Morgunblaðið - 24.03.2005, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.03.2005, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARS 2005 43 MINNINGAR Kæri langafi. Þú ert eini langafinn sem við fengum að kynnast. Við höfum heyrt marg- ar glæfralegar og snið- ugar sögur um þig og reyndar fengu tvö okkar að kynnast því sjálf. Þú varst alltaf í sveitinni þegar við komum þangað þegar við vorum yngri, þú, langamma og auð- vitað Gosi. Það var alveg frábært að fá að kynnast þér, afi, vonandi líður þér vel þarna uppi. Svo munum við líka svo vel eftir því þegar við komum að heimsækja þig á seinasta ári. Þá varst þú að sýna okkur mynd sem var í dag- blaðinu. Þessi mynd var af þér og kórnum sem þú varst í. Við munum líka vel eftir því hvað þú talaðir hratt og stundum var svolítið flókið að ná að skilja hvað þú varst að segja Hvíldu í friði Kær kveðja. Þín barnabarnabörn Eyþór Rafn, Harpa Rut og Brynja Sif Sigurjónsbörn. Þegar við minnumst afa okkar koma ótalmargar skemmtilegar og góðar minningar fram í hugann. Hann var hreinskilinn og hjartahlýr maður. Hann var náttúrubarn og veiðimaður sem fór aldrei langt frá bænum án þess að hafa byssu undir hendinni ef vera kynni að það væri kominn minkur á landareignina. Veiðimennska átti hug hans allan og stundaði hann þá iðju frá því er hann tók byssu föður síns traustataki 11– 12 ára að aldri, hvarf til fjalla, og kom til baka nokkrum klukkutímum seinna með tvær tófur, þar til sjötíu árum síðar er hann skaut tvær tófur í einu skoti við æti í tunglsljósi á JÓN JENS GUÐMUNDSSON ✝ Jón Jens Guð-mundsson fædd- ist á Munaðarnesi í Árneshreppi 27. maí 1912. Hann lést á Hrafnistu í Hafnar- firði 9. mars síðast- liðinn og var útför hans gerð frá Víði- staðakirkju 21. mars. Munaðarnesi. Það var viðeigandi endir á frá- bærum veiðimanns- ferli. Hann framfleytti sinni stóru fjölskyldu að mestum hluta með villibráð. Okkur fannst magn- að að sjá hvernig hann gat yfirgefið frjálsræð- ið á ströndum og sest að í Hafnarfirði þar sem hann helgaði sig algerlega umönnun ömmu í hennar veik- indum. Hann sagðist vera að borga til baka öll árin sem hún hafði hugsað um hann. Afi var stórbrotinn maður, ógleymanlegur öllum þeim er kynntust honum. Núna þegar hann er dáinn gerum við okkur grein fyrir hve stór hluti hann var í okkar lífi. Með hryggð og gleði kveðjum við hann afa okkar og þökkum forsjánni fyrir að fá að alast upp í návist slíks manns sem kunni að gera lífið skemmtilegt, gott og spennandi. Engum er ljóst, hvaðan lagt var af stað né hver lestinni miklu ræður. Við sláumst í förina fyrir það, jafnt fúsir sem nauðugir bræður. Og hægt hún fer en hún færist um set, þessi fylgd yfir veginn auðan, kynslóð af kynslóð og fet fyrir fet og ferðinni er heitið í dauðann. (Tómas Guðm.) Takk fyrir allt. Kær kveðja. Bergvin Sævar, Birgir og Unnur Pálína Guðmundsbörn. Elsku langafi. Við viljum minnast þín með örfáum orðum þar sem þú varst mjög hress og skemmtilegur maður og varst okkur alltaf mjög kær. Það var sönn ánægja að fá að kynnast þér og fá að heyra allar skemmtilegu sögurnar sem þú hafð- ir að segja og ekki voru þær fáar. Þegar þú bjóst á Munaðarnesi í litla kotinu ykkar langömmu vorum við mjög duglegar að kíkja í heimsókn til ykkar og var alltaf tekið vel á móti okkur. Við munum aldrei gleyma þegar þú sast alltaf á tröpp- unum fyrir utan húsið þitt með Gosa hundinn þinn. En því miður gafst ekki mikill tími til þess að hitta ykk- ur eftir að þið fluttuð í höfuðborgina. Eitt skiptið sem við komum passaðir þú fjarstýringuna á sjónvarpinu mjög vel svo að þú misstir ekki af Leiðarljósi sem var einn af þínum uppáhaldssjónvarpsþáttum. Einnig var gaman að sjá hversu mikinn áhuga þú hafðir á dýralífsþáttunum sem voru allan liðlangan daginn í sjónvarpinu. Þú varst veiðimaður mikill og kenndir einmitt föður okk- ar til verka í þeim efnum. Þú tókst virkan þátt í félagslífinu á Hrafnistu og varst meðal annars í kór og fórst í kórferðalög og fengum við að heyra sögur af þeim ferðum. Þú varst ekk- ert smástoltur af sjálfum þér og ljómaðir allur eftir slíkan atburð, því fólkið klappaði svo mikið og fannst söngurinn ykkar svo fallegur. Seinast þegar við hittum þig rétt fyrir jólin varst þú mjög hress að vanda og fannst okkur mjög gaman að koma í heimsókn til ykkar og það var alltaf gaman að heyra hvað þú varst ánægður. Þessi heimsókn er okkur mjög kær eins og allar hinar, þar sem þetta var seinasta heim- sóknin okkar til þín. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinarskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sér lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Hvíl í friði, elsku langafi. Takk fyrir allar samverustundirnar sem við áttum með þér. Þín barnabarnabörn Sigurrós Sandra, Ingibjörg Eyrún og Sólveig Ásta Bergvinsdætur, Grundarfirði. ✝ Siggeir Jóhanns-son fæddist á Breiðabólstað á Síðu í Vestur-Skaftafells- sýslu 17. apríl 1920. Hann lést á Sjúkra- húsi Suðurlands 24. febrúar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jóhann Sigurðsson bóndi, f. 7.12 1886, d. 14.2. 1935, og Jó- hanna Margrét Magnúsdóttir hús- freyja, f. 14.11 1889, d. 27.12. 1975. Systk- ini Siggeirs eru Ragnheiður, f. 7.5. 1916, d. 17.3. 1998, Helgi, f. 27.2. 1918, d. 12.5 2002, Ingólfur, f. 12.5. 1923, Gunnlaugur, f. 8.10. 1924, Hjört- ur, f. 12.11. 1925, d. 21.7. 1985, Gyðríður, f. 19.4. 1928, Ingigerð- ur Svava, f. 2.1. 1930, d. 21.5. 1980, og Lárus, f. 17.8. 1931, d. 27.5. 1937. Siggeir dvaldi fyrstu árin á Kirkjubæjarklaustri, en flutti sjö ára gamall að Núpum í Ölfusi með foreldr- um sínum og systk- inum. Bjó Siggeir síðan á Núpum alla sína tíð eða til ársins 2004 þegar hann flutti á Selfoss. Siggeir kvæntist 24. júní 1971 Vilnýju Reynkvist Bjarna- dóttur, f. 19. mars 1937. Dóttir þeirra er Ragnhildur Birna, f. 28.3. 1973, en fyrir átti Vilný þrjú börn frá fyrra hjónabandi, Guðna Hermann, f. 8.2. 1955, Ásdísi Erlu, f. 24.4. 1960 og Sævar, f. 24.2. 1965. Siggeir aðstoðaði móður sína við rekstur búsins ásamt systkin- um sínum eftir fráfall föður síns, en bjó lengst af félagsbúi ásamt Gunnlaugi bróður sínum á Núp- um. Útför Siggeirs fór fram frá Hveragerðiskirkju 5. mars. Látinn er mágur minn Siggeir Jó- hannsson fyrrverandi bóndi á Núp- um í Ölfusi. Ég kynntist Siggeir fyrst í Ungmennafélagi Ölfusinga, þar sem hann var strax virkur félagi. Honum voru falin þar ýmis trúnaðarstörf sem hann leysti vel af hendi. Siggeir var ljúfur maður í umgengni, fé- lagslyndur og glettinn í góðra vina hópi. Við samstarfsmenn Siggeirs nutum mannkosta hans til að efla samstöðu í sveitafélaginu. Siggeir var ungur kallaður til þátttöku í fé- lagsmálum sveitarinnar. Hann átti lengi setu í hreppsnefnd og skatta- nefnd Ölfushrepps. Þá var hann fyrsti formaður sjúkrasamlagsins meðan það var starfrækt í heima- byggð. Hann starfaði vel og lengi í búfjárræktarfélagi sveitarinnar og var lengi fremstur meðal jafningja í skýrsluhaldi þar. Þegar Siggeir hætti í hreppsnefnd hafði hann und- irbúið byggingu og flutning nýrrar sauðfjárréttar í Ölfusi. Hann afhenti eftirmönnum sínum í hreppsnefnd- inni teikningar af nýrri rétt sem síð- an var byggð og stendur enn. Oft komu þeir Núpabræður að Bakka og voru þeir ætíð auðfúsugestir. Það var ævinlega glatt á hjalla í eldhúsinu á Bakka þegar þá bar að garði. Siggeir var lengi fulltrúi Ung- mennafélags Ölfusinga í sundlaugar- nefnd og átti stóran þátt í byggingu sundlaugarinnar í Hveragerði. Nefndin sem hann veitti forstöðu gekk frá staðarvali í Laugaskarði og teikningum. Vann Siggeir mikið ásamt mörgum öðrum félögum í ung- mennafélaginu við að grafa fyrir grunni hennar í sjálfboðavinnu. Nokkuð dróst að Siggeir fastnaði sér eiginkonu. Þó held ég að hann hafi ekki haft nema gott eitt um kon- ur að segja. Móðir hans var til dæmis annáluð gæðakona. Um stuttan tíma á haustin vann hann hjá bróður sín- um Helga Jóhannssyni hjá Slátur- félagi Suðurlands, þá oftast sem af- greiðslustjóri. Hann var skrifari góður og hafði sérlega fallega rit- hönd. Á þessum árum kynntist hann konu sem var honum til aðstoðar við afgreiðsluna. Sumarið 1969 réðst þessi kona, Vilný Bjarnadóttir, til hans að Núpum sem ráðskona, en hún hafði nokkrum árum áður misst mann sinn. Vilný og Siggeir gengu í hjónaband í Kotstrandarkirkju í júní 1971. Reyndist það þeim báðum far- sæll ráðahagur. Þegar Vilný kom sem ráðskona að Núpum var Jó- hanna, móðir Siggeirs, farin að kröft- um. Þá kom í hlut Vilnýjar að annast hana, sem hún gerði með miklum ágætum svo að eftir var tekið. Lengi vel voru þeir Núpabræður með stórt bú á þeirra tíma vísu. Það var arðsamt enda vel að því staðið. Fyrir tæpum áratug greindist Sig- geir með alvarlegan sjúkdóm. Sjúk- dómurinn ágerðist á síðustu árum og ljóst var að því stríði gæti ekki lokið nema á einn veg. Siggeir tók veik- indum sínum með jafnaðargeði. Í annað sinn reyndi nú á Vilnýju að annast um sjúkling. Siggeir var heima eins lengi og hægt var og ann- aðist Vilný hann af sérstakri nær- færni í hans erfiðu veikindum. Að endingu vil ég þakka mági mín- um samfylgdina í gegnum árin og votta eiginkonu og börnum innilega samúð frá mér og fjölskyldu minni. Engilbert Hannesson. SIGGEIR JÓHANNSSON Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virk- um dögum fyrr (á föstudegi ef út- för er á mánudegi eða þriðjudegi). Minningar- greinar Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlý- hug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, KJARTANS R. JÓHANNSSONAR. Anna Jóna Ingimarsdóttir, Kjartan Örn Kjartansson, Gyða Guðmundsdóttir, Elín Kjartansdóttir, Páll Halldór Dungal, Jóhann Ólafur Kjartansson, Kjartan Örn Kjartansson jr., Baldvin Pálsson Dungal, Alexander Dungal, Anna Jóna Dungal. Innilegar þakkir fyrir samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, GÍSLA TEITS KRISTINSSONAR vélstjóra, Suðurgötu 43, Akranesi. Petrea Kristín Líndal Karlsdóttir, Emilía Líndal Gísladóttir, Kristrún Líndal Gísladóttir, Þjóðbjörn Hannesson, Lilja Líndal Gísladóttir, Hjörtur Márus Sveinsson og fjölskyldur. Hjartans þakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur hlýju og samúð vegna fráfalls föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÓLAFS SVERRISSONAR fyrrverandi kaupfélagsstjóra, síðast til heimilis á hjúkrunarheimilinu Eir í Reykjavík. Það hefur verið okkur mikill styrkur að finna þennan vinarhug frá ykkur öllum. Sverrir Ólafsson, Shameem Ólafsson, Hulda Ólafsdóttir, Stefán Stefánsson, Ingi Ólafsson, Ragnhildur Ásgeirsdóttir, Ólafur Ólafsson, Ingibjörg Kristjánsdóttir, Anna Elísabet Ólafsdóttir, Viðar Viðarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar JÓNS JENS GUÐMUNDSSONAR frá Munaðarnesi, Strandasýslu. Pálína Guðjónsdóttir, Guðlaug Jónsdóttir, Tómas Einarsson, Guðmundur G. Jónsson, Sólveig Jónsdóttir, Guðjón Jónsson, Sigríður Jakobsdóttir Samúel Jónsson, Bjarney Georgsdóttir, Erla Jónsdóttir, Ágúst Skarphéðinsson, Ragnar Jónsson, Þórey Guðmundsdóttir, Anna Jónsdóttir, Kristján Kristjánsson, Jón E. Jónsson, Antonia Rodrigues, Ólöf B. Jónsdóttir, Reynir Stefánsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.