Morgunblaðið - 24.03.2005, Blaðsíða 68
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FIMMTUDAGUR 24. MARS 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
Opið 8-24 alla daga
í Lágmúla og Smáratorgi
MORGUNBLAÐIÐ kemur næst út á
páskadag, sunnudaginn 27. mars.
Fréttaþjónusta verður að venju á
Fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is,
alla páskahelgina. Koma má ábend-
ingum um fréttir á netfrett@mbl.is.
Áskriftardeildin verður opin á skír-
dag kl. 6–14, á laugardag kl. 11–19 og
á páskadag kl. 8–15. Lokað verður
föstudaginn langa og annan páska-
dag.
Auglýsingadeildin verður opin á
laugardag kl. 9–12 og annan í pásk-
um kl. 13–16.
Skiptiborðið verður opið á laug-
ardag kl. 8–12 og annan í páskum kl.
13–20.
Fréttaþjón-
usta um páska
ENSKA knattspyrnufélagið Watford hafn-
aði í gær tilboði frá Íslendingafélaginu
Stoke City í íslenska landsliðsmiðherjann
Heiðar Helguson. Tony Pulis, knatt-
spyrnustjóri Stoke City, lagði mikla
áherslu á að fá Heiðar í sínar raðir en Wat-
ford hafnaði boðinu án þess að gera Stoke
gagntilboð./E1
Boði Stoke í
Heiðar hafnað
EYÞÓR GUÐJÓNSSON fer með
eitt af burðarhlutverkunum í
nýrri kvikmynd eftir einn efni-
legasta leikstjóra í Hollywood,
að talið er, Eli Roth. Myndin
heitir Hostel og er hrollvekja
sem gerist í Evrópu. Segist Ey-
þór í samtali við Morgunblaðið
leika „galsafullan og skemmti-
legan bakpokaferðalang“ sem
lendir í háskalegum ævintýrum
ásamt tveimur bandarískum fé-
lögum sínum.
Tökur á myndinni hófust í
Prag fyrr í vikunni en leikstjór-
inn Eli Roth, sem m.a. hefur ver-
ið hampað af Quentin Tarantino,
sló í gegn með myndinni Cabin
Fever. Hugmyndina að þeirri
mynd fékk hann er hann dvald-
ist hér ásamt foreldrum sínum
er hann var 19 ára gamall. Síðan
þá hefur Roth, að sögn Eyþórs,
verið hugfanginn af Íslandi.
Eyþór er með öllu óreyndur
leikari, starfar sem athafnamað-
ur og undirbýr m.a. framleiðslu
teiknimyndar sem byggist á
Grettissögu. Hann segir að það
hafi hins vegar ekki skipt leik-
stjórann Roth neinu máli, hann
hafi frá upphafi viljað fá hann
til að leika Íslendinginn í mynd-
inni.
„Eli er ótrúlegur sölumaður
og hélt langa söluræðu um það
af hverju ég ætti að taka að mér
hlutverkið – og ég gat ekkert
sagt heldur hló bara því hann
gerði mig í raun kjaftstopp.“
Eftir að nokkrir aðrir íslenskir
leikarar höfðu verið reyndir
varð úr á endanum að Eyþór
féllst á að taka að sér hlut-
verkið.
„Það hefur verið sagt við mig
að ég búi yfir einhverjum ein-
stökum hæfileikum til að lenda í
skemmtilegum ævintýrum. Það
er sennilega satt því hér sit ég í
svítu á fimm stjörnu Hilton-
glæsihóteli í Prag og það er
komið fram við mig sem kvik-
myndastjörnu án þess að ég hafi
nokkurn tíma beðið um það.“
Hostels er beðið með tals-
verðri eftirvæntingu því fyrsta
mynd Roths, Cabin Fever, hefur
nú þénað um 100 milljónir dala í
tekjur, en það er Sony-veldið
sem mun sjá um alþjóðlega
dreifingu á myndinni.
Ný íslensk stjarna í mynd Eli Roth
Eyþór Guðjónsson á tökustað Hostel nálægt Prag í Tékklandi. Hann
býr á fimm stjörnu hóteli og er meðhöndlaður sem kvikmyndastjarna.
Íslenskt/60
ÖKUMAÐUR fólksbifreiðar, ungur
karlmaður, lést í umferðarslysi á
Ólafsfjarðarvegi, er bíll hans fór út af
veginum skammt sunnan við bæinn
Rauðuvík í Dalvíkurbyggð. Talið er að
slysið hafi orðið snemma í gær.
Bíllinn fór út af veginum skammt
sunnan við vegrið, áfram eftir hlíðinni
um 100 metra, fram af 20–30 metra
háum bakka og hafnaði í stórgrýti í
fjörunni.
Tildrög slyssins eru óljós en lög-
reglu barst tilkynning um bíl í fjöru-
borðinu á þriðja tímanum í gærdag og
er að var komið var maðurinn látinn.
Aðstæður á vettvangi voru erfiðar og
aðstoðuðu björgunarsveitarmenn í
Dalvíkurbyggð lögreglu og sjúkra-
flutningamenn á staðnum. Málið er í
rannsókn en ekki er hægt að birta
nafn mannsins að svo stöddu.
Banaslys á Ólafsfjarðarvegi
Bíllinn fór út af veginum rétt sunnan við vegrið við Rauðuvík og sjást för eftir hann í snjóskaflinum. Daníel
Snorrason, lögreglufulltrúi á Akureyri, skoðar aðstæður og félagar hans huga að bílnum í grýttri fjörunni.
Morgunblaðið/Kristján
FJÁRFESTINGARFÉLAGIÐ Grettir hefur
boðist til þess að kaupa allt hlutafé í Olíufélag-
inu Esso, dótturfélagi Kers, á um 8,5 milljarða
króna. Þetta kemur fram í viðtali við Sigurð G.
Guðjónsson, stjórnarmann í Keri og lögmann
Jóns Kristjánssonar í Sundi, í blaðinu í dag en
þar telur Sigurður að ræða þurfi við Ólaf
Ólafsson, forstjóra Samskipa og aðaleiganda
Kers, um hvað hann vilji gera við félagið og
hvort hann ætli að kaupa Gretti út. Á Grettir
rúman þriðjung í Keri.
Sigurður segir að engin önnur ástæða en
þessi hafi legið að baki ákvörðun umbjóðenda
sinna í síðustu viku, Jóns Kristjánssonar og fé-
laga, þegar þeir ákváðu að auka hlutafé í fast-
eignafélaginu Festingu, sem á og rekur allar
fasteignir Samskipa og Olíufélagsins, sem Ker
á stóra hluti í. Hafa Ólafur Ólafsson og félagar
hans í meirihluta Kers krafist lögbanns á
hlutafjáraukninguna. Sýslumaðurinn í Reykja-
vík tók kröfuna fyrir í gær en ákvað að fresta
úrskurði til 4. apríl næstkomandi.
Sigurður telur einsýnt að sýslumaður muni
hafna lögbannskröfunni, fyrir því séu dóma-
fordæmi. Málatilbúnaður Ólafs og félaga sé
óskiljanlegur og „hreinn og klár skrípaleikur“.
Sínir umbjóðendur hafi verið að skapa sér
stöðu gagnvart Ólafi, til að koma í veg fyrir að
hann gæti ráðskast með eigur Kers. Sigurður
segir Ólaf hafa sérstakan samning um að hann
geti keypt allar eignir Olíufélagsins og Sam-
skipa út úr Keri. Því þurfi engan að undra að
skjólstæðingar sínir hafi gripið til varnar-
aðgerða. Auka hafi þurft hlutaféð í Festingu
en Ólafur hafi haft aðrar hugmyndir, m.a. þær
að setja meira af eignum Olíufélagsins inn í
Festingu.
Grettir vill kaupa Esso
fyrir 8,5 milljarða króna
Sýslumaður frestaði úrskurði um lögbannskröfu Kers
Þurftum/11
Morgunblaðið/Arnaldur
DEPO heitir stórverslun með byggingavör-
ur sem Norvik, með Jón Helga Guðmunds-
son, kenndan við Byko, í fararbroddi, opnar
í Riga í Lettlandi í júní nk. Er þetta fyrsta
verslunin af keðju tíu til tólf verslana með
byggingavörur í Lettlandi. Jón Helgi segir í
viðtali við Viðskiptablað Morgunblaðsins
stefnt að því að Depo verði í leiðandi hlut-
verki á lettneska markaðinum og tækifærin
séu mikil. Segir hann að þær muni líkjast
verslun Byko í Breiddinni í Kópavogi.
Opnar keðju
stórverslana
í Lettlandi
Byggir upp/C4
♦♦♦
ÍSLENDINGUM hefur
fjölgað um 50% í ferð-
um Icelandair til
Bandaríkjanna í vetur,
samanborið við sama
tíma í fyrra. Að sögn
Guðjóns Arngríms-
sonar, upplýsingafull-
trúa Icelandair, eru Ís-
lendingar í miklum
minnihluta farþega fé-
lagsins til Bandaríkj-
anna, en hefur engu að
síður fjölgað mikið í
vetur. Guðjón taldi þessa ferðaaukn-
ingu landans vestur um haf eiga sér
nokkrar skýringar. „Bæði höfum við
verið að bjóða mjög hagstæð far-
gjöld vestur og ýmis tilboð hafa ver-
ið í gangi. Svo er gengi dollarans
mjög hagstætt um þessar mundir og
verðlagið vestanhafs freistar
margra,“ sagði Guðjón. Aðspurður
sagði hann að starfsmenn félagsins
yrðu þess vissulega varir að farþeg-
arnir keyptu inn vestanhafs, en það
væri líka hagstætt að njóta lífsins
vestanhafs um þessar
mundir. Hagkvæmt
væri að gista á hót-
elum og fara út að
borða, vegna lágs
gengis dollarans.
Samsvarandi aukn-
ing hefur ekki orðið í
fjölda erlendra far-
þega Icelandair til
Bandaríkjanna, enda
gengisþróun gagnvart
dollar með öðrum
hætti í nágrannalönd-
um. Gengisþróun krónunnar gerir
að verkum að það er orðið mjög dýrt
fyrir Bandaríkjamenn að koma til Ís-
lands. Guðjón sagði að þrátt fyrir
það hafi tekist að halda uppi svip-
aðri ferðatíðni Bandaríkjamanna
hingað til lands, en gengið hjálpaði
ekki við að fá þá hingað.
Mikið er bókað í ferðir til Banda-
ríkjanna héðan fram á sumar, að
sögn Guðjóns. Hann sagði stefnt að
því að halda þessari aukningu í ferð-
um Íslendinga vestur um haf út árið.
Frá New York.
50% fleiri ferðast
vestur um haf