Morgunblaðið - 24.03.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.03.2005, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 24. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NORSK skip hafa streymt til Eyja undanfarna daga með kolmunna sem þau landa í bræðslu Ísfélagsins. Samtals er aflinn orðinn yfir 10.000 tonn sem er góð búbót nú þegar loðnuvertíð er nýlokið. Í fyrrinótt kom Gardar frá Bergen með 1800 tonn, í gær var von á Haugagut með 1600 tonn. Gardar er stórt glæsilegt skip, aðeins átta mán- aða gamalt, 75 m langt, ber 1800 tonn og er með vinnslulínu. Guðjón Engilbertsson verk- smiðjustjóri sagði nóg að gera í bræðslunni og hann taldi að um 10.000 tonn yrðu komin í hús hjá þeim um páskana. Guðmundur VE, skip Ísfélagsins, hélt á veiðar á sunnudagskvöld og var kominn með 100 tonn á miðvikudag en þá var komin bræla á miðunum þar sem hann hélt sig. Kolmunninn veiðist nú á alþjóðlegu veiðisvæði suður af Eyj- um og er um þrjátíu tíma sigling af miðunum. Eins og er, er stysta sigl- ingin til Eyja og má gera ráð fyrir að veiði á þessu svæði standi fram í byrjun apríl. Norsk skip streyma til Eyja með kolmunna Morgunblaðið/Sigurgeir Norska kolmunnaskipið Gardar landar í Vestmannaeyjum. HELSTU skíðasvæði landsins verða opin um páskana en aðstæður eru þó misgóðar samkvæmt samtölum Morgunblaðsins við umsjónarmenn skíðasvæðanna. Á Ísafirði, Sauð- árkróki, Dalvík, Akureyri, Siglufirði og í Oddskarði verður hægt að skíða um páskana en hlýindi hafa sett strik í reikninginn og er snjór víða blautur. Í Bláfjöllum verður opið um páskana ef veður leyfir en að sögn Gretars Halls Þórissonar, forstöðu- manns svæðisins, er skíðafærið ekki með besta móti sökum hlýinda og hvassviðris. Að sögn Jóhanns Torfasonar, um- sjónarmanns skíðasvæðisins á Ísa- firði, lítur skíðafærið vel út um páskana og spáin hagstæð. Heilmikil dagskrá verður í boði því haldið er upp á 70 ára afmæli hinnar árlegu Skíðaviku, og verða 54 uppákomur og atriði á boðstólum fyrir unga sem aldna. Aðspurður segist Jóhann bú- ast við að á bilinu 1.500–2.000 manns sæki bæinn heim yfir hátíð- irnar. Heilmikla dagskrá verður einnig að finna í Skagafirði en skíðafærið í Tindastól er prýðilegt að sögn Viggós Jónssonar, umsjónarmanns skíðasvæðisins. Boðið verður upp á snjófígúrukeppni, brettabrun, sleða- og snjóþoturall, auk keppni í sam- hliða svigi. Á laugardagskvöld verða stórtónleikar í íþróttahúsinu á Sauðárkróki þar sem Karlakórinn Heimir og Hljómar frá Keflavík koma fram saman. Á Siglufirði er ágætt skíðafæri og þar verður einnig að finna fjöl- breytta páskadagskrá. Opið verður í skíðasvæðunum í Dalvík, á Akureyri og í Oddskarði. Engin sérstök dagskrá verður á þessum stöðum um páskana. Áætlunarferðir til og frá BSÍ og flug til og frá Reykjavíkur verða alla páskanna. Fullbókað hefur verið í flestar vélar frá Reykjavíkurvelli. Opið á helstu skíðasvæðum næstu daga Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Skíðavikan á Ísafirði var sett með göngukeppni í Hafnarstrætinu. „ÞAÐ komu samtals 380 ein- staklingar til okkar í dag [gær], sem er miklum mun fleiri en við áttum von á,“ sagði Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar, í samtali við Morgunblaðið, en úthlutað var matarpökkum fyrir páskana hjá nefndinni í gær. Aðspurð segir Ragnhildur út- hlutunina hafa gengið vel fyrir sig og að nóg hafi verið til handa öll- um fram eftir degi, en þegar á hafi liðið hafi ýmsar vörutegundir klárast. „Um miðjan dag barst okkur síðan óvæntur glaðningur frá Eimskip. Var þar um að ræða pakka með stórum og mynd- arlegum páskaeggjum, sem var að sjálfsögðu mjög vel þegið og mun vafalítið gleðja börnin um páskana,“ sagði Ragnhildur og vildi koma kæru þakklæti til Eim- skipsmanna. Morgunblaðið/Eyþór Anna Kristjánsdóttir, Brynja Guðmundsdóttir og Steinunn V. Jónsdóttir hjá Mæðrastyrksnefnd að undirbúa matarpakkana. Óvæntur glaðningur HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur vís- aði í gær frá dómi máli Félags tón- listarskólakennara á hendur Reykja- víkurborg. Félagið krafðist þess að ákvörðun borgarráðs þess efnis að tónlistarskólar í Reykjavík skyldu framvegis kenna hverjum nemanda í fullu námi í 32 klukkustundir í aðal- námsgrein á ári yrði dæmd ólögmæt. Félag tónlistarskólakennara taldi að brotinn hefði verið réttur á fé- lagsmönnum samkvæmt kjarasamn- ingi. Í niðurstöðu dómsins segir að samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur sé það í verkahring Fé- lagsdóms að dæma í málum sem rísa út af kærum um brot á vinnusamn- ingi. Þá segir í dóminum að félagið hafi blandað saman málsástæðum er lytu að broti á lögum um fjárhagsstuðn- ing við tónlistarskóla og málsástæð- um vegna brota á kjarasamningi. Telja yrði að réttarsambandið hvað lögmæti styrkveitingar varðar væri á milli borgarinnar og tónlistarskól- anna og því gæti félagið ekki átt að- ild að lögum að málsókn um styrk- veitingu til skólanna. Þótti réttinum málatilbúnaði Fé- lags tónlistarkennara vera svo áfátt að ekki yrði hjá því komist að vísa málinu frá dómi. Hervör Þorvaldsdóttir héraðs- dómari dæmdi málið. Guðni Á. Har- aldsson hrl. flutti málið fyrir Félag tónlistarskólakennara og Anton Björn Markússon hdl. fyrir Reykja- víkurborg. Máli tónlistarskólakenn- ara var vísað frá dómi LÖGREGLAN á Akranesi hef- ur til rannsóknar hnífaárás á veitingastað í bænum aðfaranótt sunnudags þar sem maður réðst að bróður sínum vopnaður dúkahnífi og veitti honum áverka. Dyraverðir á staðnum stöðvuðu árásina og var árásar- maðurinn horfinn af vettvangi er lögregla kom. Hann var handtekinn skömmu síðar á heimili sínu. Sá sem fyrir árásinni varð var talsvert skorinn í andliti og á lík- ama og var hann færður undir læknishendur. Fékk hann að fara heim að aðgerð lokinni þar sem meiðsli reyndust ekki eins alvarleg og í fyrstu virtist. Árásarmaðurinn á við geðræn vandamál að stríða að sögn lög- reglunnar og var komið undir læknishendur eftir skýrslutöku. Hann hefur verið vistaður á geð- deild. Lögregla lítur málið alvarleg- um augum þar sem um hættu- lega aðför var að ræða og vopni beitt. Unnið er að rannsókn málsins. Hnífaárás á Akra- nesi PÁLMI R. Pálmason, formaður stjórnarnefndar Landspítala há- skólasjúkrahúss, hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórninni vegna tengsla við einn af þeim hóp- um, þ.e. Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf., sem taka þátt í hönnunarsamkeppni um deiliskipu- lag á svæði LSH við Hringbraut. Pálmi er einn af hluthöfum VST. Varamaður hans í stjórninni, Birna Svavarsdóttir, gegnir formennsk- unni í hans stað. Ríkiskaup auglýsti forval í hönn- unarsamkeppninni á Íslandi hinn 23. janúar sl. Áður hafði keppnin verið auglýst á Evrópska efnahags- svæðinu. Í kjölfarið sóttu átján hóp- ar um að taka þátt í forvalinu. Úr þeim umsóknum verða valdir fimm til sjö hópar til að taka þátt í end- anlegri hönnunarkeppni um deili- skipulagið. Miðað er við að end- anlegar tillögur liggi fyrir næsta haust og að dómnefnd velji þá bestu lausnina. Pálmi R. Pálmason víkur tímabundið úr stjórn LSH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.