Morgunblaðið - 24.03.2005, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.03.2005, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARS 2005 39 UMRÆÐAN JÓN Stefánsson leigubifreiða- stjóri ritar dæma- lausa grein í Morg- unblaðið í gær. Svo margar rangfærslur eru í greininni um Umferðarstofu að ekki er hægt annað en leiðrétta þær full- yrðingar. Fullyrðir Jón að það séu vitlausar full- yrðingar að notkun bílbelta bjargi mannslífum. Þetta er nú tæpast svaravert þar sem allar rann- sóknir í áratugi benda til þess gagnstæða. Auk þess er það nið- urstaða Rannsóknarnefndar um- ferðarslysa að miklar líkur bendi til þess að sex þeirra sem létu lífið á síðasta ári í umferðarslysum hefðu lifað af slysið hefðu beltin verið spennt. Að sjálfsögðu ber okkur skylda til að koma þeim upplýs- ingum á framfæri. Jón segir í grein sinni að ökumenn breyttra jeppa í leiguakstri með ferðamenn í óbyggðum þurfi ekki að hafa meiraprófið og engin leyfi fyrir slíkri starfsemi séu áskilin. Þetta er hvort tveggja rangt Til að aka þessum bílum eins og öllum öðrum, þar sem farþegar greiða fyrir ferð- ina, þurfa ökumenn að hafa aukin ökuréttindi, annaðhvort til aksturs leigubifreiðar eða hópbifreiðar. Frá því eru engar undantekningar. Einnig er áskilið að viðkomandi hafi leyfi frá Vegagerð ríkisins til slíkrar starfsemi. Jón segir að Umferðarstofa og Vegagerðin setji engar reglur varðandi tryggingar bíla í þessari starfsemi. Þetta er auðvitað mis- skilningur hjá Jóni. Um tryggingar er byggt á umferðarlögum og eru öll ákvæði í þeim efnum skýr. Jón segir í grein sinni að fyrir dyrum standi breytingar á reglu- gerð um hópferðabíla, þannig að hægt verði að nota strætisvagna í hóp- ferðaflutningum og öf- ugt. Umferðarstofu er ekki kunnugt um að slíkar breytingar standi fyrir dyrum. Enn ein rangfærslan hjá Jóni er sú að hjá Umferðarstofu sé hægt að skrá fólksbíla sem jeppa og öfugt. Stað- reyndin er sú, að jepp- ar fyrir 8 farþega eða færri eru skráðir sem fólksbílar og auðkennd- ir sérstaklega ef um breytta bíla er að ræða. Jeppar sem slíkir eru ekki skráðir sérstaklega. Umferðarstofa hefur eins og margir aðrir efasemdir um aksturs- eiginleika mikið breyttra jeppa og hefur rannsakað slys hjá breyttum jeppum og fólksbílum almennt. Meðal annars þess vegna hefur Umferðarstofa birt á heimasíðu sinni lögfræðilega úttekt á gildandi heimildum í íslenskum reglum um breytingar á bílum. Við vitum að í árekstri fólksbíls og jeppa eru meiri líkur á að ökumaður eða far- þegar í fólksbílnum slasist heldur en þeir sem eru í jeppanum. Gildir þetta að sjálfsögðu alltaf þegar minni bíll lendir í árekstri við stærri bíl. Rannsóknir hafa einnig leitt það í ljós að ökumenn og far- þegar í jeppa eru í meiri hættu á að slasast í bílveltu heldur en þeir sem eru í fólksbíl. Það er því ekki tóm sæla að vera ökumaður eða farþegi í óbreyttum eða breyttum jeppa. Í umferðaröryggismálum er ekki til neinn stóri sannleikur. Við sem vinnum á þeim vettvangi leitumst við að afla sem bestra upplýsinga og þekkingar í þágu allra lands- manna. Hagur almennings skiptir mestu Sigurður Helgason svarar grein Jóns Stefánssonar ’Svo margar rang-færslur eru í greininni um Umferðarstofu að ekki er hægt annað en leiðrétta þær fullyrð- ingar.‘ Sigurður Helgason Höfundur er verkefnastjóri hjá Umferðarstofu. AF OG til birtast fréttir í fjöl- miðlum um að sjúklingar með geð- raskanir hafi takmarkaðan aðgang að bráðaþjónustu á Landspít- alanum, að þeir fái óþægilegt viðmót frá fagfólki og sé jafnvel ekki sinnt sem skyldi leiti þeir á bráða- móttökuna. Geðdeild Landspítalans hefur um árabil haft bráða- móttöku sem staðsett er á Hringbraut í geðdeildarbyggingu. Aðsóknin í þessa þjónustu hefur farið vaxandi seinustu árin og á síðasta ári leit- uðu 4.765 ein- staklingar á bráðaþjónustu geð- deildar samanborið við 2.793 árið 2001. Í desember 2004 var gerð gæðakönnun á viðhorfum sjúk- linga til þjónustunnar og gátu ein- staklingar sem þangað leituðu skilað inn skriflegum svörum sem ekki voru persónugreinanleg. Af þeim sem svöruðu var yfirgnæf- andi meirihluti (80–90%) ánægður með þjónustuna, og var m.a. spurt um viðmót starfsmanna, hvort starfsmenn sýndu skilning á veik- indum viðkomandi, hvort upplýs- ingar um veikindin og meðferðina væru gagnlegar og hvort ein- staklingurinn væri sáttur við fyr- irhugaða meðferð eða úrlausn mála. Í heild töldu rúm 80% að þjónustan væri til fyrirmyndar. Helstu annmarkar á könnuninni voru að þátttakendur voru of fáir og er fyrirhugað að endurtaka hana með stærra úrtaki. Bráðaþjónusta geðdeildar er staðsett í geðdeildarbyggingu Landspítala við Hringbraut og er húsið opið frá kl. 8 að morgni til kl. 23 að kveldi alla virka daga og frá kl. 13 til 21 um helgar og á frídögum. Utan þess tíma geta sjúklingar með bráð- an geðrænan vanda leitað til almennu bráðamóttökunnar við Hringbraut og er þá haft samband við vaktlækni á geðdeild, sem annaðhvort lætur opna fyrir sjúkling í geðdeildarbyggingu eða fer sjálfur á almennu bráða- móttökuna og metur viðkomandi þar. Að auki leita fjölmargir á bráðamóttökuna í Fossvogi á öll- um tímum sólarhrings eftir sjálfs- skaða og er þá vaktlæknir af geð- deild kallaður þangað til að meta viðkomandi. Geðdeildin hefur að auki sam- starf við Hjálparsíma Rauða krossins, síma 1717, og geta starfsmenn hjálparsímans sent símtöl beint til hjúkrunarfræðinga eða vaktlækna geðdeildar ef um er að ræða mál sem þeir telja sig ekki geta leyst úr. Nýverið var í fréttatíma á Stöð 2 haldið fram að sjúklingar með geðraskanir væru ekki lagðir inn eftir kl. 17 að degi til. Þetta er að sjálfsögðu á miklum misskilningi byggt og þjónar ekki hagsmunum þeirra fjölmörgu sem þurfa á þjón- ustunni að halda að hafa slíka um- ræðu uppi í fjölmiðlum. Flestar innlagnir á geðdeild fara nú í gegnum bráðaþjónustuna, margar eðli málsins samkvæmt á kvöldin, um helgar eða jafnvel að næt- urlagi. Eins og á öðrum deildum sjúkrahússins eru bráðainnlagnir ákveðnar af vaktlæknum að und- angenginni skoðun og faglegu mati. Innlagnir á áfengis- og vímu- efnadeild hafa nokkra sérstöðu en þar er talið æskilegt sjúklingur sé metinn fyrir innlögn af sérhæfðu teymi áfengis og vímuefnadeildar en þessi mál geta verið mjög flók- in og innlögn ekki alltaf besta úr- ræðið. Þessi regla er þó síður en svo án undantekninga og ein- staklingar með áfengis- og vímu- efnaraskanir eru lagðir inn á vökt- um sé það mat vaktlæknis að sú ráðstöfun sé nauðsynleg. Um aðgengi að bráðamót- töku geðdeildar Landspítala Halldóra Ólafsdóttir fjallar um aðgengi að bráðamóttöku geðdeildar Landspítala ’Flestar innlagnir ágeðdeild fara nú í gegn- um bráðaþjónustuna, margar eðli málsins samkvæmt á kvöldin, um helgar eða jafnvel að næturlagi.‘ Halldóra Ólafsdóttir Höfundur er yfirlæknir ferli- og bráðamóttöku geðdeildar LSH. Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.