Morgunblaðið - 24.03.2005, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 24.03.2005, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARS 2005 61 „Ég leik lífsglaðan og nokkuð flippaðan Ís- lending sem við Eli höfuð verið að þróa saman undanfarnar vikur. Við erum t.d. búinn að bæta inn alls konar vinklum; gríni og óvæntum uppákomum í handritið. Það verður margt sem kemur á óvart í myndinni sem ég má að sjálfsögðu ekki greina frá. En svo eru líka aðr- ar hliðar á karakternum sem eru ekki frá mér komnar.“ Lofar engum leiksigrum Eyþór talar að sjálfsögðu ensku í myndinni „með okkar harða íslenska hreim: „Það er akkúrat það sem Eli var að leita að – þannig að ég þurfti ekkert að fara í framburða- námskeið. Ég stend frammi fyrir þeirri bros- legu staðreynd að vera sennilega búinn að taka að mér stærsta hlutverk sem nokkur Íslend- ingur hefur leikið í Hollywood-mynd. Mínar „ambitionir“ hafa hingað til ekki leitað í þá átt að verða leikari enda tel ég mig alls ekki vera leikara – a.m.k. lofa ég engum leiksigrum,“ sagði Eyþór og hló. „En það er greinilega eitt- hvað sem Eli sér í mér sem hann langar til að festa á filmu og þetta er auðvitað ekkert annað en skemmtileg áskorun fyrir mig sem ég er búinn að taka.“ Og sannarlega verður þetta áskorun fyrir Eyþór á marga mismunandi vegu, eins og t.d. að það er sumt sem persóna hans lendir í og gerir sem hann segist svolítið tvístígandi við að þurfa að leika: „Þetta verður nú ekki bara dans á rósum því í myndinni eru atriði sem maður hugsar sig kannski tvisvar um áður en maður stekkur út í! Ég sé til hvað Eli nær að toga mig út í. En konan mín lá í hláturskasti er hún las handritið og lék sér að því að reyna að ímynda sér mig í öllum þessum aðstæðum. Svo pírði hún á mig ásökunaraugum eftir að hafa lesið yfir eitt at- rið með mér og einni af mótleikkonum mínum. Svo hló hún bara og sagði að ég ætti að njóta þessa ævintýris.“ Íslensk föt og íslensk tónlist Eyþór segir að þeir Roth hafi leitast mjög eftir að hafa eins marga skemmtilega „ís- lenska vinkla“ og mögulegt er, marga hverja mjög óvenjulega. „Eli er svo heillaður af Íslandi að hann vill helst alltaf tala um Ísland í öllum viðtölum. Hann sagði t.d. að hann hefði verið í viðtali um helgina sem verður notað á DVD-útgáfu myndarinnar – og talaði þar um Ísland sem kveikjuna að fyrstu myndinni sinni Cabin Fever og að hann hefði fengið þá hugmynd að setja Íslending í næstu mynd sína. Hann segir því að Ísland hafi haft ótrúlegt áhrif í líf hans og leikið stórt hlutverk í klifri hans upp met- orðastigann í Hollywood. Eli elskar Ísland og vill koma þangað sem oftast og hann vill taka aðrar Hollywood-stjörnur með sér, langar að kaupa sér hús þar o.s.frv. Allt þetta gæti farið eitthvað miklu lengra og hugsanlega þróast í einhverja átt sem Ísland og íslensk fyrirtæki gætu nýtt sér.“ Eyþór segir að íslensk fyrirtæki séu reyndar þegar farin að kveikja á perunni með að nýta sér íslenska þáttinn í þessari væntanlegu Hollywood-mynd. Icelandair í Bandaríkjunum munu t.a.m. sennilega vinna með framleiðendum myndarinnar og nýta sér þetta á einhvern hátt í markaðssetningu Ís- lands þar í landi. Þá samdi Eli við 66° norður á Íslandi um að flest fötin sem ég klæddist við tökur á myndinni yrðu frá þeim. „Við létum meira að segja sauma íslenska fánann á jakk- ann til þess að gera þetta enn íslenskara.“ Athafna- og markaðsmaðurinn Eyþór er svo að sjálfsögðu stöðugt að velta fyrir sér hvernig hægt sé að nýta þetta einstaka tækifæri. Sem dæmi hefur hann mikinn áhuga á að koma ís- lenskri tónlist að í myndinni ef tækifæri gefst og efast ekki um að það séu allmargir sem hafi áhuga á því. Nú þegar sé komin upp sú hug- mynd að nota tónlist eftir einn íslenskan tón- listarmann en Eyþór segist gjarnan vilja hafa þá fleiri. Fundvís á ævintýrin Eyþór segist fyrirfram engan veginn hafa gert sér í hugarlund umfang myndarinnar og þær vonir sem við hana eru bundnar í Holly- wood. „Eftir að hafa séð þetta með eigin augum, bæði umfangið og fólkið sem stendur á bakvið myndina, gerir ég mér alltaf meira og meira grein fyrir því hvert þetta er að fara. Í fyrsta lagi er Eli talinn vera einn af efnilegustu leik- stjórum samtímans og í öðru lagi þá tekur hann á afar óvenjulegan hátt á hinu mannlega eðli í Hostel og kemur til með að skila því á hvíta tjaldið með ógleymanlegum hætti í myndinni. Georg Folsey JR, sem stjórnar klipping- unni, sagði mér þegar við tókum spjall saman að það væri einmitt ástæðan fyrir því að hann tók að sér þetta verkefni. Menn eins og Folsey geta valið um myndir til þess að klippa og stjórna – og hann ákvað að Hostel væri mynd sem hann vildi setja nafn sitt við, einkum vegna þess að honum fannst handritið frábært. Þá hefur hann líka mikið álit á Eli. Ég fletti Folsey upp og komst þá að því að þar fer goð- sögn í kvikmyndabransanum sem hefur m.a. gert tvær af uppáhaldsmynum mínum; Am- erican Werewolf in London sem ég horfði á skjálfandi á beinunum í Bíóhöllinni í gamla daga og hin er Coming to America með Eddie Murphy. Hann hefur komið að fjölmörgum þekktum myndum og var t.d. að klára að klippa Pink Panther með Steve Martin. Við vorum aðeins að ræða hremmingar Michaels Jacksons á tökustað en Folsey þekkir hann mjög vel og klippti m.a. hið margfræga mynd- band við lagið „Thriller“, sem var þá dýrasta tónlistarmyndband sögunnar. Þeir sem leikar hin aðalhlutverkin í mynd- inni, Kanana tvo, heita Derek Richardson, sem lék m.a. annað aðalhlutverkið í Dumb and Dumberer, og Jay Hernandez sem hefur m.a. leikið í Rookie, Ladder 49, Torque og mun fara með aðalhlutverkið í forsögunni að Carlito’s Way, sem mun heita Carito’s Way: The Be- ginning og verður frumsýnd síðar á árinu. Eyþór segir tilhugsunina hálfsúrrealíska, að hugsanlega eigi milljónir manna eftir að sjá myndina og hann þar með á hvíta tjaldinu um heim allan en sony mun sjá um alþjóðlega dreifingu myndarinnar. Svo ekki sé talað um alla helstu leikstjóra og áhrifamenn Hollywood sem líka eigi eftir að sjá hana. „Það hefur verið sagt við mig að ég búi yfir einhverjum einstökum hæfileikum til að lenda í skemmtilegum ævintýrum. Það er sennilega satt því hér sit ég í svítu á fimm stjörnu Hilton- glæsihóteli í Prag og komið er fram við mig sem kvikmyndastjörnu án þess að ég hafi nokkurn tímann beðið um það – og ætla bara að njóta þess meðan á því stendur,“ sagði Ey- þór að endingu og hló. Hressir við tökur á Hostel á mánudag: Hinn gamalreyndi George Folsey jr., stjórnandi klipp- ingar, hinn efnilegi Eli Roth leikstjóri og hinn nýbakaði kvikmyndaleikari Eyþór Guðjónsson. skarpi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.