Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.03.2005, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ALLT AÐ 2.000 FÓRUST Óttast er að hátt í tvö þúsund manns hafi beðið bana í jarðskjálft- anum sem varð á hafsbotni við vest- urströnd Súmötru í Indónesíu í fyrradag. Yfirvöld í Indónesíu hafa lýst yfir neyðarástandi og margar þjóðir hafa þegar heitið þeim fjár- hagsaðstoð. Annan gagnrýndur í skýrslu Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er gagnrýndur í nýrri skýrslu nefndar sem rann- sakar meinta spillingu og óstjórn í tengslum við áætlunina um sölu á ol- íu frá Írak. Hann er þó ekki sakaður um spillingu í skýrslunni og tals- maður Bandaríkjaforseta sagði að stjórnin í Washington styddi enn Kofi Annan. Fischer framseldur? Ríkislögreglustjóri hefur vísað til dómsmálaráðuneytisins erindi bandarískra yfirvalda þess efnis að þarlend yfirvöld íhugi að fá Bobby Fischer framseldan til Bandaríkj- anna. Barst erindið ríkislög- reglustjóra sama dag og Fischer kom til landsins. Krefjast endurupptöku Og fjarskipti hf. fara fram á end- urupptöku samkeppnisráðs á þeim skilyrðum sem birt voru í síðustu viku. Saka forsvarsmenn fyrirtæk- isins samkeppnisyfirvöld um að hafa ekki gætt jafnræðis. Sumarhús sífellt vinsælli Fasteignasalar finna fyrir aukn- um áhuga á sumarhúsum, kaup og sala á eignum hefur aukist samhliða aukinni eftirspurn eftir íbúðar- húsnæði og auknu aðgengi almenn- ings að lánsfé. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                                  ! " #         $         %&' ( )***                        ÍSLENSKI örninn og íslenski fálk- inn eru á lista yfir dýr í útrýming- arhættu, en síðasti hluti reglugerð- ar um verslun með tegundir dýra og plantna í útrýmingarhættu tekur gildi um næstu mánaðamót. Einnig er von á reglugerð um hvali, en sautján hvalategundir eru á listan- um, þar á meðal hrefna. Alþjóðleg verslun með hvalaafurðir verður við ríki sem gert hafa fyrirvara við samninginn, en sérstakt leyfi þarf fyrir þessum útflutningi líkt og á öðrum dýrum sem skilgreind hafa verið í útrýmingarhættu. Ísland er eitt 160 ríkja sem aðild eiga að CITES-samningnum (samn- ingi um alþjóðaverslun með tegund- ir dýra og plantna í útrýmingar- hættu). Ísland á núna sæti í stjórn samningsins. CITES-tegundir eru flokkaðar í þrjá flokka. Í fyrsta við- auka með samningnum eru um 1.000 tegundir dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu. Alþjóðleg verslun með þessar tegundir er bönnuð. Á þessum lista eru t.d. tígr- isdýr, pandabirnir, fálkar og ernir. Í viðauka 2 eru um 32.000 tegundir, þar af um 28.000 plöntutegundir. Verslun með þessar tegundir er heimiluð með því skilyrði að útflutn- ingsleyfi sé gefið út í útflutnings- landinu. Nokkur ríki, þar á meðal Ísland og ríki Evrópusambandsins, krefjast einnig innflutningsleyfis fyrir þessar tegundir. Í þriðja lagi eru um 250 tegundir sem eru vernd- aðar í einstökum ríkjum og aðild- arríkin skuldbinda sig til að aðstoða við að koma í veg fyrir ólöglega verslun með þær. Reglugerð umhverfisráðuneytis- ins um þessi mál tók gildi á síðasta ári, en nú um mánaðamótin tekur gildi sá hluti reglugerðarinnar sem fjallar um inn- og útflutningsleyfi. Þurfa leyfi til að flytja inn pelsa og muni úr fílabeini Að sögn Karls Karlssonar, dýra- læknis á stjórnsýslusviði Umhverf- isstofnunar, verður hér eftir nauð- synlegt að sækja um leyfi til að flytja inn allar afurðir dýra sem skilgreindar eru í útrýmingarhættu. Dæmi um þetta eru pelsar, hamir, hálsmen og munir úr fílabeini. Karl nefnir sem dæmi að sá sem kaupir hálsmen í Grænlandi þar sem not- aðar eru afurðir úr ísbjörnum verði að sækja um leyfi til að flytja það til landsins þrátt fyrir að Grænlend- ingar leyfi ísbjarnarveiðar í tak- mörkuðum mæli. Sautján hvalategundir eru á CIT- ES-listanum, þar af átta í viðauka 1. Hrefna er í viðauka 1 nema Vestur- Grænlandsstofninn sem er skráður í við- auka 2. Ísland gerði á sínum tíma fyrir- vara við þennan hluta samningsins, en það þýðir að hval- ir færast niður um einn flokk. Allar hvalategundir eru því skilgreindar í flokki dýra sem kunna að verða í út- rýmingarhættu ef al- þjóðlegri verslun með þær er ekki stjórnað. Sjávarút- vegsráðuneytið mun gefa út reglu- gerð um þetta efni á næstu dögum. Japanir og Norðmenn munu hafa gert samskonar fyrirvara og Íslend- ingar. Sigurður Þráinsson, deildarstjóri í umhverfisráðuneytinu, segir að þessi fyrirvari færi hvalina niður um einn flokk. Forsenda fyrir því að við getum selt hvalaafurðir sé að aðrar þjóðir hafi einnig gert sams- konar fyrirvara, en það hafi t.d. Norðmenn og Japanir einmitt gert. Nýjar reglur um verslun með dýr í útrýmingarhættu Verslun með hvala- afurðir leyfisskyld Ljósmynd/Sigurður Mar Halldórsson Íslenski fálkinn er á lista yfir dýr í útrýmingarhættu. Morgunblaðið/Ómar Allar hvalategundir eru skilgreindar í flokki dýra sem kunna að verða í út- rýmingarhættu ef alþjóðlegri verslun með þær er ekki stjórnað. ALLIR skólar landsins hefja störf að nýju í dag eftir páskana. Gylfi, Daði og Benedikt eru hressir ellefu ára strákar í Hafnarfirði, sem notuðu vel síðasta dag páskaleyfisins og brunuðu á hjólunum sínum í sund. Hjólað í sund Morgunblaðið/Eyþór UM 70 þúsund manns höfðu skilað skattskýrslu á rafrænu formi í gær. Margir hafa fengið frest til að skila skatt- skýrslu, en embætti ríkis- skattstjóra verður með opinn þjónustusíma út þessa viku til kl. 22 á kvöldin. Þar geta framteljendur fengið svör við spurningum varðandi útfyllingu framtals- ins. Á síðasta ári skiluðu 198.369 framteljendur skatt- framtali á Netinu og 181.523 árið 2003. Yfir 70 þús- und hafa skilað skatt- framtali SÉRBLAÐ Morgunblaðsins um sjávarútveg kemur nú framvegis út á miðvikudögum. Úr verinu kom fyrst út sem sérblað með Morgunblaðinu miðvikudaginn 5. september 1990. Það kom síðan út á miðvikudögum til ársins 2001, er Úr verinu og Viðskiptablað Morg- unblaðsins voru sameinuð í eitt at- vinnuvegablað. Síðustu misserin hefur Úr verinu komið út á fimmtudögum með Viðskiptablaðinu, en hefur nú verið fært yfir á miðvikudaga að nýju. Úr verinu á miðviku- dögum Í dag Sigmund 8 Viðhorf 30 Fréttaskýring 8 Umræðan 24/33 Viðskipti 12/13 Bréf 33 Erlent 16/17 Minningar 34/40 Minn staður 18 Myndasögur 44 Höfuðborgin 19 Dagbók 44/47 Akureyri 20 Staður og stund 46 Suðurnes 20 Leikhús 48 Landið 21 Bíó 50/53 Daglegt líf 23 Ljósvakamiðlar 54 Menning 22 Veður 55 Forystugrein 28 Staksteinar 55 * * * FJÖGUR innbrot í bíla, íbúðarhús- næði og atvinnuhúsnæði voru til- kynnt til lögreglunnar í Reykjavík í gær. Að sögn varðstjóra er útlit fyrir að þau hafi flest verið framin um páskahelgina og að eigendur hafi ekki tilkynnt þau fyrr en í gær enda hafi margir verið í burtu um helgina. Fjögur innbrot tilkynnt HARÐUR árekstur tveggja bíla varð á Rauðarárstíg í Reykjavík um klukkan 14 í gær. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar urðu þó ekki slys á fólki en bíl- arnir skemmdust mikið og voru fluttir á brott með kranabílum. Árekstur á Rauðarárstíg ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.