Morgunblaðið - 24.03.2005, Blaðsíða 44
44 FIMMTUDAGUR 24. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ
KIRKJUSTARF
Dymbilvika og páskar
í Hjallakirkju
PÁSKAR eru stærsta hátíð okkar
kristinna manna. Í kyrru viku og á
páskum verður helgihald í Hjalla-
kirkju sem hér segir.
Á skírdagskvöld, fimmtudaginn
24. mars, kl. 20 verður passíustund í
kirkjunni. Atburðir skírdagskvölds-
ins verða rifjaðir upp, þátttakendur
á stundinni feta í fótspor lærisveina
Jesús er þeir áttu samfélag við hann
við stofnun heilagrar kvöld-
máltíðar. Séra Sigfús Kristjánsson
þjónar og félagar úr Kór Hjalla-
kirkju leiða sálmasönginn.
Á föstudaginn langa, 25. mars, kl.
20 verður stund sem við nefnum
Kvöldvöku við krossinn. Þá er leit-
ast við að lifa atburði dagsins á
myndrænan hátt og minnast dauða
Krists með táknrænum hætti. Í kór-
dyrum kirkjunnar verður reistur
kross sem minnir á krossinn á Gol-
gatahæð, þann sem frelsari okkar
og Drottinn var negldur á og líflát-
inn. Við hann munu fermingarbörn
lesa sjö orð Krists á krossinum. Sr.
Íris Kristjánsdóttir leiðir stundina
og fólk úr kirkjustarfinu annast
lestur píslarsögunnar. Kórinn syng-
ur m.a. Ave verum corpus eftir Moz-
art og allan sálm Davíðs Stef-
ánssonar, Ég kveiki á kertum
mínum við lag Guðrúnar Böðv-
arsdóttur. Þátttakendur í kvöldvök-
unni yfirgefa kirkjuna myrkvaða. Í
henni verða ekki tendruð ljós fyrr
en árla á páskadagsmorgun, 27.
mars.
Þá hefst hátíðarguðsþjónusta kl.
8.00 árdegis, sannkölluð upprisuhá-
tíð. Kór kirkjunnar syngur og leiðir
safnaðarsöng. Kristín R. Sigurð-
ardóttir sópran, Gréta Jónsdóttir
mezzosópran og Gunnar Jónsson,
bassi, flytja ásamt Kór Hjallakirkju
hið magnaða tónverk „Páskadags-
morgun“ eftir Sveinbjörn Svein-
björnsson. Einnig syngur Kristín
upprisuaríuna „Ég veit að lausnari
minn lifir“ úr óratoríunni Messías.
Að guðsþjónustunni lokinni er
kirkjugestum boðið í morgunkaffi.
Fólk er hvatt til að leggja leið sína í
Hjallakirkju yfir páskahátíðina.
Passíusálmarnir í
Víðistaðakirkju
Á FÖSTUDAGINN langa, hinn 25.
mars, mun Magnús Ólafsson leikari
lesa alla Passíusálmana í Víðistaða-
kirkju. Lesturinn hefst kl. 13 og lýk-
ur um kl. 18. Úlrik Ólason og Sig-
urður Skagfjörð munu sjá um
tónlistarflutning milli lestra.
Þeir sem vilja upplifa inntak og
helgi þessa dags ættu því að fara í
Víðistaðakirkju á þeim tíma sem
hentar og hlýða á vandaðan upp-
lestur á snilldarverki séra Hall-
gríms Péturssonar um píslargöngu
Frelsarans.
Messuhald í
Árbæjarsöfnuði
í dymbilviku
og um páska
Á SKÍRDAG eru tvær ferming-
armessur sú fyrri kl. 10.30 og sú síð-
ari kl. 13.30. Á föstudag langa er
guðsþjónusta kl. 11. Kirkjukórinn
leiðir safnaðarsöng. Á selló leikur
Ólöf Sesselja Óskardóttir og Þórunn
Sigþórsdóttir syngur einsöng.
Krisztina Kalló leikur á orgel. Sr.
Þór Hauksson þjónar fyrir altari.
Á páskadagsmorgunn kl. 8 árdeg-
is er páskamessa. Ólafur Kjartan
Sigurðarson syngur og á trompet
leikur Guðmundur Hafsteinsson. Sr.
Sigrún Óskarsdóttir þjónar fyrir
altari.
Eftir messu er boðið upp á morg-
unkaffi í safnaðarheimilinu. Fjöl-
skylduguðsþjónusta er kl. 11 í umsjá
vaskra æskulýðsleiðtoga undir
stjórn Margrétar Ólafar. Á öðrum
degi páska er fermingarmessa kl.
10.30.
Páskahátíðin
í Grafarvogskirkju
AÐ venju verður guðsþjónustuhald
fjölbreytt í Grafarvogskirkju um
páskahátíðina.
Í dymbilviku eru fermingarguð-
sþjónustur á skírdag, kl. 10.30 og kl.
13.30. Á skírdagskvöld kl. 18 verður
guðsþjónusta, prestur er séra
Bjarni Þór Bjarnason.
Á föstudaginn langa er guðsþjón-
usta kl. 11. Dr. Sigurjón Árni Eyj-
ólfsson prédikar og séra Elínborg
Gísladóttir þjónar fyrir altari.
Læknar lesa Passíusálmana á föstu-
daginn langa kl. 13.30 19, milli
lestra verður tónlistarflutningur í
umsjón Harðar Bragasonar, Hjör-
leifs Valssonar og Birgis Bragason-
ar.
Hátíðarguðsþjónusta á páska-
dagsmorgun kl. 08 árdegis, séra
Vigfús Þór Árnason prédikar og
þjónar fyrir altari. Sigrún Hjálmtýs-
dóttir (Diddú) syngur einsöng, kór
Grafarvogskirkju syngur, organisti
er Hörður Bragason. Eftir guðs-
þjónustu verður boðið upp á páska-
súkkulaði og pönnukökur, í boði
Safnaðarfélags og sóknarnefndar.
Hátíðarguðsþjónusta verður
einnig kl.11, séra Lena Rós Matth-
íasdóttir prédikar og þjónar fyrir
altari. Svava Kristín Ingólfsdóttir
syngur einsöng og Unglingakór
kirkjunnar syngur. Stjórnandi er
Oddný J. Þorsteinsdóttir. Hjörleifur
Valsson leikur á fiðlu og Birgir
Bragason á bassa. Organisti er
Hörður Bragason.
Hátíðarguðsþjónusta er á Hjúkr-
unarheimilinu Eir kl. 10.30. Prestur
sr. Vigfús Þór Árnason prédikar og
þjónar fyrir altari. Sigurður Skag-
fjörð syngur einsöng, kór Graf-
arvogskirkju syngur, organisti er
Guðlaugur Viktorsson.
Fermingarguðsþjónustur eru
annan í páskum kl. 10.30 og kl.
13.30
Prestar Grafarvogskirkju.
Tómasarmessa
í Breiðholtskirkju
ÁHUGAHÓPUR um svokallaðar
Tómasarmessur efnir til sjöttu
messunnar á þessum vetri í Breið-
holtskirkju í Mjódd að kvöldi annars
páskadags, 28. mars, kl. 20.
Tómasarmessan hefur unnið sér
fastan sess í kirkjulífi borgarinnar,
en slík messa hefur verið haldin í
Breiðholtskirkju í Mjódd síðasta
sunnudag í mánuði, frá hausti til
vors, síðustu sjö árin.Við vekjum
sérstaka athygli á því að vegna þess
hversu páskarnir eru snemma í ár
verður messan að þessu sinni á
mánudagskvöldi eða annan páska-
dag. Framkvæmdaaðilar að þessu
messuhaldi eru Breiðholtskirkja,
Kristilega skólahreyfingin, Félag
guðfræðinema og hópur presta og
djákna.
Tómasarmessan einkennist af
fjölbreytilegum söng og tónlist,
mikil áhersla er lögð á fyrirbæn-
arþjónustu og sömuleiðis á virka
þátttöku leikmanna. Stór hópur
fólks tekur jafnan þátt í undirbún-
ingi og framkvæmd Tómasarmess-
unnar, bæði leikmenn, djáknar og
prestar.
Helgihald
í Bústaðakirkju um
bænadaga og páska
Á SKÍRDAGSKVÖLD er messa með
altarisgöngu klukkan 20. Flutt
verður lofgjörðartónlist í umsjá
Guðmundar Sigurðssonar org-
anista, Kristjönu Thorarensen söng-
konu og Ásgeirs Páls Ágústssonar,
söngvara og tónlistarmanns.
Á föstudaginn langa verður
messa klukkan 14. Kirkjukór Bú-
staðakirkju flytur nýjar útsetningar
Smára Ólasonar á íslenskum þjóð-
lögum við Passíusálma Hallgríms
Péturssonar. Smári hefur um árabil
verið einn helsti sérfræðingur þjóð-
arinnar í Passíusálmum Hallgríms
og rannsakað ítarlega íslensk þjóð-
lög við þá. Hann hefur unnið hinar
nýju útsetningar sérstaklega fyrir
Kór Bústaðakirkju. Lesið verður úr
Píslarsögunni.
Á páskadagsmorgun verður há-
tíðarguðsþjónusta kl. 8 með fjöl-
breyttri tónlist. Messa í Bláfjöllum
kl. 12. Annan dag páska verður
fermingarguðsþjónusta kl. 10.30 og
það síðasti fermingarhópurinn á
þessu vori í Bústaðakirkju.
Slysa og bráðamóttaka, Landspítali – Háskólasjúkra-
hús, Fossvogi: Slysa- og bráðamóttaka Landspítala –
Háskólasjúkrahúss, Fossvogi, er opin allan sólar-
hringinn og sinnir slysa- og neyðartilfellum. Sími
slysadeildar er 543 2000.
Slökkvilið, sjúkrabifreið og lögregla: Neyðarnúmer
fyrir allt landið í síma 112.
Læknavaktin, Smáratogi: Opið yfir hátíðarnar sem
hér segir: Skírdag, föstudaginn langa, laugardag,
páskadag og annan páskadag kl. 9–23.30. Símaþjón-
usta og vitjanaþjónusta allan sólarhringinn í síma
1770.
Í síma 543 1000 fást upplýsingar um göngudeildir.
Á Akureyri er síminn 848 2600 sem er vaktsími lækn-
is.
Neyðarvakt tannlækna: Opið verður á stofum eftirtal-
inna tannlækna kl. 11– 13:
Skírdag: Birgir Ólafsson, Melhaga 20–22, Læknast.
Rvk, sími 557 7791.
Föstudaginn langa: Birgir Ólafsson, Melhaga 20–22,
Læknast. Rvk, sími 557 7791.
Laugardag: Bjarni Sigurðsson, Faxafeni 11, Rvk.,
sími 588 8866.
Páskadag: Birgir Ólafsson, Melhaga 20–22, Læknast.
Rvk, sími 557 7791.
Annan páskadag: Hlynur Þór Auðunsson, Hamra-
borg 5, Kóp., sími 564 2660.
Á vegum Tannlæknafélags Íslands er ekki rekin neyð-
arvakt um kvöld og nætur og er sjúklingum bent á að
snúa sér til slysadeildar sjúkrahúsanna þegar um al-
varleg slys er að ræða. Sjá ennfremur heimasíðu TFÍ:
www.tannlaeknar.is.
Apótek: Lyfja í Lágmúla og á Smáratorgi er opin kl.
8–24 um páskana.
Laugarnesapótek, Apótek Árbæjar, Garðs apótek og
Rima Apótek opið á hefðbundnum verslunartíma.
Lyfjaval opið á hefðbundnum verslunartíma.
Lyf & heilsa í Austurveri er opin um páskana til kl. 24.
Önnur apótek Lyfja & heilsu fylgja hefðbundnum af-
greiðslutíma verslana.
Bensínstöðvar:
Skeljungur: Stöðvarnar við Bústaðaveg (Öskjuhlíð),
Suðurfell, Vesturlandsveg og Hagasmára eru opnar
allan sólahringinn. Aðrar stöðvar á höfuðborgarsvæð-
inu eru opnar á skírdag og annan páskadag en lokaðar
á föstudaginn langa og páskadag.
Akureyri, á skírdag og annan páskadag er stöðin við
Mýrarveg opin kl. 8–20 og stöðin við Hörgárbraut kl.
7.30–22. Lokað á föstudaginn langa. Páskadag er opið
við Hörgárbraut kl. 10–16. Sjálfsalar opnir allan sóla-
hringinn.
Olís: Á skírdag og annan páskadag eru Uppgrips-
stöðvar og Klöpp opnar kl. 9–23.30. Á skírdag eru
stöðvarnar í Hafnarfirði og Hamraborg opnar kl. 9–
19.30. Föstudaginn langa eru Uppgripsstöðvar og
Klöpp opnar kl. 10–20, í Hafnarfirði og Hamraborg er
opið kl. 9–19.30.
Korta- og seðlasjálfsalar eru opnir alla daga og næt-
ur.
Bilanir: Í Reykjavík skal tilkynna hitaveitu-, vatns-
veitu- og rafmagnsbilanir í síma 516 6200, sem er sími
hjá bilanavakt Orkuveitu Reykjavíkur. Ef óskað er að-
stoðar vegna snjómoksturs, hálku eða flóða á götum
skal hringja í bilanavakt borgarstofnana í síma
580 0430.
Unnt er að tilkynna símabilanir í 145. Neyðarnúmer
er 112.
Afgreiðsla endurvinnslustöðva: Opið á skírdag kl. 10–
18.30, lokað föstudaginn langa, páskadag og annan
páskadag. Opið laugardag kl. 10–18.30.
Afgreiðslutími verslana:
Verslanir Bónuss eru opnar á skírdag og laugardag kl.
10–18, lokað föstudaginn langa og páskadag. Opið ann-
an páskadag í sunnudagsbúðum kl. 12–18.
Verslanir 11–11 eru opnar á venjulegum tíma á skír-
dag, laugardag og annan páskadag. Lokað föstudag-
inn langa og páskadag.
Fjarðarkaup eru opin á skírdag og laugardag kl. 10–
17, lokað föstudaginn langa, páskadag og annan
páskadag.
Verslanir Hagkaupa eru opnar á skírdag og laugardag
kl. 10–18, lokað föstudaginn langa og páskadag. Annan
páskadag er opið kl. 12–18, nema lokað í Kringlunni.
Verslanir Krónunnar eru opnar á skírdag kl. 11–21 og
laugardag kl. 11–19. Lokað föstudaginn langa, páska-
dag og annan páskadag.
Verslanir Nóatúns eru opnar á skírdag og laugardag
kl. 10–21, lokað föstudaginn langa og páskadag. Annan
páskadag er opið kl. 11–21.
Verslanir 10–11 eru opnar á skírdag, laugardag og
annan páskadag kl. 9–24, lokað föstudaginn langa og
páskadag. Verslanirnar í Lágmúla og Staðarbergi,
Hafnarfirði, og Akureyri eru alltaf opnar til kl. 24,
nema föstudaginn langa og páskadag, þá er opnað á
miðnætti.
Bláa lónið er opið alla páskahelgina kl. 10–20.
Sundstaðir í Reykjavík: Á skírdag og annan páskadag
er opið í Breiðholtslaug, Laugardalslaug og Vestur-
bæjarlaug kl. 8–20, í Árbæjarlaug og Grafarvogslaug
er opið kl. 8–20.30. Í Sundhöllinni er opið kl. 8–19 og
Klébergslaug kl. 11–15. Á föstudaginn langa og páska-
dag eru Laugardalslaug, Vesturbæjarlaug og Árbæj-
arlaug opnar kl. 10–18, aðrar laugar lokaðar.
Sundlaug Kópavogs: Á skírdag og annan páskadag er
opið kl. 8–18, lokað föstudaginn langa og páskadag.
Skautahöllin í Reykjavík er opin á skírdag, páskadag
og annan páskadag kl. 13–18. Á föstudaginn langa er
opið kl. 13–17.
Leigubílar: Á Reykjavíkursvæðinu verða eftirtaldar
leigubílastöðvar opnar allan sólarhringinn yfir
páskana: BSR, sími 56 10000. Hreyfill Bæjarleiðir,
sími 588 5522 og 553 3500. Borgarbílastöðin, sími
552 2440. Bifreiðastöð Hafnarfjarðar, sími 565 0666.
Akstur Strætó bs.: Þjónusta Strætó bs. verður með
hefðbundnu sniði um páskana. Á skírdag og annan
páskadag er akstur samkv. sunnudagsáætlun. Á föstu-
daginn langa og páskadag hefst akstur kl. 13 og er ekið
samkv. sunnudagsáætlun.
Allar nánari upplýsingar má fá í þjónustusíma Strætó
bs., 540 2700.
Ferðir Herjólfs: Á skírdag er farið frá Vestmanna-
eyjum kl. 8.15 og 16 og frá Þorlákshöfn kl. 12 og 19.30.
Föstudaginn langa og páskadag er engin ferð. Annan
páskadag er farið frá Vestmannaeyjum kl. 8.15 og 16
og frá Þorlákshöfn kl. 12 og 19.30.
Innanlandsflug: Upplýsingar um innanlandsflug
Flugfélags Íslands hf. eru veittar í síma 570 3030/
460 7000 og í símum afgreiðslu á landsbyggðinni. Sími
sjúkra- og neyðarflugs Flugfélags Íslands er
894 5390.
Skíðastaðir: Upplýsingar um skíðasvæðið í Bláfjöll-
um, Skálafelli og Hengli eru gefnar í símsvara
570 7711.
Upplýsingar um skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akur-
eyri eru gefnar í símsvara 878 1515.
Ferðir sérleyfishafa BSÍ: Norðurleið ekur á skírdag
samkv. venjulegri áætlun, engin ferð á föstudaginn
langa og páskadag. Annan páskadag er ekið samkv.
sunnudagsáætlun.
Sæmundur ekur á skírdag og annan páskadag samkv.
laugardagsáætlun. Engin ferð á föstudaginn langa. Á
páskadag er ekið til Akraness og Borgarness kl. 17 og
frá Akranesi kl. 15 og frá Borgarnesi kl. 14.45.
Sérleyfisbílar Keflavíkur aka á skírdag og annan
páskadag samkv. helgidagaáætlun. Engin ferð á föstu-
daginn langa og páskadag
Austurleið, Kynnisferðir aka á skírdag og annan
páskadag samkv. sunnudagsáætlun. Á föstudaginn
langa og páskadag er ekið frá Reykjavík til Selfoss kl.
12.30, 15, 18 og 20 og frá Selfoss til Reykjavíkur kl.
9.30, 13. 16.10 og 18.10.
Þingvallaleið ekur samkv. áætlun alla daga.
Nánari upplýsingar hjá BSÍ í síma 591 1000 og
562 1011.
Minnisblað
lesenda um páska
Morgunblaðið/Brynjar Gauti