Morgunblaðið - 24.03.2005, Side 6

Morgunblaðið - 24.03.2005, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 24. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR NORSK skip hafa streymt til Eyja undanfarna daga með kolmunna sem þau landa í bræðslu Ísfélagsins. Samtals er aflinn orðinn yfir 10.000 tonn sem er góð búbót nú þegar loðnuvertíð er nýlokið. Í fyrrinótt kom Gardar frá Bergen með 1800 tonn, í gær var von á Haugagut með 1600 tonn. Gardar er stórt glæsilegt skip, aðeins átta mán- aða gamalt, 75 m langt, ber 1800 tonn og er með vinnslulínu. Guðjón Engilbertsson verk- smiðjustjóri sagði nóg að gera í bræðslunni og hann taldi að um 10.000 tonn yrðu komin í hús hjá þeim um páskana. Guðmundur VE, skip Ísfélagsins, hélt á veiðar á sunnudagskvöld og var kominn með 100 tonn á miðvikudag en þá var komin bræla á miðunum þar sem hann hélt sig. Kolmunninn veiðist nú á alþjóðlegu veiðisvæði suður af Eyj- um og er um þrjátíu tíma sigling af miðunum. Eins og er, er stysta sigl- ingin til Eyja og má gera ráð fyrir að veiði á þessu svæði standi fram í byrjun apríl. Norsk skip streyma til Eyja með kolmunna Morgunblaðið/Sigurgeir Norska kolmunnaskipið Gardar landar í Vestmannaeyjum. HELSTU skíðasvæði landsins verða opin um páskana en aðstæður eru þó misgóðar samkvæmt samtölum Morgunblaðsins við umsjónarmenn skíðasvæðanna. Á Ísafirði, Sauð- árkróki, Dalvík, Akureyri, Siglufirði og í Oddskarði verður hægt að skíða um páskana en hlýindi hafa sett strik í reikninginn og er snjór víða blautur. Í Bláfjöllum verður opið um páskana ef veður leyfir en að sögn Gretars Halls Þórissonar, forstöðu- manns svæðisins, er skíðafærið ekki með besta móti sökum hlýinda og hvassviðris. Að sögn Jóhanns Torfasonar, um- sjónarmanns skíðasvæðisins á Ísa- firði, lítur skíðafærið vel út um páskana og spáin hagstæð. Heilmikil dagskrá verður í boði því haldið er upp á 70 ára afmæli hinnar árlegu Skíðaviku, og verða 54 uppákomur og atriði á boðstólum fyrir unga sem aldna. Aðspurður segist Jóhann bú- ast við að á bilinu 1.500–2.000 manns sæki bæinn heim yfir hátíð- irnar. Heilmikla dagskrá verður einnig að finna í Skagafirði en skíðafærið í Tindastól er prýðilegt að sögn Viggós Jónssonar, umsjónarmanns skíðasvæðisins. Boðið verður upp á snjófígúrukeppni, brettabrun, sleða- og snjóþoturall, auk keppni í sam- hliða svigi. Á laugardagskvöld verða stórtónleikar í íþróttahúsinu á Sauðárkróki þar sem Karlakórinn Heimir og Hljómar frá Keflavík koma fram saman. Á Siglufirði er ágætt skíðafæri og þar verður einnig að finna fjöl- breytta páskadagskrá. Opið verður í skíðasvæðunum í Dalvík, á Akureyri og í Oddskarði. Engin sérstök dagskrá verður á þessum stöðum um páskana. Áætlunarferðir til og frá BSÍ og flug til og frá Reykjavíkur verða alla páskanna. Fullbókað hefur verið í flestar vélar frá Reykjavíkurvelli. Opið á helstu skíðasvæðum næstu daga Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörns Skíðavikan á Ísafirði var sett með göngukeppni í Hafnarstrætinu. „ÞAÐ komu samtals 380 ein- staklingar til okkar í dag [gær], sem er miklum mun fleiri en við áttum von á,“ sagði Ragnhildur Guðmundsdóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar, í samtali við Morgunblaðið, en úthlutað var matarpökkum fyrir páskana hjá nefndinni í gær. Aðspurð segir Ragnhildur út- hlutunina hafa gengið vel fyrir sig og að nóg hafi verið til handa öll- um fram eftir degi, en þegar á hafi liðið hafi ýmsar vörutegundir klárast. „Um miðjan dag barst okkur síðan óvæntur glaðningur frá Eimskip. Var þar um að ræða pakka með stórum og mynd- arlegum páskaeggjum, sem var að sjálfsögðu mjög vel þegið og mun vafalítið gleðja börnin um páskana,“ sagði Ragnhildur og vildi koma kæru þakklæti til Eim- skipsmanna. Morgunblaðið/Eyþór Anna Kristjánsdóttir, Brynja Guðmundsdóttir og Steinunn V. Jónsdóttir hjá Mæðrastyrksnefnd að undirbúa matarpakkana. Óvæntur glaðningur HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur vís- aði í gær frá dómi máli Félags tón- listarskólakennara á hendur Reykja- víkurborg. Félagið krafðist þess að ákvörðun borgarráðs þess efnis að tónlistarskólar í Reykjavík skyldu framvegis kenna hverjum nemanda í fullu námi í 32 klukkustundir í aðal- námsgrein á ári yrði dæmd ólögmæt. Félag tónlistarskólakennara taldi að brotinn hefði verið réttur á fé- lagsmönnum samkvæmt kjarasamn- ingi. Í niðurstöðu dómsins segir að samkvæmt lögum um stéttarfélög og vinnudeilur sé það í verkahring Fé- lagsdóms að dæma í málum sem rísa út af kærum um brot á vinnusamn- ingi. Þá segir í dóminum að félagið hafi blandað saman málsástæðum er lytu að broti á lögum um fjárhagsstuðn- ing við tónlistarskóla og málsástæð- um vegna brota á kjarasamningi. Telja yrði að réttarsambandið hvað lögmæti styrkveitingar varðar væri á milli borgarinnar og tónlistarskól- anna og því gæti félagið ekki átt að- ild að lögum að málsókn um styrk- veitingu til skólanna. Þótti réttinum málatilbúnaði Fé- lags tónlistarkennara vera svo áfátt að ekki yrði hjá því komist að vísa málinu frá dómi. Hervör Þorvaldsdóttir héraðs- dómari dæmdi málið. Guðni Á. Har- aldsson hrl. flutti málið fyrir Félag tónlistarskólakennara og Anton Björn Markússon hdl. fyrir Reykja- víkurborg. Máli tónlistarskólakenn- ara var vísað frá dómi LÖGREGLAN á Akranesi hef- ur til rannsóknar hnífaárás á veitingastað í bænum aðfaranótt sunnudags þar sem maður réðst að bróður sínum vopnaður dúkahnífi og veitti honum áverka. Dyraverðir á staðnum stöðvuðu árásina og var árásar- maðurinn horfinn af vettvangi er lögregla kom. Hann var handtekinn skömmu síðar á heimili sínu. Sá sem fyrir árásinni varð var talsvert skorinn í andliti og á lík- ama og var hann færður undir læknishendur. Fékk hann að fara heim að aðgerð lokinni þar sem meiðsli reyndust ekki eins alvarleg og í fyrstu virtist. Árásarmaðurinn á við geðræn vandamál að stríða að sögn lög- reglunnar og var komið undir læknishendur eftir skýrslutöku. Hann hefur verið vistaður á geð- deild. Lögregla lítur málið alvarleg- um augum þar sem um hættu- lega aðför var að ræða og vopni beitt. Unnið er að rannsókn málsins. Hnífaárás á Akra- nesi PÁLMI R. Pálmason, formaður stjórnarnefndar Landspítala há- skólasjúkrahúss, hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórninni vegna tengsla við einn af þeim hóp- um, þ.e. Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf., sem taka þátt í hönnunarsamkeppni um deiliskipu- lag á svæði LSH við Hringbraut. Pálmi er einn af hluthöfum VST. Varamaður hans í stjórninni, Birna Svavarsdóttir, gegnir formennsk- unni í hans stað. Ríkiskaup auglýsti forval í hönn- unarsamkeppninni á Íslandi hinn 23. janúar sl. Áður hafði keppnin verið auglýst á Evrópska efnahags- svæðinu. Í kjölfarið sóttu átján hóp- ar um að taka þátt í forvalinu. Úr þeim umsóknum verða valdir fimm til sjö hópar til að taka þátt í end- anlegri hönnunarkeppni um deili- skipulagið. Miðað er við að end- anlegar tillögur liggi fyrir næsta haust og að dómnefnd velji þá bestu lausnina. Pálmi R. Pálmason víkur tímabundið úr stjórn LSH

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.