Morgunblaðið - 24.03.2005, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 24. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
BLÁTT áfram er forvarn-
arverkefni UMFÍ gegn kynferð-
islegu ofbeldi á börn-
um og fer nú af stað
með nýtt námskeið á
Íslandi.
Með Blátt áfram
verkefninu er ætl-
unin að fræða fólk
um afleiðingar kyn-
ferðislegs ofbeldis
gagnvart börnum og
hvernig hægt er að
fyrirbyggja og/eða
grípa inn í ef grunur
er um að slíkt atferli
sé til staðar. Farið
verður í öflugt kynn-
ingarstarf um mál-
efnið, til að uppfræða
fyrst og fremst kenn-
ara, þjálfara, for-
eldra, ættingja o.fl
sem vinna með börn-
um. Með þessu verk-
efni viljum við setja
ábyrgðina yfir á þá
fullorðnu með því að
þeir geti leitað svara
við spurningum eins
og t.d.: Hvernig ræði
ég þetta við börnin?
Hver eru merkin?
Hvert á ég að leita?
Hvað á að gera þegar
mig grunar að barn
hefur verið misnotað
kynferðislega?
Námskeiðið Vernd-
arar barna kemur frá
Darknesss to Light
samtökunum í Suður
Karólínu í Banda-
ríkjunum, (sjá
www.darkness2light.org). Sam-
tökin standa að baki 7 skrefa
bæklingnum sem Blátt áfram
sendi inn á öll heimili á Íslandi í
nóvember á síðasta ári. Verk-
efnastjóri Blátt áfram heimsótti
samtökin Darkness to Light, í
desember í fyrra, til þess að
kynna sér og fá þjálfun í að leiða
á Íslandi námskeiðið Verndarar
barna.
Mjög góðar umsagnir um nám-
skeiðið hafa fengist frá Barnahúsi,
sálfræðingum, skólastjóra í grunn-
skóla, leikskóla kennara, fé-
lagsráðgjafa og almenningi.
Námskeiðið Verndarar barna
boðar byltingu í fræðslu, for-
vörnum og viðbrögðum við kyn-
ferðislegri misnotkun á börnum.
Markmiðið er að veita fullorðnu
fólki öfluga fræðslu og markvissa
þjálfun í að fyrirbyggja, þekkja og
bregðast við kynferðislegri mis-
notkun barna af hug-
rekki og ábyrgð.
Námsefnið Verndarar
barna er sérhannað
fyrir stofnanir, fyr-
irtæki og félagasam-
tök sem þjóna börnum
og unglingum – sem
og einstaklinga sem
bera ábyrgð á umönn-
un og verndun barna;
sínum eigin eða ann-
arra. Námskeiðið sam-
anstendur af gagn-
virkri vinnubók,
myndefni sem hefur
að geyma frásagnir
þolenda þar sem þeir
gera grein fyrir ferl-
inu; bæði ofbeldinu og
heiluninni.
Einnig er þarna að
finna myndbrot með
fræðslu og leiðbein-
ingum frá höfundi
námsefnisins og sér-
fræðingum sem dag-
lega þurfa að takast á
við öll þau vandamál
sem lúta að kynferð-
islegri misnotkun.
Einnig er hluti af upp-
lýsingunum sem lagð-
ar eru fram á nám-
skeiðinu er varða þau
lög sem lúta að kyn-
ferðislegri misnotkun;
opinber stefnumótun,
viðbrögð, meðferð
mála og úrræði. Þær
upplýsingar koma m.a.
frá Barnavernd-
arstofu, Barnahúsi, 112, Darkness
to Light og fleirum sem vinna að
þessum málaflokki, einnig eru
gefnar upplýsingar um félagsleg
úrræði, stuðning og aðstoð fyrir
þolendur og fjölskyldur þeirra.
Einnig bendum við á leið fyrir
kynferðisafbrotamenn/konur til að
leita sér hjálpar, sjá www.blatt-
afram.is.
Í gagnvirku vinnubókinni, þjálf-
uninni og myndefni eru notuð
grundvallarhugtök á borð við;
frjáls vilji, meðvitund og máttur
einstaklingsins til að auka skilning
á eðli og áhrifum kynferðislegrar
misnotkunar á börnum. Þessi
sömu grundvallarhugtök eru notuð
til að varpa ljósi á ábyrg viðbrögð
og aðgerðir.
Námsefnið er afar beinskeytt
þegar kemur að því að gera alla
fullorðna einstaklinga ábyrga fyrir
velferð barna almennt – en veitir
einnig ráð og stuðning til þeirra
sem vilja breyta sjálfum sér; öðl-
ast kjark til að bregðast við á
ábyrgan hátt.
Verndarar barna er víðtæk
áætlun sem fjallar um alla þá
áhrifaþætti sem nauðsynlegt er að
þekkja og kunna skil á þegar
stefnumótun og viðbragðsáætlun
stofnana, fyrirtækja og ein-
staklinga er annars vegar.
Allt miðar þetta að því að
tryggja öryggi barna og auka
meðvitund og sjálfstraust þeirra
sem starfa með börnum á einn eða
annan hátt.
Öllum þeim sem vilja kynna sér
nánar þessa fræðslu er bent á
heimasíðu Blátt áfram, www.-
blattafram.is, þar sem einnig er
hægt að skrá sig á námskeið sem
verða haldin í mars og apríl.
Verndarar barna
– forvarnir gegn
kynferðislegu
ofbeldi á börnum
Svava Björnsdóttir fjallar um
forvarnarverkefni UMFÍ gegn
kynferðislegu ofbeldi á börnum
Svava
Björnsdóttir
’Með Bláttáfram verkefn-
inu er ætlunin
að fræða fólk
um afleiðingar
kynferðislegs
ofbeldis gagn-
vart börnum og
hvernig hægt er
að fyrirbyggja
og\eða grípa inn
í ef grunur er
um að slíkt
atferli sé til
staðar.‘
Höfundur er verkefnastjóri
Blátt áfram.
OFANSKRÁÐ fyrirsögn var fyr-
irsögn á góðri grein hjá Jónínu
Benediktsdóttur í Morgunblaðinu
19. mars sl. Í greininni, sem fjallar
um bókhaldsleg fjármálasvik í USA,
segir m.a. þetta: „Það
er liðin tíð að þessir
gæjar komist undan.
Þeir hafa stundað al-
varlegar bókhaldsfals-
anir um langa hríð, en
nú er því lokið,“ segir
Lawence Michell, pró-
fessor í George Wash-
ington-lögfræðiháskól-
anum. „Ef menn
stunda bókhaldsglæpi
eiga þeir heima í fang-
elsi.“
Hérlendis eru ár-
lega framkvæmdar
bókhaldsfalsanir á stofnstærðum
þorskstofna. ICES (Alþjóða-
hafrannsóknarráðið) þvingar fram
aðferðarfræði þar sem „stærð-
fræðileg fiskifræði“ er árlega látin
falsa áður mældar stofnstærðir aft-
ur í tímann.
Þetta stenst ekki alþjóðlega lög-
giltar reglur um birgðatalningar.
Stofnstærðarmæling er árleg
birgðatalning á þorskstofni. Það
skiptir engu máli hvað talið er
vörulager, bústofn eða fiskistofn.
Talningu verður ekki breytt aftur í
tímann!
Skýrt dæmi um slíka fölsun hér-
lendis er „ofmat“ árið 2002. Mæld
stofnstærð þorsks hérlendis 1999
var 1.031 þúsund tonn. Aflaregla –
25%, átti að stækka (byggja upp)
stofninn í 1.150 þúsund tonn árið
2002 skv. áætlun. Árið 2002 mældist
stofnstærð þorsks aðeins 680 þús-
und tonn! Það vantaði 470 þúsund
tonn til að áætlun stæðist! Í stað
þess að fjalla af ábyrgð hvað hefði
farið úrskeiðis höfðu ICES og
Hafrannsóknastofnun „samráð“ um
að falsa fyrra stofnstærðarmat –
bakreikna 680 þúsund
tonn 2002 – með ágisk-
uðum dánarstuðli 20%
aftur í tímann.
„Reikna“ þannig út
nýtt birgðamat fyrir
árið 1999 717 þús.
tonn.
Með þessum föls-
unum, er endurtekið
komið í veg fyrir að
fjallað sé um hvað
raunverulega hafi farið
úrskeiðis. Ef við sam-
þykkjum að bannað sé
að breyta áður mældri
stofnstærð, er bara til ein skýring á
fráviki. Hækkaður náttúrulegur
dánarstuðull. Áleitin spurning yrði
þá – hvers vegna? Eina líklega svar-
ið sem finnst er að öllum líkindum
fæðuskortur – vegna offriðunar á
smáþorski. Veiðiálag virðist hafa
verið of lágt og aflatapið hundruð
þúsunda tonna þorsks sem drapst –
engum til gagns nema þá skötusel
sem fóður. Hefði verið lögð rækt við
að huga að – mánaðarlega – þrifum
og ástandi smáþorsks á hólfuðum
veiðisvæðum er þorskurinn okkar
að vaxa – eða er hann að drepast!
Þetta er unnt með einföldum hætti
eins og að rannsaka ástand lifrar
þorsks, þ.e. lifrarhlutfall, vaxt-
arhraða eftir aldri. Líklegt er að
kynþroski hafi farið lækkandi hjá
smáþorski vegna hungurs – nema
hvað – og þorskur virðist hafa drep-
ist eftir hrygningu 4–6 ára. Þarna
liggja nánast á borðinu aðrar og
langtum röksterkari skýringar um
afdrif á „týndum“ þorski, 6–700
þúsund tonn, bara í þrjú ár! En
þetta fæst ekki rætt meðan blekk-
ingin „ofmat“ er látin afvegaleiða
okkur.
Staðreyndin er sú að það bendir
allt til þess að það sé minni áhætta
að auka veiðiálag á þorskstofninn
hérlendis en halda óbreyttri stefnu
(sjá bakkafjordur.is – Gunnolfur ehf
– Má veiða meiri þorsk).
Ég og fleiri bundum miklar vonir
um ábyrga umræðu þegar fenginn
var „sérfræðingur“ til að fara yfir
þessi álitaefni árið 2001 þegar dr.
Andrew Rosenberg var fenginn frá
USA til að „endurskoða aðferð-
arfræði Hafrannsóknastofnunar“.
En því miður virðist ICES-klíkan
enn einu sinni hafa baktryggt sig
fyrirfram og látið senda „endur-
skoðanda“ sem þeir vissu að hefði
þegar skrifað nafn sitt undir slíkar
falsanir og blekkingar – við Labra-
dor í Kanada!
Ef haldið verður áfram með þess-
ar falsanir er spurning mín – hve-
nær verður þessi fölsun að refsi-
verðri yfirhylmingu? „Ef menn
stunda bókhaldsglæpi …“?
Ég þakka Jónínu Ben. fyrir góða
grein – og koma mér þannig til að
skrifa þessa grein.
„Ef menn stunda
bókhaldsglæpi …“
Kristinn Pétursson fjallar
um fiskveiðar
’Staðreyndin er sú aðþað bendir allt til þess
að það sé minni áhætta
að auka veiðiálag á
þorskstofninn hérlendis
en halda óbreyttri
stefnu.‘
Kristinn Pétursson
Höfundur er fiskverkandi
á Bakkafirði.
❖ Opið virka daga 10-18
❖ Laugardaga 10-16
Nýbýlavegi 12
Kópavogi
s. 554 4433
Föt fyrir
allar konur
Höfðabakki - Til leigu
Upplýsingar veitir Magnús Gunnarsson
í síma 588 4477 eða 822 8242
www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9-17.30
Eigum eftirfarandi til ráðstöfunar í þessu
glæsilega húsi.
● 7. hæðin samtals 850 fm, öll efsta hæðin.
● 6. hæðin samtals 400 fm.
Glæsilegar skrifstofur, mjög góð staðsetning. Gott
lyftuhús, glæsilegt útsýni yfir höfuðborgina.
Húsnæðið uppfyllir allar kröfur til nútíma
skrifstofureksturs.
Glæsilegt útsýni.
Eignin er í eigu Landsafls sem er öflugt sérhæft fasteignafélag. www.landsafl.is
Mögulegt er að leigja hæðirnar saman eða í sitthvoru lagi.
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn