Morgunblaðið - 24.03.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 24.03.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARS 2005 25 NEYTENDUR KASSAVA-rót komst í fréttir um daginn þegar skólabörn á Filipps- eyjum létust eftir neyslu á henni. Kassava-rót er þekkt í matargerð víða um heim og hana er einnig hægt að fá í sérvöruverslunum hér á landi. Að sögn Elínar Guðmunds- dóttur, sérfræðings á matvælasviði, eru til tvær tegundir af kassava- rót, önnur er ljós og sæt en hin er dökk og vex villt. „Ræturnar sem fluttar eru hingað til lands eru sæt- ar og ekki hættulegar,“ segir hún en skólabörnin á Filippseyjum sem létust af völdum matareitrunar borðuðu villta, dökka kassava-rót, sem inniheldur blásýru. „Við notum kassava-rót mest í eftirrétt,“ segir Ning, versl- unarstjóri í Sælkerabúðinni. Hann bendir á að rótin sé þekkt í mat- argerð víða um heim. „Það má sjóða rótina, steikja eða rífa niður og blanda saman við kókos og syk- ur og baka í ofni. Rótin líkist helst kartöflu á bragðið og er reyndar notuð sem slík í Suður-Ameríku. Hún er eiginlega þeirra kartafla en Afríkubúar stappa rótina niður og búa til kökur úr henni.“ Að sögn Nings fer þeim fjölgandi sem kynnast rótinni hér á landi og hafa lært að nota hana. „Hún er rif- in út þegar hún kemur,“ segir hann.  KASSAVA-RÓT Sætu ræturnar eru ekki hættulegar Spurning: Fyrirspurn barst frá konu sem hafði keypt tannkrem sem framleitt var í desember árið 2003. Hún velti fyrir sér hversu langur endingartími tannkrems væri þar sem hún fann enga merkingu um síðasta söludag og hvort ekki væri skylt að hafa slíka merkingu á öllum vörum. Einnig spurðist hún fyrir um reglur um tungumál á innihaldslýsingum. Svar: Hjá Umhverfisstofnun fengust þau svör að tannkrem væri í flokki snyrtivara og þar væru reglur þannig að þær vörur sem entust í þrjátíu mánuði eða meira þyrfti ekki að merkja sér- staklega með síðasta söludegi. Tannkrem væri slík vara og er þar komin skýringin á því hvers vegna enga dagsetningu var að finna um síðasta söludag. Aftur á móti mun nýtt ákvæði í snyrti- vörureglugerðinni taka gildi núna í mars sem kveður á um það að merking verði að vera á þessum tilteknu vörum sem endast svona lengi, um hversu lengi megi nota þær eftir að þær hafa verið opn- aðar. Þessar upplýsingar eiga að standa við tákn eða mynd af op- inni krukku. Innihaldslýsingar eiga að vera á íslensku, ensku eða Norðurlanda- máli öðru en finnsku. Ekki er þó gerð athugasemd við það þó til dæmis standi sjampó á einhverju undarlegu tungumáli á sjampó- brúsa því öllum er ljóst fyrir hvað það stendur. Allar snyrtivörur sem seldar eru á Evrópska efnahagssvæðinu eiga að vera með innihaldslýsingu með svokölluðum INCI heitum (sem eru ensk heiti á efnum), en það er nauðsynlegt því margir hafa ofnæmi fyrir hinum ýmsu efnum sem eru í snyrtivörum, og nýlega er búið að herða reglurnar um að tilgreina efnin sem eru í ilmefnum í snyrtivörum. Diet Coke eða Coca-Cola light? Spurning: Er Diet Coke farið af markaði nú þegar Coca-Cola light er komið í verslanir? Svar: „Diet Coke kemur til með að verða áfram fáanlegt í íslensk- um verslunum þrátt fyrir að nú sé komið á markaðinn nýtt Coca-Cola light, sem fyrst var kynnt í árs- byrjun,“ segir Pétur Helgason, gæðastjóri hjá Vífilfelli. Umbúðum Diet Coke verður þó fækkað eilítið því Vífilfell hf. áformar að taka af markaði Diet Coke í ál- og glerumbúðum. Eftir sem áður verður Diet Coke fáan- legt í hálfs lítra, eins lítra og tveggja lítra plastumbúðum, að sögn Péturs. TaB var fyrsti kaloríusnauði gosdrykkurinn, sem Coca-Cola fyrirtækið framleiddi, og kom sá drykkur á markað á Íslandi árið 1982. Diet Coke kom á markaðinn árið 1985 og Coca-Cola light nú. Innihald þessara tveggja drykkja er mjög áþekkt, að sögn Péturs, en þó þykir hinn nýi sykurlausi valkostur, Coca-Cola light, komast í bragði heldur nær hinu venju- lega ósykurskerta kóki, sem fyrst var framleitt í Bandaríkjunum ár- ið 1886. „Sætuefnin eru þau sömu í báðum drykkjunum, en bragð- efnin eru í aðeins öðruvísi hlut- föllum sem gerir það að verkum að nýi drykkurinn þykir líkari hefðbundna kókinu. Að sögn Pét- urs eru þónokkur ár liðin síðan nágrannalöndin skiptu Diet Coke út fyrir Coca-Cola light sem naut meiri vinsælda meðal neytenda.  SPURT OG SVARAÐ UM NEYTENDAMÁL Hversu lengi má nota tannkremið? Morgunblaðið/Jim Smart Haust Skógarh l í› 18 • 105 Reykjav ík S ími 595 1000 Fax 595 1001 • www.heimsferd i r . i s Heimsferða ævintýri Kynntu þér bækling Heimsferða um haustferðir. Bæklingurinn er kominn Heimsferðir kynna nú glæsilegar haustferðir sínar árið 2005. Í boði eru vinsælustu borgir Evrópu og frábærar ferðir með sérflugi til Jamaica og Puerto Rico í Karíbahafinu og Sikileyjar og Sardiníu í Miðjarðarhafinu. Meðal nýrra áfangastaða eru Ljubljana, höfuðborg Slóveníu og perlurnar Sardinía í Miðjarðarhafinu og Puerto Rico í Karíbahafinu auk lúxussiglinga um Miðjarðar- og Atlantshafið, m.a. til Brasilíu. Auk þess bjóðum við áfram okkar vinsælu ferðir til margra af helstu borgum Evrópu, s.s. Prag, Búdapest, Kraká, Barcelona, Vínarborgar og Rómar að ógleymdum einstaklega spennandi ferðum til Jamaica og Sikileyjar. Kynntu þér Haustævintýri Heimsferða og tryggðu þér sæti því í fyrra seldust eftirsóttustu ferðirnar upp strax á fyrstu dögunum. Jamaica 79.990 kr. Puerto Rico 79.990 kr. Kraká 29.990 kr. Ljubljana 39.990 kr. Vín 39.990 kr. Róm 49.990 kr. Sikiley 54.990 kr. Sardinía 89.990 kr. Prag 19.990 kr. Búdapest 29.990 kr. Barcelona 38.990 kr. NÝTT NÝTT NÝTT E N N E M M / S IA / N M 15 72 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.