Morgunblaðið - 24.03.2005, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 24. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Leiðtogar aðildarríkja Evr-ópusambandsins (ESB)urðu á fundi sínum áþriðjudag ásáttir um að
nauðsynlegt væri að endurskoða
áætlanir um aukið frelsi í þjónustu-
viðskiptum. Sýnt þykir að áhyggjur
af andstöðu almennings, ekki síst í
Frakklandi, hafi knúið leiðtogana til
að fallast á endurskoðun svonefndr-
ar Bolkenstein-tilskipunar.
Andstöðu við tilskipun þessa er
víða að finna í aðildarríkjum
Evrópusambandsins. Þannig hafa
komið fram efasemdir um ágæti
þeirra umskipta sem hún hefði í för
með sér í helstu forysturíkjum
Evrópusambandsins svo sem Þýska-
landi og á Ítalíu. En það er þó hugur
alþýðu manna í Frakklandi sem
veldur evrópskum ráðamönnum
mestum áhyggjum enda ganga þar-
lendir til þjóðaratkvæðagreiðslu um
nýja stjórnarskrá Evrópusambands-
ins 29. maí.
„Upprunaland“ og undirboð
Bolkenstein-tilskipunin kveður á
um að aukið skuli frelsi í viðskiptum
með þjónustu í aðildarríkjunum 25.
Einna mesta andstöðu hefur vakið
það ákvæði tilskipunarinnar sem
fjallar um „upprunaland“. Sam-
kvæmt þessu ákvæði mun tiltekið
fyrirtæki geta boðið fram þjónustu
sína í öðrum ESB-ríkjum en mun
eftir sem áður lúta lögum í heima-
landi þess. Margir óttast að þetta
fyrirkomulag muni geta af sér undir-
boð frá fyrirtækjum í Austur-
Evrópu þar sem laun og launatengd
gjöld eru lægri en í vesturhlutanum
og kröfur um aðbúnað starfsmanna
aðrar.
Hagspekingar Evrópusambands-
ins telja hins vegar að aukið frelsi í
þjónustuviðskiptum geti orðið til
þess að auka samkeppni innan sam-
bandsins og hleypa nýju lífi í efna-
haginn sem víða glímir við stöðnun.
Þjónustutilskipunin er mikilvægur
liður í svonefndri „Lissabon-stefnu-
skrá“ sem mörkuð var fyrir fimm ár-
um. Höfðu leiðtogar ESB þá uppi
stór orð um hnattrænt forystuhlut-
verk sambandsríkjanna á sviði þjón-
ustufrelsis og þekkingarhagkerfis.
Stefnt skyldi að 3% hagvexti á ári
hverju sem skila bæri 20 milljónum
nýrra starfa fyrir árið 2010. Því fer
fjarri að Evrópuríkin hafi nálgast
þetta markmið en sala á þjónustu
svarar að jafnaði til tæpra 70%
landsframleiðslu innan ESB og
fjölgun starfa hefur verið mest á því
sviði.
Verkalýðshreyfingin andvíg
Um liðna helgi tóku um 50.000
manns þátt í mótmælum gegn þjón-
ustutilskipuninni í Brussel. Evrópsk
verkalýðsfélög stóðu fyrir þeim mót-
mælum en þau telja að þessi um-
skipti myndu hafa í för með sér
lækkun launa, minna atvinnuöryggi
og almennt versnandi kjör fyrir þá
sem starfa á vettvangi þjónustuvið-
skipta suður í álfu. Þá óttast verka-
lýðsleiðtogar að Bolkenstein-til-
skipunin myndi hafa í för með sér
kröfur um samkeppni og einkavæð-
ingu á sviðum sem varða almannheill
svo sem menntun og heilbrigðis-
þjónustu. Þessu hafa talsmenn ESB
andmælt og fullyrt að engin áform
séu uppi um breytingar á vettvangi
grunnþjónustunnar í samfélögum
Evrópumanna. Ákvæði þjónustu-
tilskipunarinnar muni ekki taka til
slíkra grunnþátta.
Leiðtogar Evrópusambandsins
vísuðu eftir fund sinn á þriðjudag til
þess að samstaða væri um að þjón-
ustutilskipunin mætti ekki verða til
þess að breyta „hinu evrópska fé-
lagskerfi“ (e. „social European mod-
el“). Því væri nauðsynlegt að endur-
skoða ákvæði Bolkensteintilskipun-
arinnar. Jean-Claude Junker, for-
sætisráðherra Lúxemborgar, tók
fram að orðalag tilskipunarinnar,
eins og það lægi fyrir nú, væri ekki
fallið til að tryggja að ekki yrði horf-
ið frá grundvallarsjónarmiðum
Evrópumanna hvað félagskerfið
varðaði.
Jacques Chirac Frakklandsforseti
gekk lengra. Hann lýsti yfir því á
fundinum að „endurskrifa“ þyrfti
alla tilskipunina. Eins og hún lægi
fyrir væri hún með öllu „óásættan-
leg“ fyrir Frakka.
Pólitískur skjálfti í Frakklandi
Athygli manna í Evrópu hefur á
síðustu vikum mjög beinst að vax-
andi andstöðu í Frakklandi. Þar
blandast saman andstaða við Bolk-
enstein-tilskipunina og þjóðarat-
kvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá
Evrópusambandsins sem fram fer
29. maí. Leiðtogar ESB-ríkjanna
lögðu formlega blessun sína yfir
stjórnlögin nýju á fundi sínum í Róm
í október í fyrra. Eru þau sögð fela í
sér þáttaskil í Evrópusögunni.
Pólitískur landskjálfti reið yfir
Frakkland á föstudag í liðinni viku
þegar birt var skoðanakönnun sem
leiddi í fyrsta skipti í ljós að meiri-
hluti landsmanna er andvígur hinni
nýju stjórnarskrá Evrópusam-
bandsins.
Umrædd skoðanakönnun birtist í
dagblaðinu Le Parisien. Meirihlut-
inn var að vísu lítill eða 51% og innan
skekkjumarka en niðurstaðan þykir
til marks um vaxandi efasemdir
Frakka um ágæti stjórnarskrár-
innar. Fyrri kannanir höfðu og leitt í
ljós að andstæðingarnir væru að
sækja í sig veðrið. Fyrir hálfu ári
mældist andstaðan 31%, í liðnum
mánuði reyndust 37% þátttakenda
þeirrar hyggju að fella bæri stjórn-
lögin. Verkföll og mótmæli gegn
ríkisstjórninni eru talin hafa verið
áhrifavaldar í könnun Le Parisien.
Talskona framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins sagðist að-
spurð á föstudag telja niðurstöðuna
„áhyggjuefni“. Hún skýrði niður-
stöðuna með tilvísun til þess að al-
þýða manna blandaði saman um-
ræðunni um stjórnlögin og tillögunni
um aukið frelsi á sviði þjónustuvið-
skipta innan sambandsins. Frétta-
skýrendur bættu við að stjórn Chir-
acs forseta væri afar óvinsæl og
andstaða væri einnig almenn við að
Tyrkir fengju aðild að ESB. Chirac
styður eindregið aðild Tyrkja að
sambandinu.
Tíðindi þessi þóttu mikið áfall fyr-
ir Chirac sem mjög hefur beitt sér í
málinu og hvatt landsmenn til að
veita stjórnarskránni brautargengi.
Niðurstaðan þótti jafnframt koma
helstu andstæðingum forsetans,
sósíalistum, illa en þeir eru einnig
hlynntir stjórnlögunum.
„Gríðarmikill vandi“
yfirvofandi?
Ljóst þykir að felli Frakkar
stjórnlögin muni sú niðurstaða hafa
mikil áhrif í aðildarríkjum ESB og
minnka líkur á því að aðrar þjóðir
samþykki þau. Öll aðildarríkin 25
þurfa að leggja blessun sína yfir
stjórnarskrána til að hún öðlist gildi.
Ekki kemur þó til þess að þjóðar-
atkvæðagreiðsla fari fram í öllum
aðildarríkjunum, í sumum tilfellum
verður samþykki þingheims látið
nægja. Jacques Delors, fyrrum for-
seti framkvæmdastjórnar ESB,
sagði í liðinni viku að höfnuðu
Frakkar stjórnlögunum myndi
„gríðarmikill vandi“ skapast í
Evrópu sem hægja myndi á sam-
runaferlinu suður í álfu.
Frá því þetta gerðist hefur önnur
könnun verið birt í Frakklandi sem
renndi stoðum undir niðurstöðu
þeirrar fyrri. Ljóst er að franskir
ráðamenn hafa þungar áhyggjur af
andstöðu alþýðu manna við stjórnar-
skrána og er það hald sérfróðra að
þar sé að finna skýringuna á því að
Chirac forseti krafðist þess að þjón-
ustutilskipunin yrði tekin til gagn-
gerrar endurskoðunar. Franska
stjórnin hefur sagt að það verði
„auðmýkjandi“ fyrir Frakka falli
stjórnlögin nýju þar enda þykir sýnt
að sú niðurstaða myndi hafa það eitt
í för með sér að magna upp andstöð-
una í öðrum ríkjum Evrópusam-
bandsins. Frakkar líta á sig sem for-
ystuþjóð innan ESB og þykir
ýmsum sem vegið verði að þeirri
stöðu verði niðurstaðan „non“.
Fréttaskýring | Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins hafa ákveðið að endurskoða beri umdeilda tilskipun um aukið
frelsi í þjónustuviðskiptum. Vaxandi andstaða í Frakklandi er talin hafa ráðið miklu um þessa ákvörðun en þar fara fram
mikilvægar kosningar um nýja stjórnarskrá sambandsins í maímánuði og tvísýnt um úrslitin ef marka má kannanir.
Óttinn við hið
franska „non“
Reuters
Fulltrúi verkalýðshreyfingarinnar í Slóveníu mómælir Bolkenstein-til-
skipuninni á útifundi í Brussel. Verkalýðshreyfingin telur aukið frelsi í við-
skiptum með þjónustu fallið til að geta af sér undirboð frá fyrirtækjum í
Austur-Evrópu þar sem launakjör eru önnur en í vesturhlutanum.
’Jacques Chirac Frakklandsforseti gekk
lengra. Hann lýsti
því yfir á fundinum að
„endurskrifa“ þyrfti
alla tilskipunina.‘
MÓÐIR Terri Schiavo sendi í gær
öldungadeild Flórída tilfinninga-
þrungið ákall um að þingmenn beittu
sér fyrir því að dótturinni yrði áfram
haldið á lífi með næringarslöngu er
liggur inn í maga sjúklings. „Okkur
vantar aðeins eitt atkvæði í öldunga-
deildinni til að bjarga dóttur minni, í
öllum bænum, öldungadeildarþing-
menn, látið ekki dóttur mína deyja,“
sagði móðirin, Mary Schindler.
Greidd voru atkvæði um málið í
þingdeildinni í gærkvöldi og fellt með
21 atkvæði gegn 18 að grípa inn í
ákvörðun dómstóla. Áfrýjunardóm-
stóll í Atlanta í Bandaríkjunum hafn-
aði í gærmorgun kröfu foreldra
Schiavo um að tækin yrðu tengd á ný.
Schiavo er heilasködduð og í dái en
slangan var tekin úr sambandi sl.
föstudag að ósk eiginmanns hennar,
Michaels Schiavo. Foreldrarnir
ákváðu í gær að áfrýja til hæstaréttar
í Washington. Rétturinn hefur tvisvar
neitað að taka málið til umfjöllunar.
Margt trúað fólk segir að ef hætt sé
að gefa Schiavo næringu sé verið að
bregðast skyldum kristinna manna
um miskunnsemi við bágstadda. Ekki
sé verið að lækna Schiavo með nær-
ingunni heldur sinna frumþörfum
sem hún geti ekki annast sjálf.
Eiginmaðurinn segir að Schiavo
hafi tjáð sér, áður en hún féll í dá, að
hún vildi ekki að tækjabúnaður yrði
notaður til að framlengja dauðastríð-
ið. Foreldrar og systkin Terri Schiavo
bera brigður á þá fullyrðingu eigin-
mannsins. Bandaríkjaþing samþykkti
í skyndi á sunnudag lagafrumvarp
sem gerði foreldrum Schiavo kleift að
halda málarekstrinum áfram. Lög-
fræðingar foreldranna segja, ásamt
lögfræðingum stjórnar George W.
Bush forseta í Washington, að James
Whittemore, dómari í Atlanta, hafi
ekki skilið umfang og merkingu lag-
anna sem Bandaríkjaþing samþykkti
á sunnudag. Honum hafi borið að taka
málið upp á ný og mæla fyrir um að
slangan yrði tengd á ný.
„Við munum leggja okkur hart
fram við að fá Jeb Bush [ríkisstjóra
Flórída og bróður Bush forseta] … til
að kanna hvað hann geti gert sem
handhafi framkvæmdavaldsins,“
sagði séra Patrick Mahoney, fulltrúi
Varnarsamtaka kristinna manna.
Foreldrar Terri
Schiavo skjóta máli
sínu til hæstaréttar
í Washington
Reuters
Mary Schindler, móðir Terri Schiavo, ræddi í gær við fjölmiðlafólk fyrir utan sjúkrahúsið þar sem Schiavo liggur.
Pinellas Park. AFP, AP.
Báðu Flórída-þing og Jeb
Bush ríkisstjóra um hjálp
ALLT að 80 vígamenn kunna að hafa
fallið á þriðjudag í árás íraskra og
bandarískra hersveita á þjálfunar-
búðir norður af Bagdad, höfuðborg
Íraks. Er um að ræða mesta mannfall
í hernaði í landinu frá því að kosn-
ingar fóru fram í janúarmánuði.
Íraskur heimildarmaður AFP-
fréttastofunnar sem tók þátt í aðgerð-
inni sagði í gær að búðirnar hefðu
verið mikilvæg þjálfunarstöð fyrir
liðsafla þann sem heldur uppi baráttu
gegn bandaríska herliðinu í Írak.
Breska útvarpið, BBC, hafði eftir
íröskum embættismönnum að 45 til
80 menn hefðu verið drepnir. Haft var
eftir Sarmad Hassan Kamel, sem
stjórnaði árás íraskra sérsveita, að
margir hinna föllnu hefðu verið út-
lendingar. Nefndi hann sérstaklega
Sýrlendinga og Sádi-Araba.
Óljóst er hve margir sérsveitar-
menn féllu, nefndar voru tölur frá
fimm upp í 12. Aðgerðin mun hafa
tekið 17 stundir og sagði viðmælandi
AFP að búðirnar hefðu verið upp-
rættar. Þær hefðu aðallega saman-
staðið af tjöldum og moldarkofum við
Thartar-vatn, um 200 kílómetra norð-
ur af Bagdad. Írösku sérsveitirnar
voru sagðar hafa verið studdar
bandarísku liði og flugvélum. Í sér-
sveitunum eru reyndir menn sem til-
heyrðu íraska stjórnarhernum í
valdatíð Saddams Hússeins.
Segja 80
menn hafa
fallið í Írak
Tikrit. AFP.