Morgunblaðið - 24.03.2005, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 24.03.2005, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 24. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Mig langar í örfáum og fátæklegum orðum að minnast míns góða vinar og fyrrverandi vinnuveitanda Har- aldar Guðbergssonar, Barmahlíð 4 á Sauðárkróki. Ég réðst til starfa í Vélsmiðju Sauðárkróks á haustdögum árið 1987 samhliða námi í vélstjórn í fjölbrautaskóla Sauðárkróks. Ég HARALDUR GUÐBERGSSON ✝ Haraldur Guð-bergsson fæddist í Reykjavík 14. nóv- ember 1949. Hann lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut 18. febr- úar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Sauðárkróks- kirkju 5. mars. hafði hringt í Halla þá mér ókunnan mann tveimur eða þremur dögum áður og sótt um vinnu með skólan- um. Svarið var stutt og laggott: „Ekkert mál, þú mætir bara.“ Það var eins og við manninn mælt, þegar við Halli hittumst síð- an í fyrsta sinn, var eins og við hefðum þekkst í mörg ár. Ég man eins og það hefði skeð í gær fyrsta dag- inn minn hjá Halla þegar við fórum saman til vinnu upp í Melrakka sem þá var í smíðum. Einu tók ég strax eftir. Hann vildi hvers manns vanda leysa og hafði mjög ríka þjónustulund. Vandamál voru til að leysa þau og ekkert virtist honum ofviða. Oft eftir að venjulegum dagvinnutíma lauk var Halli oft að störfum við rennibekkinn þar sem dagurinn fór að miklu leyti í dag- legan rekstur vélsmiðjunnar. Oft var ég með honum í þessari eft- irvinnu og fylgdist þá með honum þar sem ég var meðal annars að læra rennismíði í skólanum. Hann var óspar á að miðla mér af þekk- ingu sinni og reynslu, sem ég bý að enn þann dag í dag. Mörg af hans ráðum voru þannig að þau verða ekki numin af bókum, þar verður margra ára reynsla að koma til. Það var hrein unun að sjá hand- tökin hjá honum við rennibekkinn. En tíminn líður fljótt við nám og störf og í desember 1987 að loknu námi hélt ég á sjóinn en var alltaf í sambandi við Halla af og til. Ég átti reyndar eftir að starfa hjá honum í tvö skipti tímabundið eftir þetta og bjó ég þá hjá Halla og Ingu í Barmahlíðinni og var maður þar eins og heima hjá sér. Mér er sérstaklega minnisstætt þegar þau hjónin héldu utan til dvalar á Spáni og ég var „au pair“ eins og Halli kallaði mig í gríni. Ég tók að mér að setja niður kartöflur fyrir þau í fjarveru þeirra. Útsæðið lenti að vísu nokk- uð þétt í beðin enda var uppskeran eftir því að hausti. Oft átti Halli eftir að gera góðlátlegt grín að mér sem garðyrkjumanni eftir þetta, en þó á sinn skemmtilega hátt. Halli hafði einstakt lag á að gera grín án þess að það særði neinn. Alltaf var viðkvæðið hjá Halla þegar við heyrðumst í síma eða hittumst: „Ertu ekki að koma, gall- inn er klár inni í skáp og bíður eft- ir þér.“ Ég kveð þig með virðingu, þakk- læti og söknuði miklum, kæri vin- ur, og þakka af hjartans hug fyrir stundirnar sem við áttum saman. Nú hnígur sól að sævarbarmi sígur húm á þreytta jörð. Nú blikar dögg á blómahvarmi, blundar þögul fuglahjörð. Í hljóðrar nætur ástarörmum allir fá hvíld frá dagsins hörmum. (Axel Guðmundsson.) Elsku Inga, fjölskylda og aðrir aðstandendur, ég sendi ykkur mín- ar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um góðan og ljúfan dreng mun aldrei gleymast. Guð blessi minningu þína. Hvíl í friði. Svafar Gestsson, Húsavík. Höfðinginn í fjöl- skyldunni er fallinn frá á 86. aldursári, hann afi í Álftamýri eins og við krakkarnir kölluðum hann alltaf. Ég er elsta barnabarnið og það liggur í augum uppi að ég dvaldi mikið hjá ömmu og afa í mínum uppvexti og þegar ég lít til baka þá átta ég mig á því þvílík forréttindi það eru að hafa afa og ömmu alla sína æsku til að leita til sem virt- ust alltaf hafa tíma fyrir mann og gott var að leita til. Afi var smiður og vann við það GUÐMUNDUR EYJÓLFSSON ✝ Guðmundur Eyj-ólfsson fæddist á Breiðabólstað í Ölf- usi 21. nóvember 1919. Hann lést á Hrafnistu í Reykja- vík fimmtudaginn 24. febrúar síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Fossvogs- kirkju 7. mars. nánast alla tíð og lék allt í höndunum á honum. Var hann vandvirkur og útsjón- arsamur, enda þegar við Óskar fórum að innrétta okkar fyrstu íbúð þá var leitað til hans og var hjálpin auðsótt. Frá bernskunni man ég eftir ferðun- um í kartöflugarðinn. Þegar farið var að morgni, var amma bú- in að smyrja nesti fyr- ir daginn og síðan komið heim að kveldi og hefur kartöfluáhuginn fylgt manni síðan, og alltaf var afi að spyrja hvernig útsæðið væri og uppskeran og allt tengt því enda mikill áhugamaður um kartöflurækt og ekki eru mörg ár síðan hann hætti sjálfur að setja niður. Áhugamál númer eitt hjá afa var sennilega stangveiðin, og voru veiðiferðir fastir liðir hjá fjölskyld- unni og því fleiri sem fóru með því skemmtilegra fannst honum og eru ófáar veiðiferðir sem koma upp í hugann og í hans síðustu veiðiferð sem var fyrir fimm árum voru ættliðirnir orðnir fjórir og er það ómetanlegt fyrir langafabörn- in. Ég gæti haldið endalaust áfram að rifja upp atvik úr uppvextinum og til dagsins í dag, en nú er kom- ið að leiðarlokum, gamli minn. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Ég kúri mig niður og fálmandi hönd mín teygir sig eftir síðasta geisla sólarinnar sem sökkt er í hafið af böðlum næturinnar. Nóttin er einvöld, kaldar beinaberar hendur teygja sig í áttina til mín nóttin. Ég hrópa af ótta og bergmál næturinnar svarar mér síðan er þögn. Vopnahlé. En ég veit að nóttin hefur unnið. (Guðbjartur Ólafsson.) Guðbjörg. Fjarðarás 25, 110 Reykjavík • utfarir@utfarir.is Sími 567 9110 • 893 8638 • Fax 567 2754 • www.utfarir.is Útfararþjónustan Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ást- kærrar eiginkonu minnar, dóttur minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, ÖNNU BIRNU GRÍMÓLFSDÓTTUR, Nesbala 64, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir til göngudeildar krabba- meinsdeildar Landspítalans, Helga Sigurðssonar, læknis, líknardeildar Landspítalans í Kópavogi, og Heimahlynningar fyrir yndislega umönnun og góðan stuðning. Eiríkur Steinþórsson, Þuríður V. Björnsdóttir, Þuríður V. Eiríksdóttir, Guðrún E. Sigurðardóttir, Guðríður Eiríksdóttir, Þóra Björk Eiríksdóttir, Eiríkur Jóhannsson. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, GRÍMÓLFS ANDRÉSSONAR skipstjóra frá Stykkishólmi, Laugarnesvegi 112. F.h. fjölskyldunnar og annarra aðstandenda, Þuríður V. Björnsdóttir. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, langafa og langalangafa, JÓHANNS LÁRUSSONAR múrarameistara, Selvogsgötu 16a, Hafnarfirði. Sérstökum þökkum viljum við koma á framfæri við allt hið yndislega starfsfólk heimahlynningar Krabbameinsfélagsins. Guð blessi ykkur og veiti ykkur stuðning í starfi ykkar. Steinþóra Guðlaugsdóttir, Sigurður Jóhannsson, Hulda Dóra Jóhannsdóttir, Einar Gíslason, Elínborg Jóhannsdóttir, Oddur Helgi Oddsson, Jóhann Þórir Jóhannsson, Ragnheiður Þ. Kristjánsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Fjölskylda HÓLMFRÍÐAR ÓSKAR JÓNSDÓTTUR, Ægisgötu 26, Akureyri, þakkar af alhug öllum þeim, sem heiðruðu minningu hennar með hlýjum kveðjum og gjöf- um og með nærveru sinni við útförina. Sér- stakar þakkir til allra þeirra sem veittu henni stuðning og umönnun á lífsleiðinni. Guð blessi ykkur öll. Ólafur Snæbjörn Bjarnason, Jón Guðmundsson, Olga Jónsdóttir, Bjarni Jónsson, Kristín E. Jónsdóttir, Óli Jón Hermannsson, Ingi Steinn Jónsson, Luzviminda Agilday Dion, Valdimar Þór Jónsson, Guðmundur Geir Jónsson og systkinabörn. Elsku Jóhanna, ekki grunaði mig að ég væri að hitta þig í síðasta sinn þegar þú komst í heim- sókn til mín sl. haust og þú svo spræk fórst upp allar tröppurnar eins og ekkert væri, vildir enga hjálp þiggja JÓHANNA BJÖRNSDÓTTIR ✝ Jóhanna Björns-dóttir fæddist á Steindyrum á Látra- strönd við austan- verðan Eyjafjörð 14. ágúst 1921. Hún lést á Fjórðungssjúkrahús- inu í Neskaupstað 2. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Norðfjarðarkirkju 9. mars. „þú hélst það nú“ að þetta væri nú ekkert mál, enda sannaðir þú það líka og fórst létt með tröppurnar. Við áttum yndislega kvöldstund sem ég vil þakka þér fyrir. Lífið var þér mjög erfitt síðustu ár en þó sérstaklega sl. 9 mán- uðir, söknuðurinn mik- ill eftir að Geir Bjarni lést hinn 3 júní sl. enda ekki skrýtið þar sem þið voruð mjög sam- rýnd hjón eftir rúm- lega 50 ára hjónaband. Ég kynntist ykkur Geir Bjarna Fyrir u.þ.b. 30 árum eða þegar ég fyrst fór að koma á Norðfjörð til Mæju og Smára og þá bara smá- stelpa. Alla tíð síðan hefur alltaf verið fastur liður hjá mér að koma til ykk- ar í heimsókn þegar ég kom á Norð- fjörð og var alltaf tekið á móti mér og börnum mínum með hlýhug og kær- leika, og þú varst fljót að snara fram veisluborði í þessum heimsóknum mínum til þín og ekki mátti fara út úr húsi fyrr enn þú varst búin að tryggja að allir hefðu fengið nægju sína. Þannig er þér lýst, þú vildir bara öllum vel. Elsku vinkona, ég veit að nú líður þér vel og laus við öll veikindin sem gerðu þig svo dapra. Og ég veit að Geir Bjarni hefur tekið vel á móti þér. Ég vil þakka þér Jóhanna fyrir all- ar góðu stundirnar og fyrir að fá að kynnast þér. Þín vinkona, Sólveig Hafsteinsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.