Morgunblaðið - 24.03.2005, Page 1
STOFNAÐ 1913 81. TBL. 93. ÁRG. FIMMTUDAGUR 24. MARS 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Hiti, sviti og
harmonikka
Grétar Þorsteinsson forseti ASÍ
dansar í frístundum | Daglegt líf
Fjögur sérblöð í dag
Viðskipti | Svipmynd af athafnakonunni Katrínu Óladóttur
Úr verinu | Enginn barlómur í Sandgerði Börn | Hinn eini
sanni páskaungi Íþróttir | Örn setti Íslandsmet í sundi
Opið í dag 13-17
Opið á laugardag 10-18
ÁFRÝJUNARDÓMSTÓLL í Atlanta í
Bandaríkjunum hafnaði í gærkvöldi í
annað sinn á einum sólarhring beiðni
foreldra Terri Schiavo um að dóttur
þeirra yrði áfram haldið á lífi með
næringarslöngu.
Foreldrar Schiavo, sem er heila-
sködduð og í dái í Flórída, fóru fram
á að dómstóllinn endurskoðaði af-
stöðu sína frá því fyrr um daginn, en
þá hafnaði þriggja manna dómur beiðni þeirra. En tólf
manna dómstóll komst seint í gær að sömu niðurstöðu
og hinn fyrri. Segir fréttaskýrandi BBC að líklega
verði senn fokið í flest skjól fyrir Schindler-hjónin, for-
eldra Schiavo. Þau hyggjast skjóta máli sínu til hæsta-
réttar í Washington, hann hefur hins vegar tvívegis
neitað að taka málið til umfjöllunar.
Jeb Bush, ríkisstjóri í Flórída, lét hafa eftir sér í gær-
kvöldi að ekki væri víst að ástand Schiavo væri óaft-
urkræft og kvaðst vera að leita leiða til að grípa inn í
málið. Talsmaður George W. Bush Bandaríkjaforseta –
en hann hefur eins og bróðir hans, Jeb, viljað liðsinna
Schindler-hjónunum – sagði hins vegar á fréttamanna-
fundi að „öll lagaleg úrræði væru þrotin“ í málinu./14
„Öll lagaleg úrræði þrotin“
Atlanta. AP.
Terri Schiavo
AUKIN harka er hlaupin í deilu stjórnvalda í
Mið-Asíuríkinu Kirgistan og stuðningsmanna
stjórnarandstöðunnar, sem staðið hafa fyrir mót-
mælum gegn forsetanum, Askar Akajev, eftir að
nýr innanríkisráðherra, Keneshbek Dushebajev,
varaði við því að yfirvöld myndu ekki hika við að
beita valdi til að tryggja pólitískan stöðugleika í
landinu.
Það þykir til marks um harðari afstöðu stjórn-
valda að óeirðalögregla var send á vettvang í höf-
uðborginni Bishkek í gær til að leysa upp mót-
mæli um 200 stjórnarandstæðinga. Þetta eru
fyrstu mótmælin í Bishkek, frá því að undir tók
að krauma í landinu, en stjórnarandstæðingar
hafa hins vegar tekið völdin í stjórnarbyggingum
á nokkrum stöðum í suðurhluta Kirgistans.
ÖSE hafnar gagnrýni Rússa
Stjórnarandstaðan sakar stjórnvöld um að
hafa staðið fyrir víðtæku kosningasvindli í þing-
kosningum sem fram fóru 13. mars sl. og hefur
afsagnar Akajevs verið krafist.
Rússneskir embættismenn gagnrýndu í gær
fulltrúa Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu
(ÖSE) en þeir fylgdust með framkvæmd þing-
kosninganna í Kirgistan og hafa lýst því yfir að
ýmislegt hafi verið við þær að athuga. Urður
Gunnarsdóttir, talsmaður ODIHR, Lýðræðis- og
mannréttindastofnunar ÖSE, hafnar hins vegar
þeim ásökunum Rússa að skýrsla ÖSE um kosn-
ingarnar í Kirgistan hefði stuðlað að ólgu í land-
inu. Benti hún á í samtali við Morgunblaðið að
mótmæli hefðu verið hafin áður en ÖSE gerði
sína gagnrýni opinbera. „Fólkið er ekki að bregð-
ast við okkar skýrslu heldur því sem það sá með
eigin augum,“ sagði Urður.
Valdbeitingu hótað í Kirgistan
Bishkek. AFP, AP.
AP
Til átaka kom þegar óeirðalögreglan í Bishkek réðist til atlögu við hóp stjórnarandstæðinga í borginni í gær.
MEÐAL þeirra skilyrða
sem samkeppnisráð hef-
ur sett fyrir samruna
ljósvaka- og fjarskipta-
fyrirtækja er að stjórn-
armenn og stjórnendur
fjarskiptafyrirtækja
mega ekki sitja í stjórn-
um ljósvakamiðla, og öf-
ugt. Þetta hefur þau
áhrif að nokkrir þurfa að
afsala sér stjórnarsetu
fyrir næstu áramót og
mitt næsta ár.
Skilyrðið á t.d. við um
Skarphéðin Berg Stein-
arsson, stjórnarformann
365 ljósvakamiðla og Og
fjarskipta, sem verður
að gera upp við sig í
hvorri stjórninni hann
ætlar að sitja. Einnig á
þetta við um Eirík S. Jó-
hannsson, forstjóra Og
Vodafone, sem verður að
segja sig úr stjórn 365
ljósvakamiðla.
Eftir 1. júlí árið 2006
mega fjórir starfsmenn
Símans ekki sitja lengur
sem aðal- eða varamenn
í stjórn Íslenska sjón-
varpsfélagsins. Þetta
eru þeir Orri Hauksson,
framkvæmdastjóri þró-
unarsviðs, Páll Ásgríms-
son, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs, Örn
Guðmundsson, forstöðumaður fjárstýring-
ar, og Sveinn Tryggvason, forstöðumaður
eignahluta, sem er varamaður.
Samkeppnisráð sendi í gær frá sér nið-
urstöðu um samruna annars vegar Lands-
símans og Skjás eins og hins vegar Og
Vodafone og 365 ljósvakamiðla, áður Norð-
urljósa, sem reka m.a. Stöð 2 og Sýn. Sam-
keppnisstofnun segir fyrirtækin hafa sæst á
að una skilyrðunum en Skarphéðinn Berg
segir að á samþykki Og Vodafone hafi verið
þeir fyrirvarar að skilyrðin yrðu þau sömu
og Símanum og Skjá einum voru sett. Hann
segir að með niðurstöðu samkeppnisráðs
séu stjórnvöld að setja fyrirtækjum í at-
vinnulífinu ákveðnar skorður.
Þurfa að
afsala sér
stjórnar-
sætum
Hagur/34–35
Eiríkur S.
Jóhannsson
Orri
Hauksson
Skarphéðinn Berg
Steinarsson
BOBBY Fischer er á leið til Íslands
ásamt unnustu sinni, Miyoko
Watai. Honum var sleppt úr haldi í
útlendingabúðum í Japan um
klukkan eitt í nótt að íslenskum
tíma. Benedikt Höskuldsson,
sendiráðunautur, fór í búðirnar í
morgun, fékk undirskrift Fischers í
íslenskt vegabréf hans og gekk frá
því. „Hann var ágætlega stemmdur
og hress,“ sagði Benedikt. „Ég
benti honum á muninn á þessu
vegabréfi og því sem hann fékk um
daginn, að nú væri hann íslenskur
ríkisborgari.“
Suzuki, lögfræðingur Fischers,
fór einnig í búðirnar til að fá undir-
skrift Fischers á yfirlýsingu um að
hann félli frá málshöfðun á hendur
japönskum
stjórnvöldum.
Þurfti síðan að
bíða staðfest-
ingar dómstóls í
Tókýó á mót-
töku yfirlýsing-
arinnar, áður en
Fischer var
sleppt. Nokkur
bið varð á lausn
Fischers meðan verið var að hnýta
lausa enda á milli skrifstofu í út-
lendingabúðunum og inni í Tókýó.
Íslenska sendiráðið bauð Fischer
að aka honum til flugvallarins í bíl
sendiráðsins. Stóð tæpt að Fischer
næði flugvél SAS sem flytja átti
hann til Kaupmannahafnar.
Sæmundur Pálsson, vinur og
stuðningsmaður Fischers, gerði
ráð fyrir því að fara til Kaupmanna-
hafnar í morgun og taka þar á móti
Fischer.
Spurt var um málefni Fischers á
blaðamannafundi í bandaríska ut-
anríkisráðuneytinu í Washington í
gær. Adam Ereli, aðstoðartalsmað-
ur ráðuneytisins sagðist ekki vilja
spá neinu um hvort eða til hvaða
aðgerða kynni að verða gripið
vegna Íslandsfarar Fischers.
Davíð Oddsson utanríkisráð-
herra segist ánægður með að
Fischer losni úr prísundinni í Jap-
an fyrir atbeina Íslendinga.
Fischer laus úr haldi
Fögnum ekki/10
Bobby Fischer
KLOFNINGUR virðist kom-
inn upp í biskupakirkjunni,
sem á uppruna sinn í Eng-
landi, eftir að forsvarsmenn
skosku biskupakirkjunnar
lýstu því yfir að þeir teldu
ekkert athugavert við það að
hommar sem væru kynferð-
islega virkir væru vígðir
prestar.
Yfirlýsing skosku kirkju-
deildarinnar gengur þvert
gegn stefnu ensku kirkjunnar
og kirkjudeilda í Afríku en
þær hafa nýverið brugðist
harkalega við þeim tíðindum
að búið væri að vígja í Banda-
ríkjunum mann sem prest
sem ekki hefur farið leynt
með samkynhneigð sína.
Stundi skírlífi
Segir í yfirlýsingu skosku
biskupakirkjunnar að þar á
bæ „hafi menn aldrei talið þá
staðreynd, að einhver kynni
að vera í nánu sambandi við
aðila af sama kyni, geta eina
og sér staðið í vegi þess að
maður væri vígður prestur“.
Samtök samkynhneigðra í
Bretlandi hafa fagnað afstöðu
skosku biskupakirkjunnar og
hvatt aðrar deildir kirkjunnar
til að taka upp sömu stefnu.
Talsmaður ensku kirkjunnar
benti hins vegar á að þar á bæ
hefðu menn ekki neitt á móti
því að hommar væru vígðir
prestar, að því gefnu að þeir
hétu því að stunda skírlífi.
Biskupa-
kirkjan
klofin
London. AFP.