Morgunblaðið - 24.03.2005, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.03.2005, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 24. MARS 2005 29 UMRÆÐAN STUNDUM kemur fyrir, að menn asnast út í að finna eitthvað upp eða fara að smíða eitthvað sem aðra vantar. Margir eru varkárir og vilja hafa vaðið fyrir neðan sig og biðja um handleiðslu frá hinum aðskilj- anlegu stofnunum, sem málið kann að varða, áður en verk hefst. Fá upplýsingar um framgangsmáta og verklista. Nostra við teikningar og undirbúning smíðanna, fara eftir fengnum leiðbeiningum. Eins og nótt fylgir degi, birtast hinir aðskiljanlegu eftirlitsmenn, frá ótrúlegustu „stofum“ og krefja viðkomandi um alls konar númer, kvóta, merkingar, úttektir, norm og hvaðeina, sem þeim dettur í hug hverju sinni. Upplýsingarnar sem fengnar höfðu verið, eiga sko ekki við svona, heldur hinsegin, ekkert sé hægt að hengja á þeirra klakk og spyrja hvort viðkomandi dóni ætli að vera með múður og brúka Bjarnaborgarkjaft? Athafnamaðurinn hefur leit að þessum upplýsingum um smíðaefn- ið og íhluti. Notar tíma, peninga og fyrirhöfn í allt þetta. Fer hróðugur með umbeðnar upplýsingar til við- komandi „stofu“, lendir í basli við að finna þær allar, skröltir um í umferðinni og bölvar sjálfum sér í hljóði, vegna þess, að honum láðist að inna eftir hvar viðkomandi stofnun væri til húsa. Að svo búnu telur viðkomandi verkmaður að nú megi hann fara að smíða, en bíddu við. Það vantar númer og upplýsingar um gerð og gæði bolta, sem nota átti til verks- ins. Því er með öllu ólíðandi að brúka megi boltana fyrr en þetta liggur allt ljóst fyrir. Smiðurinn leggur land undir dekk og fer til seljanda boltana, sem segir að þeir eigi að standast Din þetta og hitt, fer með þær upplýsingar til „stofanna“ og telur björninn unninn en nokkrum dög- um síðar kemur í pósti umsögn um að þar sem ekki hefði verið gefin upp staðlanúmer á boltunum, sam- kvæmt grein hitt og þetta í EES- sáttmálanum, sé með öllu ófært að smíða þvílík hrófatildur á landi hér. Í millitíðinni höfðu aðrar „stofur og eftirlit“ komið og gegnumlýst suður og annað og talið harla fínt. En það bara dugar ekki, númerið vantar og því ekki hægt að brúka svoddan hrákasmíð. Nú er búið að eyða miklu fé og fyrirhöfn í smíðina. Búið að gera reikning fyrir herlegheitunum, sem auðvitað fæst ekki greiddur, þar sem ekki eru stimplarnir góðu á gripnum, Virðisaukaskattur kominn í eindaga og allt í fári. Smiðurinn snjalli tekur saman hvað búið er að eyða miklu fé í verkfærið góða og sér í hendi sér, að miklu ódýrara væri, að flytja svipað inn – að utan. Pantar svoleiðis, fær með Sam- skipum, tollklarrað, borgað, stimplað og allt. Sá dverghagi hugsar sér gott til, opnar kassann og ber dýrðina augum. Upp úr kassanum kemur tæki sem er miklu veigaminna, veikara og úr lélegra efni en smíðisgripurinn ónot- hæfi en — innflytjand- inn var með alla papp- íra í lagi og allt stimplað í bak og fyrir. Til sölu eru lítið not- uð smíðaverkfæri, á sama stað fæst einnig húsnæði fyrir lítið, áður en bank- arnir bjóða draslið upp með öllu góssi. Í útvarpinu heyrist ágrip af ræðu ráðherra, um sameiningu og betri sóknarfæri í útrás og nauð- syn til að virkja innlent hugvit, framtíðaríbúum til heilla. Um svipaðan tíma gellur hamarinn í hið þriðja sinnið. Enginn vildi kaupa góssið en húsnæðið má nota undir pizzer- íu eða geymsluhús- næði fyrir lager „Inn- flutningur og brask ehf.“. Lögfræðingur bankans strýkur hár- ið frá andlitinu og spyr hvort „gerð- arþoli“ eigi ekki líka íbúð, bíl og annað góss til að bjóða upp. Annars væri bara sniðugast, að ganga á fjölskyldu hans, sem einnig var á sumum pappírunum, sem ábyrgðarmenn – í góðri trú. Nokkru síðar fær sá dverghagi bréf í ábyrgð frá Skattrannsókn- arstjóra, jú ekki hafði verið greitt á réttum tímum, já og undir höfuð látið leggjast, að borga sum álögð gjöld. Þar ber mönnum að vinna vinnuna sína, burtséð frá forsög- unni og ekkert við því að gera í sjálfu sér, skattaeftirlit er nauðsyn heilbrigðu viðskiptalífi og því bráð- nauðsynleg stofnun og er ég í engu, að höggva að þeim. Því fer sem fer og nýjungar og nýgróður í íslenskum iðnaði nær ekki að skjóta rótum, hann er upp- rættur löngu áður en smiðirnir fá frið til að fægja bókhald sitt eða komast í færi til að standa straum af eftirlitsgjöldum, beinum og óbeinum. Nýsköpun í fjötrum hugarfars eftirlitsiðnaðarins Bjarni Kjartansson fjallar um nýsköpun Bjarni Kjartansson ’Því fer sem fer og nýj-ungar og nýgróður í ís- lenskum iðnaði nær ekki að skjóta rótum …‘ Höfundur er aðstandandi dverghags iðnaðarmanns. Ko md u út í PLÚS Gleðilega páska Plúsferðir • Hlí›asmára 15 • Kópavogur • Sími 535 2100 • www.plusferdir.is Verð frá 50.089 kr.* Kanarí - VISAtilboð 30. mars á Roque Nublo í 15 nætur.á Skala í 7 nætur. á Elimar í 7 nætur. á Pil Lari Playa í 7 nætur. Verð frá 41.400 kr.** Krít 13. júní, 18. júlí og 1. ágúst 55.690 kr.* ef 2 ferðast saman. Verð frá 35.800 kr.** Portúgal 13. júní, 11. júlí og 1. ágúst 48.200 kr.* ef 2 ferðast saman. Verð frá 34.930 kr.** Mallorca 1. júní, 13. júlí og 10. ágúst 46.730 kr.* ef 2 ferðast saman. á Santa Clara í 7 nætur. Verð frá 39.560 kr.** Costa del Sol 9. júní, 7. júlí og 18. ágúst 49.830 kr.* ef 2 ferðast saman. á Res Madrid í 7 nætur. Verð frá 46.620 kr.** Feneyska Rivieran 1. júní, 6. júlí og 17. ágúst 63.620 kr.* ef 2 ferðast saman. Netverðdæmi -200 sæti á sérstöku bókunartilboði *Verðdæmi miðast við að 2 ferðist saman. Innifalið er flug, gisting, fararstjórn erlendis og flugvallarskattar. **Verðdæmi miðast við að 2 fullorðnir og 2 börn, 2ja - 11 ára, ferðist saman. Innifalið er flug, gisting, fararstjórn erlendis og flugvallarskattar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.