverandi. Skrifandi þessa kveðju til Kjart- ans og Gauju sitjandi á sólpallinum á Framnesi, þökkum við allt sem við upplifðum hér saman. Allar góðu og glöðu sólskinsdagana. Oft er það eins og við finnum okkar þá nálægist kvöld, að geislar frá góðum kynnum grafast á minningarspjöld. Með kveðju frá nágrönnunum í Parque del Poo Arnar Sigtýsson. Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Einarsson Sverrir Olsen Bryndís Valbjarnardóttir Oddur Bragason Guðmundur Þór Gíslason Komum heim til aðstandenda ef óskað er Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu vegna fráfalls ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIRÍÐAR JÓNASDÓTTUR BLÖNDAL, Stóragerði 38, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á G-12 á Landspítalanum og „kvennanna hennar” í heimahjúkrun, sem hjúkruðu henni síðustu misseri af einstakri aðlúð, nærgætni, natni og hjartahlýju. Magnús Blöndal, Jónas Blöndal, Sigríður G. Blöndal, Arnþór Blöndal, María G. Blöndal, Sigurður Blöndal, Berglind Bjarnadóttir, ömmubörn og langömmubörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, VALGERÐAR PÁLSDÓTTUR, Kálfafelli. Sérstakar þakkir og hlýjar kveðjur til starfs- fólks á hjúkrunarheimilinu Klausturhólum, Kirkjubæjarklaustri. Páll Björnsson, Guðrún Albertsdóttir, Stefán Björnsson, Guðný Björnsdóttir, Sveinn Garðarsson, Guðjón Björnsson, Valdís Kristinsdóttir, Snorri Björnsson, Ragnheiður Runólfsdóttir, Málfríður Björnsdóttir, Sigurður Óskarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra, er auðsýndu okkur samúð og vinarhug við and- lát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR JÓNSSONAR, Skólavegi 9, Keflavík. Þóra Ragnarsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir fyrir samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengda- móður og ömmu, MARÍU SIGURSTEINSDÓTTUR, Langholtsvegi 65. Sveinhildur Vilhjálmsdóttir, Einar Jónsson, Hulda Vilhjálmsdóttir, Valgarður Bragason, Ásmundur Vilhjálmsson, Svanhildur Fjóla Jónasdóttir, Þórunn María, Valgerður Anna, Vilhjálmur, Maríanna Björk, Eiríkur Elí, Rebekka Sól, Kristófer Máni og nýfæddur Valgarðsson. Hann Jonni frændi minn er allur, nærri 95 ára. Þrátt fyrir aldur var hann hress og skemmtilegur til hinstu stundar. Alltaf er komið var í heim- sókn til Jonna ljómaði hann og spurði frétta af ættingjum og vinum, ekki var verra ef fréttist úr sveitinni. Það voru Eyjafjöllin þar sem æsku- heimilið hans Mið-Grund var í for- grunni. Ég man fyrst eftir Jonna þá barn JÓN GUÐMANN BJARNASON ✝ Jón GuðmannBjarnason fædd- ist á Ásólfsskála und- ir Vestur-Eyjafjöll- um 30. mars 1910. Hann lést á Hrafn- istu í Reykjavík 26. febrúar síðastliðinn og var jarðsunginn frá Áskirkju 10. mars. að aldri er hann og Guðbjörg kona hans eða Bugga eins og hún var kölluð, komu aust- ur að Mið-Grund. Mikil var tilhlökkun okkar krakkana að vita að Jonni væri á leiðinni á litla Volksvagninum fullum af krökkum og gotteríi. Ekki gleymdi hann mömmu sinni há- aldraðri, alltaf komið með eitthvað að gleðja hana með, t.d. ávexti sem annars sáust ekki á borðum. Ekki var til- hlökkun afa míns, Jóns, minni er hann vissi að von væri á Jonna. Jonni var honum jafn kær og væri hann hans eigin sonur. Jonni hafði gaman af allskonar prakkarastrikum og var svo ekkert nema glettnin og skopið þegar minnst var á þau við hann. Hann hafði einstakt lag á að ná til fólks. Hann átti auðvelt með að fá fólk til að tjá sig og segja frá enda frábær hlustandi sem gott var að tala við. Ekki minnist ég annars en það væri á léttu nótunum, enda hrók- ur alls fagnaðar. Sorg hans var mikil er hann missti konuna sína frá fjórum börnum árið 1959, yngsta barnið þá mánaðargam- alt. Heimilinu hélt hann saman með ráðskonum. Gleðin var mikil þegar hann talaði um börnin, en hann náði að koma þeim öllum til mennta, það var ekki sjálfgefið í þá daga. Ekki var gleðin minni er minnst var á barna- og barnabarnabörnin. Ég naut þess árið 1967 þegar ég kom til Reykjavíkur til starfa, að fá að búa um tíma hjá Jonna í Efsta- sundinu. Frá þeim tíma á ég dýr- mætar minningar og vil ég þakka þann hlýhug sem ég fann til ung- lingsins sem var að stíga sín fyrstu skref út í lífið. Nú er þú Jonni minn kominn á langþráðan fund með Buggu þinni. Ég vil með þessum fátæklegu orðum minnast góðs frænda og votta fjöl- skyldunni úr Efstasundinu samúð mína. Kristín Á. Guðmundsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.